Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. APRIL1984. Skelfískveiðibúnaðurinn kominn i iand og strákamir 6 Ólafí Magnússyni biðu eftir að fá netaborðið um borð. Jón Jósefsson stýrimaður er tH vinstrii myndinniilopapeysu. DV-mynd: GVA Húnaflóabátar verða að leita langt í bolfiskinn: Á leið í Breiða- fjarðarveisluna — yrði hvort eð er engin landvinna af róðrum okkar héðan, segir einn stýrimaðurinn „Þaö er ekkert annað fyrir okkur aö gera en að sigla þangað sem einhvern fisk er að fá og landa svo auðvitað í næstu verstöð. Þegar verið er að segja að með þessu séum við að flytja land- vinnuna af okkar báti til annarra staða gleymist að það yrði hreint enginn fisk- vinna í landi hér ef við rérum héðan. Við fengjum hreinlega ekki neitt,” sagði Jón Jósefsson, stýrimaður á Olafi Magnússyni frá Skagaströnd, er DV hitti hann i Skagastrandarhöfn fyrir helgi. Olaf ur Magnússon hefur verið á skel- veiðum í Húnaflóa frá því í september en vertíðinni lauk í siðustu viku. Síðan hafa skipver jar unnið að því að skipta um veiðarfæri, hífa skelveiðarfærin í land og gera klárt fyrir netaveiðar. „Ætli við verðum ekki klárir annað kvöld og þá förum við sjálfsagt í veisluna í Breiðafirðinum,” sagði Jón. Fyrir tveim til þrem árum var línuveiði orðin þokkaleg hjá Húnaflóa- bátum á miðum sem höfðu verið friðuð fyrir togarasókn um nokkra hríð. Síðan var sú friðun felld úr gildi og datt botninn um leið úr þessum veiðum. Því verða bátarnir nú að róa svo langt til fiskjar að ekki svarar kostnaði að sigla með aflann til heimahafnar heldur næstu löndunarhafnar. -GS. Mikil samkeppni á tölvumarkaðnum: Átján fyrirtæki svöruðu útboði Innkaupastofnunar „Það voru átján fyrirtæki sem gerðu tilboð og sum þeirra buðu reyndar fleiri en eina tegund. Ég held aö það sé ekki rétt á þessu stigi að nefna tölur varðandi verð, vegna þess að ég tel það vera villandi. Þær eru ekki alveg samanburðarhæfar. Það liggur þó ljóst fyrir að sam- keppnin er mikil á tölvu- markaðnum.” Þetta sagöi Asgeir Jóhannesson, forstjóri Innkaupastof nunar ríkisins, er DV spurðist fyrir um útboð stofn- unarinnar sem opnuð voru síðastliöinn föstudag. Utboðið byggðist á því að leitað var eftir sem hagkvæmustum kaupum á tölvum. Boðið var upp á að gera ákveðin magnkaup. Meö þessu var ekki aðeins vænst hagkvæmasta verðs heldur líka mestrar samræmingar. Þess má geta, að boðið var upp á að kaupa annars vegar litlar einka- tölvur og hins vegar stórar einka- tölvur. Stærðarflokkarnir miöast viö afkastagetu tölvanna. „Við buðum upp á að kaupa i ein- um pakka frá 50 til 100 tölvur, frá 100 til 200 tölvur og loks frá 200 og þar yfir. Og þessar magntölur giltu fyrir báða stærðarflokkana. Auk þess var beðið um hugbúnað, prentara og teiknara fyrir báöar stærðimar. Ásgeir sagði ennfremur að tölvumar væm fyrir hinar ýmsu ríkisstofnanir og að útboðin væru gerð í samráöi við Fjárlaga- og hag- sýslustofnun og Skýrsluvélar ríkis- ins. Til upprif junar má minnast á það tölvuútboð sem Innkaupastofnun ríkisins gerði nýlega vegna tölvukaupa framhaldsskólanna. „Orvinnslan á þeim tilboöum er langt komin, engin ákvörðun hefur samt verið tekin um kaup. En einnig þar var mikil samkeppni. ” Þau átján fyrirtæki sem opnuð vom tilboð frá siðastliðinn föstudag eru þessi: I. Pálmason, Rafís, Elding Trading, Heimilistæki, Skrif- stofuvélar, Þór hf., Isrás, Radíó- búðin, Gísli J. Johnsen, Islensk tæki, Kristján 0. Skagfjörð, örtölvutækni, Sameind, Einar J. Skúlason, Míkró, Olivetti, Rafrás, Atlantis. -JGH. Tveir nýir varaþingmenn Tveir nýir varaþingmenn tóku í fyrsta sinn sæti á Alþingi í gær vegna utanfara þingmanna. Svanfríður Jónasdóttir, kennari á Dalvík, tók sæti Steingríms J. Sigfús- sonar, þingmanns Alþýðubanda- lagsins í Norðurlandskjördæmi vestra, en Svanfríður skipaöi 2. sætið á lista Alþýðubandalagsins þar við síðutu kosningar. Þá tók Jón Magnússon lög- fræðingur sæti Friðriks Sophus- sonar, varaformanns Sjálfstæðis- flokksins. Jón Magnússon skipaði 9. sætiö á lista Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík