Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1984, Blaðsíða 8
8 DV. PÖSTOIMGUR 17: FEBROBR19BÍ' n Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Hollywood sér helst breska leikara til óskarsverðlauna Kvikmyndin The Big Chill er meðal þeirra sem tilnefnd er til óskarsverðlauna sem besta mynd 1983. Sést hér eitt atriði úr myndinni, sem f jallar um endur- fundi gamalla skólafélaga. Kvikmyndin Terms of Endearment útnefnd til 11 óskarsverðlauna Kvikmyndin Terms of Endearment sem hlotiö hefur met- aösókn í Bandaríkjunum, hefur fengiö 11 útnefningar til óskars- verölauna. Tvær leikkonur í mynd- inni, Shirley MaeLaine og Debra Winger, hafa báöar verið útnefndar til verölauna sem bestu leikkonur. MacLaine, sem aldrei hefur hiotiö óskarsverölaunin þótt stungið hafi verið upp á henni fjórum sinnum áöur, fer meö hlutverk móöur í myndinni. Winger leikur dótturina og gengur á ýmsu í sambúö þeirra. Af fimm uppástungum um besta leikarannerufjórirbreskir: Michael Caine (fyrir Educating Rita), Tom Cont (fyrir Reuben, Reuben) og Tom Courtenay og Albert Finney (fyrir The Dresser). — Eini bandaríski leikarinn sem útnefndur er til verðlauna sem besti karlleikarinn er Robert Duvall (fyrir Tender Mercies). Kvikmyndin The Right Stuff, um fyrstu geimfara Bandaríkjanna, fékk átta útnefningar. Sænska myndin Fanny og Alexander, sem Ingmar Bergman stjórnaöi, fékk sex. Þær kvikmyndir sem stungiö er upp á til verðlauna sem besta kvik- myndin eru The Big Chill, sem fjallar um endurfundi gamalla skóla- félaga, The Dresser, sem snýst um samskipti Shakespeare-leikara og föröunarmeistara hans, The Right Stuff, Tender Mercies og Terms of Endearment. Michael Caine i myndinni Educating Rita. Til verölauna fyrir túlkun á bestu aukahlutverkum er stungiö upp á Jack Nicholson, sem leikur aldraöan geimfara í Terms of Endearment og John Lithgow, sem leikur einnig í sömu mynd. Leikstjóri Terms of Endearment, James L. Brooks, er útnefndur til verölauna sem besti leikstjórinn. Julie Walters, mótleikari Michaels Caines í Educating Rita er útnefnd sem besta leikkonan og eins Jane Alexander (fyrir Testament) og Meryl Streep (fyrir Silkwood) en hún hefur þegar hlotiö tvenn óskars- verölaun. — Kvikmyndin Silkwood hefur vakiö mikið umtal, en hún fjallar um iönverkakonu sem oröiö hefur fyrir geislaeitrun. Charles During er útnefndur til verölauna fyrir besta aukaleik (í myndinni To be or not to be). Sam Shepard (fýrir The Right Stuff) og Rip Tom (fyrir Cross Creek). Söngkonan Cher fær meömæli til verölauna fyrir aukahlutverk vegna túlkunarinnar á lesbískum her- bergisnaut Meryl Streep í myndinni Silkwood. Aðrar eru Glenn Close (fyrir The Big Chill), Linda Hunt, Alfre Woodard og Amy Irving (fyrir Yentl). Kvikmyndin Yentl fær fimm út- nefningar en Barbra Streisand, sem framleiddi myndina, leikstýröi henni og lék í henni stúlku, er dulbýr sig sem pilt til þess aö nema gyðinga- fræöi, fær enga útnefningu sjálf. Ásamt James Brooks eru tilnefndir sem bestu leikstjórar Ingmar Bergman fyrir Fanny og Alexander, Peter Yates fyrir The Dresser, Mike Nichols fyrir Silkwood og Brace Beresford fyrir Tender Mercies. Bestu útlendu myndirnar, sem stungiö er upp á til verölauna eru Carmen frá Spáni, Entre Nous frá Frakklandi, Fanny og Alexander, Jobs Revolt