Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Síða 12
12
DV. FIMMTUDAGUR 29. MARS1984.
■ i
rv%r
Frjálst.óháð dagblað
Utgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stiórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMULA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12. Prentun:
Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð i lausasölu 22 kr.
Helgarblaö 25 kr.
3089milljóna sparnaður
Landsfeður okkar viröast vera í mestu vandræðum
með að fylla í göt fjárlaga og lánsfjáráætlunar þessa árs.
Þeir telja útilokað að spara þær 1845 milljónir, sem þurfi
til aö ná endum saman. Lausleg yfirferð á fyrirhuguðum
útgjöldum bendir þó til, að spara megi 3089 milljónir.
Sú upphæð nýtist að vísu ekki til fulls. Þegar er liðinn
nærri fjóröungur ársins, svo að búast má við, að þegar sé
búið aö greiöa sumt, sem betur hefði verið sparað. Við
þurfum því að draga frá 772 milljónir og fá út 2317
milljónir til að f jalla raunsætt um málið.
Hins vegar getum við mætt ýmissi röskun og öörum
herkostnaði af þessum niðurskurði með því að gefa
frjálsan innflutning landbúnaðarafuröa. Það mundi bæta
hag neytenda um 500 milljónir að minnsta kosti og senni-
lega um 1000 milljónir.
En hverjir eru þeir liðir, sem óþarfir eru og samtals
nema 3089 milljónum á f járlögum og lánsf járáætlun?
280 milljón króna útflutningsuppbætur landbúnaðaraf-
uröa hvetja til viðgangs peningabrennslu og dulbúins at-
vinnuleysis í kinda- og kúabúskap.
258 milljón króna beinir styrkir til kinda- og kúabú-
skapar hvetja einnig til framhalds á peningabrennslu og
dulbúins atvinnuleysis.
945 milljón króna niðurgreiöslur á afurðum kinda og
kúa skekkja verökerfið í landinu. Neytendum má bæta
þær upp meö frjálsum innflutningi slíkra afurða.
83 milljón króna framlag til Byggðasjóðs hvetur til
peningabrennslu og dulbúins atvinnuleysis.
120 milljón króna lántaka Byggðasjóðs hvetur einnig
til peningabrennslu og dulbúins atvinnuleysis.
16 milljón króna styrkur við pólitísk sorprit stjórn-
málaflokkanna stuðlar aö því, aö almenningur fái ekki
upplýsingar á borð við þessar.
230 milljón króna niðurgreiðsla á raforku stuðlar að
því, að fólk búi á óhagkvæmum stöðum á landinu.
61 milljón króna olíustyrkur tefur fyrir nýtingu inn-
lendra orkugjafa.
200 milljón króna lántöku til vegagerðar má fresta um
eitt ár af fjárhagsástæðum, enda standa þó eftir 1383
milljónir til vegageröar á f járlögum.
200 milljón króna lántaka til Blönduvirkjunar er óþörf,
af því að frekja landeigenda hefur gert þá virkjun óhag-
kvæma og kaupanda vantar að orkunni.
104 milljón króna lántaka til flugstöðvar í Keflavík er
óþörf, af því að það er ekki góður staður fyrir gróðurhús
og núverandi flugstöð er nógu stór.
92 milljón króna samanlagðir styrkir til Flugleiða eru
óþarfir, af því að það þjóöþrifafyrirtæki er komið á réttan
kjölaðnýju.
200 milljón krónur getur Seðlabankinn gefið eftir af
þeim vöxtum, sem hann tekur af ríkinu, og af öðrum
gróða. Um leið getur hann frestað byggingu sinni.
200 milljón krónur má fá meö því að beina skattrann-
sóknum frá smámálum yfir í söluskattinn.
100 milljón króna lántöku til hlutabréfakaupa í vitlaus-
um fyrirtækjum á borð við steinullarverksmiðju má
spara, enda er því fé að öllu leyti kastað á glæ.
