Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. APRIL1984. — en yfirvöld ætla að líta f ramhjá f iskslæðingi í djúprækjuafla Húnaf lóabáta í sumar Sá, BLÁI fcnmir út/ Fundurum Fjalaköttinn Efnt var til stofnfundar samtaka til að stuðla að vemdun Fjalakattarins í fyrradag. Á fundinum gerði fimm manna undirbúningsnefnd grein fyrir störfum sínum og hugmyndum um leiðir til fjáröflunar í þessu skyni. Ckafur B. Thors var fundarstjóri í gær en undirbúningsnefnd skipa Björg Einarsdóttir, Finnur Björgvinsson, Sigurður G. Tómasson, Erlendur1 Sveinsson og Helgi Þorláksson. Meðfylgjandi mynd var tekin af fundinum á Hótel Borg í gær. DV-mynd GVA Þegar kvótaúthlutun var lokið eftir kúnstarinnar reglum í vetur voru niöurstöður tölvukeyrðar til aö gæta fyllstu nákvæmni. Ymislegt spaugiiegt kom þá í ljós, svo sem í kvóta bátsins Helgu Bjargar HU frá Skagaströnd. ,,Eftir reikningum tölvunnar mátt- um við veiða 100 grömm af karfa í ár. Um daginn fengum við hins vegar fyrsta karfann myndarlegan tveggja kílóa karfa, svo við erum komnir langt fram yfir kvótann okkar,” sagði Jón Ivarsson, skipstjórí á Helgu Björgu, í viðtali við DV. Ástæðan fyrir þessu er m.a. sú aö sú innfjarðarækja sem Helga Björg má stunda kemur til frádráttar öðrum kvótum.Þannig hefur hún eitthvað um fjögurra tonna þorskkvóta og álíka af ýsu þótt hún hafi veitt margfalt meira af þessum tegundum í fyrra. Svipað er ástatt um marga Húna- flóabáta, þorskkvóti þeirra er niður- undir ekki neitt. Þessir bátar ætla á djúprækjuveiðar í sumar en alltaf slæðist eitthvaö af þorski, ýsu og öðrum fiski með í þeim veiðiskap. Sjávarútvegsráðherra hefur nú gef- ið vilyröi fyrir því að þeir megi koma með eölilegt magn af öðrum fiski með rækjunni án þess að nokkuð verði gert í þvíaf hálfuhinsopinbera. -GS Helga Björg við bryggjuna á Skagaströnd i biiðunni á fimmtudag. Hún er komin 1900grömm framyfir karfakvótann. D V-mynd: G l(A Breytingará skipastóli Eimskips: ENGAR UPPSAGNIR FYRIRHUGAÐAR segir f orstöðumaður áætlanadeildar „Það er ekki verið að draga saman rekstur né fjölga erlendum leiguskip- um,” sagði Þorkell Siguriaugsson.for- stöðumaður áætlanadeildar Eimskips, en Eimskip hefur nú á leigu fjögur er- lend skip meö eriendum áhöfnum og er eitt þeirra á fastri leigu meö langtíma- samningi til sex mánaða í senn. Þá er Eimkip að selja tvö skip um þessar mundir, Múlafoss og Uðafoss, en stöðugildi á þeim eru 22. Sagði Þor- kell að ekki væri um uppsagnir aö ræöa í því sambandi í bili heldur aöeins um tilfærslur en á síðasta ári keypti Eim- skip tvö skip, Lagarfoss og Fjallfoss. Þá eru uppi áform um aö festa nú kaup á a.m.k. einu skipi, að sögn Þorkels, og endumýja önnur tvö á árinu. Sagði Þorkell aö leiguskip þessi væru tekin í notkun til að brúa þaö bil sem skapað- ist þegar miklar breytingar ættu sér stað á skipastólnum á svo stuttu tíma- bili. Benti hann á að notkun Eimskips á erlendum leiguskipum væri síst meiri en hjá öðrum íslenskum útgerðum. 1 eigu Eimskips nú eru fjórtán skip en fyrirtækið leigur fjögur erlend skip með erlendum áhöfnum, eitt erlent skip með íslenskri áhöfn og tvö skip frá íslenskum útgerðum með íslenskum áhöfnum. Samtals eru bví 21 skip í flutningum hjá fyrirtækinu um þessar mundir. Sagði Þorkell Sigurlaugsson að það væri stefna fyrirtækisins að vera með íslenskar áhafnir á leigu- skipunumþegarþessværikostur. hþ Kvótatölvan hárnákvæm á því: HELGA BJÖRG HU FÉKK100 GRAMMA KARFAKVÓTA í ÁR RÆTT UM SAMSTARF STiÓRNARANDSTÖDU —á ráðstef nu um velf erðarríkið