Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1984, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1984, Blaðsíða 35
DV. FOS'IUm'GUÍR lV.FEERUAROðBl 1 \ ir| Föstudagur 17. febrúar 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 „Klettarolr hjá Brighton” eltir Graham Greene Haukur Sigurðs- son les þýðingu sína (3). 14.30 Miðdegistónleikar. 14.45 Nýtt undlr nálinni. Hildur Eiríksdóttir kynnir nýútkomnar hljómplötur. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar: Fiðlutónlist eftir Niceolo Paganini. Salvatore Accardo og Fílharmóníusveit Lundúna leika „I Palpiti” og Fiðlukonsert nr. 4 í d-moll; CharlesDutoitstj. 17.10 Síðdegisvakan. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Viðstokkinn. Stjórnandi: Heið- dís Norðfjörð (RUVAK). 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. 21.10 Páll Isólfsson leikur eigin orgelverk. a. Chaeonna í dórískri tóntegund um upphafsstef Þoriákstíða. b. Inngangur og passacaglía í f-moll. 21.40 Fósturlandsins Freyja. Umsjón: Höskuldur Skagfjörð. Lesari með honum: Guðrún Þór. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Djassþáttur. Umsjónarmaður: Gerard Chinotti. Kynnnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.15 Kvöldgestir — þáttur Jónasar Jónassonar. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá RÁS 2 hefst meö veðurfregnum kl. 01.00 til kl. 03.00. Rás 2 - 10—12 Morgunþátturinn í umsjá Páls Þorsteinssonar, Asgeirs Tómassonar og Jóns Olafssonar. 14—16 Pósthólfið. Valdís og Hró- bjartur sjá um þáttinn. 16—18 Helgin fram undan. Jóhanna Harðardóttir við símann og hljóðnemann. 23.15—03.00 Næturútvarp. Umsjónarmaður Olafur Þórðarson. LAUGARDAGUR 18. febrúar 24.00—03.00 Listapopp og næturút- varp. Umsjónarmenn Gunnar Salvarsson og Kristín Björg Þor- steinsdóttir. Sjónvarp Föstudagur 17. febrúar 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingarogdagskrá. 20.40 Á döfinui. Umsjónarmaöur. Kari Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.50 Glæður. Um dægurtónlist síð- ustu áratuga. Lokaþáttur — Brautryðjendur. Hrafn Pálsson spjallar við Aage Lorange, Poul Bemburg og Þorvald Steingríms- son um tónlistarlíf á árum áður. Hljómsveit í anda útvarpshljóm- sveitarinnar leikur undir stjóm Þorvalds, Aage Lorange rifjar upp gamlar dægurflugur meö hljóm- sveit sinni og þeir félagar slá botn- inn í þessa þáttaröð með því að taka lagið saman. Stjóm upptöku: Andrés Indriðason. 21.35 Kastljós. Þáttur um innlend og erlend málefni. Umsjónarmenn: Páll Magnússon, Einar Sigurðsson og Bogi Ágústsson. 22.35 Mýs og menn. (Of Mice and Men). Bandarisk sjónvarpsmynd frá 1981 gerð eftir samnefndri skáldsögu eftir John Steinbeck. Leikstjóri Reza Badyi. Aðalhlut- verk: Robert Blake, Randy Quaid, Cassie Yates, Ted Neeley og Lew Ayres. „Mýs og menn” er um farandverkamennina Lenna, sem er risi með barnssál, og Georg,' vemdara hans. Þessir ólíku menn eiga saman draum um betra líf, en á búgarði Jacksons bónda veröur Lenni leiksoppur afla sem Georg fær ekki við ráðið. Þýðandi Rann- veig Tryggvadóttir. 00.25 Fréttirídagskrárlok. Sjónvarp Útvarp Sjónvarp kl. 22.35: Fræg mynd byggð á sögu John Steinbeck Myndin, sem við fáum að sjá í sjónvarpinu í kvöld, er nýleg banda- rísk mynd sem byggð er á hinni frægu sögu John Steinbeck, Mýs og menn. I aðaihlutverkunum eru frægir leikarar, Randy Quaid, sem leikur Lenna, og Robert Blake sem leikur Georg. Myndin fjallar um tvo farandverka- menn, Lenna, sem er tröll að vexti en með barnssál, og Georg sem verið hefur verndari hans á ferðalögum þeirra. Þeir fá starf á búgarði, en þar er kona sem fer að leika sér að Lenna og endar það með því að hann verður henni óviljandi að bana. Georg getur þá ekki bjargað honum eins og hann hafði alltaf gert áður. A það hafði Lenni treyst eins og venjulega. Kvikmynd hefur áður verið gerð um þessa sögu Steinbecks en hún jafnast ekkert á við þessa nýju útgáfu. Sú mynd var gerð árið 1939 með Burgess Meredith og Lon Chaney í aðal- hlutverkum. Þá hafa verið sett upp leikrit eftir þessari sögu sem þótti á sínum tíma, og að sjálfsögðu enn, mikið listaverk. -klp. Útvarp, rás 1, kl. 21.10: „ Páll Isólfsson — leikur eigin orgelverk Nokkur ár eru liðin síðan hinn vin- sæli orgelleikari og tónskáld Páll Isólfsson lést. Öðru hverju heyrum við þó verk eftir hann flutt