Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Blaðsíða 5
DV. FIMMTIJDAGÚr 8. MARS1984. Vísirað stjórná djúprækjuveiðinni: Togararnir verða reknir af ákveðnum veiðisvæðum — svo bátarnirgeti setið að veiði þar „Við höfum í undirbúningi aö loka ákveðnum svæöum fyrir stærstu skip- unum til að tryggja þeim bátum, sem hafa stundað þar veiðar undanfarin ár, áframhaldandi möguleika þar,” sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra í viötali við DV. DV skýrði frá því fyrir helgi að margir bátaútgerðar- menn óttuðust að togararnir yrðu bún- ir að „ryksuga” djúprækjumiðin á meðan bátarnir væru á vertíð svo ekk- ert yrði eftir handa þeim að verðtíð lokinni. Jafnframt kom fram að ýmsir fiski- fræðingar óttast að í óefni kunni að stefna í djúprækjuveiðum þar sem hundruð fiskiskipa fyrirhuga þær veiö- ar í ár, en engar reglur eða takmark- anir eru í gildi um þessar veiðar. „Við munum fylgjast vel með veið- unum og beita skyndilokunum ef við óttumst einhvers staðar ofveiði,” sagði Halldór. -GS. Sjávarútvegsráðherra um hugsanlegar rækjuveiðar við Svalbarða: Reynum að halda okkar rétti til hins ýtrasta „Við höfum rætt að það verði eitt- hvaö reynt fyrir sér með rækjuveiðar við Svalbarða en það virðist liggja fyr- ir að þótt Norðmenn telji sig ekki geta bannað okkur veiðar þar að það sé þegar of mikið veitt þar,” sagði Hall- dór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra er hugmynd íslenskra útgerðarmanna um rækjuveiðar við Svalbarða var bor- in undir hann. Það kom fram í DV á laugardag að ýmsir þeirra útgerðarmanna, sem þegar gera út togara sína á djúprækju- veiðar eða munu hef ja þá útgerð innan tíðar, líta þennan möguleika hýru auga ef veiðin reynist ekki nægileg hér við land eða ef togurunum verður hugsan- lega stuggað af einhverri rækjuslóð hér. Halldór var spuröur hvort hugsan- lega væri rétt að reyna eitthvað fyrir sér þótt Norömenn væru því mótfallnir svo að við eignuðumst einhvern samn- ingsrétt um þessar veiðar í framtíð- inni. „Við núverandi aðstæður hljótum viö að reyna að halda okkar rétti til hins ýtrasta og við skulum ekki gleyma því að Norðmenn hafa fengið að veiða hér við land án þess að við veiddumnokkuöhjáþeim.” -gs Stofnana- keppni í skák — fer í gang eftir helgina Skákkeppni stofnana og fyrirtækja hefst í A-riðli mánudag, 12. mars kl. 20 og í B-riðli miðvikudaginn, 14. mars kl. 20. Teflt verður í félagsheimili Tafl- félags Reykjavíkur að Grensásvegi 44-46. Fyrirkomulag þessarar árlegu og sívinsælu keppni verður með venju- legu móti, tefldar verða 7 umferðir eftir Monradkerfi í hvorum flokki og er umhugsunartími ein klukkustund á hvorn keppanda. Hver sveit skal skip- uð f jórum mönnum og 1—4 varamönn- um að auki. Fyrsta kvöldið verður tefld ein umferð en tvær þau næstu. Mótinu lýkur meö hraðskákmóti. Þátttöku í keppnina má tilkynna í síma Taflfélagsins á kvöldin en loka- skráning í A-riðil er á sunnudaginn 11. mars kl. 14—17, en í B-riðil á þriðjudag kl. 20—22. , -BH HVORT GILDA HÉR LÖG EÐA FJÁRLÖG? Fatlaðir hugleiða prófmál á ríkissjóð vegna niðurskurðar á lögbundnum framlögum Stjómarnefnd um málefni fatlaðra telur aö fjárlög hafi skorið lögboðið framlag til nefndarinnar niður um liölega 60 milljónir. Nefndarmennirnir Baldur Kristjáns- son og Guömundur Ragnarsson hafa lagt fram þá tillögu að höfðað verði mál á hendur ríkissjóði til að fá úr- skurð um hvort f járlög upphefji al- menn lög i landinu. A Norðurlöndum mun svo ekki vera en í seinni tíð virð- ist sem í vissum tilvikum upphefji fjárlög hér önnur lög, þ.e. að f járlög séu sterkari öðrum lögum. „Okkur langar ekkert í mála- rekstur nema í ljós komi að við getum ekki fengið úrskurð í málefn- um okkar með öðrum leiðum,” sagði Sigfinnur Sigurðsson, formaður stjórnarnefndarinnar í viðtali við DV. Hann sagði að fráfarandi stjórnamefnd hefði gert fjárskuld- bingingar í trausti laga frá 1. janúar 1983 sem í raun hafi þýtt vel yfir 100 milljóna framlag nú en framlagið af fjárlögum sé aðeins um 60 milljónir. Sigfinnur tók fram að þessi niður- skurður kæmi ekki beinlinis niður á núverandi rekstri heldur drægi hann stórlega úr öllum nýjum fram- kvæmdum til hagsbóta fatlaðra. I dag verður fundur í stjómar- nefndinni, en Sigfinnur bjóst ekki við að ákvörðun yrði tekin um málsókn á honum þar sem enn væri leitað leið- réttinga eftir öðrum leiðum. -GS. Fordinn frá upphafí“ Þegar bílablaðamenn skrifta um hinn byltingarkennda bíl frá Ford verk- smiðjunum, Ford Sierra, dettur þeim aldrei í hug að líkja Sierra við aðra bíla en þá, sem eru í miklu dýrari verðflokki. Umsagnir þeirra eru allar á einn veg: „Við gátum ekki fundið einn veikan blett“ (Autorevue, Austurríki). „Sierra er einfaldlega stórkostlegur bíll“ (Jyllandsposten, Danmörk). „Sierra. Framtíðin komin á vegina“ (L’Est, Frakklandi). „Þetta er risastökk fram á við að öllu leyti“ (Autocar, Bretlandi). „Hann er besti fj... bíllinn á vegum írlands“ (Sunday World, írlandi). „Besti Fordinn frá upphafi“ (Auto Motor und Sport, Þýzkalandi). „Fyrsti bíllinn, sem lítur út eins og bíll framtíðarinnar" (Echo de la Bourse, Belgíu). Þannig hafa umsagnirnar verið fermetra eftir fermetra í erlendum blöðum, enda hefur Ford sierra þegar fengið 15 alþjóðleg verðlaun (á aðeins rúmu ári), - fleiri verðlaun en nokkur Ford bíll frá upphafi bílaaldar. Vegna sérstakra samninga við Ford-verksmiðjurnar í Köln, V-Þýzka- landi, getum við boðið þennan frábæra bíl - á mjög góðu verði í tak- mörkuðu magni. Verð frá aðeins 385.000 kr. Við erum stoltir af þessum bíl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.