Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Blaðsíða 10
10
DV. LAUGARDAGUR 10. DESEMBER1983.
Bókakynning DV
Bókakynning DV
Stjörnumerkin
og áhrif þeirra
Fyrir þessi jól kemur bókin Stjörnu-
merkin og áhrif þeirra út hjá Ægisút-
gáfunni.
í bókinni eru skýrðir kostir og gallar
í fari karla og kvenna í hinum einstöku
merkjum.
Á bókarkápu stendur: Hvers vegna
er maki þinn sifellt að skipta um
áhugamál? Er hann kannski
„tvíburi”? Er vinur þinn þrjóskur? Þá
er hann líklega í „nautinu”. Finnst þér
augun hennar lesa sálu þína? Er hún
kannski „sporðdreki?”
Karlmenn í nautsmerkinu og konur í
sporðdrekamerkinu fá hér öriitið for-
skot á sæluna þvi hér birtist hluti af
lýsingunniáþeim.
Karlmenn í
nautsmerkinu
Þú ímyndar þér ef til vill, aö hinn
dæmigeröi karlmaöur í Nautsmerkinu
sé rólegur og hagsýnn náungi, og eins
skynsamur og jarðbundinn og gamlir
inniskór. Þaö er líka hárrétt. Þannig er
hann. Þú tekur kannski líka eftir því,
að hann hefur langan aödraganda aö
framkvæmdum, er ákveðinn og var-
kár. Þannig er hann einmitt. Þú kemst
því aö þeirri niöurstööu, að það sé rök-
rétt aö segja aö hann sé alls ekki
rómantískur. Alrangt.
Hvernig dettur þér í hug aö hægt sé
að skilgreina eöli Nautsins meö
rökum einum saman? Þetta hefur ein-
hver karlmaöur í Vogarmerkinu taliö
þér trú um, til þess aö gera sig
merkilegan. Hann hefur sem sagt
rangt fyrir sér. Rökfræöi kemur ekki
aö miklum notum viö aö skilgreina
stórt, karlmannlegt tákn eins og tarf-'
inn, sem er undir áhrifum frá ástar- og
friðarplánetunni Venusi. Sendu þenn-
an greinda mann í Vogarmerkinu aftur
á bókasafnið.
Það kann aö taka Nautið langan
tima aö ákveöa hvort hann vill binda
trúss sitt viö þig. Hann ætlar ekki aö
stinga sér fagurlega ofan í sundlaug
rómantíkurinnar, og uppgötva á miöri
leið aö gleymst hefur aö fylla hana af
vatni. Þegar hann hefur hins vegar
gert upp hug sinn um aö þú sért hin
eina sanna, og þegar hann er orðinn
ákveöinn í að vinna hjarta þitt, þá
verður þessi Vogardrengur eins og
veimiltíta í samanburði viö hann.
Hann mun einnig standa sig betur en
hiö ástfangna Ljón eöa hinn ástríðu-
fulli Sporödreki. Þessi skynsami, hag-
sýni, hægfara og ákveöni maður í
Nautsmerkinu getur sent þér eina
bleika rós á dag, þar til þú lætur undan
honum (hvort sem um giftingu eöa
eitthvaö annaö er aö ræða). Hann
getur jafnvel átt þaö til aö skrifa ljóö
eöa kvæöi, og senda þér það óundir-
ritað í pósti. Hann veit að þú munt geta
rétt upp á sendandanum. Maðurinn í
Nautsmerkinu getur veriö blíöur,
ljúfur og vemdandi elskhugi. Hiö skyn-
ræna eöli hans gerir hann einkar
næman fyrir óvenjuiega ilmvatninu
þínu, mýkt húöar þinnar og glampandi
hári þínu. Hann segir þaö kannski ekki
hreint út eöa meö einhverri skrúö-
mælgi, en honum tekst einhvem veg-
inn aö gera þér skiljanlegt hvaö hann
kann aö meta. Snertiskyn Nautsins er
afskaplegaáþreifanlegt. Karlmaöur í
þessu jaröbundna merki er fullur mót-
sagna þegar ástarmál eru annars
vegar. Hann vill að þú klæðist dýrum
loöfeldum og litríkum fötum. Hann
getur átt það til aö kaupa handa þér
lítinn vönd af nýútsprungnum vor-
fjólum af sölukonunni á horninu, og
gefur henni kannski töluvert þjórfé
vegna þess hve hún minnir hann á
móöur hans. (Þú minnir hann hins veg-
ar örugglega ekki á móöur hans eöa
systur, nema þá þegar honum finnst
aðrir karlmenn gefa þér hýrt auga og
hann bregst til varnar.) Tónlist á
greiða leiö aö tilfinningum hans og
kemur honum í rómantískar hugleiö-
ingar. Þaö er nær öruggt, að hann á sér
uppáhalds lag, sem minnir hann á þig í
hvert sinn sem hann heyrir þaö. Þaö er
lagið, sem hann biöur alltaf um á
diskótekinu.
Kvenfólk í sporð-
drekamerkinu
Kona í Sporödrekamerkinu hefur til
aö bera mikla, dularfulla fegurö. Hún
er seiðmögnuð, stolt og haldin full-
komnu sjálfsöryggi. Hún er hins vegar
afar leiö yfir einu: Því aö vera ekki
karlmaður.
Eg finn næstum því alla leið hingað
málningardeildinni
OKKAR bjóðum við eingöngu úrvalsefni.
VITRETEX plastmálningu utan- og innanhúss.