Samtals eru þetta 3089 milljónir króna í hreinan sparn-
að án nokkurrar skattlagningar og erlendrar skuldasöfn-
unar. Þetta er hægt, ef landsfeðurnir hætta að tilbiðja
heilögu kýrnar.
Jónas Kristjánsson
Ýmissa veðra von
Öll orka núverandi ríkisstjómar
hefur farið í það aö berjast gegn verð-
bólgunni. Um þaö strið hefur þjóð-
félagsumræðan staðiö allt frá því að
ríkisstjórnin var mynduð og þar hafa
högg verið tíö og þung. Nú virðist þar
ætla að verða hlé á. Enda þótt niður-
rifsöflum hafi tekist að hækka nokkuð
veröbólguna frá því sem vonast var til
og sennilega að koma henni upp í ein
20% aö minnsta kosti má stjórnin þó
sæmilega við sinn hlut una. Segja má
raunar að þetta sé í fyrsta skipti í
meira en áratug sem ríkisstjórn tekst
að ná stjórn á efnahagsmálum, segja
til um mörk og möguleika og standa
nokkurn veginn á því.
Ýmis hættumerki
framundan
En enda þótt svona vel hafi til tekist í
efnahagsmálum eru þó mörg Ijón á
veginum og þaö skammt framundan.
Ahrif hinna stórminnkuðu fiskveiða
eru enn ekki komin fram. Ljóst er
að stjórnarandstaöan — einkum
kommúnistar — reynir mikiö til þess
að plægja akurinn fyrir óánægju-
aögerðir þegar syrta fer aö á vinnu-
markaðnum. Þingmenn Alþýðubanda-
lagsins hömuðust gegn heimild til
handa ráðherra um kvótaskiptingu
þrátt fyrir vilja hagsmunaaðila og hið
sama geröi Þjóðviljinn og hann hefur
raunar alla tíö síðan hamast gegn
kvótaskiptingunni og reynt að æsa upp
öll öfl sem mögulegt er að æsa upp
gegn henni. Hafa sumir hent gaman að
upphrópunum blaðsins um hálfgert
uppreisnarástand í þjóðfélaginu þegar
langflestir viðurkenna að ekki sé
annað til ráða en skammta veiðarnar.
Agnúar, sem unnt er aö sníða af, eru
úthrópaöir sem aðalsönnunargögn
þess að stefnan sé röng og leiði til
ófarnaöar.
Kjallari
á fimmtudegi
MAGNÚS
BJARNFREÐSSON
Að baki þessu öllu er markviss til-
gangur, eins og ávallt þegar áróðurs-
stríð er hafið á þeim bæ. Ahrif hinna
minnkandi veiða eiga eftir að koma í
ljós, áhrif sem orðið hefðu hvaða
aðferð sem beitt hefði verið við tak-
mörkun fiskveiðanna. Þegar þau áhrif
fara að segja til sín að marki með at-
vinnusamdrætti og því sem honum
fylgir er ekki ónýtt að geta hamraö á
andstööu við aðgeröirnar, í von um að
enginn spyrji hvað hefði þá átt að gera
ístaðinn.
Ljóst er að hvergi nærri verður auð-
velt fyrir ríkisstjórnina að stoppa upp í
hið alræmda fjárlagagat. Þar verða
skoöanir skiptar, bæði um skattheimtu
og sparnað. Þar munu rekast á hags-
munir þéttbýlis og dreifbýlis og þeir
árekstrar kunna að valda miklum óróa
í báöum stjómarflokkunum, ekki síst
fyrir þá sök að stjómarandstaðan mun
kynda undir óánægju í þéttbýlinu í
garðdreifbýlisins.
Sennilega verður erfitt að halda
gengi krónunnar innan þeirra marka
sem ríkisstjómin hafði sett sér.
Samningarnir, sem geröir hafa veriö
undanfarið, eru ávísun á nokkra
gengisfellingu, nema eitthvað sérstakt
gerist í gengismálum umheimsins og
verðlagi þar. I hvert skipti sem útdeilt
er peningum sem ekki em til er í raun
fellt gengi gjaldmiöilsins og það var
gert í nýafstöðnum k jarasamningum.
