Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1984, Blaðsíða 28
DV. FÖSTUDAGUR17. FEBRUAR1984. Sálarrannsóknarfélag íslands Sænski miöillinn Thorsten Holmqvist heldur skyggnilýsingafundi á vegum félagsins 22. og 27. febrúarnk. kl. 20.30 aöHótelHofi. Kökubasar og flóamarkaður og kaftisala verður að Hallveigarstöðum v/Túngötu laugardaginn 18. tebr. kl. 14—18. Basarinn er haldinn til fjáröflunar fyrir námsferð félagsráðgjafanema. 4. árs nemar í félagsráðgjöf við Háskóla Islands. Vetrarfagnaður Stúdentafélags MK Stúdentafélag Menntaskólans í Kópavogi heldur vetrarfagnað sinn í kvöld föstudaginn 17. febrúar kl. 21—3 í Stúdíó 55 / Manhattan / Auðbrekku 55, Kópavogi. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða ýmis önnur f jölbreytt skemmtiatriði svo sem söngur, sjónhverf- ingar og ljúfskopsárar minningar úr upp- og niðurgangi í skólalífinu. Allir stúdentar úr MK eru velkomnir og hvattir til að mæta. Breiðfirðingafélagið Við minnum á spilakvöldið í Domus Medica í kvöld 17. febrúar sem hefst kl. 20.30. Dansað tilkl. 02. „Félag svæðameðferð" Að gefnu tilefni vill „Félagið svæðameðferð” beina því til fólks, sem hyggst fara í svæða- meðferð sér til hressingar og heilsubótar, á að það kynni sér hvort sá sem framkvæmir með- höndlunina hafi skírteini upp á hæfnismat frá félaginu. Athygli skal vakin á því að ef svæðameðferö er f ramkvæmd af vankunnáttu getur það haft óæskileg áhrif. Stjórn „Félagsinssvæðameðferö”. Aðalfundur Kattavinafélags íslands verður haldinn að Hallveigarstöðum 26. þessa mánaðar og hefst kl. 14. Breiðfirðingafélagið Viö minnum á spilakvöldiö í Domus Medica á morgun, föstudaginn 17. febrúar, sem hefst kl. 20.30. Dansaö til kl. 02. Skemmtinefndin. Kópavogsbúar Mætum öll í fjölskyldubingó að Borgum, Kastalagerði 7, sunnudaginn 19. febrúar kl. 15. Agæt verðlaun, kaffi á könnunni. Nefndin. Unnur Brynjólfsdóttir lést 18. febrúar sl. Hún starfaöi í Sindra um 30 ára skeið sem gjaldkeri fyrir- tækisins en hætti störfum fyrir ári. Unnur var ógift og eignaðist ekki böm. Utför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Bjarai Kristjánsson, Sörlaskjóli 15, lést í Landspítalanum 16. febrúar. Auður Steinsdóttir, Selvogsgrunni 25 Reykjavík, andaðist í Land- spítalanum 15. febrúar. Heiga Sólveg Daníeisdóttir, Fells- múla 15, lést að morgni 16. febrúar í Landspítalanum. Lára Guðbrandsdóttir, Skagnesi í Mýrdal, veröur jarðsett frá Skeiðflatarkirkju laugardaginn 18. febrúar kl. 14. Bílferö frá Umferðar- miðstöðinni kl. 9.30 sama dag. Guðmundur Pálsson lést 10. febrúar sl. Hann fæddist á Seyðisfirði 4. maí 1908, sonur hjónanna Páls Ámasonar og Guörúnar Erlendsdóttur. Guð- mundur kvæntist Sigríði F. Sigurðar- dóttur 1937. Þau eignuðust fjögur börn. Sigríður lést 1968. Árið 1970 hóf Guðmundur búskap meö Maríu Helgadóttur, að Meðalholti 2. Guðmundur varð jarðsunginn frá Fossvogskirkju í morgun kl. 10.30. Þorgeir Jóhannesson, Túnabergi Hrunamannahreppi, verður jarðsettur frá Hrunakirkju laugar- daginn 18. febrúar kl. 14.00. Bílferð verður frá BSI kl. 10.45. Guðrún Guðmundsdóttir lést 11. febrúarsl. Hún var fædd og uppalin í Litla-Holti á Flateyri í önundarfirði. Foreldrar hennar voru Margrét Guðleifsdóttir og Guðmundur Sigurðsson. Eftirlifandi maður hennar er Jón Amórsson. Þau eign- uðust sjö börn og em fimm þeirra á lífi. Utför Guðrúnar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 15. « Vigdís Jónsdóttir Austin, Tensacola, Florida, áöur til heimilis aö Aðalgötu 7, Keflavík, lést af slysförum 15. febrúar. Andlát Tilkynningar Áætlun Akraborgar Frá Akranesi Frá Reykjavík Kl. 8.30 Kl. 10.00 Kl. 11.30 Kl. 13.00 6K1. 