Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Blaðsíða 22
22
DV. LAUGARDAGUR10. DESEMBER1983.
Bókakynning DV
Bókakynning DV
— rætt vid Gudrtinu Öldu Hardardót tur um
nýdtkomna barnabók hennar, Þegar pabbi dó
„Hvaöa augum lítur barnið
dauðann? Hvemig bregst sex ára
drengur við þegar pabbi hans deyr?
Hver er skilningur hans á aö lífið haldi
áfram?”
Þessar spurningar er að finna á
bókarkápu nýrrar barnabókar eftir
Guðrúnu öldu Haröardóttur fóstru-
nema, en þetta er fyrsta bók höfundar.
Sagan, sem heitir Þegar pabbi dó,
lýsir á raunsæjan hátt hvaö hrærist í
huga sex ára drengs sem missir pabba
sinn í bílslysi. Efni bókarinnar er ætlað
að vekja fólk til umhugsunar um hvaða
augum þaö lítur dauða náinna ástvina.
,,Ég geri mér fullkomlega grein fyrir
því aö mörgum finnst eflaust að
vangaveltur um dauðann séu nokkuö
sem ætti helst ekki að skrifa um og
allra síst fyrir böm,” segir Guðrún
Alda.
„En ég er hins vegar á þeirri skoðun
aö það sé nauðsynlegt aö fjalla um
þennan þátt lífsins alveg eins og aðra
þætti tilverunnar. Dauðinn er jú ekkert
annað en einn þáttur lífsins og flest
börn kynnast þessum þætti á einhvern
hátt, afar og ömmur deyja og svo
framvegis.
Pukur
Börn fara þannig tiltölulega ung að
velta þessu fyrir sér, en í okkar
nútímaþjóðfélagi er dauöinn nokkuð
sem þau sjá helst í sjónvarpi og kvik-
myndum þar sem engar skýringar eru
gefnar. Áður fyrr var þetta allt öðm-
vísi, dauðinn var oft nær einstaklingn-
„Set mig í spor
sex ára drengs"
Hvemig tekurðu á þessum málum í
bókinni?
,jEg læt sex ára dreng segja frá því
hverju hann er aö velta fyrir sér eftir
að hann missir pabba sinn í bílslysi.
Þannig held ég að frásögnin verði ein-
faldari og einlægari en ef ég hefði
skrifaö hana út frá sjálfri mér.”
En er ekki erfitt að setja sig í spor
sex ára drengs?
„Vissulega er það erfitt en þar sem
ég styðst að mörgu leyti við atburði
sem ég þekki til verður þaö ekki eins
erfitt og ekki eins fjarri raunveruleik-
anum og ætla mætti. ”
Er bókin þá sérstaklega ætluð böm-
um á þessum aldri?
„Nei, hún er ekki skrifuð fyrir neinn
sérstakan aldurshóp bama. Hún er í
rauninni fyrir alla aldurshópa, jafnt
börn sem fullorðna.”
Hefur þegar hjálpað
Nú fjallar bókin um nokkuð óvenju-
legt efni eins og fram hefur komið.
Hefurðu heyrt um viðbrögð einhverra
semhafalesið hana?
„Langflestir þeirra sem ég veit að
hafa lesið bókina hafa verið mjög
jákvæðir og þótt hún falleg en sorgleg.
En ég hef líka heyrt um þá sem hafa
veigrað sér við að opna hana.
Þau viðbrögð sem hins vegar hafa
„Böm þurfa á þvl að halda að rætt só við þau um dauðann alveg eins og
hvern annan þátt tilverunnar," segir Guðrún Alda Harðardóttir fóstru-
nemi, höfundurbókarinnar Þegarpabbi dó. DV-mynd GVA
snortið mig mest em að ég veit að
sagan hefur nú þegar hjálpað einni
fjölskyldu í sorg sinni yfir missi ást-
vinar. Vitneskjan um þetta fullvissar
mig um að ég hef ekki skrifað bókina
til einskis, og vonandi getúr hún
hjálpaö fleirum.”
