Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 6
6
DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. APRlL 1984.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Nýhús:
Einingahús
— úrslit í hugmyndasamkeppni
Aö hanna hús sem byggö eru upp
úr einingum sem hægt er aö fjölda-
framleiöa og eiga á lager, án þess að
þaö bitni á útlitsgæðum eöa fjöl-
breytni húsanna.
Þaö var meðal annars tilgangur
hugmyndasamkeppni sem Nýhús hf.
efndu til síðla árs 1983. 1 síöustu viku
var úrskurður dómnefndar kynntur
og verölaun afhent. Fór verölaunaaf-
hendingin fram í Geröubergi,
menningarmiöstööinni í Breiöholti.
Alls bárust um 200 teikningar af ein-
ingahúsum frá 33 hönnuöum.
Þrenn verðlaun
Fyrstu verðlaun, 200 þúsund
krónur, hlutu arkitektamir
Jóhannes Þóröarson og Ragnar Jón
Gunnarsson. önnur verölaun, 150
þúsund krónur, hlutu Alena
Andelova og Sverrir Noröfjörö og:
þriöju verðlaun, 100 þúsund krónur,
hlaut Dennis Jóhannesson.
Um langan aldur hefur þaö orö
fariö af einingahúsum að þau stæðu
öörum húsum aö baki hvað varðar
útlit og f jölbreytni. Meö þessari sam-
keppni er gerð atlaga að þessum
orðrómi.
Keppendur hafa í tillögum sínum
sýnt á óyggjandi hátt aö einingahús
geta veriö falleg, sérstæð og fjöl-
breytt án þess að tapa kostum
einingaframleiöslunnar.
Helstu kostir einingahúsa eru að
þau henta vel íslenskri veðráttu,
hafa mjög góöa eldvöm. Þau em
mjög vel einangruð og frábær
varmageymsla, bjóöa upp á marga
útlitskosti en lítiö viðhald. Eru gerö
úr íslensku byggingaefni og ódýrari
en hús byggö á heföbundinn hátt.
Fimm fyrirtæki
Nýhús hf., sem stóöu fyrir hug-
myndasamkeppninni, em hlutafélag
fimm fyrirtækja í einingafram-
leiðslu. Fyrirtækin em Brúnás hf.,
Egilsstööum, Húsa- og strengja-
steypan hf., Kópavogi, Húsiön hf.,
Húsavík, Loftorka sf., Borgamesi,
og Strengjasteypan hf., Akureyri.
Nú er fyrirhugað aö samkeppni
lokinni aö Nýhús hf. lagi teikningarn-
ar að verksmiðjuframleiðslu. Þessi
framleiösla veröur unnin úr íslensku
byggingarefni meö íslensku vinnu-
afli, einingum á föstu verði sem gefa
stuttan byggingartíma og spara því
fé ásamt því aö vera í framleiðslu
allt áriö óháö veðráttu. Auk tillagn-
anna þriggja sem verðlaun hlutu,
keypti dómnefndin þrjár aörar tillög-
ur fyrir 20 þúsund krónur hverja.
Sýning á teikningunum verður í
Gerðubergi fram til 8. apríl og
helgina 7.-8. apríl veröa verölauna-
teikningarnar einnig til sýnis í
Borgarnesi, Akureyri, Húsavík og
Egilsstööum.
-ÞG
f \
1. VERÐLAUN
Teikning Jóhannesar Þóröarsonar
og Ragnars Jóns Gunnarssonar sem
hlaut fyrstu verðlaunin í samkeppn-
inni.
Arkitektarair fimm sem hlutu
verölaunin. Þau era Jóhannes
Þóröarson og Ragnar Jón Gunnars-
son sem hlutu fyrstu verðlaun; Alena
Anderlova og Sverrir Noröf jörð sem
hlutu önnur verðlaun og Dennis
Jóhannesson sem hlaut þriðju
verðlaun.
DV-mynd: EÓ.
HUSRÁÐ
Göt á
vatnsdeigsbollur
Þegar við bökum bollur úr vatns-
deigi er ágætisráö aö stinga meö grófri
stoppunál í bollumar um leið og þær
eru teknar út úr ofninum. Bollurnar
eru blautar aö innan þegar þær eru
teknar út úr ofninum og vilja því oft
falla. Ef viö stingum á þær gat eöa
nokkur göt falla þær ekki.
Kransakökudeig í
hakkavél
Margir hafa haft samband viö okk-
ur vegna uppskriftarinnar að kransa-
köku sem var fy rir skömmu í Tilrauna-
eldhúsi DV. Bæöi til aö leita ráða og
gefa ráö. Eitt þeirra ráöa sem við höf-
um fengiö varðandi kransakökugerö er
að í staö þess aö sprauta deiginu í form
með sprautu er auöveldara að setja
deigiö í gegnum hakkavél. Þá þarf aö
hafa sérstakan stút á hakkavélinni eöa
eins konar pylsustút. Margir hafa látið
sérsmíða fyrir sig sérstaka skífu fyrir
hakkavél, þá með stóm gati, sérstak-
lega fýrir kransakökudeigiö. Þá má
geta þess aö sum bakarí selja kransa-
kökudeigiö tilbúiö. _j,q
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
fjðlskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis-
tæki.
