Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 31
DV. ÞRIÐJUDAGUR3. APRIL1984. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Þ6r Vilhjátmsson. Slæm mistök Þór Vilhjálmsson, forseti Haestaréttar, naut mikiilar virðingar nemenda í Há- skólanum meðan hann kenndi þar við lagadeUd. Eftirfar- andi saga var sögð tU sönnun- ar þessu á árshátíð Lög- mannafélags Lslands sem haldin var nú um helgina. Það var einhverju sinni að nemar í lagadcUd fóru f vett- vangskönnun tU Akureyrar. Jónatan Þórmundsson. Með þeim fóru próf essorarnir Þór VUhjálmsson og Jónatan Þórmundsson. Um kvöldið var efnt tU mlkUs fagnaðar og gerðu menn hvað þeir gátu tU að skemmta sér. Þegar liða tók á gleðskapinn sá einn neminn í móðu hvar virðuleg- ur maður sat við háborðið. Neminn gerði sér lftið fyrir, gekk aftan að honum, tók undir handarkrika hans og sagði: „GUli, gUU, gUl.” Maðurinn, sem var Þór, leit við og þegar neminn sá hver þetta var náfölnaði hann og stundi: „Afsakaðu, ég héit að þetta vserl Jónatan.” Dýr gleymska Þegar fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar var tU fyrri umræðu kom fram sú hug- mynd að láta Sundlaug Akur- eyrar greiða fuUt gjald fyrir það heita vatn sem hún notar i stað þeirra vUdarkjara sem verið hafa við lýði. Virtist hugmyndin falla i góðan jarðveg þvi ekki bar á mótmælum. En svo gerðlst það milli fyrstu og annarrar umræðu, að sögn tslendings, að háttvfrtir bæjarráðsmenn gleymdu tUlögunni. Það varð tU þess að sundlaugin fær vatnið enn með góðum kjör- um. Munu BæjarfuUtrúarnir Sigurður J. Sigurðsson og Valgerður Bjamadóttir hafa viðurkennt, gleymskuna en Akureyringar synda enn í vatni á gamla verðinu. Merkilegt safn I nýjustu Viku er merki- iegt viðtal við Sigurð Þórólfs- son, skrifstofustjóra hjá Tré- smiðjunni Víði. Hann býr við ólæknandi sjúkdóm og er bundinn í hjólastól. Engu að síður feUur honum aldrei Sigurður Þórólfsson. verk úr hendl. Hann er bráö- hagur og smíðar sklp, bUa og skartgripi. í viðtalinu við Sigurð kem- ur meðal annars fram, að hann á mikið bréfasafn eftir föður sinn, ÞóróU Sigurðsson, bónda í Baldursheimi i Mý- vatnssveit. Þar er meðal ann- ars að finna fréf frá Ásgeiri Asgeirssyni, fymun forseta, Jónasi frá Hriflu og fleiri stórmennum. Hefur verið rætt um að koma bréfunum á safn tU varðveislu en vafa- laust þætti einhverjum for- leggjurum fengur að komast í bunkann. Þannig var það Menn hafa mikið velt vöngum yfir því hveralg upplýsingarnar úr skýrslu um Lánasjóð islenskra náms- manna láku i blöðin á dögun- um. Þegar öU kurl ero komin tU grafar er máUð þannig vaxið að Könnunarstofan hf. fékk það verkcfni að gera út- tekt á LÍN, m.a. með tUliti tU ýmiss konar hagræðingar. Forráðamönnum fyrirtækis- ins var kunnugt um að hægt væri að koma handritinu i prófarkalestur í Háskólanum en það mun vera ný þjónusta af hálfu Málvisindastofnunar Ht. Forráðamenn iögðu mikla áherslu á að skýrslan væri ekki tU opinberrar um- f jöUunar á þessu stigl máls- ins og rituðu m.a. bréf tU við- komandi aðUa tU að itreka þetta. Svo gerist það að upplýs- ingar birtast aUt í einu i Tímanum og daginn eftir i ÞjóðvUjanum, sýnUega tekn- ar upp úr skýrslunni. For- ráðamenn Könnunarstofunn- ar hringdu beint í Kristján Arnason, yfirmann prófarka- lestrar, sem aftur hringdi í Mörð Árnason, sem lesið hafði