Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Page 13
j.mrptTAW or> rjririf OTrTvr»»TAT i-n
DV. FIMMTUDAGUR 29. MARS1984.
■ 13
væntanlega myndu þeir setja um þaö
lög ef þeir mættu að öll umræða um
grunnskólalögin yrði bönnuð. Mennta-
málaráðherra hefur sýnt lofsverða til-
burði við aö hrófla við kerfinu og aö
vonum ætlar þá allt af göflum að
ganga.
Þá veröur einnig fróölegt að s já hver
verða örlög frumvarps um breytingu á
útvarpslögunum, þar sem gert er ráð
fyrir afnámi einokunar Ríkisútvarps-
ins. Gegn þessu frumvarpi berjast
ýmis sterk öfl meö hnúum og hnefum
og hafa hrætt ýmsa framsóknarþing-
menn frá stuðningi við það. Verður þó
síst séð að sá flokkur geti tapað á því
þótt breyting yröi á frá núverandi
ástandi.
Ekki verður síður fróðlegt að fylgj-
ast með framgangi orkumála og
iðnaðar. Þar eiga vafalaust eftir að
verða miklar orrahríðir, þegar hillir
undir samninga um hærra orkuverð til
álversins, hvað þá um ný stóriðjuver.
Raunar virðist ljóst orðið að svo ræki-
lega hafi fyrrverandi orku- og iðnaðar-
ráðherra getað klúðrað viðskiptum
Islendinga og álhringsins svissneska
að eitthvað mun enn dragast að við
náum viðunandi orkuverði. Engu að
síður verða þau mál ofarlega á baugi
næstu mánuðina og ekki væri ónýtt
fyrir ríkisstjórnina að geta mætt
atvinnusamdrætti við sjávarsíöuna
meö auknum orkuframkvæmdum.
Nú, þegar hillir undir „normalt”
þjóðfélag hérlendis að nýju eftir nokk-
urra ára hlé á slíku ástandi, ættum við
aö geta farið aö skipuleggja framtíð
okkar sem þjóðar og undirbyggt sókn
til bættra lífskjara nokkuö fram í
tímann. Forsætisráðherra hafði orö á
því í kringum áramótin að hann myndi
beita sér fyrir slíkri áætlanagerð.
Síðan hefur verið hljótt um það mál.
Eru einhverjir á móti þessu? Gaman
væri þá að vita hverjir það eru því aö
ekki munu þeir opinberlega mæla því
gegn. Það skulu lokaorð þessarar
greinar að hvetja forsætisráðherra til
þess að láta ekki deigan síga í þessu
máli og hafa forgöngu í því eins og
hannboöaðisjálfur.
.Ahrif hinna minnkandi veiða eiga eftir að koma i Ijos, ahrif sem orðið hefðu hvaða aðferð sem beitt hefði verið við takmörkun fiskveiðanna.'
Það er því alveg ljóst að þeir sem um
taumana halda á stjórnarheimilinu úr
báöum flokkum mega hafa sig alla við
á næstunni, ef ríkisstjórnin á að veröa
eins samhent í framtíöinni og hún
hef ur verið hingað til.
Hin smærri málin
Ef ríkisstjómin getur hætt að eyða
allri orku sinni í verðbólguamstur
hlýtur að því að koma að hún fari að
huga að ýmsum þjóðþrifamálum, sem
hafa legiö í láginni þetta fyrsta ár,
enda þótt fyrirheit hafi verið gefin um
úrbætur á ýmsum sviðum. Eitt af
fyrirheitum ríkisstjórnarinnar var
einföldun stjómkerfisins og var sett
nefnd ungra og vaskra manna í málið.
Olíkt flestum öðrum nefndum tók hún
starf sitt mjög alvarlega, vann af
kappi og skilaði niðurstöðum og tillög-
um.
En þá fór nú að fara um ýmsa.
Hróflað var viö grunnmúmöu valda-
kerfi sem stjómmálamenn og embætt-
ismenn hafa af mikilli kostgæfni komiö
upp á löngum tíma. Valdamiklir
embættismenn sem búast við að
„missa höfuðið” berjast eins og ljón
gegn hinum nýju tillögum, kerfið s jálft
titrar af ótta og andúð og ýmsir hinna
værokærari stjómmálamanna eru
hálfhræddir. Það verður fróðlegt aö
sjá hvernig umræöan snýst um tillögur
nefndarinnar. Hinir raunverulegu
íhaldsmenn í þjóðfélaginu, hvar í
flokki sem þeir standa, munu reyna að
koma í veg fyrir að þaö nái fram að
ganga.
