Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1984, Qupperneq 8
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Herforingjamir í Argentínu: Reynduað hylma yfir verk sín í „skítugu heriörinni” Fyrri herforingjastjóm Argentínu hafði fyrirskipað lögreglustjóranum í liéraðinu La Pampa að eyðileggja all- ar skrár varöandi „skítuga stríöiö” gegn vinstrisinnum. Fundist hefur skeyti frá því 28. nóvember 1983, þar sem lögreglustjór- num er skipaö að senda strax öll gögn ' arðandi málið til hersins til eyðilegg- ngar þegar í stað. Embættismenn hinnar nýkjörnu hér- Jsstjórnar La Pampa fundu skeytið i egar þeir voru að grúska í skjölum úr cínbættistið forvera sinna. Það var dagsett tveim vikiun áður en lýðræðið var endurreist í Argentínu í vetur. Antonio Troccoli innanríkisráðherra segir skeytið vera fyrstu sönnun þess að herinn hafi með ólögmætum hætti spillt gögnum sem gátu áfellt herfor- ingja fyrir vægðarlausa herför þeirra gegn vinstrisinnum í landinu. „I skítuga stríöinu”, eins og þaö er daglega kallað, hurfu um 30 þúsund menn í Argentínu á átta árum. Talið er að þeir hafi flestir fallið fyrir leyni- þjónustumönnum. FYRRUM FORSETI BÓLIVÍU EFTIR- LÝSTUR FYRIR KÓKAÍNSÖLU Yfirvöld Argentínu hafa gefiö út andtökuskipun á hendur Luis Garcia leza hershöföingja og fyrrum forseta ’ ’-ólivíu og Luis Arce Goez offursta, r 'rrum innanríkisráðherra hans. Þeim erður vísað úr landi. Argentínustjórn hefur þó neitaö að amselja mennina yfirvöldum Banda- kjanna sem vilja mennina til yfir- ?yrslu vegna meintrar aðildar að ’ ókaínsölu. Forsetanum og ráðherra hans hafði verið veitt landvistarleyfi til bráða- birgöa en það hefur verið fellt niður þar sem „ferill þeirra geri þá óæski- legar persónur í Argentínu”. Meza hershöfðingi rændi völdum í Bólivíu í júlí 1980. Stjórn hans sagði af sér strax í ágúst árið eftir og lá undir ámælum fyrir að hafa séð í gegnum fingur sér varðandi hlut Bólivíuhers í kókaínverslun landsins. Núverandi stjórn Bólivíu hefur einnig hug á að ná þeim Meza og Goez til að svara fyrir ýmsar sakir. wiiiiiáii lÍÍiÉl wMmM y'M/ý s. ý mm Wmm. .-.y/íV/.’ SS.S, ■sss/- . ' 1 \ * fflg/ s--s\?rWs2 »; WjA HB t hk \wRl Fréttamenn horfa á eftir „Áskorandanum”, sem skildi eftir sig langan útblástursbólstur þegar honum var skotið á loft í þessa ferð. Svffa ígeimnum ótengdir við geimfarið Veðhlaupahesturinn Shergar, einhver dýrasti hestur sem sögur fara af. Lygilegustu vísindareyfarar rætast í dag þegar tveir bandarískir geimfarar munu fljúga frjálsir í geimnum, út- búnir eldflaugahreyflum sem komið er fyrir á baki þeim. Utbúnaður þessi, sem geim- tæknimenn kalla MMUS, lítur út eins og klunnalegir hægindastólar, en gerir geimfaranum kleift að fljúga hverja stefnu sem honum hentar utan geim- farsins. Hraðinn getur mestur verið 25 metrarásekúndu. Þetta gerir geimfaranum mögulegt að athafna sig utan geimfars síns og án þess að vera tengdur við það með taug. — Ymsir sovéskir og bandarískir geimfarar hafa „gengið í geimnum”, en ávallt tengdir þá með h'nu við geim- farsitt. MMUS er drifið áfram af köfnunar- efnisgasi en geimfararnir stýra út- blæstrinum með handföngum. Á þessi útbúnaöur að auðvelda geimförum í framtíðinni viðgerðir utanborðs. Fyrstu geimfaramir sem reyna þennan framúrstefnufarkost eru Bruce McCandless og Robert Stewart sem eru meö skutlunni „Askor- andanum”, sem hefur veriö í fjóra daga á sóli umhverfis jörðina. Leitin að Shergar: Var hestinum lógað? Eigendur hestsins Shergar, sem rænt var af hrossabúi Aga Khans á Irlandi fyrir ári, telja að Irski lýðveldisherinn (IRA) hafi staðið að ráninu. Hesturinn, sem unnið hafði fjölda veðreiöa á sínum tíma, var einvörðungu orðið hafður til und- aneldis og metinn til 15 milljóna doll- ara. Breska útvarpið segir að eig- endurnir séu orðnir þeirrar skoðunar að hestinum hafi veriö lógað fljót- lega eftir að honum var rænt. Hann hafi sennilega aldrei verið fluttur úr landi, eins og menn voru famir að halda. Vopnaðir menn höfðu yfirbugað gæslumenn hrossabúsins og haft Shergar með sér í flutningabíl á brott. Krafist var lausnargjalds, tveggja milljóna írskra punda. Eigendurnir svömðu strax um hæl að þeir mundu ekki greiða lausnar- gjald.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.