frá Ungverjalandi og Le Bal frá Alsír. Endanlegt val kvikmyndaaka- demíunnar verður kunngert með pompi og pragt í beinni sjórívarpsút- sendingu9.apríl. Shakespeareleikarinn og förðunarmeistari hans, Albert Finney og Tom Courtenay, báðir tilnefndir til verðlauna sem bestu karlleikarar vegna hlut- verka sinna í sömu mynd. Jack Nicholson og Shirley MacLaine í einu atriða myndarinnar Terms of Endearment sem hlaut langflestar tilnefningar. ■V . p. WIWWI 11.11 11------------------------- ----- Ofstækiö leynir sér ekki í svip fylgismanna Khomeinis æðstaprests, sem hér á myndinni margséra í Teheran áður en þeir fara á vígstöðvarnar gegn Irökum. BARIST Á LANDI, í LOFTIOG A SJÓ VIÐ PERSAFLÓANN Iranir og Irakar státa báöir af mörgum sigrum eftir síöustu orra- hríöina í Persaflóastríöinu en í gær var barist jafnt á landi, sjó og í lofti. Þessi rimma hefur nú staðið í rúma viku og er meö lengri lotunum upp á síökastið. Iran segir að Irakar hafi veriö flæmdir burt af svæöinu milli landa- mærabæjanna Mehran og Dehloran og um leiö hafi Iransher náö á sitt vald innan Iraks hæðum sem gnæfa yfir mikilvægar biröaflutningaleiöir Iraka. I þessum fréttum er sagt aö hrundið hafi veriö sex gagnáhiaupum Iraka, þúsund Irakar felldir eða særðir og ein herþota Iraks skotin niður. I Irak er hins vegar sagt aö sókn Irana, sem hófst á miönætti á miö- vikudag, hafi verið hrundið og að her Iraks ræki nú flóttann. Státa Irakar af því aö þeir haldi uppi hafnbanni á hafnir Irans viö mynni Persaflóans. Sagt er að sjö fallbyssubátar Irans hafi verið skotnir í kaf. Utanríkisráðherra Irans hefur ítrekaö fyrri hótanir um að loka Hermuz-sundi, ef þeim þykir þörf á, til að verja olíustöðvar sínar viö Persaflóann. Vörubflar í löng- um biðröðum sunnan Alpanna Hundruö vörubílstjóra mynda lang- ar biöraöir Frakklands- og Italiumegin viö Mont Blanc- og Frejus jarögöngin í ölpunum vegna þess að tollþjónar fara sér viljandi hægt við störf sín í mót- mælaaðgerðum vegna vinnuaöstöðu. 850 vörubílar bíöa Frakklands- megin viö Mont Blanc-jarðgöngin og aörir 650 bílar Italíumegin . — En sunnar, við Frejusjarögöngin, bíöa 500 þungaflutningabílar Frakklandsmegin á meöan rööin Italiumegin teygir sig 80 km í áttina til Rivoli. Vörubílstjórarnir eru í þann veginn að missa þoUnmæðina og hóta aö stífla Mont Blanc-göngin ef ekki kemst skriður á afgreiösluna. Vörubílstjóra- félag Frakka hefur sett stjóminni úr- slitakosti. Ef hún ekki grípur inn í máliö til aö liðka fyrir umferöinni munu vörubílstjórar loka fyrir alla umferð um göngin fram á mánudag. Frönsku tollþjónarnir krefjast betri vinnuaöstöðu, en þeir ítölsku hærri launa fyrir yfirvinnu. Útlönd Útlönd Myndaðifórnar- lambsittf dauðateygjunum Hæstiréttur í S-Kóreu staöfesti í gær dauöadóm yfir ljósmyndara sem eitrað haföi fyrir ástkonu sinni og festi síðan helstríö hennar á filmu. Hinn 42 ára gamli ljósmyndari var félagi í samtökum listrænna ljósmyndara. Gaf hann hjákonu sinni inn eitur til að hindra að hún ljóstraði upp um samband þeirra viö eiginkonu hans og einnig til aö mynda dauðastríöiö. Ljósmyndimar voru lagðar fram sem gögn í réttinum. Sýndu þær hina 24 ára gömlu stúlku kveljast í hægum dauðdaga, á meöan ljósmyndarinn festi allt rækilega á filmu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.