Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Qupperneq 20
20 DV. LAUGARDAGUR10. DESEMBER1983. 'rici ChesT' EJl mpioriship Þessa Ijósmynd tók Jón Hálfdánarson i London og sýnir hún er Viktor Kortsnoj stikar hress i bragði inn i salinn tii þess að tefla 6. einvigis- skákina við garpinn Kasparov. Skákeinvíg- in í London Jón Hálfdánarson, sem er kunnur skákmaður, var á ferð í London nú í vikunni og kom að sjálfsögðu við þar sem kapparnir Kortsnoj og Kasparov leiða saman hesta sína. Við birtum hér hluta úr bréfi frá honum þar sem hann segir frá þessu spennandi einvígi skákrisanna tveggja. Heimsmeistaraeinvígin milli þeirra Kasparov og Kortsnoj og Ribli og Smyslov fara fram í hótelinu í London. I dag er 6. skák þeirra Kasparov og Kortsnoj í stórum sal í þessu virðulega hóteli á upphækkuðu sviði klæddu grænum dúk. I kringum þá á sviðinu er málmgrind, þetta er grind sem líkist málaratrönum á Islandi, kemur senni- lega í veg fyrir að óviðkomandi geislar hafi áhrif á heilastarfsemi skákmeist- aranna, enda hefur ekki boriö á ásökunum í þá átt, en dulsálfræðingar, hugsanaflutningur og gammageislar hafa viljað loða við heimsmeistara- einvígi síöasta áratuginn. Járngrindin fyrrnefnda heldur uppi lýsingunni yfir skákborð- inu og ekki hefur spurst að þar hafi fundist dauðar flugur eins og i Reykjavík forðum. Hér í London virð- ist það vera skákin ein sem ræður. Kasparov og Korsnoj takast í hendur áður en þeir setjast niður og ekki er sjáanlegt að þeir beiti öðrum brögðum en þeim sem fram koma á taflborðinu, en þar eru lika allir klækir leyfilegir. Einbeiting meistaranna er mikil, þeir sitja sem negldir í sætum sínum og horfa haukfránum augum ofan í borð- ið, augnaráðið er það skarpt að menn gætu ímyndað sér aö boröið þyrfti að vera á eldföstum steini svo það brenni ekki. I Reykjavík 1972 þurfti aö smíða fjölda af tré- og tinborðum fyrir Spassky og Fischer áður en meistar- amir urðu ánægðir. Hér í London hafa menn komist af með eitt borö. Það er tölvufyrirtækiö Acorn sem fjármagnar skákeinvígið í London og er það greini- legt að skáksalurinn líkist mest vinnusalnum í „Geimfarinn í Sky- lands”. Meistaramir sitja eins og fyrr segir á sviðinu en meðfram veggjun- um og úti í sal hefur verið raðað litlum tölvuskermum. Þar má greina taflstöðuna og umhugsunartíma. Yfir þessu umhverfi veltir maður því • ósjálfrátt fyrir sér hvort að ekki sé stutt í það að meistarinn hér á sviðinu heiti ekki lengur Kasparov eða Kortsn- oj heldur GBV Acom með 1000 kílóbita innra minni. Móðir hins unga meistara Kasparov situr fremst í salnum. Hún er m jög fög- ur og hefur á sér svipaö yfirbragð og kona Spasskys. Spassky sem umsetinn var af blaðamönnum heima á Islandi í einvígi aldarinnar. Samband Kaspar- ov við móður sína er sagt vera mjög náið, það er greinilegt aö þaö er ekki aðeins á skákborðinu heldur líka í einkalifi skákmanna sem drottningin skipar mikilvægasta sessinn, enda var kona Spasskys víst fengin til Islands þegar halla tók á hann í einvígi við Fischer og þá vom ef til vill mestu mis- tök að fá hana ekki fyrr, sem olli ósigri hans. Því þá var Spassky búinn að skipta um konu og giftast þeirri þriðju. Súer rönsk og býr Spassky lengst af í Frakklandi, en hefur fullt fararleyfi til Sovétríkjanna. Fyrsta hjónaband sínu lýsti Spassky á sínum tima, og það vel, aö þau hjónin hefðu verið eins og mis- litir biskupar, en eins og skákunnendur vita þá ganga þeir hvor á sínum reitn- um og mætast aldrei. Svo haldiö sé áfram með kvennamál- in þá er Kortsnoj að skilja viö konu sína sem hann lagði sem mest ofur- kapp á að heimta úr klóm Sovétríkj- anna. Hún býr nú ásamt uppkomnum syni þeirra hjóna í Luzern í Sviss. Hér í London er það einkaritari Kortsnoj, Leeuwerik, hún siglir um salinn uppá- búin eins og hollensk freigáta. Þegar hún var 19 ára var hún handtekin á rússneska yfirráðasvæðinu í Vínar- borg og ákærð fyrir njósnir. 