Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Síða 15
DV. FIMMTUDAGUR 29. MARS1984.
15
Menning Menning /________Menning__________Menning
Höggmyndir í rekavið
á sýningu Sæmundar Valdimarssonar að Kjarvalsstöðum
„Þetta er allt höggviö úr rekaviðar-
drumbum,” sagöi Sæmundur
Valdimarsson um sýningu sína á
Kjarvalsstöðum sem staðið hefur frá
17. mars og lýkur 1. apríl. A sýningunni
eru 18 verk eftir Sæmund og þetta er
hans fyrsta einkasýning, en hann hefur
áður sýnt tvisvar á samsýningum.
Sæmundur er Barðstrendingur að upp-
runa og var búsettur þar til fullorðins-
ára en fluttist til Reykjavíkur 1948.
Hann fór að setja saman myndir úr
steinum og rekaviði 1970 og hefur gert
það stöðugtsíðan.
„Eg reyni fyrst að sjá hvað er í
hver jum drumbi, hverju er hægt að ná,
eftir lögun og stærð. Og svo sem ég
sögu um hvert verk. Þetta verk heitir
Misrétti, t.d. þessi drengur er beiskur
af því hann telur sig beittan misrétti,
hann er vanskapaður. Það er nefni-
lega misrétti víðar en í þjóðfélaginu,
það er misrétti í náttúrunni líka.”
Sýningu Sæmundar Valdimarssonar
lýkurl.aprílnk. -óbg.
Sinfóníutónleikar:
Fjölbreytt dagskrá
Þrettándu áskriftatónleikar Sin-
fóníuhljómsveitarinnar á þessu starfs-.
ári verða í Háskólabíói í kvöld. A efnis-
skrá veröa f jögur verk: Þjóðvísa eftir
Jón Asgeirsson, Andante spianato e
Grande Polonaise Brilliante eftir
Chopin, Píanókonsert nr. 1 eftir
Prokofieff og Konsert fyrir hljómsveit
eftir Bartok.
Stjórnandi verður bandaríski hljóm-
sveitarstjórinn Robert Henderson.
Hann hóf hljóðfæranám fjögurra ára
gamall og nám í hljómsveitarstjóm og
tónsmíðum ekki ýkja löngu síöar.
Stjórnaði flutningi á eigin tónsmíð 13
ára og vann til tónlistarverðlauna 16
ára. Hann er nú aðalstjórnandi
sinfóníuhljómsveitarinnar í Little
Rock, Arkansas, Bandaríkjunum.
Roger Woodward píanóleikari hefur
lengi verið í hópi eftirsóttustu
píanista í heimi. Hann kom fyrst fram
opinberlega í London 1971 og hefur
síðan verið lítið lát á tónleikahaldi þar
sem hann hefur komið f ram með fjölda
þekktra hljómsveitarstjóra. -óbg.
Robert Henderson hljómsveitarstjóri.
Arkitektar - Verkfræðingar - Byggingameistarar - Húseigendur
[EmEliTR CSI ab Svíþjóð
er eitt elsta fyrirtækið í Evrópu með þessa nýjung.
1. Cementa gólfílagningarefni sem stenst allar þær gæðakröfur er til
þarf í íbúðarhúsum og öðrum mannvirkjum.
2. Með þessu efni þurfa múrarar ekki að bogra við að strauja gólf eða
að skríða á fjórum fótum við að pússa þau.
3. Fljótandi efni sem leggur sig sjálft og verður algjörlega lárétt
(spegilslétt).
4. Mun ódýrara en gamla aðferðin.
5. Þornar á 24 tímum.
6. Fyrir ný sem gömul gólf (getum rétt af gólf allt út í 1 mm).
7. Hagstæðir greiðsluskilmálar á efni og vinnu. Dæmi: Þú greiðir 30%
út og eftirstöðvar á allt að 6 mánuðum.
Allar upplýsingar gefur Gunnar F.E. Magnússon múrari í síma 20623 kl.
12-13 og 18-22.