við síöustu þingkosningar og er því þriðji varaþingmaður flokksins í því kjördæmi. Jón tekur nú sæti á Aiþingi þar sem fyrsti vara- þingmaöurinn, Geir Hallgrímsson, á nú þegar sæti á Alþingi í fjarveru Ellerts B. Schram og annar vara- þingmaðurinn, Guðmundur H. DV-myndir GVA. Garðarsson, baðst undan þeirri skyldu þar sem hann er á förum til útlanda. I gær tók einnig sæti á þingi Böðvar Bragason, sýslumaður Rangæinga, sem varamaður Þór- arins Sigurjónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Böðvar hefur áður tekið sæti á Alþingi sem varaþingmaður. -ÓEF. j dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari Er drykkjuskapur veikindi? Hsstiréttur hefur kveðið upp dóm um þaö að fyllerí teijist ekki til veikinda. Þótti engum mikið. Verður það raunar að teljast einn besti brandari ársins að nokkrum manni skuli detta í hug að krefjast þess fyrir æðstu dómstólum að menn séu löglega forfaliaðir frá vinnu þegar þeir detta í það. Þessi málaferli stafa hins vegar af þeim nýmóðins kenningum að alkóhólistar séu sjúklingar á borð við asmas júklinga, h jarta- og kranssða- veika. Drykkjumaðurínn hefur sem sagt fundið það út að drykkju- skapurinn sé honum ósjálfráður eins og hver önnur veiki sem ekki sé við ráöið. Rétt eins og fólk hringir í vinnuveitanda á morgnana og boðar forföli vegna kvefpestar, niðurgangs eða gubbuveiki vilja drykkju- mennirnir meina að þeir hafi rétt til að hríngja á vinnustað og tilkynna að þeir séu dottnir í það og geti því miður ekki mætt til vinnu. í stað þess að tuska starfsmanninn til og velja honum nokkur vel valin orð fyrir aumingjaskap og fyllerí á virk- um dögum á vinnuveitandinn að iýsa hluttekningu sinni og áhyggjum yfir þessurn nýju veikindum og óska þeim fulla góðs bata sem fyrst. „Vona að renni af þér sem fyrst, góði, og hafðu það gott á meðan.” Síðan fylgi óskir um að sá fulli láti fara vel um sig meðan á drykkju- skapnum stendur. Þar næst getur starfsmaðurinn haldið áfram drykkju sinni á fuliu kaupi, ráfað um á öldurhúsum, heimsótt vinnufélaga sina góðglaður og skandaliserað opinberlega i nafni veikinda sinna. Þyrftu menn ekki lengur að nota helgarnar til drykkjuskapar vegna þess að þeir hefðu kvittun upp á það frá vinnuveitanda og Hæstarétti að fyllieríið flokkaðist undir veikindi. Þeir hörðustu gætu meira að segja tekið upp á þvi að mæta í vinnuna rallhálfir og fengju þá bónus- greiðslur fyrir þá ósérhlífni að mæta veikir til vinnu. Ekki er því að neita að afturbata- samtökum i áfengismálum hefur vegnað vel í þeirri viðleitni sinni að þurrka upp þjóðina og forða f jöldan- um öllum af mönnum frá áíengis- bölinu. Ekki sist hefur sá árangur náðst þegar drykkjumennirnir hafa fengið síðustu aðvörun frá vinnuveit- endum sinum sem ekki telja sig hafa efni á því að hafa menn á háum laun- misstu vinnu vegna drykkjuskapar. Ef fyllibyttan fengi löggilta staðfestingu á því að drykkja hans flokkaðist undir veikindi, rétt eins og hver önnur gubbupest, er stutt i það að helftin af þjóðinni farl i veikindafri og drekki sig fulla með góðri samvisku helga daga sem virka. Kæmi jafnvel að þvi að verka- lýðsfélög- og starfsmannaklúbbar settu fram kröfur um að bar verði opnaður á vinnustað fyrir þá sem mættu til vinnu en réðu ekki við veikindi sin öðru visi en hafa viskíglas við höndina. Gott ef ekki kæmi fram krafa um að brennivínið yrði niðurgreitt fyrir blessaða sjúkiingana og tekið inn á almanna- tryggingar fyrir þá sem verst eru settir. Ef læknavísindunum hefur fleygt svo fram að þær kenningar standast, að fyllerí séu veikindi kemur fljótt að þvi að ræfilsháttur og vesaidómur verði einnig skýrðir sem sjúkdómar og sótt um bevís hjá Hæstarétti. Varla er það vitlausara prófmál heldur en sá brandari að drykkju- skapur sé lögleg forföll og venjuleg veikindi. Dagfari. um sífulla kvölds og morgna. En SÁÁ og AA færi fyrir lítið ef sú hótun hætt er vlð að öll sú góða viðleitni hjá væri ekki lengur til staðar að menn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.