Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Síða 13
13 DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. APRIL1984. EGGJABÆNDUR TAKA DV SÉR TIL FYRIRMYNDAR Ritstjómargrein DV laugardaginn 24. mars sl. ber heitið „Einokunar- hneigðin játuð” og hefst á eftirfar- andi tilvitnun úr ritstjórnargrein í 5. tbl. Búnaöarblaðsins Freys eftir undirritaðan: „Jafnframt yrði undirboðum hætt”. Þessi tilvitnun er niðurlag setningar sem í heilu lagi hljóðar: , J'yrrnefndir eggjafram- leiðendur hafa beitt sér fyrir því aö stofnuö verði dreifingarstöð fyrir egg þar sem gæðaeftirlit færi fram á þessari matvöru og jafnframt yrði undirboðum hætt.” Þetta þykja Jónasi Kristjánssyni fim mikil. Mig langar að rif ja upp að fleiri en eggjaframleiðendur hafa komið auga á að undirboð standast ekki til lengdar. Fyrir nokkrum árum voru gefin út tvö síðdegisblöð í Reykjavík, Dagblaöiö og Vísir. Þau áttu í harðri samkeppni sem lauk þannig að blöðin sameinuðust i blaði því þar sem þessar línur birtast. Eitt af því sem Dagblaðiö og Vísir háðu haröa baráttu um á meðan þau komu bæði út var að ná til sín smá- auglýsingum og buðu þau upp á ýmis kostakjör í því skyni. Eftir að blööin sameinuðust lögöust þessi kostakjör niður og hafa ýmsir orðið til að vekja athygli á því í lesendadálkum dag- blaða. Hagræðing Jafnframt því að undirboðum í smáauglýsingar var hætt, þegar DV varð til, er augljóst að ýmissi hag- ræðingu varð komið á í rekstrinum, t.d. að í stað tvöfalds dreifingar- kerfis dugir eitt dreifingarkerfi, eitt innheimtukerfi o.s.frv. Jónas Kristjánsson vitnar í aðra setningu í áðumefndri ritstjórnar- grein Freys. Hún hljóðar: „Þá láðist eggjaframleiðendum gjörsamiega að koma á skipulagi á þessa fram- leiðslugrein”. Fellur Jónasi að því er virðist þungt að eggjaframleiðendur sjái að tími sé kominn til að bæta úr því. Eg tel hins vegar að eggjafram- leiðendur hafi ekki haft mörg önnur betri dæmi til eftirbreytni í þeim efn- um en sameiningu Dagblaðsins og Vísis. Enginn fer í grafgötur um að hagur DV er mun betri en Dag- blaðsins og Vísis hvors um sig var áður. Jónas Kristjánsson á sér, ef marka skal ritstjómargreinar hans um árabil, ekki annað meira keppikefli en að ófrægja og rifa niður sölukerfi, landbúnaðarvara. I ævisögu sinni rekur Ingólfur á Hellu upphaf þess fyrirkomulags, sem ríkt hefur í um hálfa öld á afurðasölu landbúnaðarins, til frumvarps sem lagt var fram á Alþingi árið 1933, en fyrsti flutningsmaður þess var Olafur Thors. Meðflutningsmenn vom Bjarni Ásgeirsson, Pétur Otte- sen og Jörundur Brynjólfsson, þ.e. tveir þingmenn úr Sjálfstæðisflokki og tveir úr Framsóknarflokki (Ingólfur á Hellu, I. bindi, bls. 109 og áfram. BókaútgáfanFjölnir 1982). I þeim löndum sem við eigum mesta samleið með er sölukerfi land- búnaöarvara byggt að mestu leyti upp á samvinnugrundvelli eins og hér. Þetta kemur ekki á óvart þar eð framleiðendur em margir og búvörur þeirra eru yfirleitt óað- greinanlegar í sölu, þ.e. vörur eins bónda, t.d. mjólk og