Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Blaðsíða 17
DV. LXUGARDAGUR10. DESEMBER1983.
17
Bókakynning DV
Fyrsta upplagi bókarinnar fylgja
tveir kostagripir: tíu tommu hljóm-
plata „Tórt veröur til trallsins” meö
átta lögum — alls tuttugu mínútur að
lengd — tekin upp á dansiböllum
Stuömanna liöiö sumar; og spilið
,,Sláðu í gegn” fyrir alla fjölskylduna,
vandaö og bráöskemmtilegt spil meö
mörgum tilbrigðum.
Við grípum hér niður í söguna:
Þegar hér var komiö Islandssögunni
var liöin sú tíð aö menntaskólanemar
teldu fínt aö vera gáfaöir og menning-
arlegir; þess í stað vildu menn vera
fríkaðir, eöa útfrikaöir ef sérstaklega
vel tókst til. Þetta setti mjög mark sitt
á starf margumrædds skemmtiráðs og
þegar leið aö fyrsta desember þótti
óhæfa að halda upp á daginn meö há-
stemmdum ræöuhöldum eöa heit-
strengingum um áframhaldandi
frelsissókn — þaö væri eflaust miklu
skemmtilegra aö slá upp útfríkaöri há-
tíö.Ogþaövargert.
Þetta var einn vandaöasti dans-
leikur eftirstríösáranna. Þema hans
var Danmörk, eins og til að minna á
fom yfirráö Dana yfir Islandi, en þaö
var þó enginn haturshugur í garö
gömlu herraþjóðarinnar sem lá aö
baki — þvert á móti var hátíðin full
velvilja til alls þess sem danskt var.
Skólinn var skreyttur hátt og lágt meö
dönskum og íslenskum fánum sem
prentaöir höföu verið af þessu tilefni
og danska sendiráöiö haföi lánað
myndefni ýmislegt sem punt þótti aö.
Til þess aö menn gætu gert allar sínar
þarfir á danska vísu var slegið saman
danskættuöum kömrum sem síöan
voru reistir hér og hvar um gangana,
og í stofu sautján var boðiö upp á osta
og hvítöl, sem einhver bragöbætti
þegar líöa tók á kvöldið. Loks höföu
veriö fengin að láni tvö svín og nokkrar
hænur, sem skemmtiráöinu fannst
endilega aö mundu lífga upp á
stemmninguna, en dýrin náöu því
miður ekki aö taka þátt í sjálfu gillinu.
Svínin, sem hlutu nöfnin Eitt kíló og
Tvö kíló, voru ekki fyrr komin á sinn
staö í skemmtimekkanóinu en þau
geröu sér lítið fyrir og skitu á gólfið.
Smiöir voru aö störfum í skólanum og
þeir hótuðu öllu illu ef svínin yröu ekki
fjarlægö hiö bráöasta, og vitnuðu
ótæpilega í reglugerðir um aöbúnað á
vinnustöðum, máli sínu til stuðnings.
Svínin voru því ferjuö heim til sín, upp
í Mosfellssveit, en hver veit nema þau
hafi borist aftur inn í skólann seinna og
þá sem skinka á brauösneiöum í s jopp-
unniSómaliu.
Skemmtiatriði á þessari Dan-
merkurhátíö voru mýmörg og há-
púnkturinn var þegar Guðmundur
Magnússon, seinna flugmaöur, söng
Lille sommerfugl viö undirleik orgel-
hetjunnar mikilhæfu úr Mosfellssveit,
Sigurjóns Ásbjörnssonar Sigurjóns-
sonar Péturssonar, en Sigurjón haföi
leikið meö Stjörnum í Stundinni okkar
um áriö. Eftir þetta ógleymanlega
atriði fór heldur aö lækka risið á
menntskælingunum og þaö er erfitt að
ímynda sér hvaö skáksnillingurinn og
góðmennið Guömundur Amlaugsson
hugsaöi þegar hann gekk um hvítöls-
klístraöa gangana daginn eftir og
horfði yfir blóövöllinn; æla hér og
spýja þar og allt í rifnum f ánum frænd-
þjóðanna tveggja. Eitt er víst; aö hann
var hugsandi á svipinn.
. . .hjá SÁA ef sá félagsskapur heföi
þá veriö kominn á legg. Hægt væri að
rifja upp þegar fálkanum var stolið í
bekkjarpartíinu og hann síðan notaöur
sem gjaldmiðill þegar verslaöir voru
kjammar á Umfó síðar um kvöldið;
eöa þegar jólatrénu var stolið með
seríunni og öllu englahárinu; eöa
þegar Guömundur rektor opnaöi
klæöaskáp í kórferöalagi og fann tvo
bassa dána; eöa þegar fimm ungir
menn óku upp Skeiðin í rauðum bíl,
allsnaktir og dauöadrukknir, og bíl-
stjórinn hvaö mest. Svona klæddir
. læddust þeir inn í helgidóminn í Skál-
holti og þar brá einn strípalingurinn
sér í stólinn og messaöi fyrir hina
Adamana. Þeir hlutu þó áminningu aö
ofan eptir prédikun, því bíllinn lenti
ekki sjaldnar en tvisvar utan vegar, en
allt fór þó vel aö lokum. Loks mætti
rifja þaö upp þegar pilturinn ætlaöi
fram af svölum á þriöju hæð vopnaður
regnhlíf, en allar þessar sögur flokkast
undir viökvæm mál og verða því (alls)
ekki rifjaöar upp hér.
Kawai
píanó
framleidd 1 Japan eftir
ströngum vesturþýsk-
um staðli.
Litir: hnota, eik, rauð-
pólerað mahóní og
svartpóleruð. öll með
bekk. Verð frá kr.
58.700,-
FENDER, MARTIN,
AUGUSTINE, GIBSON,
EARNIE BALL OG
R0T0S0UND STRENGIR
Varahluta- og viðgerdarþjónusta
fyrir þessi merki og fleiri
Rafmagnsgítarar,
rafmagnsbassar frá
KAWAI, MORRIS og IBANEZ
40 ÁR í FARARBRODDI!
pin'
Sjón er sögu ríkari.
Renndu
FRAKKASTÍG 16 -
SÍM117692
Aska-
sleikir,
foringi jóla-
sveinanna,
og bræður
hans eru
komnir
í bæinn og verða í
JL-portinu í dag
--------KL. 27
• ALLTÍ
JÓLAMATINN
• öl og gosdrykkir á
kassaverði í JL-portinu
• Ávaxtamarkaður í
JL-portinu, kassaverð
Skoðið hið fjölbreytta Ijósa-
og húsgagnaúrval á 2. og 3. hæð.
JLGRILLIÐ
réttur dagsins:
lambalæri, bearnaise,
verð aðeins kr. 110.
Munið okkar
hagstæðu
greiðsluskilmá/a.
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Sími 10 600