Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Blaðsíða 30
30
DV. LAUGARDAGUR10. DESEMBER1983.
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Nýjar bækur
ÍSLKNSKIR STjSrNMÁLAMENN
U ÞEIRSETTUSVIPA
OLDJMA
Þeir settu svip
á öldina
Þættir um íslenska
stjórnmálaleiðtoga
Iöunn hefur gefiö út bókina Þeir
settu svip á öldina, þætti um sextán
islenska stjómmálaleiðtoga. Sigurður
A. Magnússon rithöfundur hefur
annast ritstjórn verksins og samið for-
mála. I bókinni er sagt frá flestum
helstu forustumönnum í íslenskum
stjórnmálum allt frá aldamótum og
fram um 1970. Höfundar þáttanna eru
jafnmargir foringjunum. Bókin er
prýdd myndum og aftast niöjatal sem
Guðjón Friöriksson hefur tekið saman.
Höfundar og viðfangsefni þeirra eru
sem hér segir: Jón Guðnason dósent
ritar um Skúla Thoroddsen, Sigurður
Líndal prófessor um Jón Magnússon,
Sigurður A. Magnússon rithöfundur
um Hannes Hafstein, Gunnar Thorodd-
sen forsætisráðherra um Jón Þorláks-
son, Jón Baldvin Hannibalsson
alþingismaður um Jón Baldvinsson,
Þórarinn Þórarinsson ritstjóri um
Jónas Jónsson, Pétur Pétursson þulur
um Olaf Friðriksson, Andrés
Kristjánsson rithöfundur imi Tryggva
Þórhallsson, Jónas Haralz bankastjóri
um Olaf Thors, Gils Guðmundsson rit-
höfundur um Héðin Valdimarsson, Vil-
hjálmur Hjálmarsson, fyrrv. ráð-
herra, um Hermann Jónasson, Gísli
Ásmundsson kennari um Brynjólf
Bjarnason, Haukur Helgason hagfræð-
ingur um Einar Olgeirsson, Helgi Már
Arthursson blaðamaður um Hannibal
Valdimarsson, Jóhannes Nordal seðla-
bankastjóri um Bjama Benediktsson
og Svavar Gestsson alþingismaöur um
Magnús Kjartansson.
Þeir settu svip á öldina er liölega
þrjú hundruð síðna bók. Oddi prentaði.
Valentina
eftir Rafael Sabatini
Valentina er spennandi og örlagarík
ástarsaga. Valentina fjallar um ættar-
deilur og afbrýði en óvæntar uppljóstr-
anir og ókunnar hættur auka enn á
spennuna. Bakgrunnurinn er eitthvert
litskrúðugasta tímabil mannkyns-
sögunnar og Sabatini skapar enn eina
meistaralega skáldsögu rómantíkur og
ævintýra. Hrífandi skáldsaga eftir
einhvem vinsælasta höfund fyrr og
síðar. Utgefandi er Ægisútgáfan.
Setning og prentun: Prentsmiðja Ama
Valdemarssonar. Bókband: örkin.
Valentina er 315 bls.
Kvöldgestir
Jónasar Jónas-
sonar
Kvöldgestir Jónasar Jónassonar eru
eitthvert vinsælasta útvarpsefni, sem
flutt hefur verið hin síðari ár og hefur
samtalstækni Jónasar í þessum
þáttum veriö rómuð. Nú birtist úrval
samtala úr þessum hugljúfu síðkvölds-
þáttum í bók, sem var aö koma á
markaö frá bókaútgáfunni Vöku.
I bókinni ræða 15 kvöldgestir Jónas-
ar Jónassonar opinskátt um líf sitt,
reynslu og áhugamál og segir á bókar-
kápu, að gestirnir njóti sin ekki siöur á
prenti en á öldum ljósvakans. Mikill
fjöldi mynda af fólkinu og ýmsu, sem
því tengist, er birtur í bókinni og gefur
efninuaukiö gildi.
Guðni Kolbeinsson, rithöfundur og
íslenskufræðingur, hefur búið þetta
vinsæla útvarpsefni til prentunar.
Kvöldgestir Jónasar Jónassonar á
síðum bókarinnar eru: Garðar Cortes,
Guörún Svava Svavarsdóttir, Gunnar
Björnsson, Haukur Heiöar Ingólfsson,
Helena Eyjólfsdóttir, Hulda Á.
Stefánsdóttir, Ingólfur Guðbrandsson,
Kristján frá Djúpalæk, Manuela
Wiesler, Omar Ragnarsson, Róbert
Arnfinnsson, Sigurður Pétur Björns-
son, Snorri Ingimarsson, Stella
Guðmundsdóttir, Valgerður Bjama-
dóttir.
Bókin Kvöldgestir Jónasar Jónas-
sonar er að öllu leyti unnin í Prent-
smiðjunni Odda hf.
