Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Blaðsíða 29
DV. LAUGARDAGUR10. DESEMBER1983. 29 verkum. ,,En þaö er skilyrði aö menn hafi fjárhagslegan styrk til þátttöku,” segir hann. Þessi mynd af Nyerere, forseta Tanzaníu, dr. Milton Obote, og fru Miria Obote er tekin kvöldið áður en Obote yfirgaf Tanzaníu tH að halda aftur tH Uganda. En þegar hér er komið sögu er Ingi um það bil að missa af vélinni til London, áfangastaöur hans á leið í jaröarför vinar síns í Uganda og í leiöinni „að hreinsa aðeins af skrif- borðinu mínu í Nairobi”, segir hann. Hann réttir fram mynd af Ojok, en það var fréttin um lát hans sem varpaöi ljósi á störf Inga, og segir: „Það er mikil eftirsjá að þessum. manni. Hann hefði á sínum tíma getað tekiö völdin algerlega í sínar hendrn-. Það eru sönn eftirmæli aö segja að Ojok hafi veriö kyndilberi lýðræðis. Annars er svo margt í stjómmálum umliðinna ára, sem enn fer leynt og seiht veröur opinberað. Vegna starfs míns viö ráðgjöf verð ég að vera þög- ull. Það er leyndardómur aö kunna að halda sér saman — en það er lykill að árangri,” segir Ingi og kveður. -HÞ. Ingi Þorsteinsson tekur i höndina á Julius Nyerere, forseta Tanzaniu, i heimsókn hjá forsetanum fyrir tíu árum. fríðindi til sjö ára og jafnframt að tryggja sjálfkrafa gjaldeyrisyfir- færslu á hluta af hagnaði til erlendra fjárfestingaraðila. Fyrir tíð Obotes geisaði óða- verðbólga í Uganda, gengið var skráö rangt og svartamarkaðsbrask var mikið. Samkvæmt núgildandi efna- hagsstefnu er tvenns konar gengis- skráning í gangi. Annars vegar er gengisskráning fyrir nauðsynjavörur, allt hráefni og varahluti. Hins vegar er sérstakt gengi fyrir aðra vöru og þjónustu og er það þrisvar sinnum hærra.” Segir Ingi að stjómvöld hafi ákveöið að hækka verð fyrir afurðir í landbúnaði til að um einhvem hagnað verði að ræða fyrir bændur og aðrar aðgerðir hafi beinst í þá átt að hvetja til fram- leiðslu óhefðbundinna útflutningsaf- urða og auka útflutning meö því að greiða á hærra genginu. Kaffi, bómull, kóbolt og ýmsir aðrir málmar úr jörðu eru undirstaöa útflutnings frá Uganda. Ingi segir að í f ramkvæmd efnahags- stefnunnar hafi verið tekið fullt tiilit til skilyrða þeirra, sem Alþjóöagjald- eyrissjóðurinn setur þeim ríkjum sem hann lánar til að rétta við viðskipta- hallann. „En Uganda fékk 180 milljón dollara lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum bundið þeim skilyrðum sem koma m.a. fram í efnahagsstefnunni svo og öðrum smærri aðgerðum, t.d. tífaldri hækkun á bensíni. Rikið erfði heilt skuldafen sem hlóðst m.a. upp í tið Idi Amin og hefur verið samið um greiðslur á þeim skuldum,” segir Ingi. Þá bendir hann á nýjustu skýrslu Alþjóöagjaldeyrissjóðsins, þar sem komi fram að Uganda sé mjög ofarlega á blaöi vegna hagstæös viðskiptahalla. „Verðbólgan í ár er um 30 prósent og útflutningur hefur aukist um 25 prósent miöað viö árið á undan,” segir hann. Möguleikar fyrir íslenska fjárfestingu í liganda Ráðgjafarþjónusta Inga Þorsteins- sonar er tvíþætt. Annars vegar er hann sérlegur ráögjafi í ákveðnum verk- efnum fyrir forseta og ríkisstjórnir Uganda og Zambíu í efnahagsmálum. Hins vegar tekur fyrirtæki hans að sér aö gera úttekt á fyrirtækjum og stofn- unum og leggja drög aö nýjum fyrir- tækjum. Aðspurður um möguleika Islendinga til að nýta sér markaöi í Uganda segir Ingi að hann telji aö f jarlægö og flutn- ingskostnaður standi nokkuð í veginum þótt það séu ákveönar afurðir sem hann telji aö geti komið til greina í útflutningi. „Það eru þrír þættir sem ég hef aðeins kannaö í þessu sambandi. Þaö er meöalalýsi, ein- ingahús og húsgögn. Norðmenn hafa t.d. fengið athyglisverðar eftirspumir frá Uganda um einingahús. Eg hef rætt þessi mál aöeins viö aðila hjá Utflutn- ingsmiöstöð iðnaöarins en það þarf að gera nánari athuganir áöur en lengra er haldið. Þá tel ég að það séu töluverðir möguleikar fyrir íslenska fjárfestingu í Uganda, t.d. í málningar- verksmiðjum og minni þá á þær ívilnanir sem gilda í sjö ár í kjölfar erlendra f járfestinga í landinu.” Enn aðrir möguleikar sem Ingi nefndi var þörfin í Uganda á tækni- menntuðu fólki. Þá kvað hann möguleika fyrir islenska verktaka að taka þátt í samkeppni um útboö á VISA JAFNT BNNANIANDS SEM UTAN! Nú verða VISA-kortin gild í innlendum viðskiptum. Eitt og sama kortið verður gjaldgengt hjá 4 milljónum verslunar- og þjónustu- fyrirtækja um allan heim. Úttektir í reiðufé Unnt verður, gegn framvísun VISA-kortsins, að fá sérprentað tékkaeyðublað til úttektar á reiðufé af tékkareikningi korthafa í öllum VISA-bönkum og spcirisjóðum hér innanlands. Úttektartímabil VISA er frá 18. hvers mánaðar til 17. næsta mánaðar, með eindaga 15 dögum síðar, þ.e. 2. hvers mánaðar. Fyrsta úttektartímabilid verður þó viku lengra, eða frá 10. desember til 17. janúar, með greiðslufresti til 2. febrúar 1984 ! VERIÐ VELKOMIN I VISA-VIÐSKIFTI Alþýðubankinn hf. Búnaðarbanki íslands Iðnaðarbanki Islands hf. Landsbanki íslands Samvinnubanki íslands hf. Eyrasparisjóður, Patreksfirði Sparisjóður Bolungarvíkur Sparisjóður Hafnarfjarðar Sparisjóðurinn í Keflavík Sparisjóður Kópavogs Sparisjóður Mýrasýslu Sparisjóður Norðfjarðar Sparisjóður Ólafsfjarðar Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Sparisjóður Siglufjarðar Sparisjóður Svarfdæla Sparisjóður Vestmannaeyja Sparisjóður V-Húnavatnssýslu VISA - Eitt kort um allan heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.