Það verður líka fróölegt að sjá hvað
gerist í menntamálunum. Æ fleirum
verður ljóst að hin svokallaða grunn-
skólalöggjöf er meingölluð og þá ekki
síöur túlkun kennara og annarra skóla-
manna á henni. Raunar var aldrei viö
því að búast að svo viðamikil löggjöf
væri gallalaus. Vafalítið hafa þeir sem
að setningu hennar stóðu gert sér ljóst
frá upphafi að hana þyrfti að endur-
skoða í ljósi reynslunnar. En það
virðist ekki mega. Skólamenn, eöa öllu
heldur harösnúinn hluti þeitta, hafi
slegið sh'ka skjaldborg um lögin og þó
fyrst og fremst túlkun sína á þeim aö
Skattsektir og launamat
í atvinnurekstri
I viðmiðunarreglum rikisskatt-
stjóra, sem notaðar eru til aö reikna
einstaklingum í atvinnurekstri laun,
voru hæstar viðmiöunartekjur fyrir
árið 1982 279 þúsund krónur, en lægstar
95 þúsund. Til samanburðar má taka
launþega á árinu 1982, en þá var lág-
markstekjutrygging 82 þúsund krónur.
Samkvæmt úrtaki Kjararannsókna-
nefndar höfðu konur í fatasaumi
lægstu tekjumar á því ári, eða 106
þúsund krónur. Samkvæmt þessu geta
þeir scm vinna einir við eigin atvinnu-
rekstur ákveðið sér lægri laun en laun-
þegar sem lægst laun höfðu á árinu
1982.
I tekjuskattslögunum er ákvæöi um
að greiöa á í skattsekt allt að tífaldri
þeirri fjárhæð sem undan er dregin. I
framkvæmd hefur aidrei verið um
tíföldun að ræða, heldur algengast að
sektir séu frá 0,5 upp í í mesta lagi tvö-
földun. Einnig eru skattsektarupphæö-
ir allt of lógar, eða frá 5 til 10 þúsund
krónur og hafa ekki breyst frá því árið
1981 en þar er um fasta krónutölu aö
ræöa.
Aiþýðuflokkurinn
vísar leiðina
Upplýst er, að það stefni í 2—3
milljarða greiðsluhalla hjá ríkissjóði
verði ekkert að gert. Nálægt 800—900
milljónir vantar í húsnæðiskerfiö og af
þeim sökum blasir við að húsbyggjend-
ur og íbúðakaupendur geta fyrr en var-
ir staðið frammi fyrir miklum vand-
ræðum. — Það þolir því enga bið aö ná
inn þeim miklu tekjum sem ríkissjóður
veröur af vegna skattsvika.
Líkur benda til aö skattsvik hér á
landi séu ekki minni en í sumum okkar
nágrannalöndum eða 11% af þjóðar-
tekjum, sem samsvaraði um 5,3
milljörðum á árinu 1983, að söluskatt-
svikum undanskildum.
Það verður að gera þá kröfu til
stjórnvalda að tafarlaust veröi gripið
til raunhæfra aðgerða til aö ná inn í
ríkissjóð þeim gífurlegu fjármunum
sem stolið er undan skatti.
Alþýðuflokkurinn hefur vísað
leiöina. Nú er að sjá hvort ríkisstjómin
hefur kjark til að takast á við þetta
verkefni.
ríkisstjómin hyggst fara að ráðum
okkar Alþýðuflokksmanna og herða
innheimtu og eftirlit með skattsvikum.
Tillögur Alþýðuflokksins hafa því
þegar skilað nokkrum á rangri.
Fjármálaráðherra, sem komst ekki.
hjá að svara spurningum sem ég
beindi til hans er önnur tillaga okkar
Alþýðuflokksmanna var til umræðu á
Alþingi, taldi að sannleiksgildi orða
minna um skattsvik yrði að kanna, og
ekki væri skynsamlegt að láta þau orð
sem féllu í mínu máli sem vind um
eyruþjóta.
Arangurinn mátti lesa í DV föstu-
daginn 23. mars sl. Þar kom fram að
alrangar áherslur væm í skattaeftirliti
— flestir starfsmenn skattakerfisins í
smámálum. Þetta var nákvæmlega
það sem ég hafði haldið fram í um-
ræöum þótt þaö virtist þá lítið frétta-
efni, eöa þær tillögur sem fyrir Alþingi
liggjaum þettamál.