HEMPEL'S þak- og gólfmálningu.
CUPRINOL fúavarnarefni og lakk.
Sérhæft starfsfólk leiðbeinir þér um valið.
5% afsiáttur af allri málningu, 10% afsláttur sé
keypt fyrir2000kr. eðameira:
hitann, sem stafaraf Plútókonum, sem
lesa þessa uppljóstrun. Þaö fyrirfinnst
ekki sú kona í Sporðdrekamerkinu,
sem ekki finnst hún vera kona inn aö
beini, og þú ert jafnvel sjálfur undr-
andi á mér, ef þú ert ástfanginn af
slíkri konu. Þessi stúlka er svo sannar-
lega glæsileg, og ekki vantar hana kyn-
töfrana. Eg sagði heldur ekki aö hún
liti út eins og strákur, og ekki ætlaöi ég
aö gefa í skyn aö hún stæði sig ekki vel
í kvenhlutverkinu. Málið er einfald-
lega þaö, aö innst inni vildi hún óska aö
hún væri karlmaöur. Færri
takmarkanir — fleiri tækifæri. Þetta
er eina leyndarmálið, sem hún felur
meira aö segja fyrir sjálfri sér, og hún
mun ekki taka því vel aö sjá þaö gert
opinbert.
Þegar Sporödrekasteipan hefur
áttað Sig á muninum á bleikum og
bláum smábarnasokkum, sættir hún
sig viö aö ganga í þeim bleiku, vegna
þess aö henni er fátt betur gefið en aö
gera þaö besta úr öllu. Bleikt er hins
vegar ekki hennar litur. Hún er í eðli
sínu rauöbrún eöa dökkvínrauö, sem
er alls ekki kvenlegur litur. Hún kemur
manni samt til þess aö halda aö svo sé,
ef fyllstu sanngirni er gætt. Eg þekki
eina slíka, sem tekst stórvel upp viö að
láta alla halda aö hún sé viökvæmur,
lítili kettlingur. Hún getur malaö svo
af ánægju, að karlmenn halda aö hún
sé yfirmáta kvenlegur Fiskur. Þeir
faUa í gildru hennar og ranka síöar viö
sér, leiöir, en reynslunni ríkari. Hún er
enginn kettlingur.
Konur í Sporödrekamerkinu eru
fuUar hæðnislegrar fyrirUtningar á
kynsystrum sínum, sem ekki standa
sig meö sóma í hlutverki unnustu,
eiginkonu eða móöur, ef þær á annað
borö hafa tekið hlutverkin aö sér.
Stúika í þessu stjömumerki hefur
hemil á löngun sinni tU þess að stjórna,
þegar hún einsetur sér aö leika kven-
lega dömu, og henni tekst betur upp en
hinum karlmannlegri stúlkum í Hrúts-
merkinu, Ljónsmerkinu og Bogmann-
inum. Henni tekst þaö a.m.k. betur á
meðan á tiihugalífinu stendur. Þaö eru
ef til viU nokkur dæmi þess aö óviöbú-
inn karlmaður fái haröan skeU, þegar
hann er búinn aö losa sig viö hrís-
grjónin úr hárinu og tálsýnirnar úr
augunum. Kona í Sporðdrekamerkinu
hefur hemil á orku sinni og dáleiðir
karlmanninn meö Umvatni síns fjar-
ræna augnatiUits, á meöan hún leyfir
honum aö kveikja í sígarettunni fyrir
sig. Þetta er miklu meira kynæsandi
en aö rífa sjálf upp eldspýtur og blása
reyknum framan í hann, og þaö er
henni fullkunnugt um. Hún veit líka
margt fleira. Aörar stúlkur ættu þaö
kannski tU aö fleygja sér í fangiö á þér
og hrópa ástarjátningar ofan af hús-
þaki. Stúlka í Sporðdrekamerkinu
gengur hægt í áttina til þín, á þokka-
fullan hátt, og sendir þér sín leyndu
skUaboö án orða. Þaö er óskUjanlegt,
en þessar konur geta veriö kynæsandi í
gaUabuxum, reiöbuxum eöa íþrótta-
skóm. Kannski er það hása röddin,
sem gerir galdurinn. Ég veit um eitt
tilfelli þar sem konan var meö der-
húfu á höföinu (í alvöru) allan tímann
sem tUvonandi eiginmaöur hennar var
að gera hosur sínar grænar fyrir henni,
og hún talaði varla um annaö en fót-
bolta. Samt sem áöur var hún jafn
kynæsandi og Mata Hari, og hún
krækti í manninn. (Hann var dáleidd-
ur, aðvanda.)
OPIÐ
TIL KL.6 í KVÖLDl
b099« ngavöruvprxlao
BYGGIN6AUÖRUR1 TrM9v« Hannessooar
SIOUMÚLA 37 - SlMAR 83290-83360
Frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð
Öldungadeild. Innritun fyrir vorönn 1984 verður
15. og 16. desember kl. 16 til 18. Einkunnir verða
afhentar 16. desember kl. 17 til 18.30.
Prófsýning á sama tíma.
Dagskóli. Valdagur er 16. desember frá kl. 8.30.
Brautskráning stúdenta verður 17. desember kl.
14.
REKTOR.
Danskir
hamborgarhryggir?
Að vísu ekki, en Kostakaups-
hryggir eru framleiddir með
danskri aðferð og dönskum efnum.
KOSTAKAUP HF.
Reykjavíkurvegi 72 — Hafnarfirði