Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1984, Blaðsíða 11
DV. •FOSTOEftGUR'l?. FEBRLfAR 1964.'
11 -
Hvers vegna þarf Arnarflug ríkisábyrgð?
— Það hefur verið umtalsvert tap
á félaginu tvö sl. ár en hingað tQ hef-
ur ykkar viðskiptabanki, samvinnu-
bankinn, útvegað ykkur rekstrarlán.
En nú farið þið fram á ríkisábyrgð
fyrir láni upp á 1,5 milljónir dollara.
Vill bankinn ekki lengur lána ykkur
og hefur ekki komið til tals að hlut-
hafar ykju hlutafé vegna erfiðrar
stöðu?
— Það sem við erum að tala um með
þessari ríkisábyrgð er að fá lán til
langs tíma, allt að fimm árum. And-
virðið ætlum við að nota til að greiða
öll okkar stuttu lán, vanskilaskuldir
og lausaskuldir okkar. Löng lán eru
ekki fáanleg beint fyrir fyrirtæki
eins og Arnarflug og því förum við
fram á ríkisábyrgð. Aukning
hlutafjár hefur ekki verið rædd.
— Nú sýnist af veðbókavottorðum
að vélarnar fjórar séu veðsettar
fyrir hærri upphæð en sem nemur
andvirði þeirra sem mér er tjáð að sé
um 1,5 milljón dollara. Hvernig ætlið
þið að gefa veð fyrir ríkisábyrgð-
inni?
— Að meta flugvélar er flókið mál.
Þar kemur t.d. til ástand þeirra og á
hvemig kjörum þær eru seldar. Við
höfum nú tilboð í tvær vélar sem
bæði eru mun hærri en tölumar þínar
og við seldum Otter í fyrra fyrir mun
hærra verð en þú metur og sá Otter,
sem við eigum enn, er ári yngri og
mun betur búinn tækjum. Mat þitt á
Cessnunni er nokkuð nærri lagi.
Hvort við eigum fyrir veðum fer
eftir matsverði eigna og hvaða veð-
kröfur hið opinbera gerir. Þaö liggur
ekki enn fyrir í þessu tilviki.
— Af gögnum þeim sem borist
hafa með umsókn ykkar sýnist að
félagið hafi tapað i fyrra vegna
kaupa á eigum íscargo, tapað á inn-
anlandsflugi, millilandaflugi og jafn-
vel leiguflugi i Líbýu, sem félagið
græddi þó á í hittiðfyrra. Teljið þið
samt eðlilegt að fara fram á ríkis-
ábyrgð?
— Milliuppgjör einstakra þátta frá í.
fyrra liggur ekki fyrir. Við höfum af-
hent hinu opinbera öll þau gjöld sem
það hefur farið fram á en ég kannast
ekki við að í þeim sé að finna bráða-
birgöauppgjör frá í fyrra. Eg vil ekki
tjá mig um tap á einstaka þáttum, en
það kæmi mér mjög á óvart ef það
hefur verið tap á Líbýufluginu í fyrra.
Ég ber ekki á móti tapi á innanlands-
flugi, ég geri ráð fyrir að það hafi
verið tap á Amsterdamfluginu
(millilandafluginu). Það liggur ljóst
fyrir aö það hefur orðið tap vegna
kaupa á Iscargóeignunum bæði ’82
og ’83. Þaö eru fyrst og fremst mikl-
ar vaxtargreiöslur og mjög hraðar
afskriftir. Þær voru afskrifaðar um
33 prósent á ári. Electra vélin frá
Iscargo seldist á verði sem var um-
fram bókfært verð eins og það var
þegar hún var seld en þá var búið að
afskrifa vélina mjög hratt niður.
Agnar Friðriksson, forstjóri
Arnarflugs er 38 ára, viðskipta-
fræðingur að mennt og býr að
Þrastarlundi 14 í Garðabæ. Þar
er hann bæjarstjórnarmaður
fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins.
Áður en Agnar tók við for-
stjórastöðu Amarflugs, var
hann fjármálastjóri Heklu hf.
Agnar er kvæntur Ing-
unni Hjalta dóttur og eiga
þau tvö böm.
ferðir hafa alis ekki betri kjör hjá
okkur en aörar ferðaskrifstofur.
Þessar fullyröingar hafa heyrst
áöur en þetta er alrangt og ég full-
yrði að það sem Samvinnuferðir
borga okkur fyrir sæti til Amster-
dam er mun meira en Samvinnuferð-
ir borga fyrir sæti til Kaupmanna-
hafnar með Flugleiðum, sem er jafn-
löng leið.
