Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1984, Blaðsíða 32
40
dv. POsromGUR n. februar isbí
MOTOROLA
Altcrnatorar
Haukur og Ólafur
Ármúla 32 — Sími 37700.
CAR RENTAL SERVICE - ® 75
FAST VERÐ - EKKERT KÍLÖMETRAGJALD
SÖLUSKATTUR INNIFALINN í VERÐI
Leitið upplýsinga.
SMIÐJUVECI 44 D • KÓPAVOCI - ICELAND
AÐALSÍMI: 75 400 & 78 660
KVÖLD OC HELGARSÍMI: 43 631 & 46 211
TELEX 2271 IÐN IS PRI'
VERSLANIR!
Hin sívinsæla og myndarlega
FERMINGAR-
GJAFAHANDBÓK
kemur út 15. mars nk.
Þeir auglýsendur sem áhuga
hafa á aö auglýsa í
FERMINGARGJAFAHANDBÓKINNI
vinsamlegast hafi samband viö
auglýsingadeild DV,
Sídumúla 33, eda í síma 82260
m illi kl. 9 og 17.30 virka daga
fyrir 2. mars nk.
Menning
Menning
Menning
Faðir hins norræna
strokkvartetts
— ný útgáfa á kvartettum Stenhammars á vegum Musica Sveciae
Wilhelm Stenhammar: Strokkkvartettar nr.
1-6.
Freskkvartettinn, Strokkkvartett Kaup-
mannahafnar Et Gotlandskvartettinn.
Caprice CAP 1201-03.
Umboð á íslandi: Fálkinn.
I Svíþjóö eru nokkrar merkar
stofnanir sem hafa þaö markmið aö
auka veg sænskrar tónlistar, og
reyndar einnig tónlistar þeirra
þjóöarbrota sem í landinu búa.
Þekktust þessara stofnana er senni-
lega Tónlistarakademían í Stokk-
hólmi. Þar í bæ hafa menn lengi ver-
ið meö á prjónunum risavaxið verk-
efni, en þaö er aö gefa út röö hljóm-
platna sem endurspegluöu sænska
tónlist, allt frá upphafi og til loka 19.
aldar — hvorki meira né minna.
Fyrirtæki þetta hefur legiö í láginni
um tíma sökum skorts á fjármagni,
EMI, sænska útgáfufyrirtækið
Proprius og svo hljómplötufyrirtæki
sænska ríkisins, Caprice.
Nú eru fyrstu hljómplöturnar und-
ir merkinu Musica Sveciae komnar á
markaö: Sinfónía nr. 1 eftir Adolf
Fredrik Lindblad, 19. aldar rómantík-
er, skífa með styttri verkum tveggja
síörómantískra tónskálda, Kurt
Atterberg og Natanael Berg, — og svo
loks rúsínan í pylsuendanum, allir
Hljómplötur
Aðalsteimi Ingólfsson
Málverk Roberts Thegeström af Wilhelm Stenhammar.
■ en nú hefur akademían fengiö í sinn
hlut umtalsveröan hlut af nýjum
skatti, sem lagöur var á snældur í
Svíþjóö, og hyggst nú hefjast handa.
Þær hljómplötur sem hér um ræöir
veröa gefnar út undir samheitinu
Musica Sveciae og veröa alls 250.
Allir í samhengi
Akademían velur tónlistina, en
þrjú hljómplötufyrirtæki hafa tekið
höndum saman um sjálfa útgáfuna,
strokkvartettar Wilhelms Sten-
hammar, sex aö tölu. Er þetta í
fyrsta sinn sem hægt er aö hlýöa á
alla kvartetta tónskáldsins í sam-
hengi. Utgáfunni er síöan fylgt úr
garöi meö vandaöri ritgerö tónlistar-
fræöingsins Bo Wallner.
Stenhammar, fæddur 1871, var
af góöu sænsku slekti, sýndi af sér
miklar tónlistargáfur sem barn, en
hóf ekki formlegt tónlistarnám fyrr
en á sautjánda aldursári. Haföi hann
þá tileinkað sér margt þaö sem síöar
setti svip á tónverk hans. Eftir stutta
námsdvöl í Berlín 1892—93 fluttist
Stenhammar til Stokkhólms og gerö-
ist þar fljótt atkvæöamikill. Var
snemma talað um hann, ásamt meö
þeim Tor Aulin og Hugo Alfvén, sem
mesta tónskáldaefni Svía.
Fyrir aidur fram
Eftir flakk í Evrópu geröist Sten-
hammar hljómsveitarstjóri í Gauta-
borg, síöar tónlistarstjóri óperunnar
í Stokkhóhni. Hann lést síöan langt
fyrir aldur fram, áriö 1927.
Stenhammar verður aö teljast í
hópi helstu rómantísku tónskálda á
Noröurlöndum, meö þeim Söder-
man, Grieg og Sjögren, og meöal út-
lendra tónskálda sem heilluöu hann
má nefna Schumann, Wagner,
Brahms og Beethoven. Fyrir utan
tónsmíöar sínar var Stenhammar
þekktur fyrir píanóleik sinn og áhuga
á aö greiða götu nýrra tónskálda,
Carls Nielsen, Sibeliusar, Strauss og
Debussy, svo nokkrir séu nefndir.
