Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1983, Blaðsíða 27
DV. LAUGARDAGUR17. DESEMBER1983. bragös að halda mig við tveir plús tveir eru jafnt og f jórir aöferðina en samkvæmt henni er hundrað og fimmtíu þúsund talsvert meira en hundrað þúsund og hefur því maður sem borgaði síöamefndu upphæðina í skatta á þessu ári hærri skatta á næsta ári ef hann borgar þá fyrr- nefndu upphæðina og veit ég ekki um nein rök sem geta haggaö þessum út- reikningi. Að vísu verður auðvitaö einhver til þess að halda því fram að tekjur þessa manns hafi hækkað og þess vegna sé þetta ekkert annað en bull í mér og eru það álíka skynsamleg rök og að ég segði við son minn, sem kom rétt í þessu heim úr skólanum meö miða sem á stóð að hann hefði lengst um fjóra sentímetra síðan í fyrra, að hann hefði sko ekkert lengst, hann hefði bara elst. Frí En það er óvíst að þingmenn og ráðherrar komist að niðurstöðu i þessu máli fyrir jól því að þeir eru aö fara í frí eins og kennarastéttin sem má ekki ráða því hvaö hún kennir ekki í Islandssögu og ætti helst aö hafa uppskrift frá foreldrum um hvað eigi að kenna yfirleitt og hvernig að mati lögfróðra manna, mikið skelfing held ég að það yrði dá- samleg grautargerð. I jólafríinu hugsa menn svo sjálf- sagt um fimmtán þúsund króna lág- markslaun á miili þess sem ham- borgarhryggurinn er tugginn og hon- um skolað niður með eðalvínum því að þó aö atvinnurekendur hafi sagt nei, sem er staölaö svar eins og sum- ar innréttingarnar sem þeir fram- leiða, held ég að það hafi ekki verið hugsað nóg um þessa hluti í röðum ríkisstjómarinnar sem hefur það á stefnuskrá sinni að menn geti lifað af laununum sínum og skilst mér að þar sé ekki eingöngu átt viðalþingis- menn og ráðherra. Fimmtán þúsund krónur er ekki há upphæð nema þegar maður þarf að borga hana í skatta og sem svolítið dæmi um brjálæðið í peningamálunum var mér bent á það í auglýsingabæklingi um daginn aö tilvalin gjöf og ódýr handa afa mín- um sáluga væru tóbaksdósir á einar sex þúsund krónur. Sem betur fer þarf afi minn ekki á neinum dósum að halda þar sem hann dvelst þessa stundina. Kveðja Ben. Ax. 28. — Bxe4 29. Rh4+ Kh5! 30. Dxf6 Dd2+ 31. Kfl Svartur leikur og vinnur! 31. —Kg4!! Þessi þrumuleikur gerir út um tafliö. Eftir 32. Hg7+ Kh3! er svarti kóngurinn kominn í skjól og tekur þátt í mátsókninni gegn hvíta „kollega” sínum. 32. RÍ3 Bd3+! Fellur ekki í síðustu gildruna: 32. - Ddl+ 33. Kf2 Dxf3+ 34. Dxf3 Bxf3 35. Hg7+ og síðan 36. Kxf3. 33. Kgl De3+ Hvítur gafst upp, því að riddarinn fellur óbættur með skák eftir 34. Khl Dxf3+. Ef hins vegar 34. Kg2 mátar svartur með 34. — De2+ 35. Khl (35 Kgl Dfl mát) Dfl+ 36. Rgl Be4+ og mát í næsta leik. Norðurlandameistarinn vann Bent Larsen Á síðustu árum hefur mikil gróska verið í dönsku skáklífi svo elstu menn muna vart annað eins. Á hverju ári eru haldin fjölmörg al- þjóðleg skákmót og efnilegir danskir skákmenn spretta upp eins og gorkúlur. Þeirra efnilegastur er án efa Norðurlandameistarinn ungi, Curt Hansen, sem er tvítugur að aldri. Hann hefur þegar nælt sér í áfanga að stórmeistaratitli og varð Evrópumeistari unglinga 1981—’82. Það vakti því gifurlega athygli er komið var á fót iitlu einvígi miili hans og Bent Larsen í „Det Nye