Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 19
DV. ÞRIÐ JUDAGUR 3. APRlL 1984. 19 íþróttir iþröttir íþróttir US VAR SYKNAÐUR pr sem voru í mútumálinu í Belgíu fengu mjög stranga dóma Taliö er aö hann hafi stungið í eigin vasa þeim fjárhæöum, sem vantar í bókhald Standard. Goethals, þjálfari Standard, var dæmdur í ævilangt bann sem þjálfari. Eric Gerets, fyrirliöi Standard, var dæmdur i þriggja ára leikbann í Belgíu. Má þó leika erlendis en félag hans á Italiu AC Milano hefur rekiö hann frá sér. Aðrir leikmenn Standard fá stranga dóma. Þeir breyttu framburöi sínum fyrir rétti, sögöust hafa ákveðið í samkvæmi eftir leikinn við Standard aö réttast væri að gefa leikmönnum Waterschei bónusa þá sem þeir fengu fyrir sigurinn á Waterschei sem tryggöi þeim belgiska meistaratitilinn 1982. Þvitrúir enginn. • Þeir Meews, Poel, Darden, Pless- er, Tahamata og Dreudhomme voru dæmdir í eins árs leikbann í Belgíu eða til 2. apríl 1985. Arie Haan, sem leikur nú í Hong Kong, slapp hins vegar al- veg. Þetta þýöir að Standard veröur nánast að stilla upp varaliöi i þeim leikjum sem þaö á eftir í vor, m.a. i úr- slitaleik bikarsins gegn Gent. Leikmenn Waterschei • Fyrirliöi Waterschei, RolandJans- sen, var dæmdur í tveggja ára leik- bann í Belgíu. Bróöir hans, Pier Jans- sen og þeir Pier Plessers, Willy Vlieg- en voru dæmdir í eins árs leikbann í Belgiu en þessir leikmenn svo og Roland Janssen mega leika erlendis ef eitthvað félag vill þá. Þá var Ary Coenen dæmdur i sex mánaöa leik- bann. • Þeir Lárus Guömundsson, Danny David, Luck Thijs, Pudelko, Rady VanDriimel (sem nú leikur með Standard), Hermann Houben, Jose Conunx og Costa Mbisdikis voru hins vegar allir sýknaðir en veröa aö greiða þá 30 þúsund franka til baka hver sem þeir fengu frá Standard. Þetta er búiö aö vera mikiö mál í Belgiu frá því þaö komast upp i lok febrúar. Lögfræðingar hafa haft nóg aö gera, m.a. voru fimm lögfræöingar „Mjög ánægður” Lárus Guðmundsson—sýknaður. Derby bjargað Derby County var bjargað frá gjald- þroti í gær. Mál félagsins kom fyrir dómstól í gær og var þá lögö fram trygging að upphæð 210 þúsund sterlingspund. Auk þess hefur Robert Maxwell, stjórnarformaður Oxford United, keypt völl Derby, Baseball Ground, á 300 þúsund steriingspund og mun leigja Derby County afnot af veilinum. -hsím. FramogKA sigruðu Hraðmót KA í biaki fór fram á Akur- eyri um helgina. I karlaflokki sigraði Fram en Víkingur varð i öðru sæti. Reynivik hafnaði í þriöja sæti. í kvennaflokki fór KA með sigur af hðlmi. Eik varð i öðru sæti en Vikingur í þriðja. Alls tóku tíu karlaliö þátt í mótinu og fimm kvennalið. -KMU —sagði Lárus Guðmundsson „Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu. Gott að fá uppreisn æru,” sagði Lárus Guðmundsson i samtali við DV í gærkvöld eftir að hann hafði algjörlega verið sýkn'aður í mútumáli Standard og Waterschei. „Samningurinn minn við Waterschei rennur út í vor og ég reikna fastiega með að fara til annars félags. Það hafa ýmis félög fyigst með mér i leikjum aö undanfömu og eftir því sem ég hef frétt er áhugi hjá mörgum félögum,” sagði Lárus. -hsím. á vegum Standard Liege. Meðal þeirra sem fengu dóm eru fjórir landsliðs- menn. Ekki kemur fram í dómnum hvort þeir mega leika landsleiki en hins vegar eru litlar líkur taldar á aö belgísku landsliösmennirnir verði með i úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakklandi í sumar. -KB/hsim. Kennedy ílandsliðið Aian Kennedy, bakvörður Liverpool, mnn leika sinn fyrsta landsleik fyrir England á miðvikudag gegn