Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1984, Blaðsíða 30
38
DV. FÖSTUDAGUR17. FEBRUAR1981.
Vörubílstjórafélagiö
Þróttur
tilkynnir
Vegna jarðarfarar verður aðalfundi félagsins frestað til kl.
16.00 laugardaginn 18. febrúar.
STJÓRNIN.
Firmakeppni
Firma- og félagskeppni Leiknis í innanhússknattspyrnu
verður haldin í Fellaskóla helgina 3.-4. mars.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.
Þátttökugjald erkr. 1.800,-
Þátttaka tilkynnist í síma 78050 dagana 20.—24. febrúar milli
kl. 13 og 17.
Stjórnin.
Hjúknmarfræðingar
Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina í Fossvogi,
Reykjavík, er laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá og
meðl.maí 1984.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf við
hjúkrun, sendist heilbrigöis- og tryggingamálaráðuneytinu
fyrir 15. mars 1984.
HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
15. febrúar 1984.
SVFR
SNÆFOKSSTAÐIR
ÍGRIMSNESI
Við fögnum því að geta nú, annað árið í röð, boðið laxveiðileyfi
á þessu álitlega veiðisvæði í Hvítá í Árnessýslu. 3 stangir.
Verð veiðileyfis með veiöihúsi kr. 1.500,- og kr. 2.000,-
Afgreiðslan að Háaleitisbraut 68, Austurveri, er opin daglega
frá kl. 13—18, sími 86050.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur.
Útboð
Flugstöð á
Keflavíkurflugvelli
Byggingarnefnd flugstöðvar f.h. varnarmáladeildar
utanríkisráðuneytisins óskar eftir tilboðum í 2. áfanga nýrrar
flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli.
Annar áfangi flugstöðvar, sem lokið skal fyrir 1. október
1985, nærtil:
a) Sprenginga fyrir undirstöðum og annarrar jarðvinnu sem
ólokið er (jarðvinnu í lóð og í grunni byggingarinnar verð-
ur að mestu lokið í 1. áfanga);
b) lagna í grunni og tenginga við frárennsliskerfi utan
byggingarinnar;
c) uppsteypu hússins ásamt landgangi;
d) gluggaísetningarogglerjunar;
e) frágangs á þaki og þakniðurföllum;
f) ytra frágangs byggingarinnar og landgangs.
Byggingin verður tvær hæðir, um 6000 m2 hvor, leiðslukjall-
ari og ris, svo og landgangur að flugvélastæöum.
Verktaki þarf að hafa mikla reynslu í framkvæmdum og
stjórnun sambærilegrar mannvirkjageröar og skal leggja
fram gögn í því sambandi.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu varnarmáladeildar
utanríkisráðuneytisins, Skúlagötu 63, gegn 15.000 kr. skila-
tryggingu frá og með föstudeginum 17. febrúar 1984, kl. 10.00.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu varnarmáladeildar
utanríkisráðuneytisins þriðjudaginn 17. apríl 1984, kl. 14.00.
Reykjavík, 17. febrúar 1984
BYGGINGARNEFND FLUGSTÖÐVAR
Iðnaðarráðherra í spjalli um iðnaðarmál á Norðurlandi:
Ætla ekki að standa
yfir höfuðsvörðum
Slippstöð varinnar
„Hugmyndin fæddist hjá mér í
fyrrasumar,” sagði Sverrir
Hermannsson iðnaðarráðherra
aöspuröur um iönaðarmiðstöðina sem
hann hyggst koma á fót á Akureyri. En
hvað á iðnaðarmiðstöð að vera ?
„Menn eru að tala umaðflytjastofn-
anir út á land. Eg skipti mér nú ekki
mikið af því en er valddreifingar-
maður. Hugmynd mín er að við
flytjum á þetta svæði upplýsinga-
miðlun og fyrirgreiðslustofnanir
iðnaðarins. Hér tækju menn höndum
saman, þaö má taka sem dæmi að
Iðntæknistofnun Islands mun anna
slíkri iönaðarmiðstöð, Iðnlánasjóður,
Iðnrekstrarsjóður, Iðnþróunarsjóður
og Utflutningsmiðstöð iðnaðarins. Við
tökum þessa þætti og náum samvinnu
þarna á rriilli og viö iðnþróunarfull-
trúana héma á vegum fjóröungssam-
bandsins. Þetta væri ekki útibú að
sunnan heldur sjálfstætt fyrirtæki þar
sem menn ráöa sjálfir ráðum sínum en
með stuðningi stofnananna að
sunnan.”
Sverrir sagði að iðnaðurinn ætti
sem mest að standa undir iðnaðar-
miöstöðinni en gert sé ráð fyrir að
ríkisvaldið hlaupi undir bagga með
fjármagníbyrjun.
„Eg hef mikla trú á þessu. Það er
mikill fjörkippur í öllum iðnaði, ég tala
nú ekki um hér ef menn komast á flot
meðstóriðju.”
Kemur álver hér eöa ekki?
„Þaö er ekki hægt aö segja já eða
nei. Hins vegar em viöbrögð þeirra
sem við höfum kynnt málið fyrir með
ólíkindum miklu jákvæðari en maður
gat þorað aö vona. Eg var ekki með
neinar gyllivonir en viöbrögðin em
ótrúlega jákvæð.”
Er þaö kanadíska fyrirtækið Alcan
sem kemur helst til greina í sambandi
viðálverið?
„Nei, það er fjöldi annarra, Japanir
og fleiri, sem sækja á. Við lofuðum
Alcan hins vegar að þeir sætu fyrir í
fyrstu atrennu ef svo færi að hafnir
yrðusamningar.”
Hvað um annan iðnað á þessu svæði,
ertu ánægður með almenna iðnþróun
hér?
