Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1984, Blaðsíða 7
7
Neytendur Neytendur
DV. FOSTUDAGUR17. FEBRUAR1381.
Aðstandendur hins nýja matreiðslu klúbbs. Frá vinstri: Jón Karlsson,
framkvæmdastjóri Veraldar, Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi, Skúli Han-
sen, ritstjóri bókanna, og Elsa Her mannsdóttir, ritstjóri fréttaklúbbs.
DV-mynd Loftur.
r Nýrmatreiðsluklúbbur.
Ahersla lögð
áhollanmatog
einfaldan í gerð
Nú nýlega var stofnaður sælkera-
klúbbur Veraldar. Klúbbur þessi er
sjálfstæður matreiðsluklúbbur í
tengslum við bókaklúbbinn Veröld. Nú
þegar þetta er skrifað hafa líklega all-
flestir Islendingar fengið heimsendan
auglýsingabækling þar sem greint er
frá tilgangi klúbbsins. Þeim sem ger-
ast áskrifendur innan tiu daga eftir að
þeim hefur borist þessi bæklingur er
boðið upp á tvær fyrstu matreiðslu-
bækurnar, sem gefnar hafa verið út, á
vildarkjörum. En fyrsti áfangi þessa
matreiðslubókaklúbbs er að gefa út
bókaflokk sem í eru 15 bækur. Bókafor-
lagið Vaka sér um útgáfu þessara bóka
sem samdar eru eftir sænskri fyrir-
mynd. Ritstjóri þessa bókaflokks er
Skúli Hansen og sér hann um að
prófa réttina og aðlaga þá íslenskum
aðstæðum. Rósa Jónsdóttir sér um
þýðinguna.
Þeir sem gerast félagar í þessum
klúbbi munu síðan fá sent sérstakt
fréttablað sem hlotið hefur nafnið Mat-
krókur. I hverju fréttablaði sem út
kemur á tveggja.til þriggja mánaða
fresti verður kynnt ný valbók.
Geta félagar afpantað þær innan
þriggja vikna ef þeir vilja ekki fá
bókina. I fréttablaðinu, sem er ritstýrt
af Elsu Hermannsdóttur, er gert ráð
fyrir að leiðbeiningar og ráð í sam-
bandi viö matargerð fylgi hverju sinni.
Þá er einnig gert ráð fyrir því að hald-
in verði námskeið í matreiðslu og mun
Skúli Hansen matreiðslumaöur
leiöbeina þar.
Að sögn forráðamanna klúbbsins er
Verð í hinum búðunum var borið
saman beint á þeim 20 tegundum sem
auðkenndar eru með punkti í töflunni
sem hér fylgir. Miðað var viö ákveðiö
vörumerki á öllum pakkavörum nema
hveiti (ýmist Piilsbury Best eða Robin
Hood) og tdrexi (ýmsar tegundir). Rát
er aö taka fram að þessi vörumerki eru
ekki alltaf þau ódýrustu.
Samanlagt verð á 29 vörutegundum
var ódýrast í Hagkaupi eða 1.358,20
krónur og aðeins hærra hjá KEA, Hrisa-
lundi, eða 1.387,80 krónur. Ensamanlagt
verð á 20 tegundum var aðeins lægra
hjá KEA, Hrísalundi, 919,75 kr. en í Hag-
kaupum, 927,50 kr. Hæsta verð saman-
lagt á 20 vörutegundum var 1.060,55 hjá
KSÞ, Svalbarðseyri.
Þegar við lítum nánar á þessar
niðurstöður sjáum við aö eggjakílóið er
ódýrast á 98 krónur en dýrast á 115,20 kr
eða um 17% munur á verðl Og þegar lit- ‘
ið er á að líklega er lægsta verð á kílói af
eggjum í Reykjavflc 89 krónur um þess-
ar mundir þá er kaminn 30% verð-
mismunur.
Verðmunur á kjúklingum og nauta-
hakki er einnig athyglisveröur í þessari
könnun NAN.
-ÞG
markmiðið með útgáfu þessa bóka-
flokks að vera með uppskriftir sem er
á hvers manns færi að útbúa. Lögð er
áhersla á hina léttu línu í matargerð og
aö hún sé einföld. Þá er einnig lögð
áhersla á hollustu matarins og að hann
haldi sínum upphaflegu gæðum í mat-
argerðinni.
Matreiðslubækur þessar eru nýjar af
nálinni og í Svíþjóð hafa nú einungis
komið út 8 af 15 bókum. Innihald þeirra
er m.a. samið með hliðsjón af víðtækri
könnun er gerð var í Svíþjóð um hvað
fólk vildi helst hafa í slíkum bókum.
Tvær bækur eru þegar komnar út á ís-
lensku: Ódýrt og gott, sem eru fjöl-
margar ódýrar og handhægar upp-
skriftir aö smáréttum og Matbrauö af
bestu gerð, sem hefur að geyma marg-
víslegar uppskriftir að ýmsu brauð-
meti.
Hverri uppskrift fylgja upplýsingar
um hversu langan tíma tekur að gera
matinn, hversu mikil orka er í honum
og einnig hversu auðvelt eða erfitt er
að gera hann. Orkan er gefin upp í
mismörgum stjörnum eftir því hversu
mikil orkan er. Hversu vandasamt er
að gera réttina er gefið upp í bók-
stöfum og L þýðir létt.M í meðallagi og
E erfitt. Þá er einnig gefið upp fyrir
hvað marga rétturinn er áætlaður.
Júlíu-fiskgratin
L (létt) Tími: 40mín.
4 skammtar
fiskflök 400 g
hvítkál 1 sneið
(um200g)
laukur 1 stk.
gulrót 1 stk.
vatn
salt,
pipar
smjör/
smjörlíki 2 msk.
\ bernaise-
sósa
(duft) lpakki
(rifinn
ostur)
i (söxuð
|steinselja)
Skerið fiskinn niður í um 2 cm
þykkar sneiöar. Snyrtið hvítkál, lauk
og gulrót. Saxið allt saman mjög smátt
(bitarnir eiga ekki að vera gildari en
tannstönglar). Steikið grænmetið í
feitinni, það á ekki að taka lit. Leggið
það í smurt, ofnfast form. Utbúið holu í
miðjuna og leggið fiskinn þar í. Saltiö
og piprið. Bakið allt saman undir loki í
200° heitum ofni þar til fiskurinn hefur
náð að hvítna í gegn.
Lagið sósuna skv. leiðbeiningum á
pakkanum. Hellið henni yfir fiskinn og
:berið réttinn frám strax. Einnig er
'hægt að strá osti yfir, gratinera hann,
strá steinselju yfir og bera síðan fram.
-APH.
Laugavegi 67,® 12211
Aðeins
1 dagur
eftir.
ÚTSALAN
stendur
sem
hæst.
AHt að
75%
afsláttur.
EV- SALURINN
Á 3. HÆÐ í FIATHÚSINU
800 FERMETRA SÝNINGARSALUR
NOTAÐIR BÍLAR
E-V SÉRKJÖR
VIÐ LÁNUM í 3,6,9 EÐA
JAFNVEL12 MÁNUÐI
VIÐ BJÓÐUM EINNIG
ÓDÝRA BÍLA
ÁN ÚTBORGUNAR
SÍFELLD BÍLASALA - SÍFELLD ÞJÓNUSTA
notoðir bílor
] í eigu umbodssins
VILHJÁLMSSON HF
Smiðjuvegi 4c — Kópavogi — Sími 79944