Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1984, Side 18
Lögmenn Aðalfundur Lögmannafélags Islands verður haldinn að Hótel Sögu, hliðarsal 2. hæð, föstudaginn 30. mars og hefst kl. 13. Arshóf félagsins verður haldiö að kvöldi sama dags í Atthagasal Hótel Sögu og hefst kl. 19.00. STJORNIN. OFFSETLJÓSMYNDUN OG SKEYTING Óskum að ráða offsetljósmyndara sem einnig er vanur skeytingarvinnu. Upplýsingar gefur Ólafur Brynjólfsson. FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Siðumúla 12. l|f Tilkynning Þeir sem telja sig eiga bíla á geymslusvæði „Vöku” á Artúns- höföa þurfa að gera grein fyrir eignarheimild sinni og vitja þeirra fyrir 10. apríl nk. Hlutaðeigendur hafi samband við afgreiðslumann „Vöku” að Stórhöfða 3 og greiði áfallinn kostnað. Aö áðurnefndum fresti liönum verður svæðið hreinsað og bíl- garmar fluttir á sorphauga á kostnaö og ábyrgö eigenda, án frekari viðvörunar. Reykjavík, 21. mars 1984. GATNAMALASTJORINN IREYKJAVIK Hreinsunardeild. Laus staða Staða sérfræöings innan læknadeildar Háskóla Islands er laus til umsóknar. Gert er ráð fyrir, að stöðunni verði ráðstafað til tveggja ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi, og er læknis- menntun ekki skilyrði. Umsókn fylgi starfsáætlun á sviði rannsókna í læknisfræði. Jafnframt fylgi umsögn þess kennara innan læknadeildar sem umsækjandi hyggst starfa með, þar sem fram komi staðfesting þess að starfsaðstaða sé fyrir hendi og aö annar kostnaður en laun sérfræðingsins verði greiddur af viðkomandi stofnun eða deild. Nánari upplýsingar veitir forseti læknadeildar. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf sín, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6,101 Reykjavík, fyrir 26. apríl nk. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ, 26. mars 1984. QSx 'ANTAK A EFTIRTAL / HVERFI: GLAÐHEIMA MÖÐRUFELL DV. FIMMTUDAGUR 29. MARS1984. Menning Menning Menning Jafnvægið milli lista- mannsins ogformanna — um sýningu Helmut Federle Nýlistasafnið býður nú upp á sýningu á verkum eftir Helmut Federle sem búsettur er í Ziirich í Sviss. Hann hefur haldiö 9 einka- sýningar í þekktum söfnum og galleríum í Sviss og tekiö þátt I fjölda samsýninga víðs vegar í heiminum. Samband listamannsins við formin Helmut Federle sýnir smá- myndir, teikningar á pappír, þar sem bæði má merkja hlutlæga og óhlutlæga myndsýn. Flestar eru myndirnar fagurfræöilega óálit- legar, einnig sem þær verða að teljast oft æði ópersónulegar. En þessar neikvæðu athugasemdir sem miðast við hefðbundna listskoðun hafa þó sínar skýringar eins og fram kemur í sýningarskrá. Þar kemur m.a. fram að þessi myndverk tengjast á engan hátt expressionism- anum líkt og áhorfendur gætu haldiö, þau lýsa ekki neinum tilfinningum á borð við reiði, ótta eða hryggð. Og þau eru á engan hátt til að undir- strika persónuleika eða innra ástand listamannsins. Og auk þess hafa þessi verk enga skírskotun til umhverfisins. Teikningar Helmut Federle eru fyrst og fremst spuming um jafnvægi eða svörun milli lista- mannsins og listarinnar, eða eins og Myndlist GunnarB. Kvaran segir í sýningarskrá: „það sem skiptir máli er ekki samspiliö milli formanna. heldur samspiliö milli mín og formanna.” Málverkið miðast því ekki við sjálft sig heldur við sjálfan listamanninn, óháð sögunni, samfélaginu eða lista- sögunni með öllum sinum hliðar- greinum. Ljót og leiðinleg sýning En þó svo að ásetningur lista- mannsins sé vel skýrður í sýningar- skrá eru það samt sem áður myndimar sem áhorfandinn skoðar og veltir fyrir sér. Og líkt og öll myndlist byggjast þessi verk á ákveðnu myndmáli og myndskrift. En í þessum verkum er erfitt að sjá tengslin milli myndmálsins og hinna fræðilegu hugleiðinga. Við getum ekki merkt í verkunum hið uppbyggjandi samspil