á íslandi Aöilar úr öllum stjómarandstööu- flokkunum munu um næstu helgi gang- ast fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni: Island, velferðarríki fyrir hvem? Á þessari ráöstefnu mun jafnframt rætt um skipulag áframhaldandi samstarfs þessara aðila með það í huga að skapa fastan umræðuvettvang fýrir stjómmálasamtökin á vinstri vængn- um. Hugmyndir em uppi um að stofna málfundarfélag sem gæti orðið vett- vangur fyrir frekara samstarf þessara aðila en það verður rætt nánar á ráð- stefnunni. Ráðstefnan verður haldin í Gerðu- bergi í Breiðholti laugardaginn 7. apríl og hefst klukkan 13. Flutt verða fjögur framsöguerindi um velferðarriki á Is- landi. Stefán Olafsson, Bandalagi jafn- aðarmanna, fjallur um hvort Island sé velferðarríki, Arni Gunnarsson Al- þýðuflokki ræðir hvort velferðarríkið sé á undanhaldi, erindi Svans Kristjánssonar Alþýöubandalagi fjallar um atvinnurekendur, velferðar- ríkið og íslenska þjóðarvitund og Guð- rún Jónsdóttir Kvennaframboði ræðir um hvort hugmyndafræði vel- ferðarþjónustunnar sé tæki til innræt- ingar eða frelsis. A eftir framsögu- erindum verða umræður í hópum. OEF Bílddæling- ar vilja Snorra Sturluson RE — oggerahann úttil rækjuveiða Forrráöamenn Rækjuvers á Bíldudal voru á ferð í Reykjavík fyrir helgi og skoðuðu þá m.a. BUR-togarann Snorra Sturluson sem BUR hefur nú lagt. Hafa þeir áhuga á að taka skipið á leigu, enda mun það ekki enn vera falt til kaups, og gera þaö út á djúphafsrækjuveiðar. Eins og fram hefur komið er BUR að hugleiða að breyta Snorra þannig að afli verði unninn og frystur þar um borð en ákvörðun þar að lútandi hefur ekki verið tek- in. Því er það aö samninga- viðræður Bíldælinga og BUR- manna em í gangi enda tekur undirbúningur áðurnefndra breyt- inga nokkurn tíma áöur en til beinna framkvæmda við skipið kemur. -GS Landvélamálið: lausir Fegðunum tveim, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna gmns um stórfelld söluskatts- og bókhalds- svik var sleppt úr haldi um helgina. Eins og fram hefur komið em þeir tveir af forráðamönnum Landvéla hf. í Kópavogi. Meint svik fyrirtæk- isins em talin skipta milljónum króna. -JGH Maður f éll í Sand- gerðishöfn Minnstu munaði að illa færi í síð- ustu viku er skipverji á Reyni frá Sandgerði féll í höfnina. Skipverj- inn var að stökkva um borð í bátinn en náði ekki nógu langt og féll á milli skips og bryggju. Stýrimaður- inn af Jóni Gunnlaugssyni, sem einnig lá við bryggjuna, varð vitni að óhappinu og stakk sér á eftir skipverjanum. Varð hvomgum meint af volkinu. -KÞ Fengu sjóðandi vatn yfirsig ogbrenndust Fjórir menn brenndust, og þar af tveir illa, er sjóðandi vatn skvettist yfir þá í Norðurstjörnunni í Hafnarfirði á sunnudag. Verið er að kanna orsakir slyssins en þaö var vatn úr niðursuöupotti sem skvettist yfir mennina. Mennimir tveir, sem brenndust illa, em á sjúkrahúsi. Annar þeirra er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. -JGH Leiðrétting I grein eftir Gunnar B. Kvaran myndlistarga gnrýna nda DV sem birtist á föstudag sl. undir fyrir- sögninni Renaissance og natural- ismi urðu þau leiðu mistök að myndvíxlun varð svo að ein mynd birtist með greininni sem þar átti alls ekki heima. Það er mynd sem sögð var eftir Sigurö Eyþórsson og kölluð Ása Valgerður. Hið rétta er að myndin er eftir svissneska lista- manninn Helmut Federle og átti ekki að birtast með greininni Renaissance og naturalismi. Biðst DV velvirðingar á þessum mistök- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.