Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Qupperneq 16
16
DV. FIMMTUDAGUR 29. MARS 1984.
Spurningin
Ertu fylgjandi jafnrétti?
Pétur H. Steinsson: Já, ætli ég sé þaö
ekki.
Oskar Hansen: Já, ég er eindreginn
stuðningsmaöur jafnréttis.
Magnús Sveinsson: Ég er jafnréttis-
lega sinnaöur að mörgu leyti en með
mörgum fyrirvörum. Jafnrétti á það á
hættu aö ganga út í öfgar og verða að
misrétti.
SörenLarsen: Já,já,þaðerég.
SigurðurGunnarsson: Já, égerþaðað
vissu leyti.
Bergiind Hilmarsdóttir: Já, ég held að
ég sé það.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Frá New Orleans i Bandarikjunum. Lögreglumaðurinn til vinstri er látinn og sá sem liggur upp að trénu er
særður. Skotbardagar eru daglegt brauðV útlandinu og bréfritari vill meina að Íslendingar séu heppnir að
sleppa með minni háttar ókurteisi. ■
Morð eða ókurteisi?
Guðmundur Sigurðsson skrifar:
Alveg rak mig í rogastans er ég las
í lesendadálki ykkar DV-manna
grein eftir mann sem kallar sig Is-
lending.
Þar telur hann upp hina ýmsu
galla íslensku þjóðarinnar og nefnir
atriöi eins og ósiðsemi í umferðinni,
eigingirni í viðskiptahfi og ókurteisi
Islendinga i daglegum samskiptum
yfirleitt.
Svo segir þessi frómi Islendingur
að svona lagað þekkist ekki í út-
landinu. Og svo lætur hann það fljóta
með aö það sé þeim aga sem her-
skyldu fylgir að þakka að aðrar
þjóðir séu lengra á veg komnar en
viö í þessum málum. Hann segir orð-
rétt: „Morð, rán og ofbeldi eru ekki
fátíð í nágrannalöndunum, fremur
en annars staöar. En þjóðlíf í dagsins
önn er meö öörum hætti. . . Fólk á
ekki í samskiptaörðugleikum á al-
mannafæri og kurteisi er aðalsmerki
almennings.”
Heyr á endemi. Svo er að skilja á
þessum orðum aö „Islendingurinn”
vilji skipta á morðum og ránum fyrir
einhverja almenna kurteisi. Ætli
hann væri þá tilbúinn aö skipta á lífi
sínu og ókurteisi annarra í umferð-
inni eða aö þurfa að berjast til að
komast inn í strætó? Ætli Lundúna-
búar vildu ekki láta okkur Islendinga
fá hinar fallegu biðraðir viö strætis-
vagnana í skiptum fyrir
sprengingarnar í Harrods
magasíninu og víðar?
Nei, vinur, svona hugsunarháttur
gengur ekki. Að fara að láta okkur
Islendinga handleika einhver vopn
svo við hættum aö svína fyrir næsta
bíl eru léleg kaup.
Það æsir upp í fólki þjóðrembu og
fólk fer að fremja alls kyns ódæöis-
verk í nafni þjóðarinnar og áður en
við vitum af hætta bankarán og morð
og þykja forsíðufrétt í blöðum. Nei
takk. Við erum komin nógu langt í
þeirri þróun samt.
Þjóðernisrembingur er hættu-
legur. Það sanna dæmin. Hvað eftir
annaö hafa stríösóöir forystumenn
þjóða allt í kringum okkur notfært
sér þjóöerniskennd til að réttlæta
hroðaleg myrkraverk. Lítum á Hitl-
er og gyðingana og reyndar öll hans
verk í styrjöldinni miklu. Lítum á
Brésnev og Afganistan. Lítum á
Reagan og E1 Salvador. Lítum á
fleira og fleira. Allt er þetta gert
undir því yfirskini aö vernda hags-
muni þjóðarinnar. Hvað er ókurteisi
úti á götu í samanburði við öll þau
mannslíf sem hafa farið fyrir lítið í
styrjöldum og orrustum sögunnar.