Norður- írlandi. Kennedy komst í liðið vegna meiðsla Mike Duxbury, Man. Utd. og Kenny Samsom. Kennedy var fyrst valinn i enskan landsliðshóp fyrir nin árum en hefur samt aldrei leikið lands- leik. Hann er hinn eini af aðalleik- mönnum Liverpool sem ekki hefur leikið landsleik en það breytist á miðvikudag. Fimm af ieikmönnunum, sem valdir voru í landsliðshópinn gegn Noröur- Iram, hafa orðið að tilkynna forföll vegna meiðsla, Mabutt, Mariner, Duxbury, Sansom og Williams, South- arnpton. Þá er vafasamt hvort þeir Bryan Robson, Trevor Francis og Graham Roberts geti leikið vegna meiðsla. Þó líklegra. -hsím. Valur í úrslitin Valsmenn sigruöu Hauka íframlengdum leik í bikarkeppni KKÍígæritvöldi, 93:92 „Við voram betri. Haukarnir iéku gróft og komust upp með það hjá slökum dómurum. Annars var þetta æsispennandi leikur og notalegt að standa uppi sem sigurvegari í lokin,” sagði Torfi Magnússon, þjálfari Vals, eftir að Valur hafði sigrað Hauka í síðari leiknum í undanúrsiitum bikar- keppni KKÍ í Laugardalshöll í gær- kvöldi. Framlengja þurfti leikinn til að ná fram úrslitum. Að venjuiegum leik- tima liðnum var staðan 83—83 en að framlengingunni lokinni 93—92 Val í vil. Valsmenn leika því til úrslita í bikarnum gegn KR á fimmtudags- kvöld í Laugardalshöll.. Áfall hjá Hamborg Landsliðsmaðurínii Holger Hieronymus leikur ekki meira á þessu keppnistímabili Evrópumcistarar Hamborgar í knattspyrnunni hafa orðið fyrir miklu áfalli og minni likur að liðinu takist að verða Þýskalandsmeistari þriðja árið í röð. Landsliðsmaðurinn Holger Hieronymus slasaðist í tapieiknum á laugardag gegn Mannheim og í gær ákváðu læknar að hann yrði að fara í uppskurð á hné. Það verður í dag og Holger mun því ekki leika meira með Hamborg á þessu ieiktimabili. Ham- borg er nú i fjórða sæti, tveimur stigum á eftir efstu liðunum, Bayem Miincben og Borussia Mönchenglad- bach. Hins vegar vora betri fréttir af öðram leikmönnum Hamborgar. Aðai- maður liðsins, Felix Magath, og mark- vörðurinn UIi Stein, sem höfðu hótað að fara tii liða utan Þýskalands i sumar, skrifuðu undir nýjan samnlng við Hamborg í gær sem gildir til 1986. Það gerði varnarmaðurinn Ditmar Jakobs einnig. -hsím. p ólympíufara b hafa hlotið 70 stíg á punktamótum SKÍ 38 stig og Haukur Sigurðsson frá Olafs- firði er með 36 stig. Haukur Eiríksson frá Akureyri er stigahæstur í flokki 17—19 ára — með 90 stig. Finnur Víðir Gunnarsson frá Isafirði er með 85 stig og Bjarni Gunnarsson frá Isafiröi 50 stig. • Aðeins tvær konur hafa hlotið stig í flokki 19 ára og eldri. Guörún Pálsdóttir frá Siglufiröi er stigahæst með 50 stig og María Jóhannsdóttir frá .Siglufirði er með 40 stig. Stelia Hjaltadóttir frá Isafiröi er stigahæst í flokki 16—18 ára meö 75 stig. Svanfríður Jóhannsdóttir frá Siglufiröi er meö 56 stig og Svanhildur Garðarsdóttir frá Isafirði 55 stig. -sos. Valur hafði lengst af frumkvæðiö í leiknum í gærkvöldi, staðan 41—30 í leikhléi en með mikilii baráttu tókst Haukunum aö vinna þetta forskot Vals upp og í lok leiksins var spennan gífurleg. Allt vitlaust í Höllinni. Haukarnir komust í fyrsta skipti yfir í leiknum 83—81 meö körfu Olafs Rafns- sonar en Kristján Agústsson jafnaði leikinn þegar 12 sek. voru eftir, staðan 83—83, fékk þá þrjú vítaskot og hitti úr tveimur fyrstu. I framlengingunni hafði Valur fram- kvæöið og þegar ein minúta var eftir var staðan 93—90 en það var Kristinn Kristinsson sem skoraöi síöustu körfuna fyrir Hauka þegar 8 sek. voru eftir af leiktímanum. Valsmenn héldu knettinum og sigurinn var þeirra. Valsmenn