„Starf Iönþróunarfélagsins hefur
borið góðan ávöxt og ég verö aö segja
þaö alveg eins og er aö þaö er miklu
meiri bjartsýni hér en ég átti von á.
Líka í húsbyggingastéttunum.”
Hvers vegna helduröu aö sú bjart-
sýni geti ríkt?
„Eg held að það sé skriður á
mönnum í sambandi við iðnaðinn yfir-
leitt. Slippstöðin á þó í vök að verjast.”
Þú lýstir yfir á almennum stjóm-
málafundi á Akureyri að þú ætlir að
sjá til þess að Slippstöðin þurfi ekki að
fella seglin. Hvernig?
„Með þvi aö veita fé til viðhalds
skipaflotans og ég mun einnig beita
mér af fullri hörku fyrir því að Slipp-
stöðin fái nýsmíöi fyrir Utgeröarfélag
Akureyringa.”
Hvað segir sjávarútvegsráöherra
við því? ,
„Eg vona bara að hann átti sig á því
að svona eðlilegt viðhald sé sjálfsagt
vegna þess að eftir tvö til þrjú ár er
komið að bullandi viðhaldi á flotanum
öllum, hvað sem menn vilja segja um
offjárfestingu. Þetta er bara bama-
skapur aö missa niður stöð eins og
þessa sem er á heimsmælikvarða. Þaö
liggur yfir lík mitt sem iönaðarráð-
herra, menn skulu vita þaö. Eg ætla
ekki að standa yfir höfuðsvöröum
þessarar stöövar heldur láta hana hafa
vinnu.”
Nú eru margir hér á Norðurlandi
sem hafa hug á að leggja út í iönað.
Geta þeir átt von á þeirri fyrirgreiðslu
sem þeir nauðsynlega þurfa?
„Við höfum búið betur í haginn fyrir
smáiönaðinn nema aö einu leyti, viö
eigum í vök aö ver jast með orkuveröið.
Eg hef engar áhyggjur af útflutnings-
iðnaði eins og er en viðgangur smá-
iðnaðarins er sjálft orkuverðsmálið.
Þar höfum við safnað skuldum, farið í
fjárfestingu sem er næstum að drepa
okkur. Eg vinn að því núna að skuld-
breyta þessu og lengja lán í höfuð-
þáttum þessa máls í heild. Ég nenni
ekki að vera að býsnast yfir Kröflu.
Hún er þama með 2,2 milljarða í skuld,
ég er að semja við Landsvirkjun um að
yfirtaka þetta og gera síðan skynsam-
legar áætlanir. Við vomm óforsjálir og
f ramkvæmdum of hratt en ég vil í sam-
bandi við samninga við Landsvirkjun
um Kröflu að þessi skuldamál öll,
vegna Hitaveitu Akureyrar, Borgar-
ness og Akraness og Rafmagnsveitna
ríkisins, verði leyst á breiöum gmnd-
velli. Ef við fáum lengingu lánanna þá
ráðum viö vel við þetta. Trú mín er sú
að viö fáum samninga við stóriðju-
fyrirtæki og undir aldamót munum við
búa mjög vel að eigin orku, sæmilega
ódýrri húshitun og smáiðnaöi. Stærsti
hlutinn af orkunni yrði seldur til stór-
Sverrír Hermannsson iðnaðar-
ráðherra.
iðju en við hefðum afgangs orku fyrir
okkur.
Iðnaðarráöherra kom í lok samtals-
ins inn á f iskeldi í tengslum viö nýtingu
jarðvarma og sagði: „Ég mun snúa
mér eindregið að rannsókn á háhita-
svæðum. Sá þáttur er alveg útundan og
við eigum möguleika þar, til dæmis í
Kelduhverfi. Kanadamenn hita ker til
fiskiræktar með oliu og margfalda
vaxtarhraðann, þetta getum við gert
með heitu vatni. Það er því engin
ástæða til aö vera með vol eða víl. ”
JBH/Akureyri.
Samvinnuferðir
— Landsýn:
Verðlækkun á
sumarferðum
Samvinnuferðir-Landsýn munu í
sumar bjóöa ferðir sínar á lægra
verði, eða óbreyttu verði frá því í
fyrrasumar, og er þetta í fyrsta
skipti í mörg ár að sumarleyfisferðir
til útlanda hækka ekki í verði milli
ára. Verölækkunin nemur allt að 13
af hundraði. og er hún einkum til-
komin vegna hagstæðari samninga
erlendis og afnáms feröamanna-
skatts á gjaldeyri.
Sem fyrr munu Samvinnuferðir-
Landsýn bjóöa upp á ókeypis innan-
landsflug í tengslum viö allar helstu
hópferöir ferðaskrifstofunnar til út-
landa þannig að allir landsmenn
borga sama verðið hvar sem þeir eru
á landinu.
Meöal nýjunga sem Samvinnuferð-
ir-Landsýn brydda upp á í sumar er
aukin þjónusta við þá sem vilja aka á
eigin vegum um Evrópu. Þeir sem
kaupa pakkann „flug og bíll” hjá
ferðaskrifstofunni fá í veganesti Þá er í fyrsta sinn boðið upp á
tvær fullkomnar vegahandbækur kynningarbækling ferðaskrifstof-
með ýmsum upplýsingum um unnará myndbandisemáhugasamir
akstursleiðir og gististaði með geta fengið lánað gegn 300 króna
meiru. tryggingu sem endurgreiðist við skil.
Þeir Gunnar Steinn Pálsson, forstjóri Auglýsingaþjónustunnar, og Helgi
Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða-Landsýnar, kynntu blaða-
mönnum sumarf erðirnar með bros á vör.
•DV-mynd GVA.