Stjörnumerkin
og áhrif þeirra i
eftir Lindu Goodman
I þessari bók er fjallað ítariega um
öll stjömumerkin. Þar em skírðir
kostir og gallar í fari karla og kvenna í
hinum einstöku merkjum. Hvers
vegna er maki þinn sífellt að skipta um
áhugamál? Er hann kannski „tví-
buri”. Er vinur þinn þrjóskur? Þá er
hann líklega í „nautinu”. Finnst þér
augu hennar lesa sálu þína? Er hún
kannski „sporðdreki”. Þær em marg-
ar kunnuglegar skýringamar í þessari
bók af þeim sem þú þekkir og
umgengst. Þú finnur fljótlega í hvaða
merki viðkomandi er án þess að vita
hvaða mánaðardag hann eða hún er
fædd. Hegðan þeirra skýrir það allt.
Utgefandi er Ægisútgáfan. Setning og
prentun: Hagprent. Bókband: Orkin.
Stjömumerkin og áhrif þeirra er 314
bls.
UNDA
GOODMAN
Ley ndafdómar
stjörnulrúDðiftnar
athjúpaðir
jA vfí r eín miiíjón
emtaKa þegar seití.
Andrés Finnbogason
skipstjóri
Nú er fleytan í
nausti
— Andrés Finnbogason
segir frá
Ægisútgáfan hefur gefið út Nú er
fleytan í nausti. Inniheldur hún minn-
ingar Andrésar Finnbogasonar skip-
stjóra. Það er Guðmundur Jakobsson
er ræðir viö Andrés. Það kennir
margra grasa í þessari sögu Andrésar.
Bókin skiptist í kafla og má nefna
kaflaheitin Haldið úr höfn, Skútulif og
trilluskak, Bóndinn á Hóli, Togaravera
í áratug. Örlagarík straumhvörf, Róið
frá Sandgerði, Eldskímin, Nú þarf
stærri bát, Svanurinn keyptur, Á síld-
veiðum, Róið frá Reykjavík, Otgerð
frá Reykjavík í tvo áratugi, Lá við
slysi, Siglingar milli landa, Samferða-
menn og Togaramir og landhelgin.
Bókin er fróðleiksnáma um útgerð og
sjósókn frá Reykjavík í fjóra áratugi
og auk þess stórskemmtilegur lestur.
Nú er fleytan í nausti er 230 bls., sett og
prentuð i Prentrún og bundin í Örkinni.
Heyrt & séð
eftir Jóhannes Helga
Arnartak hefur sent frá sér bókina
HEYRT & SEÐ eftir Jóhannes Helga.
I bókinni er samankomið úr
ýmsum áttum það bitastæðasta úr
skrifum Jóhannesar Helga um menn
og málefni frá 1975 til dagsins í dag.
Fimmtíu skrif að gefnu tilefni. Er
það hin skrautlegasta flóra og
mannamyndasafn. I bókinni eru lit-
ríkar persónulýsingar í bland við ó-
trúlegustu málefni, áhugasvið höfund-
ar enda í víðfeðmara lagi, svo sem
efnisyfirlitið er til marks um. En að
stofni til er safnritið innlegg Jóhann-
esar í þjóðmálaumræðu fyrrnefnt átta
ára tímabil. Höfundur tileinkar bók-
ina íslenskri bændastétt og farast svo
orð í formála:
„Safnrit þetta tileinka ég íslenskum
bændum, með þökk fyrir uppbyggi-
lega viðkynningu í sumar sem leið.
Ég þræddi annes og fór um fjöll,
firnindi og dali, jafnt í þjóðbraut sem
utan og hitti að máli hundruð bænda,
konur og karla, unga og aldna og
gafst kostur á að kynnast augliti til
auglitis, hve djúpum rótum þjóðernið
og málið stendur í sveitum landsins;
og hefði kynnisförin því að ósekju mátt
vera fyrrfarin.”
Bókin er 227 blaðsíður, prentuö í
Borgarprenti og bundin í Bókbands-
stofunni örkinni.
Sjö fréttir
eftir Sigurð Á. Friðþjófsson
Ut er komið hjá bókaforlaginu Svart
á hvítu smásagnasafnið Sjö fréttir
eftir Sigurð Á. Friðþjófsson. Þetta er
fjórða bók Sigurðar, en hann er liðlega
þrítugur að aldri. I bókinni eru sjö
smásögur og fjalla þær um manninn
viðýmsaraðstæður: þegar sprengjan
fellur, þegar tölvuvæðingin heldur inn-
reið sína, þegar einsemdin ræður
ríkjum og þegar leitin að fullkomnun-
inni stendur sem hæst. Sigurður víkur
að fleiri efnum í sögum sínum og
stendur hann glæsilega við þau fyrir-
heit sem hann gaf með fyrri bókum
sínum. Sögurnar eru látlausar, flestar
fullai af skopi, en Sigurður sniðgengur
ekki vandamál mannlegra samskipta
fyrir því heldur glímir viö þau á hug-
myndaríkan hátt. Smásöguformið
hefur verið vinsælt á Islandi undanfar-
in ár og er athyglisvert hve miklu valdi
þessi ungi höfundur hefur náö á því.