Og þú, Islendingur. Ef þú ætlar að
svara þessu þá skaltu hugsa þig um
tvisvar áður en þú stingur niður
penna.
Þau í fiskiðjuverinu á Súgandafirði
vílja aðstöðu til að drekka kaffið sitt.
Léleg kaffi-
aðstaða
íFiskiðjunni
á Súgandafirði
Verkakona á Súgandafirði hringdi:
Hún sagðist ásamt starfssystrum í
frystihúsi Sambandsins á staðnum
vera oröin þreytt á aðstöðuleysinu í
kaffitímunum. Þær þyrftu aö hírast í
fatahenginu með stígvélin svo að segja
ofan í kaffibollunum. Svo væri þarna
fullt eins og kalt og inni í salnum
sjálfum.
Starfsfólkið hefur margítrekað beðið
um sómasamlega kaffiaðstöðu en
ekkert hreyfst í þá átt.
Afengishækkanir
1747—1821 skrifar:
Nú dynja hækkanir yfir okkur eins
og snjókom úr lofti. Nú síðast er það
áfengiö og tóbakið. Mér skilst á öilu
aö hækkunin sé á bilinu 3 til 80
prósent. Til dæmis hækkar Campari
úr 320 kr. í 570 kr! Þegar síðasta
hækkun var gerð, þann 13. des.
síðastliðinn, var sú hækkun gerð tfl að
„jafna” verðið. Og þá langar mig til
að spyrja háttvirtan forstjóra ATVR
hvemig standi á þessari svakaiegu
hækkun. Þetta getur nú varla verið
„jöfnun” á verði.
Fleiri
myndir
með
Doris Day
Jóna Sigurgeirsdóttir hringdi:
Mikið ægilega varð ég ánægð
þegar ég sá að sjónvarpið ætlar að
fara að sýna mynd með Doris Day
um næstu helgi. Vona ég bara að
sjónvarpiö haldi því áfram og sýni
þá einhverjar myndir með henni og
Rock Hudson í aðalhlutverki. Gott
hjá ykkur.
Tekið i nefið.
73% hækkun
á neftóbaki
— of mikið
Tryggvi Þorvaidsson hringdi:
Eg er mjög gramur og óánægður
með það hve hækkun á neftóbakinu var
gífurlega mikil. Hækkaði dósin úr 22
krónum í 38 eða um 73%. Hvernig
getur staðið á svona gífurlegri
hækkun? Hvers eigum við gömlu
mennirnir að gjalda? Margir erum við
aöeins meö okkar einu innkomu í mynd
ellilífeyris eða þá meö lágar tekjur
annars staðar frá. Þó að þessi nef-
tóbaksneysla hafi einhver óhreinindi í
för með sér þá er hún mörgum okkar
bráðnauðsynleg og sumir okkar geta
hreint ekki verið án þess arna.
Því spyr ég, hví svona gífurlega
hækkun?
Við þekkjum hana úr Me and My
Girl þessa. Sá þáttur fær hrós hjá
brófritara.
Góður
skemmtiþáttur
3196—3834 skrifar:
Jæja. Haldiö ykkur nú fast. Eg ætla
aö þakka fyrir góðan skemmtiþátt,
íslenskan, sem var í sjónvarpinu
laugardaginn 17. mars. Þaö er alitaf
góð tilbreyting að hlæja.
Vellingur með nokkrum vel
gerjuðum rúsínum hefði eflaust aukið
á kæti mína en það þýðir ekki að tala
um það sem ekki er hægt. Áfram með
góða skapið. Meira af þessu.
Skilaboö til sjónvarpsins frá vinnu-
félaga mínum, Herdísi:
Þátturinn Me and My Girl er eitt-
hvað það besta sem sést hefur í sjón-
varpinu. Það eru víst fleiri á sama
máli og hún.