Þá er einnig ljóst að nokkurs tauga-
titrings gætir í röðum verslunarmanna
í Sjálfstæðisflokknum gagnvart
samvinnuhreyfingunni. Aðalástæðan
er væntanlega tilkoma Miklagarðs,
sem þeim þykir hafa tekið of vænan
spón úr aski sínum, einmitt þegar
nokkur heildarsamdráttur veröur í
versluninni. Ekki er enn ljóst hver
áhrif þessi upphlaup hafa, en víst er aö
þau auövelda ekki stjómarsamstarfið
því aö landsbyggðarþingmenn Fram-
sóknar munu verða fyrir þrýstingi á
heimavelli vegna þessara aðgerða
kaupmanna í Reykjavík.
mmmmm^m^mmmm^^^mmmmm^^^mmm^mm i
9 »Ljóst er aö hvergi nærri veröur auövelt
jfyrir ríkisstjórnina að stoppa upp í hiö
alræmda fjárlagagat.”
Ríkisstjómin sæk
ir ráð í smiðju
Alþýðuflokksins
Stjómarliðar halda því oft fram að
stjómarandstaðan sé málefnasnauð og
haf i engar tillögur fram að færa. En nú
bregöur svo viö að tillögur okkar Al-
þýðuflokksmanna um stórhert skatta-
eftirlit og leiðir til að uppræta skatt-
svik hafa verið teknar upp af ríkis-
stjórninni sem ein aðaltillagan til að
fylla upp í gatið í ríkisfjármáladæm-
inu.
Skattsvikin 33% af
heildartekjum ríkissjóðs?
Fyrir skömmu ritaði ég grein í DV,
þar sem fram kom það mat að skatt-
svik hér á landi væru 33% af áætluðum
heildartekjum ríkissjóös á árinu 1984
eöa 11% af þjóðartekjum sem sam-
svaraði því að um 5,3 milljörðum hefði
verið skotið undan skatti á árinu 1983
og voru þá söluskattssvikin undanskil-
JÓHANNA
SIGURÐARDÓTTIR
ÞINGMAÐUR FYRIR
ALÞÝÐUFLOKKINN
1983 — og hve illa er búiö aö skatta-
eftirlitinu.
Einnig var í þeirri grein gerð skU tU-
lögu Alþýðuflokksins sem Uggur fyrir
Alþingi um úttekt á umfangi skatt-
svika í öUum atvinnustéttum og at-
vinnugreinum auk umfangs söluskatt-
svika hér á landi. Jafnframt kom fram
í greininni að litill áhugi virtist vera á
Alþingi fyrir þessum málum ef marka
mátti aö saUr Alþingis voru hálftómir
og lítil viðbrögð alþingismanna eða
ráðherra þegar framsaga var flutt á
Alþingi fyrir tveimur tUlögum, sem
þingmenn Alþýöuflokksins flytja, um
aðgerðir gegn skattsvikum þar sem
færð voru rök fy rir því að í skjóU sinnu-
leysis stjómvalda yrði ríkissjóður af
gífurlegum tekjum vegna skattsvika.
Óvænt ánægja
Það var því óvænt ánægja og
fagnaðarefni að heyra í fréttum að
I þeirri grein voru færð rök að því
hvað litiö innheimtist vegna skatteftir-
Uts eða 0,05% af því sem áætla má að
stoUð hafi verið undan skatti á árinu
1983 (söluskattsvikin undanskiUn) —
hve fá skattframtöl félaga og einstakl-
inga í atvinnurekstri fá sérstaka rann-
sókn og meðferö hjá skatteftirliti eða
1% aUra framtala 1982 og innan viö 3%
Æk „Það var því óvænt ánægja og fagnaðar-
efni að heyra í fréttum að ríkisstjórnin
hyggst fara að ráðum okkar alþýðuflokks-
manna og herða innheimtu og eftirlit með
skattsvikum.”