í útvarpi, enda samdi hann mörg góð verk um dagana sem oft eru leikin þar. I útvarpinu í kvöld gefst okkur tæki- færi tii að hlusta á tvö af þessum verk- um hans og það sem meira er, hann leikur þau sjálfur á orgelið. Þetta eru verkin „Chaconna í dórískri tóntegund um upphafsstef Þorlákstíða” og „Inn- gangur að passacaglía í f-moll”. Þessi verk teljast ekki með þekkt- ustu verkum hans. Þau eru án efa Alþingiskantatan frá 1930, svo og lögin við leikritin „Gullna hliðið” og „Veisl- an á Sólhaugum” sem margir hinna eldri munaeftir. Páll Isólfsson var mjög góður orgel- leikari, eins og sjálfsagt má glöggt heyra í útvarpinu í kvöld. Hann var fyrst orgelleikari Fríkirkjunnar og síð-_ an Dómkirkjunnar en þar lék hann á’ orgelið í mörg ár. Auk þess var hann skólastjóri Tónskólans, þegar hann var stofnaður, og lagði sem slíkur grunninn að kennslu margra okkar bestu tónlistarmanna. Leikur Páls hefst í útvarpinu kl. 21.10 en flutningur þessara tveggja verka tekur 30 mínútur. -klp Páii ísólfsson í fjörunni suður af Ísólfsskála en þar dvaldi hann löngum á efri árum. Farandverkamennirnir Lenni og Georg, sem ieiknir eru af þeim fíandy Quaid og fíobert Blake, eru aðaimennirnir imyndinni ikvöld. Útvarpið, rás 1, kl. 23.15: Kvöldgestir Risinn úr Svarf- aðardalnum verður eini gestur Jónasar Það veröur ekki nema einn gestur sem kemur fram í þætti Jónasar Jón- assonar, Kvöldgestir, sem er í út- varpinu í kvöld kl. 23.15. Er það stærsti maður Islands, Jóhann Pét- ursson Svarfdælingur. Jónas heimsótti hann á dögunum á heimili aldraöra á Dalvík og átti þar við hann langt og mikiö samtal. Jóhann Svarfdælingur er nú kominn þangað, eftir margra ára útlegð ef svo má að oröi komast. Hann var ungur maöur þegar hann fór af landi brott og ferðaðist með sirkusum og sýningarflokkum víða um heim. Mun þaö líf ekki alltaf hafa verið dans á rósum því að hann var lengi vel hálfgerður fangi þeirra sem áttu og ráku sirkusinn. Vildu þeir ekki að fólk fengi að sjá þennan stærsta mann heims, eins og hann var sagður þá, ókeypis. Jóhann Svarfdælingur hefur frá mörgu að segja frá þessum árum. Dugar þáttur Jónasar varla til þess, en engu að síður ætti að vera fróðlegt og gaman að hlusta á hann ræða við risannúrSvarfaðardalnumJ -klp. Veðrið Veðrið Hæg suðvestlæg átt á landinu, slydduél um sunnan- og vestanvert landið en þurrt og víða bjart á Norður- og Austurlandi, hitastig svipaðáfram. Veðrið hér og þar Klukkan 6. i morgun. Akureyri skýjað 3, Bergen snjókoma —1, Helsinki léttskýjaö —13, Kaup- mannahöfn heiðríkt —2, Osló snjó- koma —5, Reykjavík snjóél 1, Stokkhólmur skýjað —6, Þórshöfn rigning 7. Klukkan 18. i gær. Amsterdam þoka —3, Aþena skýjað 9, Berlín heiðskírt —4, Chicagó alskýjað 5, Feneyjar léttskýjaö 1, Frankfurt mistur —1, Las Palmas skýjað 18, London mistur 2, Luxemborg heið- skírt —2, Malaga heiðskírt 13, Mallorca léttskýjað 8, Montreal léttskýjað 3, New York alskýjað 8, Nuuk skýjað —15, París léttskýjað 9, Róm léttskýjað 9, Vín mistur 5, Winnipeg alskýjað 0. Gengið GENGISSKRÁIUING NR. 33-16. FEBRÚAR 1984 KL. 09.15 Eining KAUP SALA 1 Bandarikjadollar 29,200 29,280 1 Sterlingspund 42.041 42,156 1 Kanadadollar 23,425 23,289 1 Dönsk króna 2,9853 2,9935 1 Norsk króna 3,8121 3,8226 1 Sænsk króna 3,6514 3,6614 1 Finnskt mark 5,0607 5,0745 1 Franskur franki 3,5383 3,5469 1 Belgiskur franki 0,5325 0,5339 1 Svissn. franki 13,2528 13,2892 1 Hollensk florina 9,6593 9,6857 1 V-Þýskt mark !»,9051 10,9350 1 ítölsk lira 0,01760 0,01764 1 Austurr. Sch. 1,5462 1,5504 1 Portug. Escudó 0,2191 0,2197 1 Spánskur peseti 0,1904 0,1909 1 Japansktyen 0,12531 0,12565 1 Írskt pund 33,580 33,672 Belgiskur franki 30,6387 30,7225 SDR (sérstök dráttarréttindi) 0,5154 0,5168 Simsvari vegna gengisskráningar 22190 TOLLGENGI fyrir febrúar. 1 Bandarfkjadollar 29,640 1 Sterlingspund 41,666 1 Kanadadollar 23,749 í Dönsk króna 2,9023 1 Norsk króna 3,7650 1 Sænsk króna 3,6215 1 Finnsktmark 4,9857 1 Franskur franki 3,4402 1 Belgiskur franki 0,5152 1 Svissn. franki 13,2002 1 Hoilensk florina 9,3493 1 V-Þýsktmark 10,5246 1 ftöisk líra 0,01728 1 Austurr. Sch. 1,4936 1 Portug. Escudó 0,2179 1 Sapánskur peseti 0,1865 1 Japansktyen 0,12638 . 1 írskt pund 32,579 Belgiskur franki {! SDR (sórstök dráttarróttindi) ..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.