14.30 Kl. 16.00 Kl. 17.30 Kl. 19.00 Tapað -fundið Pulsar quartz úr tapaðist í grennd við Langholtsskóla Ungur drengur varð fyrir þvi óláni aö tapa úri sinu á leið úr Langholtsskóla að Álfheimum sl. þriðjudag. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 31903 eða 13514. Fundur með BSRBámorgun Fulltrúar BSRB og fjármálaráðu- neytisins hittust á fundi hjá ríkissátta- semjara í morgun. Samkomulag er orðið um vinnubrögð í viðræðunum milli þessara aðila þannig að launalið- ir samninganna verða geymdir en rætt verður um ýmsa aðra liði sem orka tvímælis og einnig tilfærslur í neðstu flokkunum. Samninganefnd BSRB ákvað í gær að bíða með útfærslu á áfangahækkunum fram yfir helgi en eins og komið hefur fram vill BSRB að kaupmáttur verði tryggður með grunnkaupshækkunum á þriggja mánaða fresti. BSRB vinnur nú að útfærslu þessa með hliðsjón af spá Þjóðhagsstofnunar um þróun verð- lags. Sáttafundur í deilu Félags bóka- gerðarmanna og viðsemjenda þeirra hef ur ekki verið boðaður. ÓEF 3. umferð Reykjavíkurskákmótsins: ÆSKAN, UPPELDH) OG SNILLDIN Karl Þorsteins tefldi snilldarskák í gærkvöldi og lagði bandaríska stórmeistarann Robert Byrae DV-mynd Gunnar Andrésson. SÓKN KARLS VARD ÓSTÖÐVANDI Þaö var ekki auðvelt að átta sig á því, hvorum megin við borðið stór- meistarinn sat í skák þeirra Karls og Robert Byme. Karl þekkti innviöi Sikileyjarvarnarinnar engu lakar en hinn leikreyndi stórmeistari, sem þó þykir sérlega slunginn í flækjum þessarar byrjunar. Þeir tefldu svo- nefnt Richter-Rauzer afbrigði og fet- aði Karl í fótspor „áskorandans” Viktors Kortsnoj. Bryne hafði betrumbót á reiðum höndum og upp kom tvíeggjuö staða. I stöðu Karls blundaði þó stöðuorka og er Byrne lék ónákvæmt varð sprenging og sókn Karls varö óstöðvandi. Karl tefldi þessa skák mjög lag- lega og nú er ekkert því til fyrirstöðu að hann endurtaki afrek Jóhanns frá Búnaðarbankamótinu. Jafntefli við stórmeistarana Christiansen og Balashov og nú sætur sigur gegn Byrne er ekki amaleg byrjun. Hvítt: RobertByrae Svart: Karl Þorsteins Sikileyjarvöra. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bg5 a6 7. Dd2 Be7 8.0- 0-0 0-0 9. f4 h6 10. Bh4 e5 11. Rf5 Bxf5 12. exf5 exf413. Dxf4 Grunfeld lék 13. Hbl gegn Kortsnoj á skákmóti í Sviss í sumar, en eftir 13. —d5! 14. Bxf6 Bxf6 15. Rxd5 Be5 16. Bc4 Dd6! fékk svartur gott tafl. Leikur Byme leiðir til tvísýnna stöðu. 13. —d514. Bb5!? Biskupinn er á leið til b3, þar sem hann stendur vel, en svartur kemur peðum sínum á skrið. 14. — a6 15. Ba4 b516. Bb3 d4 17. Bxf6 Bxf618. Re4 Be519. Df3 a5 20. a4 Karl bjóst við 20. Hhfl a4 21. Bd5, því að biskupinn er friðhelgur. En eftir 21. —Hc8 virðist svartur mega velviðuna. 20. —bxa4 21. Bxa4 Db6 22. Rd2 Rb4! 23. Rc4Dc5 Auövitað ekki 23. —Ra2+ 24. Kbl Rc3+ vegna 25. Dxc3 og vinnur. 