lentu í nokkrum villuvandræðum í þessum leik. Torfi fékk sina 5. villu þegar tæpar fjórar min. voru eftir af venjulegum leiktima, Jón Steingrímsson þegar rúm minúta var eftir og Kristján Ágústsson þegar þrjár minútur voru til leiksloka í framleng- ingunni. Jón Steingrímsson átti geysilega góðan leik hjá Val og skoraði 18 stig. Leifur Gústafsson lék einnig vel, skoraði 17 stig og þeir Tómas Holton og Krístján Ágústsson voru drjúgir. Tommi skoraði 16 stig og Stjáni 15. Hjá Haukum kom stórleikur Eyþórs Áma- sonar á óvart en hann skoraði 19 stig. Hans besti leikur í langan tima. Pálmar var stiga- hæstur með 20 stig en hefur leikið betur. Ágætir voru þeir Krístinn Kristinsson, Sveinn Sigurbergsson, Hálfdán Markússon og Olafur Rafnsson en herslumuninn vantaði hjá liðinu í þessum leik. Leikinn dæmdu þeir Jón Otti Oiafsson og gerðu mörg slæm mistök, nokkuð sem menn eíga ekki að venjast hjá þeim félögum. Bitnaði dómgæsla þeirra ívið meira á Val en Haukum. Stig Vals: Jón St. 18, Leifur 17, Tómas 16, Kristján 15, Jóhannes 10, Torfi 7, Einar 6 og Bjöm 4. StigHauka: Pálmar 20, Eyþór 19, Kristinn 16, Sveinn 12, Oiafur 11, Háifdán 8, Kárí 4 og Reynir 2. 7 Guðmundur Þórarinsson, íþróttaþjálfarinn góðkunni, var sæmdur æðsta heiðurs- merki iþróttasambands Islands á sambandsstjóraariundi tSl á laugardag. A myndinni að ofan hefur Sveinn Björasson, forseti ISÍ, sæmt Guðmund, sem varð sextugur fyrir nokkram dögum, heiðurskrossinum. DV-mynd Bjarnleifur. * Gottiieb Konráðsson með heiðurs- krans eftir signrinn i Þing- vallagöngunni. Mynd Magnús Óskarsson. Gottlieb mesti harðjaxlinn — sigraði íÞingvallagöngunni Skíðagöngukappinn Gottlieb Kon- ráðsson frá Olafsfiröi varö sigur- vegari í Þingvallagöngunni 1984. Sautján harðjaxlar tóku þátt í göngunni sem hófst við skíðaskálann í Hveradölum og lauk á Þingvöllum. Gottlieb gekk á þremur klukkustund- um sléttum en annar varö gamla kempan HaDdór Matthiasson, sem gekk á þremur klukkustundum og 27 min. Guöni Stefánsson varð þriðji á þremur klukkustundum og 32 min. Tvær stúlkur tóku þátt í göngunni. Guöbjörg Haraidsdóttir, sem gekk á 3 kist. og 40 mín. og Sigurbjörg Heiga- dóttir á 4 klst. og 04 min. Guðbjörg varö í sjöunda sæti og Sigurbjörg í ellefta sæti. Sjá spjail viö Gottlieb í Viðtali dags- ins á bls. 11. Ólæti -sos íEindhoven — þegar Feyenoord náði þarjafnteflil-.l Mikil óiæti bratust út í Eindhoven í Hoiiandi eftir að Eindhoven og Feyen- oord höfðu gert jafntefli 1—1 i hollensku 1. deiidarkeppninni á sunnu- daginn. 65 stuðningsmenn Feyenoord vora handteknir fyrir utan vöB Eind- hoven vegna óiáta og lögreglan hafði afskipti af 150 stuðningsmönnum sem vora búnir að hertaka kaffihús i miðbæ borgarinnar. Margir slösuðust í átökunum. Þaö var Johann Gruyff sem lagöi upp mark Feyenoord á 28. min. — sendi knöttinn til Henk Duut, sem skoraði 0—1. Eindhoven sótti í sig veðrið i seinni hálfleiknum og buldu sóknarlotur liðsins að marki Feyenoord sem slapp oft ótrúlega. Þaö var svo á 87. mín. að Glenn Hysen náði aö jafna 1—1 fyrir hið unga lið Eind- hoven. Ajax vann öruggan sigur 5—2 yfir Bosch. Feyenoord er efst í Hollandi — með 44 stig eftir 27 leiki, Eindhovt n hefur 43 og Ajax 41. Þessi þrjú félög berjast um meistaratitilinn. -SOS Knattspyrnu- vertíðin að hefjast Reykjavikurmótið í knattspyrau hefst á gamla MelaveUinum á laugar- daginn kemur. Þá mætast Víkingur og Þróttur kl. 14. KR-ingar mæta Vals- | mönnum á sunnudaginn og | Reykjavíkurmeistarar Fram leika gegn Armanni á mánudaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.