Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1984, Blaðsíða 3
DV. FOSTUÖAGORir. FEBRtJARöai.- ’ 3 Skíðafélag Reykjavíkur og DV: Skíðagöngukeppni bama og unglinga —á Miklatúni á sunnudag klukkan 14 Skíöafélag Reykjavíkur og DV gangast fyrir skíðagöngukeppni bama og unglinga á Miklatúni á. sunnudag klukkan 14. Keppt verður í þremur aldurs- flokkum, pilta og stúlkna tíu ára og yngri, ellefu til tólf ára og þrettán til fjórtán ára. Allir aldurshópamir munu ganga tveggja kílómetra langan hring á túninu, en rásmark verður við KjarvalsstaðL Tveir og tveir keppendur verða ræstir í einu. Niðurröðun í aldursflokka fer eftir fæðingarári þannig að allir þeir, sem til dæmis verða þrettán ára á þessu ári keppa í aldurshópnum þrettán til fjórtán ára. Skilyröi fyrir þátttöku í þessari göngukeppni er að kepp- endur hafi göngubindingar á skíðum sínum, þannig að hægt sé að lyfta hælnum óhindrað upp frá skíðinu. Sem fyrr segir eru það Skíðafélag Reykjavíkur og DV sem standa að þessari skiðagöngukeppni. Sér Skíðafélag Reykjavíkur um alla framkvæmd keppninnar en DV gefur verðlaun til hennar. Alls verða veitt þrenn verðlaun í hverjum aldurshópi pilta og stúlkna og fá þrír fyrstu verðlaunapening. Ef horfur verða á að ekki geti orðið af keppninni á Miklatúni vegna veöurs eða snjóskorts verður til- kynning um þaö lesin upp í frétta- tíma útvarpsins klukkan tíu á sunnu- dagsmorgun. Það er því áríðandi að allir þeir sem hug hafa á aö taka þátt í keppninni, hlusti á þessar útvarps- fréttir. Ef snjóskortur veldur því að ekki verður hægt að keppa á Mikla- túninu veröur keppnin færð upp í Hveradali og munu rútur sjá um að flytja keppendur þangaö. Skíðagöngukeppnin veröur undir stjóm Agústs Björnssonar og að hans sögn er hugmyndin með þessu sú að vekja athygli barna og unglinga á því að það geti verið fullt eins skemmtilegt að keppa í skíða- göngu og svigi eöa brani. -SþS. Keppni í skiOagöngu barna og ungl- inga fer fram á Miklatúninu á sunnu- dag klukkan 14 ef veður leyfir. ÖRUGGASTA OG BESTA VALIÐ MICRA ÖRYGGK) FELST f: - GÆÐUM OG ENDINGU SEM NISSAN VERKSMIÐJURNAR EINAR GETA TRYGGT. - VERÐISEM ER ÞAÐ LANGBESTA SEM NOKKUR KEPPINAUTANNA GETUR BOÐIÐ Á BÍLUM SEM EIGA AÐ HEITA SAMBÆRILEGIR. NISSAN MICRA DX 249.000,- - NISSAN MICRA GL 259.000,- IIMGVAR helgason hf. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560. ÞETTA FÆRÐU ÞEGAR ÞÚ KAUPIR NISSAN MICRA: • Framhjóladrif • 5 gíra kassi • Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum • 57 hestafla vél • Tviskipt aftursæti sem hægt er að ieggja niður, annað eða bæði • Quartsklukka • Sígarettukveikjari • Hanskahólf • Pakkahilla • Eigin þyngd 615 kg • Útvarp • Halogenljós • Litað öryggisgler • Hlíf yfir farangursskut • Vandað áklæði • 3ja hraða kraftmikil miðstöð, alveg nauðsynleg á íslandi • Geymsluhólf í báðum hurðum • Innbyggð öryggisbelti • Blástur á hliðarrúður • Þurrkur á framrúðu m/biðtíma • Upphituð afturrúða • Þurrka og vatnssprauta á afturrúðu • Tveir baksýnisspeglar, stillanlegir innan frá • Skuthurð opnanleg úr ökumannssæti • Þykkir hliðarlistar • 2ja ára ábyrgð á bíl • 6 ára ryðvarnarábyrgð • Eldri bílar teknir upp í nýja • Góð lánakjör LEGGÐU ÞETTA Á MINNIÐ EF ÞÚ GETUR OG GERÐU SAMANBURÐ NOKKUR DÆMI UM ÞAÐ HVERNIG MICRA HEFUR VERIÐ TEKIÐ HÉRLENDIS SEM ERLENDIS: DAGBLAÐIÐ VÍSIR. Fyrirsögn greinar Ómars Ragnarssonar um Nissan Micra var svona: „Fislóttur, friskur bensinspari sem leynir á sér." Og Ómar segir ennfremur: ,,. . . mér fannst billinn betri en ég átti von á, Þægilegri og skemmtilegri í bœjar- akstri en vonir stóðu til og það virðist vera erfitt að fá hann til að eyða bensini svo nokkru næmi, þótt frísklega væri ekiö". AUTO MOTOR SPORT: „Að meðaltali eyðir NISSAN MICRA aðeins 5,4 I á hundraði. Enginn annar bill nálgast MICRA i bensin- sparnaði." MOTOR: „MICRA er eyðslugrennri en nokkur annar bill sem Motor hefur reynsluekið og það er þeim mun lofsverðara að MICRA kemst mjög hratt og er þess vegna bensineyðsla bilsins mæld á meiri hraða en venja er til." QUICK: „Bensíneyðsla er aðeins 4,21 á hundraði á 90 km hraða og 5,91 á hundraði i borgarakstri." BILEIM, MOTOR OG SPORT: Stór fyrirsögn á grein er fjallaði um reynsluakstur á NISSAN MICRA var svona: „Nýtt bensinmet — 19,2 km á lltranum." Það jafngildir 5,2 á hundraði. i greininni segir m.a.: „MICRA er langsparneytnasti bill sem við höfum nokkurn tíma reynsluekið. Bersýnilega vita NISSAN framleiðendur hvað bensinspamaður er þvi sá sem kemst næst NISSAN MICRA er NISSAN SUNNV 1,5 með 17,2 km á litranum." Það jafngildir 5,8 á hundraði. AUTO ZEITUNG: Eftir mikið lof á NISSAN MICRA segir svo: „En einnig hið mikla innrými á lof skilið. MICRA býður ekki bara öku- manni og farþega i framsœti upp á frábært sætarými heldur gildir það sama um þá sem í aftursæti sitja.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.