110 ár sat hún í hinum illræmdu Vorkuta fanga- búöum. Þau Kortsnoj kynntust í Hol- landi 1976 nokkrum mánuðum eftir að hann sneri baki við Sovétríkjunum og ákvaö að setjast að á Vesturlöndum. Og saman tóku þau upp baráttu gegn heimsveldinu og því stjómarkerfi sem þar ríkir, það virðist vera komin ró yfir einkalíf Kortsnoj enda hefur hann í fyrstu skákunum haldið fullkomlega niðri hinum unga meistara Kasparov, sem teflir venjulega eins og baldinn foli. Hvort Kortsnoj tekst með reynslu sinni að beisla æskukraft andstæöings- ins til loka emvígisins mun koma í ljós, en greinilegt er að það ætlar hann sér. I veitingasalnum ræða menn um að Kasparov hafi komiö illa undirbúinn til leiks. Aðstoðarmaöur hans er þjálfari hans, Nikitin, en i liöi hans er enginn stórmeistari. Á fyrstu dögum einvígisins fara þeir að viða að sér nýjustu byrjanabókunum en þær hafa þeir ekki haft meö sér að heiman. Smyslov aðstoða hins vegar tveir stórmeistarar, þeir Averbach og Kura- sjekk, sem Islendingar þekkja frá Reykjavíkurskákmótinu. Kasparov kom til London aðeins tveimur dögum fyrir einvígið, eftir langt ferðalag frá heimaborg sinni, Baku, handan Ural- f jalla. Það sama gerði Botvinnik þegar hann tefldi í fyrsta sinni í Englandi í Hastings. Hann stóð sig illa, kenndi ferðaþreytu um og hét því að gera slíkt aldrei aftur, heldur gefa sér alltaf góð- an tima til þess aö laga sig aönýju um- hverfi. Reynsla læriföðurins virðist ekki hafa komið nemandanum aö gagni í þetta sinn. Kortsnoj kom til London fimm dögum fyrir einvígiö og vann fyrstu skákina með glæsibrag. Kaspar- ov var þreytulegur og náði sér ekki á strík þó að höfundur söngleikjanna Evitu og Jesus Christ Superstar léki fyrir hann fyrsta leikinn. -Jón Hálfdánarson Skákunnendur hér lengst í norðri eru nú illa fjarri hinu góða gamni í Lundúnaborg, en þeir reyna nú samt að bjarga sér sem best þeir kunna. Skáksamband tslands hefur komið sér upp telexbúnaöi í húsakynnum sinum á Laugavegi 71 og þangað streyma hinir skákþyrstu til þess að svala forvitni sinni mcðan skákirnar eru tefldar. Kunnir meistarar annast skák- skýríngar fyrir áhorfcndur og áhorf- endur tvínóna ekki við að skýra sjálf- ir er þeim þóknast svo. Er þá oft glatt á hjalla, ekki síst þegar Ingvar Ásmundsson er staddur á staðnum, en hann er manna hvassastur í kóngssóknum og flugbeittastur í tilsvörum eins og frægt er orðið. Ingvar getur Iíka leyft sér eitt og annað því að margir hinna yngri skákunnenda eru ncmendur, hans og skjálfa enn sem strá af vindi skekin andspænis kcnnaravaldinu, ekki sist er svo mikilúðlcgt kennara- vald á hlut að máli. Myndimar að ofan voru teknar er þeir Ingvar og Friðrik Ölafsson voru að hugleiða 6. einvígisskákina sem þá var heldur skammt á veg komin en bjó þó sýnilega yfir ýmsum spenn- andi ieiðum. Til vinstri stendur Jóhannes Harðarson og fyrir miðju situr kvenmeistarinn ungi, Guðlaug Þor- steinsdóttir, og hlustar á spekina. MyndirBH. ■f"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.