Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 14
DV. LAUGARDAGUR17. DESEMBER1983.
„Taka peninga frá álíveðn-
um búgreinum til að styðja
aðrar búgreinar99
Itætt vid Gunnar JónsKon um eggjadreifing'arstöö og' fleira í heimsökn aö Ásinundarstööuni
,,I dag á neytandinn sjálfur sér vöm,
en ef eggjadreifingarstöðin, sem
einkasöluaöili á eggjum, verður reist á
neytandinn enga vöm,” segir Gunnar
Jóhannsson, varaformaður Sambands
eggjaframleiðenda. Hann gegnir
reyndar formennsku í sambandinu um
þessar mundir í veikindaforföllum for-
mannsins, Einars Eiríkssonar.
Við emm sest inn á skrifstofu Gunn-
ars austur á Hellu. Ur sínum stóli þar,
á móti okkur við skrifborðið, hefur
hann framkvæmdastjórn Holtabúsins í
sínumhöndum.
Eggjamáliö svokallaöa hefur veriö
ofarlega á baugi undanfarna mánuöi.
Menn hafa keppst við að vera annað-
hvort hlynntir eöa andvígir eggja-
dreifingarstöð.
„Timaskekkja sem ögrar neytend-
um”, hefur veriö haft eftir forráða-
mönnum Neytendasamtakanna um
eggjadreifingarstöðina. Eftir for-
svarsmanni í Framleiðsluráði
landbúnaðarins hefur verið haft ,,aö
eggjadreifingarstöðin muni tryggja
neytendum minni sveiflur á fram-
leiðslu eggja á milli ára, betri vöru og
jafnara verð”.
Gunnar Jóhannsson hefur verið einn
harðasti andstæðingur þess að eggja-
dreifingarstöð verði reist á þeim for-
sendum sem um er rætt. Það er aö um
einkasöluleyfi stöðvarinnar verði aö
ræða, verðskráning verði í höndum
Framleiðsluráðs eöa sex manna
nefndar, svo og að stöðin verði reist
fyrir fé úr kjamfóðursjóði. „...þar sem
með því em einstakir eggja-
framleiðendur skattlagðir til að standa
straum af kostnaði við dreifingu á
framleiðsluvörum annarra eggjafram-
leiðenda, sem þeir eiga í samkeppni
við á markaðnum”. Síöan í febrúar á
þessu ári hefur margt verið rætt og
ritað um fyrirhugaða eggjadreifingar-
stöð.
Gerum sömu
hlutina hér
„ Viö gemm sömu hlutina hér á búinu
og áætlaö er að gera í eggjadreifingar-
stöð,” segir Gunnar Jóhannsson. „Við
tínum eggin saman, rennum þeim í
gegnum þvottavél, gegnumlýsingu,
flokkun og þau fara í pökkunarvél.
Einu þættirnir sem hugsanlega gætu
sparast, og þá sérstaklega gagnvart
litla framleiðandanum, er „transport”
í Reykjavík. Bú, sem em nálægt
markaönum, koma til með aö blæða
fyrir þau bú sem em í fjarlægð, ná-
kvamlega ’eins og í mjólkuriðnaðinum.
Þar er verðjöfnunargjald vegna fjar-
lægöar mjólkurbúa fyrir þá fram-
leiðendur sem em fjarri markaönum.
Þeir, stuðningsmenn eggjadreifingar-
stöðvarinnar, hafa í hyggju að leigja
fyrst húsnæði undir stööina. Það er
byrjunin. Það kæmi fljótlega að því að
byggja þyrfti húsnæði fyrir hana, við
höfum mjóikursamsöluna fyrir okkur
sem fordæmi. Þá þarf fjármagn.”
Dreifingarkostnaður
, ,Talsmenn eggjadreifingarstöðvar-
innar segja aö dreifingarkostnaöur hér
yrði um 3 prósent, samkvæmt niður-
stöðum könnunar Hagvangs.
Dreifingar- og verðjöfnunargjald í
Noregi, en þeir hafa bent á fyrirkomu-
lag þar sem fyrirmynd, er á milli
fimmtán og sextán prósent. Það
vantar verulega mikið í dæmið hjá
Hagvangi. Þeir eru til dæmis ekki með
f jármagnskostnað í því.
Starfsmaður Hagvangs viðurkenndi
á fundi með okkur eggja-
framleiðendum í nóvember að þessar
tölur frá Noregi væru réttar. Og einnig
sagöi hann að sínar tölur væru réttar.
En það fara allar niðurstöður eftir því
hvaöa forsendur eru notaöar. Það
hefur aldrei verið skýrt hjá
Framleiðsluráöi hvaða forsendur eru
notaðar í Hagvangsdæminu. I dag gefa
allir eggjaframleiðendur tíu prósent
afslátt af framleiðsluverðinu, þannig
aö dreifingarkostnaður fellur
raunverulega niður. ”
Ásmundarstaða-
bræðurnir
Við erum komin austur að Hellu,
meðal annars til að litast um, skoða
eggjaframleiöslu að Ásmundarstöö-
um, kjúklingaframleiðsluna, slátur-
húsiö og útungunarstöðina.