skýrsluna. Mörður neit- aði í fyrstu að hafa „lekið” en l játaði síöan. Umsjón: Jóhanna S. Sigþðrsdóttir. Kvikmyndir Kvikmyndir Sjálfsbjargar- vmleitni Heiti: The Survivors. Leikstjórn: Michaol Ritchio, Handrít: Michaol Leeson. Kvikmyndun: Billy Williams. Aðalhlutverk: Walter Matthau, Robin Willi- ams, Jorry Rees, James Wainwright og Krist- en Vigard. Það er sennilega ekki til öUu neyðarlegri aöstaða en sú sem Don- ald QuineUe (Robin WiUiams) lendir í í upphafi myndarinnar Survivors sem verið er að sýna í Nýja bíói. Hon- um er sagt upp starfi sínu af páfa- gauki. Sonny Paluso (Walther Matthau) missir Uka vinnu sína þennan sama dag. Þeir tveir hittast á kaffistofu og eru að fara í hár saman er hettu- klæddur maöur ryðst inn og hyggst ræna staðinn. Vegna mikiUar slembilukku tekst tveimur framangreindum mönnum að koma í veg fyrir ránið og ræning- inn flýr af hólmi en Sonny var svo „heppinn” að sjá framan í hann áður en hann slapp. Þegar þessi ræningi, sem ber nafnið Jack Locke og er leikinn af Jerry Reed, kemst yfir heimiUsfang Sonny leitar hann þangað í skjóU nætur og ætlar að kála honum. Fyrir tilvUjun er Donald staddur þama og bjargar málunum. En upp frá þessu er hann breyttur maður og gerist byssuóður mjög, heldur til fjaUa á sjálfsbjörgunamámskeið. En bófinn leitar enn hefnda... Svona er upphaf og fyrsti hálftími myndarinnar og er þar með merki- legasti hluti hennar Uðinn. Restin er eins konar showdown á miUi vinanna tveggja og bófans annars vegar og þeirra þriggja og sjáUsbjörgunar- þjálfarans Wes (James Wainwright) hinsvegar. Þetta er ekki ýkja merkileg mynd og raunar ekkert sem stendur upp úr í henni nema ef vera skyldi góöir sprettir sem Robin WiUiams á í leik sinum, en svo dettur hann niður á miUi. Walter Matthau hefur mér aldrei þótt neinn framúrskarandi leikari. I öllum þeim myndum sem ég hef séð meö honum hefur hann siglt nokkuð lygnan sjó og raunar virðast hlut- verkin sem hann fær alls ekki bjóða upp á nein tilþrif. Hann hefur þó i farteski sínu þetta óborganlega and- Ut sem getur fengið mann tU að skella upp úr með því einu að hnykla brýnnar. Jerry Reed er einnig meðal helstu leikara og er hann ekki neitt sér- stakur frekar en endranær. Annars ætla ég að láta þetta gott heita, þetta er ágætismynd fyrir þá sem fara í bíó til að hlæja fimm eða sex sinnum en hætt er við að þeir verði að bíöa ansi lengi á mUU gus- anna. Sigurbjöra Aðalsteinsson Stjörnubíó—The Survivors: Kvikmyndir Kvikmyndir shipmate:i ÖRBYLGJUTALSTÖÐ RS8000 örugg og ódýr. Greiðsluskilmálar. Friðrik A. Jónsson h.f. Skipholtl 7, Reykjavík, Simar 14135 - 14340. ÁSKRiFENDA ÞJÓNUSTA KVARTANIR ÁSKRIFENDUR ERU VINSAMLEGAST BEÐNIR AÐ HAFA SAMBAND VIÐ AFGREIÐSLUNA, EF BLAÐIÐ BERST EKKI. Við höfum nú opið lengur: Virka daga kl. 9-21. Laugardaga kl. 9-15. SÍMINN ER 27022 AFGREIÐSLA Þverholti 11 - Sími 27022 %WKIK{||{|||I1{||||(IKWWI{W# SÚKNARFÉLAGAR - SÓKNARFÉLAGAR Fundur verður í Borgartúni 6 þriðjudaginn 3. apríl og hefst kl. 20.30. Fundarefni: 1. Kjarasamningarnir. 2. Önnur mál. Félagar, sýniðskírteini. Stjórnin. DEYFAR í EFTIRTALDA JEPPA: BRONCO . SCOUTII Emnig stýrisdemparar BLAZER JEEP OG FLEIRI ____________________________1 POSTSENDUM HÁBERG HF. Skeifunni sa — Simi 8*47*88 Síðumúla33 simar81722 og 38125

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.