Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1984, Blaðsíða 16
íé1 Spurningin Fylgist þú með vetrar- ólympíuleikunum? Sigríður Sigurðardóttir: Ekki geri ég það nú mikið en eitthvað aðeins. Eg hef mest gaman af skautadansi og slíku. Ebba Sturludóttir: Bara með skíða- göngunni, ég þekki nefnilega íslenskan keppanda. Mér finnst þeir hafa staðið sig með prýöi. En ég hef bara áhuga á skíðagöngu. Stefanía Guðmundsdóttir: Nei, bara smávegis. Aðallega með skíöa- og skautaíþróttum. Eg fer stundum sjálf á skíði og hef mikið gaman af því. Helgi Björnsson: Nei, ég fylgist ekki með þeim. Eg hef ekki tækifæri til þess, hef ekki sjónvarp. En ég fylgdist meö þeim þegar þeir voru í Lake Placid og hafði gaman af. Ámundi Steinar Ámundason: Já, svolítið. Eg hef mest gaman af skíðum, ég er sjálfur að æfa á skíðum. Eg stefni á að komast á ólympíuleikana þegar þar að kemur. Eg er nú nokkuö góöur en ég er samt betriífótbolta. Sigríður Brynjólfsdóttir: Nei, ég hef ekki áhuga á þeim. Hef ekki einu sinni áhuga á skautadansi. Eg hef ekki tíma til aö horfa á sjónvarp. ÍÖJJTiítt.Va ~ UAR1984. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur LAUSN FUNDIN Á EFNAHAGSVANDANUM? Hafnarfjarðarbær: Reynir að hjálpa öryrkjum Andrea Þórðardóttir hringdi: Vegna lesendabréfs, sem birtist í DV þar sem sagt var að Hafnfirðingar meö skerta starfsorku gætu ekki fengiö störf við sitt hæfi í bænum, þá langar mig til aö koma eftirfarandi á fram- færi: Hafnarfjarðarbær, eins og önnur bæjar- og sveitarfélög, fer eftir lögum, en samkvæmt 16. grein endurhæfing- arlaga, þá eiga öryrkjar rétt á, að öðru jöfnu, vinnu hjá ríki og sveitar- félögum. Þessum lögum hefur verið fylgt eftir af fremsta megni í Hafnarfirði og reynt hefur verið að útvega öryrkjum vinnu viö sitt hæfi. Það er engum greiði gerður með því að útvega öryrkja starf sem hann gæti svo ekki ráðið við, allra síst honum sjálfum. Það mál sem fjallað er um í áður- nefndu lesendabréfi er ekki rétt. Um sókn öryrkjans hefur ekki verið hafn- að, aðeins er verið að athuga hvort um- rætt starf hentar viökomandi. Tala þarf við lækna viðkomandi og athuga fleiri þætti. Hafnarfjarðarbær hefur eins og önnur sveitar- og bæjarfélög reynt að styöja við bakið á þessu fólki. Það er því ekki rétt að öryrkjar í Hafnarfirði búi við önnur réttindi en örykrjar annars staðar. isima 86611 milli kl.13 H.G. skrifar: Eg heyrði fyrir stuttu að við Is- lendingar ættum hvað mestu fram- tíðarmöguleikana á pappírnum, alla- vega hvað álarækt varðar. Og ég heyrði líka að við gætum yfirtekið markað Hollendinga meö blóma- rækt. Það er að segja ef við myndum drífa okkur í það með krafti. Krafti sem mundi endurspegla vilja þjóðarinnar í aö efla atvinnulífiö hér á landi. En þjóðfélag okkar gerir ekkert annað en að monta sig og sperra stél og heldur að það geti lifað á sjávarút- vegi, smáiðnaði og örlitlu af stóriðju einu saman. Um leið sveltur hluti þjóðfélagsins og réttir fram hönd til félagsmálastofnunar, annar hluti rífur kjaft og biður um allverulega kauphækkun frá einum af risum viðskiptaheimsins. Aðrir þjóðfélags- hópar þrýsta á, sníkja eða einfald- lega halda kjafti. Þögnin einkennir risastóran hóp þjóöfélagsins, sem bíður eftir kraftaverkagoti fiskstofn- anna. • ' Sú staðreynd að viö tölum um hag- kvæma framtíðarmöguleika virðist alltaf loða við Islendinga, en við gerum aldrei neitt. En á meðan étur tímans tönn upp