Teater” í Kaupmannahöfn. Þeir tefldu tvær skákir, með.hálftíma til umhugsunar, og voru áhorfenda- bekkir þéttsetnir og eftirvæntingin mikil. Alls komu um 850 manns að fylgjast meö köppunum. Komið var á fót stóru sýningartjaldi í salnum, þar sem áhorfendur gátu fylgst meö leikjunum jafnóðum og jafnframt tímanotkun keppenda. I hliðarsal út- skýrðu kunnir skákmenn skákir þeirra á sýningartafli. Þótti þetta heppnast með afbrigðum vel og höfðu áhorfendur hina bestu skemmtan af. Og úrslitin? Curt Hansen gerði sér lítið fyrir og lagði Bent Larsen aö velli í báðum skákunum! Spilarar athugið! Þetta var síðasta spilakvöld ársins en síðan verður byrj- aö á fullum krafti þriðjudaginn 3. janú- ar og þá með eins kvölds tvímenningi. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30 stund- víslega. Keppnisstjóri er Hermann Lárusson. Frá Bridgefélagi Reykjavíkur Tvær síðustu umferðir í aðalsveita- keppni félagsins voru spilaðar sl. miðvikudag. Áður en þær hófust hafði sveit Urvals 6 stiga forskot á sveit Samvinnuferða Landsýnar. Að lokinni fyrri umferöinni á miðvikudag haföi munurinn aukist upp í 9 stig. I síöustu umferðinni tapaði sveit Urvals 15—5 fyrir sveit Ágústs Helgasonar en Sam- vinnuferðasveitin vann sveit Friðþjófs Einarssonar 19—1 og tryggði sér þar með sigur í mótinu. I sveitinni spiluðu Helgi Jóhannsson, Hörður Blöndal, Jón Baldursson, Siguröur Sverrisson og Valur Sigurðs- son. I sveit Urvals spiluðu Guðlaugur Jóhannsson, Ásmundur Pálsson, Hjalti Elíasson, Karl Sigurhjartarson og örn Amþórsson. Lokastaða mótsins varð þessi: Samvinnufcröir—Landsýn Stig: 252 Úrvai 247 Jón Hjaltason 227 Guðbrandur Sigurbergsson 196 Þórður Sigurðsson 184 Ólafur Lárusson 179 Þórarbin Sigþórsson 178 Bragi Hauksson 177 Runólf ur Pálsson 177 Spilamennsku er lokið hjá félaginu á þessu ári. Vegna Reykjavíkurmóts í sveitakeppni verður ekkert spilað hjá félaginu í janúar en aðaltvímennings- keppni félagsins með barometerformi hefst 1. febrúar. Dagskráin eftir ára- mót verður nánar kynnt síðar. TBK Síðastliöinn fimmtudag, 15. desember, var háður eins kvölds jóla- tvímenningur. 36 spilarar mættu til leiks og var spilað í N—S riðli og A—V riðli. Verðlaun voru veitt, svonefndar jólaskeiðar fyrir sigurvegara hvors riðils fyrir sig. Ursliturðuþessi: N-Sriðill Stig: Anton R. Gunnarsson — Ragnar S. Magnússon 271 Rafn Krist jáusson — Þorstcinn Kristjánsson 237 Geirarður Geirarðsson — Sigfús Sigurhjartarson 235 A—V riðill Helgilngvarsson — Magnús Torfason 257 Ingólfur Böðvarsson — Bernharður Guðmundsson 252 Gisli Steingrimsson — Sigurður Steingrímsson 235 Þetta var síðasta spilakvöld TBK á þessu ári en í byr jun næsta árs, þ.e.a.s. 12. janúar, hefst aöalsveitakeppni fé- lagsins, og eru félagar og annaö bridgeáhugafólk hvatt til þess að mynda með sér sveitir og mæta hresst í slaginn. Við byrjum kl. 19.30 í Domus Medica. Tafl- og bridgeklúbburinn þakkar svo öllum þeim er spilað hafa í vetur góða þátttöku og ennfremur ósk- ar TBK öllum bridgespilurum og öðr- um landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. I GRÁFELDAR | MOKKASKINNS- 1 FATNAÐUR SKINNASAUMASTOFAN S/F, Bankastræti 11. Sími 12090. FYRIR DÖMUR OG HERRA >W.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.