Nafn áskrifanda
Heimili
Sim'i
Fjöldi heimilisfólks-----
Kostnaður í mars 1984.
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annaó kr.
Alls kr.
Upphitunarkostnaður:
M jög mismunandi
eftir landshlutum
Áætlaður árlegur hitunarkostnaður 400
rúmmetra íbúðar samkvæmt verðlagi
í febrúar 1984.
Hitaveitur kr.
Brautarholt 760
Reykhólar 3.831
Hveragerði 6.962
Húsavík 7.735
Laugarás 7.820
Flúðir 8.860
Sauðárkrókur 9.324
Mosfellshreppur 10.354
Dalvík 11.261
Seltjarnarnes 11.460
Ólafsfjörður 11.746
Selfoss 12.222
Reykjavík 12.420
Reykjahlíð 13.510
Hvammstangi 17.544
Suðurnes 21.781
Þorlákshöfn 23.556
Bessastaðahr. 25.690
Vestmannaeyjar 26.476
Suðureyri 29.425
Siglufjörður 30.972
Blönduós 31.099
Eyrar 32.550
Akranes og Borgarfj. 34.608
Hrísey 34.662
Akureyri 34.800
Egilsstaðir 36.230
Hitav.Rangæinga 36.636
Varmaveitur kr.
Orkubú Vestfj. N 27.262
Höfn í Hornaf. N 26.928
Seyðisfjörður N 27.224
Rafhitun kr.
Vestmannaeyjar N. 26.288
Akranes 31.320
Orkubú Vestfj.N 27.126
Siglufjöröur N 27.224
Akureyri 30.957
Reyðarfjörður N 27.258
Rarik N 27.258
Olíuhitun kr.
An olíustyrks 47.400
Með olíustyrk 32.840
N = niðurgreitt.
Á meöfylgjandi töflu sjáum við
hver áætlaöur árlegur hitunarkostnað-
ur 400 rúmmetra íbúðar er samkvæmt
verðlagi í febrúar í ár. I þessari íbúö
búa fjórir einstaklingar.
Við sjáum á þessari töflu að engin af
hitaveitunum greiðir niður sína orku.
Hins vegar era niðurgreiðslur fyrir
hendi hjá öllum varmaveitunum og á
flestum stöðum þar sem hitað er upp
með rafmagni, nema á Akranesi og
Akureyri. Þegar við lítum á þessa töflu
kemur í ljós að upphitunarkostnaður-
inn er nokkuð misjafn eftir því hvar
er á landinu. Það er ódýrast að hita
upp í Brautarholti, en þaö er ekki raun-
hæft að bera þann kostnað saman við
kostnað annarra hitaveitna. Hitaveita
Brautarholts er gömul og mjög ódýr
hitaveita og er þar nánast um sjálf-
flæði aö ræða. Svipaöa sögu er aö segja
um þær aðrar hitaveitur sem em með
mjög lágan upphitunarkostnað. Þar er
um staði aö ræða sem staðsettir em á
hverasvæðum og mjög auðvelt aö
koma við hitaveitum. Dýrari hita-
veiturnar eru yfirleitt nýlegar og þær
skulda miklar fjárhæöir og litlar af-
skriftir hafa átt sér staö hjá þeim.
Þeir staöir sem fá niðurgreiddan
þennan kostnaö greiða flestir rúmar 27
þúsund krónur, sem er mun minna en
upphitunarkostnaðurinn við dýrustu
hitaveiturnar.
Þaö eru ýmsir sem telja að þetta sé
oröið hálfúrelt kerfi, þ.e. aö notast við
niöurgreiöslukerfi.
Fyrir skömmu sendi félag rafveitu-
stjóra sveitarfélaga frá sér ályktun
um verðjöfnunargjald og niðurgreiösl-
ur á raforku. Þeir álíta aö afnema beri
verðjöfnunargjald af raforku. Þaö eigi
frekar aö lækka opinber gjöld á
raforku og á efni til dreifikerfa og
vinna aö bættu skipulagi við raforku-
dreifinguna. Þaö er varað viö því aö
beita niðurgreiðslum í því augnamiði
aö jafna húshitunarkostnaö á milli
landshluta. Þeir benda á aö í staö þess
að beita niðurgreiðsluaðferðum kunni
að vera réttara að veita fé eöa lána-
fyrirgreiöslu til einstakra raforku-
framkvæmda. Einnig sé skynsam-
legra að notaðir verði milliliðalausir
styrkir, skattaívilnanir eöa aöstoð viö
orkuspamaðaraðgeröir. Rafveitu-
stjórarnir benda á ýmis rök sér til
stuðnings. Þeir benda á aö það sé ekki
rétt aö beita niðurgreiðslum. Þar sem
þær em notaðar kemur í ljós aö annars
staöar er greitt mun hærra verð fyrir
raforkuna. Þetta sjáum við glöggt á
töflunni og telja þeir að það sé hróplegt
ranglæti aö notendur hinna dýrari hita-
veitna greiði mun hærra verö fyrir
hitaorku heldur en rafhitunar- og fjar-
varmanotendur Rariks og Orkubús
Vestfjaröa.
Þessar ábendingar rafveitustjór-
anna hafa hlotið hljómgrann hjá
stjórnvöldum og er nú bara aö vona aö
gerö veröi einhver raunhæf bót á þess-
ummálum.
-APH