Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Page 6
DV.'IiAUGARDAtlUR lT.'DESEMBER1883.Va Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Ostakartöflur Yfirleitt er of mikið af alls konar meðlæti með mat hér á landi. Það er bæði smekklaust og dýrt að hlaða diskana með alls konar dósagræn- meti. Nú um jólin er nauðsynlegt að skipuleggja hverja máltíð til hins ýtrasta. Sem sagt, sleppa dósamatn- um og reyna að nota ferskt hráefni. Hér kemur auðveld uppskrift að kartöflum með bræddum osti. Þessi kartöfluréttur passar ljómandi meö flestum kjötréttum, t.d. jólagæsinni. Þaðsemþarfer: lkgkartöflur 21aukar 2tesk.salt pipar 2 msk. smjör 2msk. hveiti 3 dl mjólk 11/2 dl rifinn ostur Kartöflurnar eru afhýddar og skornar í þunnar sneíðar. Skerið laukinn.í þunnar sneiðar og snögg- steikiö hann í smjöri á pönnú. Takiö laukinn af pönnunni og setjiö meira smjör á pönnuna og stráið hveiti yfir smjörið. Hræriö því næst mjólkina samaiTvið. Sósan ersoðin á pönnunni í nokkrar mínútur. Þá er kartöflunum raðað í eldfast fat (smyrjið fatiö áður með smjöri). Stráið svo lauk og osti yfir kart- öflurnar. Því næst er kartöflunum raöað, þá ostinum, svo lauknum, kartöflur, ostur, laukur og koll af kolli. Kryddið hvert lag méð salti og pipar. Þá er fatinu stungið inn í 200° heitan ofn í 20 mín. Þá er fatið tekið út og sósunni hellt yfir. Stingið með gaffU í kartöflurnar svo sósan renni niður á milli. Þá er fatið enn sett í ofninn en nú í 225° heitan — þegar yfirborðið er orðið fallega brúnt eru « kartöflurnar tilbúnar. Jólagæsln Hér á Islandi snæða fjölmargar fjölskyldur rjúpur, enda er fuglakjöt ljómandi matur. Fyrir nokkrum árum vai erfiðleikum háö aö fá gott fuglakjöt. Nú eru aörir tímar því að nú er hægt að fá ýmiss konar fugla- kjöt í nokkrum verslunum, fyrir utan rjúpur. Mætti þar nefna villigæs, ali- grág; s, aligæsir, pekingendur og ali- endur. Víða erlendis snæöa menn t.d. gæs um jólin og svo virðist sem áhugi Islendinga á fuglakjöti hafi aukist allverulega og sennilega verður gæsa- eöa andakjöt á jólaborðinu hjá mörgum íslenskum fjölskyldum. Margir telja að þaö sé vandaverk að matreiða fuglakjöt, en svo þarf þó ekki að vera. Það fer auðvitað nokkuð eftir þeirri uppskrift sem stuðst er viö. Hér kemur uppskrift sem er kannski ekki sú auðveldasta — en Sælkerasíðan þorir aö fullyröa að aligæsin ætti að falla öllum í geö. Kosturinn viö þessa uppskrift er að hefja má matreiðsluna deginum áður. Það sem þarf er: Aligæs um 3 kg 3 tesk. salt 1 tesk. hvítur pipar sveskjur 1 epli, afhýtt og skoriö í báta 75 g smjör 8 el portvín 3msk. vínedik 11/2 msk.sykur gæsasoð saf i úr einni dós af ferskjum heslihnetur sojasósa 4 dl vatn Byrjið á því aö þerra gæsina og nudda hana vel og vandlega meö salti og pipar. Gæsin er svo fyllt meö eplum og þurrkuðum sveskjum. Bindiö hana saman. Gæsin er nú sett inn í 225° heitan ofn og er brjóstiö látið snúa upp. Gæsin er höfð í ofninum í u.þ.b. einn og hálfan tíma. Þegar hún er búin aö vera í ofninum í klukkutíma og kortér er 4 dl af vatni helltyfirhana. Til að athuga hvort gæsin er nægi- lega vel steikt má stinga með prjóni í lærið og ef soöið sem sprettur út er blóðlitað er gæsin ekki tilbúin. Ef gæsin er nógu vel steikt má segja að fyrsta þætti matreiðslunnar sé lokið. Þaö næsta, sem gert er, er að skera gæsina niður. Fyrst eru lærin skorin af, því næst brjóstiö og annað kjöt. Gæsakjötiö er skorið í sneiðar og þeim raðað á eldfast fat. Þá er beina- grindin sett i pott ásamt einum og hálfum lítra af vatni. Beinin eru soðin í u.