— Þú veist að þessi orðrómur er
sprottinn af því að þegar Arnarflug
yfirtók íscargo í nánast gjaldþrota
stöðu í samgönguráðherratíð Stein-
gríms Hermannssonar, flokksbróður
Kristins Finnbogasonar, þáverandi
forstjóra íscargo, fékk Arnarflug
skyndilega leyfi til reglubundins
millilandaflugs. Og þú veist líka að
Steingrímur Hermannsson var
fyrstur ráðherra til að lýsa því yfir
að hann teldi eðlilegt að Arnarflug
fengi ríkisábyrgð nú.
— Eg var ekki héma hjá Arnarflugi
þegar Arnarf lug keypti Iscargo og ég
var ekki hér þegar Amarflug fékk
áætlanaleyfið þannig aö ég hef ekk-
ert um þetta að segja og veit ekkert
frekar um þetta en þú. Eg hef ekki
einu sinni spurt um þetta og kæri mig
ekkert um aö vita hver er forsagan,
ég vil bara hugsa fram á við. Eg hef
heyrt þá fullyrðingu áður að ástæða
tapsins hjá Arnarflugi sé sú að Sam-
vinnuferðir njóti einhverra vildar-
kjara en þetta er rangt.
Varðandi afstöðu Steingríms þá er
hann fullfær um að styöja sín sjónar-
mið. En ég er þeirrar skoðunar, og
vona að fleiri séu það, að þetta sé
spurningin um það hvort hér eigi að
vera eitt flugfélag eða tvö eða
kannske fleiri. Spumingin er sú
hvort með því að vera með eitt flug-
félag sé hér eðlileg verðmyndun. Eg
held að hver maður sjái að með eitt
flugfélag verði ekki eðlileg verð-
myndun á markaðnum sem þýði að
Varðandi Líbýuflugið þá er ákveð-
inn ágreiningur á milli Amarflugs og
Libian Arab Airlines sem nemur 200
til 250 þúsund dollurum. Þeir ábyrgj-
ast greiðslur á ákveðnum tímafjölda
á mánuði. Vélin fer í skoðun fjórum
sinnum á ári og þaö er spurning um
þessa tíu daga sem vélin er í skoðun
hverju sinni hvort þeir eiga aö drag-
ast frá þessum garanteruðu tímum
eða ekki.
— Setjum svo að niðurstaðan
verði að þeir eigi aö dragast frá, er
þá orðið tap á þessu flugi lika?
— Þá vil ég hvorki fullyrða að það
verði tap eða hagnaður. Staðan sú að
frá áramótum framlengja þeir
samninginn aðeins til eins
mánaðarí senn svo framtíö
þessaflugseróljós. (
— Getur verið að þið hættið innan-
landsfluginu í sumar í ljósi mikils
tapreksturs á því?
— Eg vænti þess ekki. Eg býst viö að
viö getum náð svo aukinni hag-
kvæmni í rekstrinum aö við getum
haldið því áfram og að því beinist
okkar vinna í dag. Við erum að skoöa
mjög rækilega þrjá þætti þessa
reksturs. Þaö er í fyrsta lagi viö-
haldsþátturinn, sem þegar er meira
og minna frágenginn í tillöguformi. I
öðru lagi afgreiðslukostnaöurinn.
Það mál er ekki algerlega fullfrá-
gengið. Það er eftir að ræða frekar
viö Flugleiðamenn um þeirra verð og
fyrirkomulag á afgreiðslunni. Þriðji
þátturinn er flugvélakosturinn og
það er kannske erfiðasta dæmið. Það
er ljóst að okkar óhagstæðasta vél í
dag er Twin Otter vélin en ef hún er
ekki í rekstri er mjög erfitt að halda
uppi flugi t.d. til Súgandafjarðar og
Siglufjarðar og flugi yfirleitt lang-
tímum saman yfir vetrarmánuðina
vegna þess að hún notar stuttar flug-
brautir, er góð í snjó og klifrar bratt.
Það er langtímaáætlun að breyta
tapi í hagnað í innanlandsfluginu.
— En hvað með Amsterdamflugið
í ljósi þess að ferðamönnum frá Sviss
og Hollandi hefur fækkað talsvert frá
síðasta ári?
— Það bendir allt til þess aö við
verðum með miklu betri afkomu á
millilandafluginu í ár en í fyrra. Vél-
in sem við erum að taka í notkun fyr-
ir þetta flug er ódýrari en sú sem við
höfum notað. Viö höfum lagt í mikinn
kynningar- og markaðskostnað sem
er nú að fara að skila árangri bæði
hér heima og erlendis. Undirtektir
ferðaskrifstofa bæði í Þýskalandi og
Sviss eru miklu betri heldur en voru í
fyrra og mun fleiri skrifstofur bjóða
núupp á Islandsferðir ení fyrra.
— Er það ekki vegna undirboða
félagsins í áður gerða samninga við
aðra?