Strokkvartetta sína samdi Sten-
hammar meö reglulegu millibili á
árunum 1894—1916, og þá sérstak-
lega fyrir kvartett vinar síns, Tors
Aulin. Aulin og hljóöfæraleikarar
hans urðu brátt þekktustu túlkendur
þessarar tónlistar Stenhammars og
höfðu í leiðinni umtalsverö áhrif á
þróun sænsks tónlistarlífs.
Beethoven leiðarljós
Leiöarljós Stenhammars í þessum
kvartettum er umfram allt fordæmi
Beethovens, og þá síðustu strok-
kvartettar meistarans, tileinkaðir
Rasumovsky. En Beethoven haföi
samt ekki úrslitaáhrif á yfirbragö
strokkvartetta Stenhammars, held-
ur agaöi hann í verki og vísaði leið-
ina aö æ flóknari pólífóníu, án þess
þó aö fordjarfa fyrir honum lýrískar
gáfur.
Stenhammar snýr sínum
Beethoven yfir á norrænu, fellir inn í
tónlistina laglínur eöa hrynjandi úr
þjóðlagatónlist heimalands síns.
A þeim hljómplötum sem hér eru
til umræöu er ekki nokkra hnökra að
finna, hvorki í upptöku né leik.
AI
Endurteknir f rumf lutningar
Myrkir músíkdagar
Tónleikar á Kjarvalsstöðum 11. febrúar.
Efnisskrá: Áskell Másson: Myndhvörf; Atli
Hoimir Sveinsson: Donsar dýrarðinnar; Jónas
Tómasson: Vetrartró; Þorkell Sigurbjörnsson:
Ástarsöngur.
Flytjendur: Blásarasveit undir stjóm Póris
Þórissonar, Ásgeir Steingrímsson, Pétur
Jónasson, Martial Nardeau, Gunnar Egilsson,
Amþór Jónsson, Anna Guðný Guðmunds-
dóttir, John Speight, Rut Ingólfsdóttir, Svein-
björg Vilhjólmsdóttir, Ámi Áskelsson.
Myrkir músíkdagar eru meö
seinna móti í ár. Taka þar kannski
miö af páskum. En einnig eru þeir
minni um sig en oft aö undanförnu.
Minnast ber þess aftur á móti að ekki
er þaö umfang hlutanna sem endi-
lega ræöur stærö þeirra, allra síst í
tónlistinni. Þar ráöa blessunarlega
aörir þættir meiru um.
Fyrstu tónleikar af þrennum á
Myrkum músíkdögum voru aö mest-
um hluta endurtekning á frumflutn-
ingstónleikum Musica Nova frá því í
byrjun jólaföstu. Vera má aö ein-
hverjum hafi þótt miður aö umrædd-
ir tónleikar skuli endurteknir nærri
óbreyttir. Mér þótti hins vegar bera
vel í veiði, því að þessir tónleikar
voru einir örfárra sem ég ekki komst
á á síðastliðnu ári.
Ekki síður hagur á málm en
tré
Hingaö til hefur Askell Másson
hallað sér aö trénu þegar hann hefur
samiö fyrir blásara. En hann sýndi
Tónlist
Eyjótfur Melsted
meö Myndhvörfum aö honum lætur
ekki síöur aö skálda handa lúður-
þeyturum. En þaö er varla hægt aö
velja sér verra hljómhús til flutnings
slíkra lúöraljóða en Kjarvalsstaöi.
Þar fór ágætis lúðramúsík, og þá
ekki síst leikur Asgeirs Steingríms-
sonar á örtrompet gegn hornaflokkn-
um, fyrir lítið.
Dansar gítars og vetrarfeg-
urð
Dansar dýröarinnar minna á
kyrrt yfirborö sævar, en undiraldan
-er þung og straumurinn stríöur.
Sterk beiting opinna strengja gítars-
ins minnir á aðferðir Roderigos og
gítarinn er primaballerinan sem
dansar við félaga sína sitt á hvaö og
stundum alla í senn. Fallegt dans-
rænt stykki og frábærlega vel spilaö.
Á eftir kom annað fallegt stykki,
Vetrartré, eftir Jónas Tómasson.
Ekki þori ég aö segja til um hvort
fremur á aö telja þetta verk fyrir ein-
leiksfiölu eöa Hlíf Sigurjónsdóttur.
Það fylgir því alltaf áhætta aö
semja, réttar sagt klæðskerasauma,
verk upp í hendumar á góðum
músíköntum sem spila þau jafn stór-
kostlega vel og Hlíf Sigurjónsdóttir.
Hættan er sú aö aðrir leggi ekki til at-
lögu viö þau og þess vegna veröi þau
einkamál höfundar og þess sem þau
voru samin fyrir og væri það synd og
skömm ef svo færi fyrir vetrarfegurö
trjánna hans Jónasar.
Smali saman
Svipuöu máli gegnir um Ástar-
söng Þorkels Sigurbjörnssonar við
kvæði Elliots, The Love Song of J. Al-
fred Prufrock. Hér er þaö fáránleik-
inn meðhöndlaður svo snyrtilega að
hann snýst viö og veröur aö eðlileg-
um hlut. Eflaust má finna spilara
sem leika raddimar jafn vel og þeir
sem hér léku (tæplega þó betur). En
til að finna jafningja Johns Speight í
túlkun á þessu grátbroslega ástar-
kvæði þarf líkast til aö leita út fyrir
tvö hundruð mílurnar. Hér small allt
saman — músík, leikur og frábær
söngur.
EM