milli lista- mannsins og formanna. Við sjáum aðeins hiö endanlega verk sem virkar líkt og pár, auk þess sem formin detta stundum ofan í sögu- lega þekkt fyrirbæri eins og t.d. formheim Mondrians eða Arp. En í gegnum textann fáum við þá vit- neskju að verkin séu „fullkomin” vegna þess að þau eru í jafnvægi við „sýn” listamannsins. Viðkunnanlegar hugleiðingar Þegar á heildina er litið og reynt er að skoða sýninguna í ljósi þeirra upplýsinga sem er að finna í sýningarskránni getur maður verið fyllilega sáttur og jafnvel hrifist af þessum viökunnanlegu hug- leiðingum. En aftur á móti virkar textinn ekki í sambandi við myndimar. Þær detta inn í lista- söguna sem söguleg endurtekning. Eða hvemig fellur pop-portrettið inn íkenningarkerfið? -GBK. Myrtd eftir H. Federle. Ljósm. GBK. Listahátíð 1984: Lundúnafílharmónían með tvenna tónleika — dagskrá hátíðarinnar að mestu f rágengin Listahátíð 1984 hefst í Reykjavík 1. júní næstkomandi og stendur til 17. júní. Dagskrá hátíðarinnar er nú í stórum dráttum tilbúin og byggir aö miklu leyti á listsköpun síöustu tveggja áratuga, áranna 1964 til 1984, eins og kemur fram í efnisvali á tónleikum og sýningum. Að öðru leyti leggur stjórn hátíðarinnar áherslu á að kæti og gleði ríki á há- tíðinni með útiuppákomum og ýmsu fleiru. Þá veröur reynt aö nýta úthverfin sem mest til sýninga svo fólk þurfi ekki að leggja á sig löng ferðalög tii að n jóta listahátíðar. Setningarathöfn verður í Laugar- dalshöll þann 1. júní. Þar mun menntamálaráðherra flytja ávarp og Sinfóníuhljómsveitin leika syrpu íslenskra dægurlaga sem vinsæl haf a verið síðustu tvo áratugi. Einnig mun Bob Krr’s Whoopee Band, ensk kráarhljómsveit halda uppi fjöri og danshljómsveit undir stjórn Guiuiars Þórðarsonar leika fyrir dansi. Einn helsti tónlistarviðburður há- tíöarinnar verður án efa heimsókn Fílharmóníuhljómsveitarinnar frá Lundúnum sem halda mun tvenna tónleika undir stjóm Vladimú- Ashkenazy.Munu Ashkenazyog Stef- án sonur hans leika einleik á píanó á þessum tónleikum. Þá mun ítalska söngkonan Lucia Valentini Terreni IJSl'AH/VTÍD í REYKJÁVÍK #1. 17JÚNÍ 1984 THK REÝKjAVfK FESTIVAL Merki listahátíðar: Heilög Sesselja hoppar af kæti yfir menningarlifi höfuðborgarbúa. syngja á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar og Christa Ludwig og Eric Werba munu einnig halda tónleika. Auk þess mun fjöldi íslenskra tónlistarmanna koma fram í tengslum við hátíðina. Af léttari tónlist má nefna að írska þjóölagasveitin The Chieftains mun halda tónleika og norrænir jass- tónleikar verða haldnir, tveir að tölu. Þá er unnið að því að fá hingað þekkta erlenda rokkhljómsveit, auk þess sem samnorrænir rokktónleikar verða haldnir. Verk félagsmanna í FIM verða kynnt í þáttaröð í sjónvarpi meöan hátíðin stendur og af öðrum sýningum má nefna yfirlitssýningu á verkum íslenskra listamanna búsettra erlendis. Þá verður sýning á íslenskum listvefnaði og yfirlits- sýning á vegum Leirlistarfélags Islands. Milli skinns og hörunds, nýtt leikrit Olafs Hauks Símonarsonar, verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu undir stjóm Þórhalls Sigurðssonar. Borgarleikhúsið í Stokkhólmi mun flytjagestaleik: „Narmanharkans- lor”. Þá kemur hingað þekktur hópur látbragðsleikara frá Banda- ríkjunum, Morse Mime Repertory Theatre, og einnig látbragðs- leikarinn Adam Darius. írskur leikari, Nile Toinin, bregður sér í gervi Brendan Behan og flytur dag- skrá með verkum hans. Og svo kemur þekktur gjörningahópur frá Finnlandi, Jack Helen-Bmt. Enn eru viss atriði á dagskrá lista- hátíðarinnar ófrágengin og eitthvað kann að bætast við. En það er ljóst að menningarunnendur mega láta hendur standa fram úr ermum fyrstu sautján dagana í júní. -óbg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.