— Nei, það er algerlega rangt. Það er
þá án minnar vitundar. Arið í ár
veröur annað heila árið sem viö
verðum í millilandaflugi og því var
ÍL ÍCtLh A/H
£«••••••••
spáð í upphafi að þaö tæki tvö til þrjú
ár aö komast upp í núllið. Við erum
að sjá í dag miklu fleiri farþega en
við nokkrum sinnum spáðum. Far-
þegaaukningin í janúar er tæp 50
prósent og í febrúar verður nálega
100 prósent aukning miðað við sömu
mánuði í fyrra auk þess sem fraktin
hefur miklu meira en tvöfaldast.
Með hóflegri bjartsýni gerum við ráð
fy rir 600 til 700 farþega aukningu y fir
sumarmánuðina, einkum frá Þýska-
landi og Sviss.
Viö höfum skorið niöur kostnað,
sérstaklega í markaðsdeild og á
skrifstofunum. Með þessum aðgerð-
um og þessari þróun ætlum við að
koma þessu flugi a.m.k. upp á núlliö.
Rétt er aö bæta því við að vegna
markaðsástæðna hér heima, sem við
réðum ekki við í fyrra, varð minna
um sólarlandaferðir en ráð hafði
verið gert fyrir.
— Tvö samvinnufyrirtæki eiga lið-
lega 16 prósent hlutafjár i Arnar-
flugi, Samvinnubankinn er við-
skiptabanki félagsins og einn stærsti
viðskiptavinurinn er Samvinnuferð-
ir-Landsýn, sem hefur skilað góðum
hagnaði þau tvö ár sem þið hafið
m.a. verið að fljúga fyrir þær með
tapi. Eru þetta bara ekki peningatil-
færslur innan þessa framsóknarþrí-
eykis og svo er óskað eftir ríkis-
ábyrgð fyrir Amarflug svo skatt-
borgaramir borgi brúsann ef félagið
verður gjaldþrota?
— Þetta er alrangt. Ég bendi á aö
Flugleiðir eiga 40 prósent hlutafjár,
starfsfólk Arnarflugs 23,7 prósent og
aörir aðilar 20,3 prósent. Eg vil einn-
ig benda á aö Samvinnuferðir Land-
sýn hafa verið í fararbroddi
íslenskra feröaskrifstofa aö byggja
upp Holland og þar eigum viö stóran
hluta að máli. Þar fara hagsmunir
okkar saman. Þaö er sama hvað
ferðaskrifstofan heitir og Samvinnu-
flugfargjöld muni hækka. Tak-
mörkuð samkeppni er af hinu góða
en mér er hins vegar alveg ljóst að
það er enginn skynsemi í að vera
meö samkeppni ef báðir aðilar tapa.
Sú staða var kominn upp þegar
Flugfélagið og Loftleiðir sameinuð-
ust. Flugleiðir eru aö rétta út kútn-
um, sem betur fer, og ég geri mér
vonir um að Arnarflug muni hagnast
áþessuári.
— Hvað skeður ef þið fáið ekki
ríkisábyrgð fyrir þessu láni sem ykk-
ur vantarnú?
— Afkoma fyrri ára verður ekki bætt
með nýjum lántökum, hins vegar
geta lán eins og þama er verið að
tala um, til allt að fimm ára, skapað
fyrirtækinu miklu meira svigrúm til
þess aö breyta tapinu yfir í hagnað.
Það eru mörg fordæmi fyrir því hér-
lendis að ríkið hafi aðstoðað við slíkt
og við emm ekki að fara fram á neitt
sérstakt sem ekki hefur verið gert
áður.
— Er Amarflug farið á hausinn ef
það fær ekki þessa ábyrgð?
— Nei, ég er f ullviss um að við höf-
um það af án þessa en hins vegar
verður það miklu erfiðara og það
mun taka mun lengri tíma aö ná
félaginu á strik en með láninu. En ef
þessi ábyrgö fæst ekki verðum við að
hætta t.d. innanlandsflugi á morgun.
Við verðiun þá að skera niður allan
taprekstur og hætta honum strax.
Við höfum engan tíma til aö breyta
tapi yfir í hagnað með langtíma-
áætlunum.
— Myndu aðrir vilja taka að sér
þær innanlandsleiðir, sem þið hafið
eða legðist flug á ýmsa staði af ef þið
hættuð?
— Ef þeir eru til sem vilja fara að
fljúga reglubundið á t.d. Hólmavík
og Gjögur þá gerið svo vel og gefið
ykkur fram.
-GS.
í Á' / 1 S if
„Verðum að hætta
innanlandsfluginu á
morgun ef ríkisábyrgð
fæst ekki núna”
— segir f orst jóri Arnarf lugs í DV yf irheyrslu
um stöðu Arnarf lugs og um
framtíð fyrirtækisins