kjöt, frá vörum annarra bænda. Um samvinnufyrir- komulag á sölu búsafuröa, eins og ríkir hér á landi, ríkir sátt í ná- lægum löndum, þótt vandamál land- búnaðarins þar sem hér séu ærin. Skrif um landbúnaðarmál eins og þau sem Jónas Kristjánsson hefur tamið sér setja hvergi mark á um- ræðu um landbúnaö í nálægum lönd- um. Mér er nær að halda að i huga höfundar sé málflutningur sá sem hann temur sér í ætt við þá lensku sem rikti og ríkir enn í meðal Austur- Húnvetninga, að gera sér dagamun og skemmtun af að magna upp á- greining og er þar skemmst að minn- ast málefna Blönduvirkjunar. Þessi skrif hefur Jónas stundað töluvert á annan áratug, fyrst sem ritstjóri Vísis, síðan Dagblaösins og nú DV. Þeir sem kunnugir eru málum eöa vilja kynna sér mál vita að þessi iðja er eins og hver annar húskross sem dæmist á menn að búa við. Jónas hefur hins vegar haft mikil áhrif á þá sem þekkja ekki til, né hafa tíma né áhuga á að setja sig inn í málin. Mann rekur sífellt i roga- stans að kynnast þeim ranghug- myndum og illgirni sem almenningi hefur verið innrættur og skal tekið fram að fleiri en Jónas Kristjánsson eiga þar hlut aö máli, þótt fæstir aörir en hann hafi tækifæri til að láta útvarpið flytja þjóðinni þennan mál- flutning með lestri úr forystugrein- um. I hugvekju sem séra Guðmundur Oskar Olafsson skrifar í Morgunblaðið sunnudaginn 25. mars sl. minnist hann á tíðarandann, sem ærirogsærir. Kunnar eru galdraofsóknir fyrri alda semkostuðu marga lífiö, þ.á m. hér á landi. I fersku minni eru einnig sakamál sem upp komu hér á landi fyrir fáum árum og langan tíma tók að upplýsa en nístu þjóðina inn að hjarta, meðan þau stóðu sem hæst. A hinn bóginn á þjóðin einnig minning- ar um margar bjartar stundir þegar hún sameinaðist um hugsjónir sínar og ber þar e.t.v. hæst í huga núlifandi fólks lýðveldishátíöin áriö 1944. Sá tíðarandi sem Jónas Kristjáns- son ritstjóri hefur átt mikinn þátt í aö skapa i afstööu almennings til málefna landbúnaðarins er í huga f jöldamargra sem starfa að þessum atvinnuvegi eða eru kunnugir málum hans í ætt við galdraofsóknir Kjallarinn MATTHÍAS EGGERTSSON RITSTJÓRI BÚNADAR- BLAÐSINS FREYS fyrri alda og ærumeiðingar og of- sóknir sem saklaust fólk varö fyrir þegar áðurnefnd sakamál komu upp. Sérhver Islendingur á þátt í að skapa þann tíðaranda, sem ríkir hér á landi, sumir mikinn, aörir lítinn. Jónas Kristjánsson á mikinn þátt í því. Ég á þá ósk honum til handa að hann láti af þeirri iðju sinni að ala á úlfúð með þjóðinni en beiti penna sínum til að lækna og græða. Matthías Eggertsson, ritstjóri Freys. • „Ég tel hins vegar að eggjaframleiðendur hafi ekki haft mörg önnur betri dæmi til eftirbreytni í þeim efnum en sameiningu Dag- blaðsins og Vísis. Enginn fer í grafgötur um að hagur DV er mun betri en Dagblaðsins og Vísis hvors um sig var áður.” Allir hafa fyrir augunum hvernig sumir, sem berast verulega á, greiða lítinn eða engan tekjuskatt. Með ein- hverjum hætti, löglegum eða ólögleg- um, tekst þeim að sleppa frá