Útungunarstöðin og sláturhúsiö eru
á Hellu. Eggin og kjúklingar aö
Ásmundarstööum í Holtum, rétt fyrir
austan Þjórsá. Og Gunnar fer með
okkur á milli staða.
Geysileg uppbygging blasir við.
Bræðurnir á Ásmundarstöðum eru
þrír, Garðar, Jón og Gunnar taldir upp
eftir aldri, fyrsti elstur. Þeir ólust allir
upp í Vogunum í Reykjavík, en eru
ættaðiraðaustan.
Tveir þeirra bræðra eru miklir
„hestadeÚumenn” og það áhugamál
var fyrsti hvatinn að búsetu í sveit.
Enginn þeirra bræöra hafði komið ná-
lægt sveitastörfum nema „sem
strákarísveitavinnuá sumrin”.
Garðar er prentari, Jón stundaöi há-
skólanám og Gunnar var í flug-
umferðarstjórnarnámi. Lengi stund-
uðu þeir bústörf „sem aukabúgrein”
með námi og störfum í Reykjavík. Á
árinu 1969 festu þeir kaup á hluta
jarðarinnar á Ásmundarstöðum. Og
ári síðar hófust þeir handa fyrir al-
vöru. Eftir fjögur ár höfðu allir þrír
látið af fyrri störfum á mölinni og
námi. Sneru sér alfarið að bústörfum á
Ásmundarstöðum.
Sáum fram á
Eggin gegnumlýst.
Gunnar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Holtabúsins, ásamt dýralækni
fyrirtækisins, Grótari Hrafni HarÓarsyni, 6 rannsóknarstofnuninni.
tæknibyltingu
„Við byrjuðum fyrst á eggja- og
svínakjötsframleiðslu,” segir Gunnar.
„Viö sáum fram á ákveöna tæknibylt-
ingu í þessum búgreinum sem ekki er
sjáanleg í hinum hefðbundnu búgrein-
um. Þessar tvær búgreinar voru og eru
búgreinar sem nokkum veginn er hægt
aö reka sem iðngreinar. ”
„Við stigum síðasta skrefið í tækni-
væðingu eggjaframleiðslunnar 1974.
Byggðum þá sérstakt hús fyrir eggja-
pökkun og keyptum vélar frá Hollandi.
I þeim vélum eru eggin þvegin,
gegnumlýst og pökkuð, mannshöndin
kemur hvergi nálægt. Eiginleg flokkun
á eggjunum á sér ekki staö. Við tökum
þó smæstu eggin úr og seljum þau sem
ungaegg. Viö teljum ekki aö
markaðurinn þoli meiri flokkun á
eggjum. Það eru til vélar sem stæröar-
flokka eggin meira, en þær eru mjög
dýrar. Neytendur eru áreiöanlega ekki
tUbúnir til að greiða fyrir slíkt.”
Garðar, elsti bróðirinn, er yfir eggja-
framleiðslunni og að hans sögn er 18—
20 þúsund eggjum pakkað í pökkunar-
stöðinni á dag. Afkastageta vélanna er
mikil því að pakkað er aðeins einn og
hálfan klukkutíma á dag. Þarna eru
eggin sem sagt þvegin, gegnumlýst og
flokkuð, að því.leyti sem flokkað er,
pökkuö og verðmerkt. Dagstimplun
hefur verið framkvæmd, en var.
hætt um tíma. Stimplunin er nú í
endurskoðun því áö vélar eru til að
dagstimpla eggin. Þá að sjálfsögðu
Hór eru yfir tiu þúsund, hálfsmánaðergamllr ungar á Asmundarstöðum.
eggjapakkana, ekki eggin sjálf, sem
taliðeróráðlegt.
Hænurnar verpa
á færibandið
Við göngum á milli húsa á
Ásmundarstööum, en þar er reisulegt.
Ibúðarhús bræðranna þriggja ásamt
fleiri íbúðarhúsum. Utihús fyrir
kjúklingaræktina, varphænumar og
eggin. Því má skjóta hér inn að verka-
skipting er hjá bræðrunum á þessum
umfangsmikla rekstri, bæöi á
Asmundarstöðum og á Hellu.
Sem fyrr segir er Garðar yfir eggja-
framleiöslunni, Jón sér um kjúklinga-
framleiðsluna og Gunnar um
sláturhúsið og er framkvæmdastjóri.