24. Rxe5 Dxe5 25. f6? Eftir þetta á hvítur sér ekki viðreisnar von. Betra er 25. Hhel með tvísýnni stööu. rH WW, - MM. 1 H# t *■ ati JL I i m ± i H # m m Hjf fp m . W & & Ípf rg-, g g a b c d e f g h 25. —d3! 26. cxd3 Eftir 26. fxg7 Hfc8 27. Bb3 Ha7 28. Hxd3 Hxd3 29. Dxd3 a4 30. Ba2 a3! vinnur svartur. 26. —Hfc8+ 27. Kbl De6! 28. b3 Rd5 29.Hdei(?) Betra er 29. Hcl, en eftir 29. —De5 vinnur svartur skiptamun fyrr en síöar og ætti einnig að vinna skákina. Nú veröur stórmeistarinn mát. 29. —Rc3+ 30. Kb2 Eða 30. Kal Db6! og innrás er yfir- vofandi. 30. —Rxa4+ 31. bxa4 Hab8+ 32. Kal Db3í 1 — Og Byme gafst upp, enda óverjandimát. Jón L. Árnason Þetta er bara alls ekki einleikið hvemig æskan er farin aö láta viö rosknu mennina nú á dögum! Látum vera að Róbert Harðarson skyldi lumbra svo óþyrmilega á holl- enska stórmeistaranum Hans Ree í fyrstu umferö mótsins — það getur komiðfyriralla. Látum líka vera þó aö Karl Þor- steins skyldi hundelta bandaríska stórmeistarann heimsfræga, Larry Christiansen, út um ailt skákborðið í þeirri sömu umferð og sleppa honum svo með skrekkinn og hálfan vinning í skaðabætur. Verum umburðarlyndir og látum einnig vera að Kalli skyldi tuska til helmingi frægari stórmeistara í næstu umferð, sjálfan Balasjof hinn sovéska — en hvað ætla menn þá aö segja um þriðju umferöina, sem tefld var í gær, þegar sveinninn Kalli bókstaflega roðfletti bandaríska stórmeistarann Robert Byrae og virtist raunar hafa ákaflega lítið fyrir stórvirkinu? Já, þaö er von að gæflyndir menn séu hlessa á þessum ósköpum og kannski er það hreint ekki vitlaus- asta útskýringin sem gamli kaffi- húsarefurinn fitjaði upp á í gamni og aívöru eftir umferðina í gærkvöldi á Hótel Loftleiðum. „Jæja, þaraa sér maður nú afleiðingamar af þessum uppeldis- venjum nútímans,” sagði hann og reytti hlaunagleiður gráar yrjumar úr hökuskegginu, „æskan ber enga virðingu fyrir eldri kynslóðinni, eins og okkur var kennt í gamla daga og þess vegna teflir hún svona á móti okkur af fullkominni ófyrirleitni og bara malar okkur ef hana langar til! ” En allt var þetta nú sagt í léttum tón og í rauninni var bara eitt sem skyggði á sigurgleði landans í gær en það var sú staöreynd að baráttuskák Karls og Byrne fór ekki upp á sýningartafl f yrr en þeir Guðmundur og Balasjof höfðu haskað af sinni dauflegu málamyndaskák — þá, en ekki fyrr, fengu hinir skákþyrstu áhorfendur að líta augum þá snilld sem var aö fæöast meðal þeirra. Það er því miöur ekki nema hálf ánægja að sjá svona skák í þann mund er fárviðrið dynur yfir. Hinn ástríöufulli skákunnandi vill fá að sjá með eigin augum hvemig spenn- an hleöst upp í stöðunni frá fyrstu leikjum, magnast stööugt og verður að lokum óbærileg og brýst út með reiðarþrumum og eldglæringum — og svo dettur á dúnalogn aftur. Það sem vantar svo átakanlega i aðalsalinn eru fleiri sýningartöfl. Það þarf að f jölga þeim úr átta upp í fjórtán eöa sextan og það er létt verk og löðurmannlegt hverjum banghög- um manni að berja saman fáein slík bretti og þá er meiri von að hinir tryggu gestir Reykjavíkurmótsins fari ekki á mis við snilldina þegar hún birtist. Þetta er alls ekki sagt forvígis- mönnum mótsins til hnjóðs, nema síður væri, því að þeir hafa unnið frá- bært. og ómetanlegt undirbúnings- starf en