Ennfremur kom þar fram að fjár-
málaráöherra hefði falið skattarann-
sóknarstjóra að leggja fram tillögu til
úrbóta — og gegnumlýsa þyrfti heilu
stéttirnar og greinarnar á skipulegan
hátt, — en um það fjallar m.á. önnur
tillaga okkar Alþýðuflokksmanna, en
þeirri tillögu geröi ég grein fyrir á síð-
um DV24. febrúarsl.
Aðgerðir gegn skattsvikum
Hin tillaga okkar Alþýöuflokks-
manna fjallar um að fela ríkisstjóm-
inni tafarlausa framkvæmd eftirtal-
inna verkefna í þeim tilgangi að koma í
veg fyrir skattsvik og gera alla skatt-
heimtu ríkissjóðs skilvirkari og hrað-
virkari en nú tíðkast.
1. Að endurskoða lög um skipan
dómsvalds í héraði, lögreglustjóm,
tollstjóm o.fl. nr. 74/1972 með síðari
breytingum í þeim tilgangi að stofna
sérdeild við Sakaqtóm Reykjavíkur eða
sérdómstól sem feSigi a.m.k. eftirtalin
afbrot til meðferöar: Skattsvik, bók-
haldsbrot, gjaldeyrisbrot, faktúro-
falsanir, verðlagsbrot og fleiri skyld
brot.
2. Að endurskoða lög um meðferð
opinberra mála nr. 73/1973 með síðari
breytingum. Sérstaklega skal athuga í
því sambandi hvort hagfcvæmt sé að
refsiákvæði einstakra laga, svo sem
skatta- og bókhaldslaga, í því skyni að
samræma þau og beita í auknum mæli
sjálfvirkum sektarákvæðum fyrir af-
mörkuð afbrot í stað tímafrekari
dómsrannsókna á flóknum, umfangs-
miklum afbrotum sem leiöa af sér
refsivist í lengri eöa skemmri tíma.
4. Að undirbúa nauðsynlegar breyt-
ingar á bókhaldslögum nr. 51/1968 og
reglugerð þar að lútandi, sem tryggja
gleggri og áreiðanlegri fylgiskjöl með
skýrum upplýsingum fyrir utanað-
komandi aðila, t.d. skattrannsókna-
menn, þar sem fram kemur nákvæm-
ari sundurliöun reikninga. Ennfremur
að skuldbinda alla aðila til að taka í
notkun tölusett eyöublöð og reiknings-
form, sem eru útgefin og viðurkennd af
opinberum aðilum, t.d. skattstofum.
5. Aö beita sér fyrir nauðsynlegum
breytingum á lögum nr. 75/1981, um
tekjuskatt og eignarskatt með síöari
breytingum, svo og framtalsreglum til
aö tryggja áreiöanlegri og fjölþættari
upplýsingar um fyrirtæki og einstak-
linga í atvinnurekstri. Endurskoöa
þarf sérstaklega í því sambandi frá-
drátt af tekjum af atvinnurekstri, þar
með talið risnukostnaö, bifreiðafríð-
indi, launamat, afskriftir o.fl.
6. Að láta tafarlaust fara fram gagn-
gera endurskoðun á fyrirkomulagi
söluskattskerfisins með það aö mark-
miði aö koma á skilvísri innheimtu
söluskatts. Athugað verði, hvort hægt
sé að fækka undanþágum og lækka þar
með söluskatt.
7. Að beita sér fyrir aukinni hag-
ræðingu og tölvuvæðingu við upp-
lýsingaöflun og úrvinnslu skattfram-
talaogfylgiskjala.
8. Að beita sér fyrir að veitt verði
stóraukið fjármagn til skattaathug-
ana, einkum til rannsóknadeildar
ríkisskattstjóraembættisins, þannig að
hægt sé að taka til ítarlegrar rannsókn-
ar u.þ.b. 10—20% skattframtala fyrir-
tækja og einstaklinga í atvinnurekstri
árlega. Eðlilegt er aö skattsektafé
ríkisskattanefndar standi straum af
rekstri deildarinnar aö einhverju leyti.
Að öðrum kosti verður aö koma til sér-
greint fjármagn úr ríkissjóði eða frá
hinu almenna skattaeftirliti af
framtölum launþega.
„Likur benda til að skattsvik hér á iandi séu ekki minni en í sumurn okkar
nágrannalöndum eða 11% af þjóðartekjum, sem samsvaraði um 5,3
milljörðum á árinu 1983, að söluskattsvikum undanskildum."
fjölga og sérhæfa saksóknara í ákveðn-
um málaflokkum eða veita öðrum aðil-
um eins og ríkisskattstjóra eða skatt-
rannsóknastjóra ákæruvald í skatta-
málum.
3. Að endurskoöa refsilöggjöf og