I einu húsanna berjum við augum
varphænur í búrum. Eggin frá þeim
koma hvert af öðru á færibönd, sem
einnig flytja eggin á miili húsa í eggja-
pökkun. „Hér eru gullmolarnir”
verður okkur aö oröi, en Gunnar
svarar aö bragði” það hafa þeir nú
ekki veriö þetta árið”.
Um 5% offramleiösla var á eggjum
síðastliðiö sumar. Að sögn Gunnars
eru um tvö ár síöan bar síöast á eggja-
skorti hér á landi.
Á Ásmundarstöðum eru um 35 þús-
und varphænur, á landinu öllu eru þær
taldar vera um 270 þúsund. Líftími
varphæna er um eitt og hálft ár, eftir
það verða þær gómsætar unghænur á
borðum landsmanna. f einu húsanna
blasti við okkur ungahjörö, hálfs-
mánaðar gamlir ungar. Og ef viö
munum töluna rétt voru þama á vappi
10.320 ungar. Tilkomumikil hjörð.
Fjármagn í/7
uppbyggingar
„Framan af fengum við þessi hefð-
bundnu lán frá stofnlánadeild tii upp-
byggingar,” svarar Gunnar spurningu
blm. um hvort ekki hafi þurft mikiö
fjármagn til að byggja upp það sem
fyrir augun bar. Dugnað og áræði
hefur að sjálfsögðu þurft líka en það
hefur veriö fyrir hendi.
„Þegar bústæröarmörkin voru sett
hjá stofnlánadeildinni vorum við búnir
aö sprengja mörkin og skrúfað fyrir
okkur samdægurs.” „Eg hygg að þaö
hafi veriö árið 1975,” heldur Gunnar
áfram. „Síðan þá höfum viö aðeins
fengið almenna bankafyrirgreiðslu. ”
Við höldum frá Ásmundarstöðum
aftur niöur á Hellu. Á leiöinni segir
Gunnar okkur aö þeir bræöur hafi ekki
byrjað á kjúklingarækt fyrr en áriö
1978. Um þriggja ára skeiö, frá ’79 til
’82, ráku þeir einnig bú aö Teigi í Mos-
felissveit, höfðu þar útungunarvarp.
Viö staönæmumst fyrir framan ný-
reista útungarstöö Holtabúsins á
Hellu.
„Utungunarstöðin verður að vera
sér, þangað fer enginn inn nema
starfsmenn og dýralæknir fyrirtækis-
ins. Stöðin er mikilvægasti hlekkurinn
í keðjunni. Ef hugsanlega kæmi upp
sýking er mikiö atriði að halda þessum
hlekk sótthreinsuðum. Svo hér er læst
af öryggisástæðum.”
Við fáum að fara inn fyrir. Fáum þar
snögga lexíu í hvernig eggin eru svæld
og sótthreinsuð. Við fræðumst líka um
við hvaða hita- og rakastig eggin eru
geymd í viðamiklum skápunum þarna.
I þeim eru eggin í 18 daga, síðan fara
þau í klekjarann og á 21. degi brjóta
ungamir skumina og tilkynna komu
, sina í veröldina. Þá yfirgefa þeir heim-
kynni frumbernskunnar og dvelja um
hríö á Ásmundarstöðum. Síðan liggur
leið þeirra aftur á Hellu og þá í slátur-
húsið.
Við, aftur á móti, förum beint úr
útungunarstööinni yfir í sláturhúsiö,
sem er í átta hundrað metra fjarlægð.
Markvisst
gæðaeftirlit
Þar er verið aö þrífa, slátrun nýlokið
þann daginn. I fyrirtækinu öllu starfa
alls þrjátíu manns. Einn þeirra er
dýralæknirinn Grétar Hrafn Harðar-
son, sem hefur starfaö þama í rúmt ár.
Hann gengur með okkur um
sláturhúsiö, sýnir okkur birgða- og
kæligeymslur. Viö endum þá för á
rannsóknarstofu dýralæknisins á efri
hæð hússins. I þeirri bækistöð er unnið
markvisst að gæðaeftirliti. Reglulega
eru tekin innyflasýni og sett í ræktun.
„Fyrirbyggjandi rannsóknarstörf,”
segir dýralæknirinn.
Á sömu hæð er stórt autt rými. „Viö
erum að fá vélar til landsins,” segir
Gunnar framkvæmdastjóri, sem enn
fylgir okkur. „Hér ætlum við að fara út
í frekari framleiöslu úr kjúklingakjöti.
Viö vonumst til að sú framleiðsla fari í
gang um áramótin. Við eram með bíla
daglega í förum, héöan á milli og til
Reykjavíkur og sölumann þar. Nú er í
bígerð að við færum okkur með birgða-
og dreifingarstöö til Reykjavíkur.
Meðal annars vegna þessarar nýju
framleiöslu sem hugsanlega verður að
hluta ferskvara. Það þýðir að við
Frá sláturhúsinu á Hellu.
DV-myndir Bj. Bj.