skatt- inum. Á sama tíma verða aðrir að bera hlutfallslega meiri byrðar, af því að þeir eru í rauninni að greiða þeim mun hærri skatta vegna hinna sem sleppa. I þessu felst eitthvert mesta óréttlætið í þjóöfélagi okkar í dag. Gögn sem unnin eru úr framtölum sanna svo ekki verður um villst hvernig komið er í þessum efnum. I ritinu Vinnumarkaðurinn 1981, sem opinber stofnun, Áætlunardeild Framkvæmdastofnunar ríkisins, gefur út, er gerð grein fyrir meðal- tekjum ýmissa stétta samkvæmt skattframtölum. Þar kemur fram aö eigendur fyrirtækja eru með 30% lægri framtaldar tekjur til skatts heldur en þeir faglærðu starfsmenn sem hjá þeim vinna. Eigendurnir eru jafnframt með framtaldar meðal- tekjur sem eru 16% lægri að meðal- tali en ófaglært fólk og skrifstofufólk í þeirra þjónustu. Þessar upplýsing- ar sýna svo ekki verður um villst að tekjuskatturinn er fyrst og fremst orðinn skattur launafólks. Það hefur líka komið fram í opinberri umræðu, bæði af hendi stjómmálamanna, embættismanna og talsmanna launþega, að nú sé svo komið að varasamt eða ótækt sé að leggja framtöl til grundvallar þegar meta eigi afkomu fólks í þjóðfélaginu. I þessum viðhorfum felst auðvitað 'dómur yfir tekjuskattinum sjálfum. Þá eiga menn vitaskuld að taka afleiðingunum af því og afnema tekjuskattinn af launatekjum. í leit að réttlæti Það mun reyndar mála sannast að í leit að réttlæti hafa framtalsreglur og skattalög orðið sífellt flóknari, en í leiöinni hafa opnast smugur, sem sumir geta notfært sér. Það réttlæti sem þannig var að stefnt snýst því upp í argasta óréttlæti. Hið sama má segja um tekjuskattinn sjálfan. Honum var ætlað að jafna kjör en BURT MEÐ TEKJUSKATT AF LAUNATEKJUM Sþ. 512. Tillaga til þingsályktunar um ufnám tekjuskutts uf luunutekjum. Flm.: Kjurtun Jóhunnsson. Jóhunnu Siguröurdóttir. F.iöur Guönustin. Kurvel Pálmuson. Jón Buldvin Hunnibalsson, Karl Steinur Guönason. Alþingi ályktar aö skora á rikisstjórnina uö látu semja frumvarp til luga um afnám tekjuskatts af launutekjum ásamt greinargerö og leggja þuö fýrir næstu lóggjafarþing. Greinurgerö. Fins og kunnugt er er tekjuskuttur einstuklinga fyrst og fremst skattur á launafólk. Hvurvetnu í þjóöfclaginu blasir þuö viö uö uörir hópur. sem meö cinum eöa óörum hætti. Uiglegum cöu ólóglegum hufa tækifæri til uö ráöa þvi sjálfir hversu miklar tekjur þeir telja frum til skutts. greiöa lágjin eðu jufnvel engun tekjuskutt þótt þeir hufi greinilegu yfir verulegum fjármunum uö ráöa eins og sést af lífsstíl þeirra. í leit uö rcttlæti hufu framtalsreglur og skattulóg sífellt oröiö flóknari. Opnust þá gjurnan nyjur smugur í leiöinni sem einungis hinir slyngu kunna uö notfæru sér. Puö réttlæti. sem þannig vur aö stefnt. snýst þvi upp i argasta óréttlæti. Hiö samu má segju um lekjuskattinn sjálfun. Ilonum var ætluö uö jufna kjör en reynslan synir uö nú oröið felst ekkert síöur í honum hiö mesta óréttlæti þar sem launufólk ber þungar byröur fyrir uöru sem sleppa. , A „Við ríkjandi aðstæður í þjóðfélaginu, þar ^ sem launahækkanir eru jafnharðan aftur teknar í verðhækkunum á vöru og þjónustu, er afnám tekjuskattsins áreiðanlega einhver mesta kjarabót sem færa má almennu verka- fólkiílandinu.” 