möguleikana og skilur eftir nokkrar skýrslur um hag- kvæmni og góða möguleika. Frekja, óþolinmæði, áfergja, eigin- girni, tillitsleysi og blekking, sem i&itgnanir ^niuayuiiyuixafjfjar uiiuiruua zuy lyrir nvfjfjiii. MISSTUM VIÐ AF GULL- VERÐLAUNUMISARAJEVO? Fyrrverandi leigubilstjóri skrifar: Að undanförnu hefur hver „gull- penninn” á fætur öörum skrifað á lesendasíöum dagblaðanna um hvað sé vont veður bg hvaö sé ekki vont veður í Reykjavík. Ekki ætla ég að karpa við þessa sérfræðinga um það. Mér fannst veðrið sem þeir eru aö þrasa um alveg vera nógu vont, en hef því miður engan mælikvarða á hvað það getur oröið vont úti á landi. I DV þann 14. febrúar sl. var enn eitt af þessum bréfum „gullpenn- anna”. Var þaö frá manni sem búið hafði á Vestfjörðum í 10 ár en í Reykjavík sl. 3 ár og unnið þar við leigubilaakstur. Hefur hann sjálf- sagt flúiö á mölina fyrir sunnan til að losna við vonda veðrið á Vestf jörðun- um. I bréfinu segist hann hafa labbað frá Hlemmi upp í Breiðholt — eða 10 til 12 km leið — á dögunum, á 40 til 50 mínútum. Sé það ekki í fyrsta sinn sem hann gerir það. Undrar þá kannski engan að vont sé að fá leigu- bíla þegar eitthvað er að veðri hér ef fleiri úr hans stétt gera þetta. Leigubílstjórar hafa til þessa verið taldir ein fótfúnasta stétt landsins og efa ég því stórlega þessa tímatöku hjá blessuðum manninum. Hann segist hafa gengiö þessa vegalengd í snjókomu og skafrenningi á 40 til 50 mínútum. Ef svo er hefur Olympíu- nefnd Islands valið ranga menn til keppni á Vetrarleikunum í Sarajevo. Maður sem gengur þessa vegalengd á venjulegum skóm hefði örugglega fært okkur Islendingum heim gullverðlaun af leikunum ef hann hefði fengið skíði undir fæturna og gengið á þeim á braut. Okkar besti skíðagöngumaður á leikunum, Einar Olafsson, sem meira að segja er Vest- firðingur, varð í 49. sæti í 15 km göngu (á braut) og gekk vegalengd- ina á um 47 mínútum. Er því nema von að maður spyrji sjálfan sig eftir svona lestur, hvað hefði þá leigubíl- stjórinn gangandi gert þar? virðist einkenna okkur Islendinga, gæti orðið til þess að fella núverandi ríkisstjórn. Og vegna skulda gæti ástandið orðið þannig að Island yrði ekki lengur til en yrði aðeins 51. stjarnan í fána. Islendingar þurfa alltaf að kenna hver öðrum um þaö sem illa fer. Utlitið er svart, en kannski fær Is- land spark í afturendann áður en það steypist í hyldýpiö. Eg spyr hvað sé til ráða. Ríkisstjórnin er rétt búin að ráða bót á einum vandanum, en örlítill vandi gæti eyðilagt allt saman. Hvers vegna ekki aö snúa sér aö álarækt, fá fyrirtæki á Islandi til að fjárfesta í uppbyggingarstarfi, sem seinna gæti skilað arði og komið þjóðfélaginu til góða í alla staði? Það hljóta að vera ógrynni af arð- vænlegum verkefnum fyrir íslenska þjóðfélagið og fyrirtæki á Islandi sem hægt er að græða á. Hvers vegna ekki að taka höndum saman og fara út í álarækt, krabbarækt eöa eitthvað annað, þaö hljóta aö vera »óteljandi áhugaverð verkefni fyrir okkuraövinna. En svona í lokin þá vildi ég segja það sem ég ætlaði alltaf að segja, en það er einfaldlega það að það er staöreynd að skipulagsleysi virðist einkenna íslenska þjóðfélagið, eða er það ekki rétt? Er framtið íslendinga fóigin i ála- og krabbarækt? Þeirri spurningu veltir H.G. fyrir sór og segir það ekki nógu gott að œtla eingöngu að lifa á sjávarútvegi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.