Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Page 1
 Slys varð um borð i Ms. Selá i höfninni i Reykjavik i gærkvöldi. Maður féll af gámi á dekki og ofan i lest sem er um 7 eða 8 metra fall. Hann mun hafa slasast töluvert en þó ekkert á höfði enda var hann með hjálm eins og flestir hafnarverkamenn. Þessi mynd er tekin þegar verið var að flytja manninn i land en þá höfðu læknir og sjúkralið búið um sýnileg meiðsli hans fyrir flutninginn. -klp/DV-mynd S. Landbúnaðarf ramleiðslan í algerum ógöngum: FIMM ÞÖSUND TONNA KJÖTFJALL ER ÓSELT smjör- og ostaf jall byrjað að hlaðast upp Otflutningur á landbúnaðarvörum frá upphafi núverandi verðlagsárs, 1. september, krefst 397 milljóna króna í útflutningsbætur úr ríkis- sjóöi. Það er 61 milljón meira en heimildir eru til fyrir á fjárlögum í ár með afgangi frá í fyrra. Eftir eru nærri fimm þúsund tonn af kjöti og nú stefnir í 11 milljóna lítra umfram- framleiðslu af mjólk. Eigi aö losna við þær kjötbirgðir sem seljanlegar eru erlendis, hátt í þrjú þúsund tonn af kindakjöti og eitthvað af hrossakjöti, svo og af- urðir úr umframmjólkinni, þarf um 173 milljónir króna í viðbót við þá 61 sem þegar hefur verið ráðstafað um- fram heimildir. Utflutningsbóta- þörfin er um 570 milljónir á verðlags- árinu frá september í haust til ágúst- loka. Þessi útflutningsframleiðsla er svo óhagkvæm að fyrir kjötið fá framleiðendur aöeins um 35% af heildsöluverði hér og ekki eyri fyrir mjólkurvörurnar, þrátt fyrir allar útflutningsbæturnar. Og samt er vandinn stærri. Til eru 647 tonn af hrossakjöti, nærri ársbirgðir. Fyrir liggur að setja hundruö tonna í dýra- fóður ef ekki þarf hreinlega að grafa þau. Þá eru til 788 tonn af nautakjöti, eöa voru í byrjun mars, birgöir til fjögurra mánaða, og þá voru til 162 tonn af svínakjöti sem fóru á útsölu. Loks eru talsverðar birgðir af fugla- kjöti, skipta hundruðum tonna að líkindum, en það hefur verið á útsölu í heilt ár sem er alveg hætt að ýta á ■ eftir sölunni. Allar þessar birgðatölur eru sam- kvæmt skýrslum Framleiðsluráðs landbúnaöarins. En þær ná ekki til nema 85% af kjötsölu í landinu svo að vandinn kynni að vera enn stærri. Arsneysla á kjöti er um 18.000 tonn. . Þar af fara um 2.500 tonn fram hjá kerfinu og um afdrif þeirra nú er ekki vitað. -HERB. Kasparov þokast nær sigri —sjá bls. 8 Kratar gefa Al- bert ráð gegn skattsvikum —sjá bls. 2 Með vor í hjarta til Vínarborgar —sjá bls. 20 „Mun aldrei biðj- ast afsökunar" — Sjá íþróttir bls. 22- 25. Okkar fisksalat betra en erlent —sjá bls. 4 Helga vantar vinning í stór- meistaratitil — sjá bls. 28 og 40 Skaftamálið —sjá bls. 2 Garðstofur og gönguskíði —sjá bls. 42-43 Vaxandi þörf fyrir tæknimennt- að fólk —sjá bls. 3 Svipað verð á bjórlíkinu —sjá bls. 6 Síminn sem aldrei sefur: 68-78-58 — verdlaun fyrírhvert fréttaskot sem notað erog vikuleg aukaverðlaun fyrírþað besta Fréttaskot, ný leið milli lesenda ogDV: Veistu um góða frétt? Ef svo er, þá opnast nú ný leið til þess að koma henni á framfæri. DV hefur ákveðiö að verðlauna hvem þann sem hringir til blaösins og bendir á frétt eða það sem leiðir til fréttar. Slíkar ábendingar verða kallaðar fréttaskot. Verðlaun fyrir hvert fréttaskot sem blaöið notar verða þúsund krónur. Jafnframt verða greiddar þrjú þúsund krónur fyrir besta fréttaskot hverrar viku. DV tekur á móti fréttaskotum allan sólar- hringinn. Bein lina er í síma 68 78 58. Fullkominnar nafnleyndar verður gætt gagnvart öllum þeim sem hringja og skjóta að blaðinu fréttum. Með þessu framtaki vill DV enn einu sinni skapa sem best samband við fólkið í landinu og gefa þvi kost á aö hafa áhrif á efni blaösins. Fréttaskot eru vel þegin. DV vakir allan sólar- hringinn og tekur við þeim. Beina línan 68 78 58 er simi sem aldrei sefur. Ef þú, lesandi góöur, hefur vitneskju um forvitnilegt efni, frétt, stóra eða smáa, þá hringdu í síma 68 78 58. DV tekur málið i sínar hendur og fylgir því eftir. Með þessum hætti skapast bein tengsl lesenda og blaös. Fréttaskotið er lika peninganna viröL Þúsund krónur fyrir hvert skot, sem leiöir til birtingar fréttar og þrjú þúsund króna verðlaun vikulega fyrir besta frétta- skotið. Mundu eftir DV og þessum síma þegar þú veist eitthvað fréttnæmt: 68 78 58. Það ríkir trúnaður milli þín og blaösins. -JH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.