Bókin er 104 bls. að stærð, Kristján
Kristjánsson hannaði kápu. Bókin er
unnin hjá Guðjóni O og Félagsbók-
bandinu og kostar 444,60 krónur.
Varstu að fá
hann?
Bókaútgáfan örn og Örlygur hefur
sent frá sér bókina: Varstu að fá
hann? eftir Guömund Guðjónsson
blaðamann og hefur bókin að geyma
viðtöl við 17 kunna laxveiðimenn sem
segja frá ýmsu ævintýralegu sem þá
hefur hent í laxveiðum. Varstu að fá
hann? er spuming sem hljómar títt
þegar laxveiðimenn hittast og þeirri
spumingu geta viðmælendur höfundar
svarað játandi, þar sem þeir hafa lent í
glímum við stórlaxa, hvort sem þeir
hafa komið á land eða ekki.
Viðmælendur höfundar eru: Eyþór
Sigmundsson, Engilbert Guðjónsson,
Kristján Benediktsson, Þórarinn
Sigþórsson, Snorri Jónsson, Sverrir
Hermannsson, Analíus Hagwaag,
Birgir Steingrímsson, Siguröur Örn
Einarsson, Helgi Jónasson, Garðar H.
Svavarsson, Þórður Pétursson, Ragnar
Pétursson og Jóna Ingimundardóttir,
Jóhannes Kristjánsson og Kristján
Jóhannesson og Hans Kristjánsson.
Bókin er mjög myndskreytt og er
hún í stóru broti.
Varstu að fá hann? er sett, umbrotin,
filmuunnin og prentuð hjá Prentstofu
G. Benediktssonar en bundin í Arnar-
felli hf. Kápu hannaöi Sigurþór
Jakobsson, en mynd á forhlið hennar
er úr safni Rafns Hafnfjörð.
Kalli og
sælgætisgerðin
eftir Roald Dahl
Svart á hvítu hefur sent frá sér
barnabókina Kalli og sælgætisgerðin
eftir Roald Dahl. Höfundurinn hefur
áður unnið sér frægð með smásögum
sínum, en sagan um Kalla hefur farið
sigurför um heiminn. Kalli hrósar því
happi að mega skoða undur sælgætis-
verksmiðju Villa Wonka og lendir þar i
furðulegum ævintýrum. Sælgætisgerð
Villa Wonka er líka ekki nein venjuleg
verksmiðja, heldur er þar að finna allt
frá súkkulaðifljóti og lýsandi sleiki-
pinnum yfir í ósýnilegt súkkulaöikex
sem hægt er að hafa með sér í skólann.
Með þessu ævintýri skipar Roald Dahl
sér á bekk með Charles Dickens og
Lewis Carroll, enda minnir sagan að
nokkru leyti á til dæmis Lísu í Undra-
landi. Böðvar Guömundsson hefur þýtt
þessa bók og kvæðin í henni. Bókin er
myndskreytt af Faith Jaques og unnin
hjá Guðjóni O. og Félagsbókbandinu.
. Hún er 134 blaðsíöur að stærð og kostar
470 krónur.
Bóndi er
bústólpi
Ut er komin f jóröa bókin í flokknum
Bóndi er bústólpi, þar eru þættir af 11
bændum úr öllum sýslum landsins,
skráðir af jafnmörgum höfundum.
Þeir bændur er fjallað er um í bókinni
eru Benedikt Grímsson á Kirkjubóli,
Eggert Finnsson á Meðalfelli.
Gunnlaugur J. Auðunn, Bakka, Helgi
Kristjánsson í Leirhöfn, Hermóður
Guðmundsson í Ámesi, Hólmgeir
Jensson á Þórustöðum. Jörundur
Brynjólfsson, bóndi og alþingismaður,
Magnús Finnbogason Reynisdal,
Metúsalem á Hrafnkelsstöðum,
Sigurður Tómasson á Barkarstööuin,
Þórólfur Guöjónsson, Innri-Fagradal.
Bókaflokkurinn Bóndi er bústólpi
hefur átt vinsældum að fagna enda
þegar birst þættir af á fimmta tug
bænda. Bækurnar eru fróðleiks-
brunnur um íslenskan landbúnað og þá
sem hann hafa stundað. Þær eru allar
vel úr garði gerðar undir ötulli rit-
stjóm Guömundar Jónssonar, fyrrver-
andi skólastjóra á Hvanneyri. Ægisút-
gáfan gefur út bókina. Setning,
prentun og bókband í Prentverki Akra-
ness. Bóndi er bústólpi er 324 bls.