þeim mun sárgrætilegri verður þessi ágalli sem heildaryfir- bragðiöerbetra. Jóhann Hjartarson gerði jafntefli við öldunginn Reshevsky eftir skrítna en spennandi viðureign. Hafði Jóhann hvítt og virtist fá rýmra tafl út úr byr juninni og dáh'tið frumkvæði en sá gamli seig á og náði vissum færum. En Jóhann er útfar- inn í fræðunum og hafði trúlega jafn- teflið innan seilingar allan tímann, enda varð sú raunin. Helgi Olafsson átti tvísýna skák og skemmtilega viö deFirmian en laut í lægra haldi. 4. umferö veröur tefld á laugardagkl. 14.00. -BH ÚRSLITÍ3.UMFERD I.. Alburt—H. Schiissler.........................................1—0 Helgi Ölafsson—N. deFirmian .....................................6—1 V. F. Zaltsman—T. Wedberg....................................1/2—1/2 Jóhann Hjartarson—S. Reshevsky...............................1/2—1/2 P. Cramling—P. Ostermayer....................................1/2—1/2 D. King—E. Geller............................................1/2—1/2 L. Christiansen—L. Shamkovich................................1/2—1/2 A. Ornstein—Jón L. Árnason.......................................0—1 C. Höi—L. Gutman.................................................1—0 Y. Balashov—Guftmundur Sigurjónsson..........................1/2—1/2 R. Byrne—Karl Þorsteins..........................................0—1 E. Lobron—Jonny Hector...........................................1—0 M. Chandler—H. Meyer.........................................1/2—1/2 Dan Hansson—Friftrik Olafsson....................................0—1 Ágúst Karisson—H. Rce............................................0—1 Róbert Harftarson—V. McCambridge.............................1/2—1/2 Magnús Sólmundarson—Margeir Pétursson........................1/2—1/2 M. Knezevic—Benedikt Jónasson................................1/2—1/2 L. Schneider—Pálmi Pétursson.....................................1—0 Haukur Angantýsson—Lárus Jóhannesson.............................0—1 Sævar Bjarnason—Haildór G. Einarsson.........................1/2—1/2 Leifur Jósteinsson—Benóný Benediktsson...........................1—0 Bragi Halldórsson—Elvar Guftmundsson.............................0—1 Þröstur Bergmann—Gordon Taylor...................................1—0 K. Burger—Björgvin Jónsson.......................................O—l Bragi Kristjánsson—Guftmundur Halldórsson....................1/2—1/2 Hilmar Karlsson—J. Nykopp.......................................Bift Haraldur Haraldsson—Ásgeir Árnason...........................1/2—1/2 Gylfi Þórhallsson—Kai Tielmann...................................0—1 Ándri Á. Grétarsson—Árnór Björnsson.............................Bift Biftskákum úr 2. umferft lauk þannig: deFirmian — Knezevic 1—0, Gutman — King 1/2—1/2, Margeir — Zaltsman 0—1, Jón L. — Sævar 1—0, Mayer — Hilmar 1—0, Lárus Jóhannesson — Nykopp 1—0, Björgvin — Leifur 1/2—1/2. Pia vann biftskák sina gegn Gylfa Þórhallssyni úr 1. umferft, en Sævar og Geller sömdu loksins jafntefli. Skák Braga Halldórssonar og Shamkovich lauk meft jafntefli. Eftir þrjár umferðir eru Alburt og deFirmian efstir meft 3 v., en Jón L., Jóhann, Reshevsky, Ostermayer, Pia, Höi og Zaltsman hafa 2,5 v. -BH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.