Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1984, Side 36
DV.FIMMTÍJDAGUR 8; MARS1984.
36
Sviðsljósið Sviðsljósið‘Sviðsljósið
LEIÐÁRLJÓS
Sjóleiðin
tilShampoo
Enn einu sinni hafa is-
lendingar misst af lestinni.
Þjóðverjar eru farnir að
moka upp íslenskum sjó og
selja á dýru verði í Evrópu.
Ekki nóg með það, þeir láta
íslendinga um að dæla hon-
um upp i skip sín og flytja á.
áfangastað fyrir næstum ekki
neitt. Sjónum er síðan breytt
i iðnvöru ails konar og
virðast engin takmörk fyrir
hugmyndaauðgi Þjóðverja á
því sviði.
Frásögnin hér til hliðar um
sjódælingu Eimskipa-
félagsins á vegum Þjóðverja
hlýtur að vekja ugg í
brjóstum þeirra sem vflja ís-
lenskum iðnaði ailt. Mál er að
linni. Höldum vöku okkar —
og vökva.
y
Annars er það e.t.v. ekkert
undariegt að íslendingar séu
alitaf að missa af lestinni þvi
að hér á landi hafa aidrei
verið neinar lestar og þjóðin
þvi ekki í þjálfun við að ná
þeim. En minna má nú gagn
gera.
Aftur á móti ætla Rússar
ekki að missa af lestinni ef
trúa skal bréfaskriftum
íslenska sendiráðsins i
Moksvu og utanrikisráðu-
neytisins við Hverfísgötu. í
Moskvu stendur fólk í bið-
röðum, líkt og á lestarstöð
yfir háannatimann, og bíður
þess eins að tryggja sér ís-
ienskan trefU í tíma. Enda er
sagt um Rússa að þeir sleppi
aldrei góðri biðröð.
íslenskur feröamaður sem
var á ferð í Moskvu fyrir ekki
alllöngu stoppaði á miðju
Rauða torginu tU að virða
fyrir sér útsýnið. Rétt þar hjá
sat gömui kona og veitti ís-
lendingurinn henni enga sér-
staka athygli. Þegar ferða-
maðurinn var búinn að virða
fyrir sér turna og múra
Rauða torgsins dágóða stund
sá hann sér tU mikillar furöu
að myndast hafði biðröð að
baki honum — minnst 300 m;
iöng. Hann snerist á hæli og
spurði þann fremsta á vand-
aðrí ensku hverju sætti og
fékk þá svarið, eða reyndar
spurningu: — Er gamla
konan ekki að selja
skóreimar.
Rússar halda vöku sinni,
sleppa aldrei biðröð og missa
fyrir bragðið aldrei af lest-
inni. EIR.
Þjóðverjar bæði drekka og þvo á sér hárið upp úr isienskum sjó — hoiit,
gott oghreint.
Margt er brallað á sjónum:
Eimskip
dælir sjó
í þýskan
heilsuiðnað
Þegar Eyrarfoss, eitt skipa
Eimskipafélagsins, lætur úr höfn í
Reykjavík á miövikudögum líða ekki
nema 20 tímar þar til skipiö er fariö aö
dæla sjó í sérstakan gám sem þaö
hef ur um borö, 20 lestir í hvert skipti.
Reyndar gerist þetta ekki nema einu
sinni í mánuöi en í Bremerhaven í
Þýskalandi bíöa tankbilar heilsu-
drykkja og sjampooframleiöenda á
hafnarbakkanum og taka viö íslenska
sjónum. Honum er síöan ekið í
verksmiöjur þar sem framleiddir eru
heilsudrykkir og hárþvottalögur.
Mynd af skipi
Heilsudrykkir þessir þykja afburða
holiir og um hárþvottalöginn er það aö
segja aö flaskan kostar 10 sinnum
meira út úr búð í Hamborg en aörar
venjulegri.
,,og í rauninni er þetta ekki nema
tveggja tíma verk eins manns. Viö
gætum þess aö sjálfsögöu mjög vel aö
loka fyrir klóak og allt afrennsli frá
skipinu í þá 5 tíma sem dæling varir.”
Mynd af skipi
Aö sögn vísra manna er sjórinn alls
ekki óhoUur drykkur og Þjóðverjarnir
í Bremerhaven segja aö kostir hans
felist aöaUega i samsetningunni, sem
mun vera sú hin sama og blóðsins. Og
þannig er heilsudrykkurinn auglýstur.