1983-84 (106. löggjafarþing) — 267. mál. reynslan sýnir að núorðið felst í honum ójöfnuður, þar sem launafólk ber í rauninni byrðar fyrir aðra sem sleppa. Ailt hnígur þetta að hinu sama, að tekjuskatturinn eigi ekki rétt á sér í núverandi mynd. Til aö ná kjarajöfnuði veröur þá jafnframt að leita nýrra leiða, sem skila raunverulegum jöfnuði og þá ekki sist að beita tryggingarkerfinu með virkari hætti í þessu skyni. Alþýðuflokkurinn hefur margbent KJARTAN JÓHANNSSON FORMAÐUR ALÞÝOUFLOKKSINS á þessa staðreynd á undanfömum árum og lagt fram tillögur og frumvörp á Alþingi um afnám tekjuskatts af almennum launa- tekjum, en þau mál hafa ekki náð samþykki. Nú hafa þingménn flokksins flutt þetta mál í nýju formi á þinginu og gera tillögu um að ríkis- stjómin „láti semja frumvarp til laga um afnám tekjuskatts af launa- tekjum ásamt greinargerð”, sem veröi lagt fyrir næsta þing. Með þessu móti er ríkisstjóminni falið að undirbúa málið. I greinargerðinni kæmi þá fram hverjar kerfis- breytingar aðrar í tekjuöflun rikis- stjórnin vildi benda á til þess að mæta þeim tekjumissi sem ríkis- sjóður yrði fyrir. Á sama hátt gæti ríkisstjómin gert tillögur um áfanga- skiptingu ef henni þætti það henta. Síöast en ekki síst gætu í greinar- gerðinni komið fram tillögur um sparnaö eða niðurfellingu útgjalda- liða í ríkisrekstrinum. Með þessu móti ætti ítarleg um- f jöllun að geta farið fram um máliö á Alþingi á grundvelli þeirrar faglegu vinnu sem rikisstjómin léti vinna samkvæmt þessari þingsályktun. Lítill hluti ríkistekna Tæpast þarf að minna á hversu litiil hluti ríkistekna er af tekjuskatti einstaklinga, en það gerir máliö vitanlega mun auöveldara viöfangs. Samkvæmt fjárlögum þessa árs er tekjuskattur á einstaklinga þannig einungis um 11% af heildar- tekjum ríkisins. Við ríkjandi aöstæður í þjóð- félaginu, þar sem launahækkanir em jafnharöan aftur teknar í verð- hækkunum á vöru og þjónustu, er af- nám tekjuskattsins áreiðanlega ein- hver mesta kjarabót sem færa má al- mennu launafólki í landinu. Ekki síst þarf nú á því að halda, þegar fólk hefur tekið á sig mikla kjara- skerðingu. Á hinn bóginn er ljóst að svona breyting þarf sinn undir- búning og aðdraganda. Þess vegna er ekki gerð tiliaga um það að af- námiö gerist fyrirvaralaust og vissuiega kemur til álita að afnám skattsins eigi sér stað í áföngum, ef stefnan og áfangamir em skýrt markaöir. Meginatriði málsins er hins vegar ekki hvernig ríkið mætir þessari á- kvörðun með sparnaði eða annarri tekjuöflun, eða hvort einhver á- fangaskipting verði á framkvæmd- inni. Kjami máisins er einfaldlega sá, að tekjuskatturinn er orðinn mjög óréttlátur, svo óréttlátur að það er algjörlega óviðunandi. Þá á aö taka hinum einu réttu afleiðingum af því og afnema skattinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.