Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1984, Blaðsíða 17
 u. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Þjónusta SVR er mikiö notuð, en margir hafa fundið að akstursmáta vagnstjóra. Finnst hann fuii glanna- iegur. ******* w»n. í % Ekki borgað þegar myndirnar eru á leiðinni 5401—2942 skrifar: Mig langar aö koma á framfæri hvaö þjónustan er góö hjá Beta- myndbandaleigunni. Þegar viö ut- anbæjarmenn leigjum okkur myndir þurfum við ekki aö greiöa leigugjald nema fyrir þá daga sem viö höfum myndina hjá okkur. Það er að segja, við þurfum ekki aö borga þegar myndirnar eru á leiö til okkar. Þaö tekur heilan dag að senda þær hingað og svo aftur annan dag aö senda þær til baka. En ef viö erum meö myndir í tvo daga þá þurfum við aöeins aö borga tvo daga en ekki f jóra, eins og annars staöar er. Svo er leigan lægri þar en annars staðar, eða ef miðað er viö leigu hjá myndbandafyrir- tækjum úti á landi. Aksturslag vagn- stjóra H.S. skrifar: Eg held að þaö sé kominn tími til aö þeir menn sem aka strætisvögnum hér í Reykjavík fari aö gera sér grein fyrir því aö strætisvagnar hafa engan for- gangsrétt fram yfir það sem kveðiö er á um í umferðarlögum. Þeir geta ekki ekiö eins og þeim hentar. Þaö er sjálfsagt aö þessi almenningsfarartæki hafi rétt á aö aka út frá stoppistöðvum án þess aö bíöa eftir því aö einhver gefi þeim sjensinn. Strætisvagnarnir þurfa að halda vissri áætlun, en þegar bílstjórarnir þurfa aö aka eins og óöir til aö halda þessa áætl- un þá er ekki nema von aö maður spyrji hvort ekki sé rétt aö endurskoöa þessa tímaáætlun. Almenningsvagnar og önnur al- menningstæki eiga aö hafa vissan for- gang, og að minu áliti er það bæði eðli- legt og nauösynlegt aö hreinsa snjó fyrst af strætisvagnaleiðum, þaö eru margir sem treysta á þessi farartæki þegar önnur komast ekki leiöar sinnar vegna slæmrar færðar. Eg ætla ekki aö amast við þeirri þjónustu sem SVR veitir okkur borgar- búum heldur hvernig þeir menn sem stjórna þessum gríðarlegu farar- tækjum aka. Þaö er kapítuli út af fyrir sig. Fyrir skömmu átti ég leið um Grens- ásveginn þegar umferöin var hvaö mest, rétt fyrir fimm. Þegar ég svo nálgast stoppistöö sé ég hvar strætis- vagn skýtur sér út í umferðina án nokkurra umsvifa. Við hliö mér var steypubíll og brá honum svo viö þetta aksturslag að hann ætlaði að sveigja frá strætisvagninum, en þá var ég á mínum smábíl næstum orðinn undir steypubílnum. Þaö var ekki strætis- vagnabílstjóranum aö þakka aö þarna varö ekki slys, langt frá því. En svona akstursmáti er ekkert einsdæmi meöal vagnstjóra, þó flestir séu þeir prúö- menni bæði til orðs og æðis. Það ætti því að vera allra hagur að þeir vagn- stjórar sem kannast viö svona aksturs- lag láti af því og setji ekki ljótan blett á annars ágæta stétt. Þaö er góð og þörf þjónusta sem þarna er veitt og hana ber aðþakka. Viljaað þættirnir umBowieverði endurfluttir María í Brelðholtinu skrifar: Eg er mikill aödáandi David Bowie og tek undir með þeim sem vilja aö þættirnir um kappann, sem fluttir' voru á rás 2, veröi endurfluttir. Eg hlustaöi af hreinni tilviljun á seinni þáttinn og tók hann upp, þetta var alveg stórkostlegur þáttur. Mér þykir mjög leiðinlegt aö hafa misst af fyrri • þættinum en ég vissi bara ekkert um hann. Margir kunningjar mínir hafa barmaö sér yfir aö hafa misst af þessum þáttum. Við skorum á útvarpið aö endurflytja þættina. NU SAUMUM VIÐ SAMAN LOFT OG VEGGI MEÐTRE-X ÞILJUM Þeir sem hafa kynnt sér klæðningar innanhúss, þekkja vel þiljur með nót og lausri fjöður. Þessi hugmynd hefur nú verið einfölduð, þannig að þiljurnar eru með áfastri fjöður, auk nótar að sjálfsögðu. Uppsetning verður því bæði fljótleg og þægileg.Þú límir og neglir með smáum saum og sníður af endum þar sem við á, - einfaldara getur það varla verið. Auk þess er verðið stærsti vinningur húsbyggjenda. Þessar þiljur eru framleiddar tilbúnar undir málningu. Stærðir: Veggplötur 38x253 cm 58x253 cm — ii — Loftplötur 58x120 cm 28x120 cm 28x250 cm HEILDSALA - SMASALA TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR Iðavöllum 6 Keflavík SÍMI: 92-3320

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.