„Viö erum opnir fyrir frekari
sjóflutningum tU meginlandsins,”
sagöi Sigurður Pétursson hjá Eimskip.
„Helst vUdum viö flytja svo mikið út
aö alltaf væri fjara hér á
landi.”
-EIR.
r Blikur á lofti í Mónakó:
Á Rainier f ursti 39
ára gamlan son?
Rainier fursti af Mónakó, faðir
Karólinu sem er lesendum
SVIÐSLJOSS aö góöu kunn, mun vera
aUt aö því miður sín af bræði þessa
dagana. Einn af blaöamönnum
franska vUcuritsins Paris Match telur
sig hafa komist aö því aö furstinn eigi
39 ára gamlan son, hefur skrifaö
greinaflokk um uppgötvanir sínar og
ætlar aö birta þær í blaði sínu. Furst-
inn hefur stefnt bæði blaöamanninum
og vUcublaöinu en óvíst er um málalok.
Rainier fursti, er hann stóð á
tvitugu, um svipað ieyti og hann
féll fyrir slátraradótturinni i
Marchais. Efsatt er???
Dóttir slátrarans
Rannsóknir blaöamannsins stóöu í
marga mánuði og niðurstöður þeirra í
stuttu máU eftirfarandi:
Árið 1943, þegar Rainier var aöeins
tvítugur aö aldri, dvaldi hann lang-
dvölum með móður sinni á sveitasetri
fjölskyldunnar nálægt Marchais í
norðaustur Frakklandi. Þar í bæ var
aö sjálfsögöu slátrari og kjöt-
kaupmaður, sem átti undurfagra
dóttur, en þaö er einmitt hún sem
furstinn á að hafa barnað fyrir tæpum
40 árum. Reynt var að þagga
þungunina niöur og slátraradóttirin
giftist fyrrum félaga í frönsku neðan-
jarðarhreyfingunni sem nú er látinn.
Bamið óx úr grasi og aö sögn bæjarbúa
átti þaö alltaf miklu fleiri leikföng en
aörir krakkar þar í sveit. Telja menn
aö leikfangagjafimar hafi verið
sendar úr furstahöUinni í Mónakó. Nú
er strákurinn orðinn 39 ára að aldri og
ásjálfur2börn.
Barnabarn
eða barnabörn
Sagt er aö Rainier fursti hafi miklar
áhyggjur af aö uppljóstranir þessar,
hvort sem þær nú eru sannar eða ekki,
á þaö leggur SVIÐSLJOS engan dóm
frekar en fyrri daginn, geti eyðilagt
hallargleöina þegar Karólína dóttir
hans eignast sitt fyrsta barn nú innan
skamms. Þess er beðiö meö mikiUi
spennu enda fyrsta barnabam furst-
ans. Ef frásögn Paris Match er aftur á
móti sönn er þar á ferðinni þriöja
barnabam furstans.
SVIÐSLJOS sendir öllu þessu fólki
sínar bestu kveöjur.
Heilsudrykkjarframleiðandi sá í
Bremerhaven, sem geröi sjóflutnmga-
samninginn viö Eimskip, hafði í ára-
raðir hirt sinn sjó í Norðursjónum. En
með tíð og tíma varð hann of mengaður
til framleiöslunnar og þá var leitaö á
Islandsmiö.
„Við gætum þess vel aö byrja ekki
dælingu í gáminn fyrr en við erum
komnir út fyrir landgrunniö, langt frá
öUum fiskiskipum og öörum
mengunarvöldum,” sagöi Baldur
Asgeirsson, skipstjóri á Eyrarfossi,
SMÁMÁL
Þýskur garðyrkjumaöur hefur sér-
hæft sig í ræktun örsmárra blóma og
garöávaxta alls konar. Eins og sjá má
á myndinni er blómiö ekki stórt en
strax og þaö er tekið úr sérgeröum
potti sínum byrjar þaö aö vaxa meö
eðlilegum hraöa.
Garöyrkjumaöurinn, Bruno Gruber,
er einnig þekktur fyrir aö rækta kart-
öflur í eldspýtustokkum. Hann vonast
eftir aö mini-blómin komist í tísku.
Stórtísku.