þ.b. einn og hálfan tíma eða þar til að um helmingur af vatninu er eftir. Þá er þaö hin gómsætasta sósa. Bræðið smjörið í pottinum og bræðið sykurinn í því þar til hann er orðinn brúnn. Hellið næst í pottinn vínedikinu, portvíninu, safanum úr ferskjudósinni, soöinu af beinunum og vökvanum úr ofnskúffunni (fjar- lægið þó f yrst f ituna). Þetta er látið sjóða í u.þ.b. 6—7 mín. Þá er blandað í sósuna 2—3 msk. af Maizena „sovse jævner” (er til í flestum verslunum) eða þá hveiti sem blandaö hefur verið með safanum úr ferskjudósinni. Látið sjóða við vægan hita í 10—15 mín. Sósan er svo bragðbætt meö salti, pipar, portvíni og nokkrum dropum af sojasósu. Þá er komið að máltíöinni. Breiðið nú álþynnu yfir fatið með gæsakjötinu og stingið því inn í 200° heitan ofn. Eftir u.þ.b. 10 mín. er ál- þynnan fjarlægð og gæsin bökuö í 3— 5 mín. til viðbótar. Á meðan gæsin er í ofninum eru heslihnetumar muldar og þær léttsteiktar í smjöri á pönnu. Þegar gæsin er oröin fallega brún er hún tekin úr ofninum og raðað á fat og heslihnetunum stráð yfir. Þá er jólagæsin tilbúin. Gjörið svo vel. Við fyrstu sýn virðist þetta ekki vera auðveld uppskrift en hún er nokkuð örugg og ef henni er fylgt svona nokkurn veginn þá megiöi vera viss um aö þið verðið ekki fyrir vonbrigðum meö jólagæsina í ár. nauta Smyglað kjöt öðru hverju bera fjölmiðlamir okkur fréttir sem em hreint út sagt ótrúlegar. Nú i vikunni var frétt þess efnis að yfirvöld hefðu leitað að smygluðu kjöti á veitingastöðum í Reykjavík en ekkert fundiö. Þessi rannsókn mun víst hafa veriö gerð að tilhlutan Framleiðsluráðs land- búnaöarins. Það veröur aö segjast eins og er að nautakjöt er óheyrilega dýrt á íslenskum veitingahúsum. Það er því ekki undarlegt að þeir gestir sem kaupa nautasteik á 6—700 krónur fyllist gremju ef nautasteikin þeirra er ólseig og bragðlítil. Og fyrir veitingamanninn eru slys af þessu tagi hvimleið. Ekki er Sæl- kerasíðunni kunnugt um það hvort verulegu magni af kjöti, t.d. nauta- kjöti, sé smyglaö hingað til lands. En ef svo er þá er varla nokkur maður að því að gamni sínu — ástæðan hlýtur því einfaldlega að vera sú að á íslenska markaðnum er ekki til nægjanlegt magn af góðu nautakjöti. Til að leysa þennan vanda væri auövitað eðlilegast að leyfa innflutning á þeim kjötvörum sem skortur er á hér á landi, t.d. nautakjöti. Viö erum að reyna að selja landbúnaöarafuröir okkar erlendis og neyðumst til að selja þær á smánarveröi á sama tíma og Island er nánast lokað land fyrir er- lendum landbúnaðarvörum. Svona haftakerfi samrýmist ekki nútíma- verslunarháttum. Þar að auki eru fá- ránlegar reglur ríkjandi varðandi innflutning á kjöti. Þeir feröamenn sem reyna að flytja inn kjöt fremja víst svipaðan glæp og þeir væru að smygla inn hassi eða svipuðum óþverra. Já — stundum svipar íslenska skrifstofubákninu til skrif- finnskukerfis austantjaldslandanna. Framleiösluráöi landbúnaðarins hefði verið nær að spyrja sig: „Hvers vegna er ekki til nægilega mikiö af góðu íslensku nautakjöti?” áður en þaö fór fram á téða rannsókn. Ekki dytti nokkrum manni í hug aö smygla inn lambakjöti til íslands — hér á landi er sem betur fer nóg til af góðu lambakjöti. Er ekki tími til að milliliðirnir i islenskum landbúnaöi fari að átta sig á því aö til eru neyt- endur sem eiga rétt á góðri vöru á sanngjörnu verði og ekki má gleyma að íslenskir bændur eiga heimtingu á að fá að koma til móts við óskir neyt- enda. Það er besta kjarabót bóndans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.