-SGV
um, afar og ömmur dóu heima og þá
þótti þetta eðlilegur þáttur lífsins sem
ekki var verið aö pukrast með eins og
nú.
I dag er algengast að fólk deyi inni á
stofnunum og böm fá yfirleitt ekki aö
taka þátt í sorgarathöfninni, ef til vill
vegna þess að þeir fullorðnu halda að
þau hafi ekki nægilegan skilning á því
sem er að gerast. Böm jafnt sem full-
orðnir þurfa þó á því að halda að upp-
lifa sorgina til þess að geta komist yfir
hana og geta séð björtu hliðar lifsins á
ný. Annars er hætta á að þau byrgi
innra meö sér ýmsar spumingar um
dauðann, sem þau þora ekki að spyrja
þáfullorðnu að.”
„Dauðínn er
þáttnr í lífmn,,
Jane Fonda.
Listin tekur
þungaskatt
Marlon Brando var með troðinn munninn i The Godfather. Dustin Hoffman þurfti að
raka á sér fæturna og vera í magabelti til að leika konu í Tootsie. En slíkir aukahlutir
nægja ekki fyrir suma aðra leikara sem verða að breyta sér líkamlega jafnt sem
andlega I hlutverkum.
Jane Fonda, drottning líkamsrækt-
arinnár, þurfti að brjóta sínar eigin
vinnureglur til að þyngja sig um 10 kíló
í hlutverkinu sem fremur þybbinn
flakkari í þættinum The Dollmaker
sem ABC sjónvarpsstöðin lét gera.
Hún segist hafa notiö hverrar mínútu.
Robert De Niro hafði það fyrir starfa
sem aðrir gera ókeypis: svínfitna.
Fyrir myndina Raging Bull bætti hann
á sig 30 kílóum á fjórum mánuðum
með frönskum mat, ís og bjór. Með
aukaskvapinu nuddaöist hann á
lærunum þegar lappirnar á honum
nerust saman. Hann létti sig aftur á
fjórum mánuðum en siöustu 5 kílóin
voru erfiöust.
Míchael Caine hakkaði í sig spag-
hetti og fleira til þess aö auka við sig 17
kílóum fyrir hlutverk í myndinni
Education Rita. Þetta virtust vera tíu
mínútur sagði hann eftir á. Nú hefur
hann sex vikur til að losa sig við
megnið af þessari þyngd fyrir
myndina Love, Rio. Það er hræðilegt
segir hann.
Meryl Streep minnkaði vökva-
inntöku til þess að losa sig við 10 pund í
hlutverki sínu sem fórnarlamb í
einangrunarbúðum í Sophies Choice.
Hún notaðist einnig við faröa til að
auka á áhrifin.
Tom Cruise hefur þurft að raka
höfuð sitt og stunda líkamsrækt fyrir
hlutverk í Taps (sem myndin er úr).
Fyrir The Outsiders tók hann krónu af
framtönn til að vera hörkulegri. Þá
skipti hann yfir í að leika Joel í Risky
Business sem er góður gæi. Hann tók:
vítamín og fór í megrun til að losna við
vöðva. Þá át hann til aö fá útúrboru-
lega bleikfeita útlitið sem þurfti. I All
The right Moves þurfti hann aftur að
hyggja upp vöðva. „Eg er í góðu
sambandi við líkama minn,” segir
hann.
Ben Kingsley sem Gandhi tók tíu
kíióa megrun sína alvarlega. Hann los-
aði sig við þau með mjög nákvæmri
megrun sem Gandhi fylgdi. Hann át að
mestu ávexti. Hann rakaði einnig á sér
höfuðið og sat í sólinni klukkutímum
saman til að dekkja húð sína.
Ben Kingsley.
Robert De hliro.
Tom Cruisse.