Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 18
18 DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. APRlL 1984. íþróttir Drott og Lugi í úrslitin Frá Eirikl Þorsteinssyni, fréttamanni DVí Belgíu: Þaö verða Drott frá Halmstad og Lugi frá Lundi sem leika til úrslita um sænska meistaratitilinn í handknatt- Ieik nú i vikunni. í undanúrslitum vann Drott Gautaborgarliöið Frölunda en Lugi sigraði Ystad. Þrjá leiki þurfti hjá liðunum í undanúrslitunum. I undanúrslitum er leikið heima og að heiman. Drott og Ystad unnu örugga sigra i heimaleikjum sínum í fyrstu leikjunum. Þaö snerist við í þeim síðari. Þá vann Frölunda Drott 23—15 í Gautaborg og Lugi vann Ystad í Lundi 25—23. Lin þurftu þvi að leika þriðja leikinn. Þar sem markamundur Frölunda og Ystad var betri fengu þau heimaleiki og almennt var reiknað með að þau mundu leika til úrslita um titilinn. Það fór þó á aðra leið. Lugi sigraði Ystad með fimm marka mun í Ystad, 22—17, eftir 10—8 í háL lik. Sten Sjögren var markhæstur hjá Lugi með sex mörk en Basti Rasmussen hjá Ystad með 5 mörk. I Gautaborg vann Drott svo góðan sigur 19—15 eftir aö Frölunda hafði haft yfir í hálfleik, 8—7. Það verða því Drott og Lugi sem leika til úrslita og verður fyrsti leikurinn í Halmstad — á heimavelli Drott. Liöin ieika fimm leiki. -hsim. Drott vann Frá Eiríki Þorsteinssyni, frétta- manni DV í Svíþjóð. Fyrsti úrslitaleikurinn af fimm milli Drott og Lugi var i Halmstad í gær- kvöld. Drott sigraði 22—17 eftir 10-8 í hálfleik. Það liðið sem sigrar i þremur leikjum verður Svíþjóðarmeistarl. Þá má geta þess að Svíþjóðarmelstarar Heim eru failnir í 2. deild. -EÞ/hsím. Valsmenn íæfingabúðir til Englands — Sjóvá veitirVal fjárstyrk Valsmenn hafa ákveðið að senda 1. deildarlið sitt í knattspyrnu í æfinga- búðir tfl Englands. Valsmenn halda utan 10. apríl og koma aftur 22. april. Enski þjáifarinn Ian Ross, sem hefur verið ráðinn þjálfari Valsmanna, hefur planlagt þær æfingabúðir. Valur er eitt af fimm félögum í 1. deild sem fara utan í æfingabúðir um páskana. Hin eru Breiöablik, KA, Víkingur og Keflavík. Valsmenn hafa fengið styrk frá Sjóvátryggingafélagi Islands. Sjóvá hefur veitt Valsmönnum stuöning að upphæð 300 þús. og verður með auglýs- ingar á búningi knattspymuliða félagsins. Þá hafa Valsmenn gert samning við Adidas um að leika í íþróttavörum frá fyrirtækinu. -SOS Zagreb sterk- astíParís Borgarkeppni í handknattieik fór fram í París um helgina og fór Zagreb frá Júgóslavíu með sigur af hólmi — vann sigur 27—25 á Bukarest frá Rúmeníu í úrslitaleik. Moskva lagði París að velli í keppn- inni um þríöja sætið 28—23. Zagreb vann Moskvu í undanúrslitum 31—30 eftir að framlengja þurfti leikinn tvisvar. Bukarest vann París 25—23. FHíEyjum -sos íbikarleik viðÞór Bikarleikur Þórs og FH í 16-liða úr- slitum bikarkeppni handknattleiks- sambandsins verður háður í Vest- mannaeyjum í kvöld kl. 20. Þar má búast við skemmtflegum leik tveggja efstu liöanna í 1. og 2. deild. FH hefur góða forustu í úrsUtakeppninni um Islandsmeistaratitflinn og Þórarar hafa tryggt sér sæti í 1. deild næsta keppnistimabil. hsím. íþróttir íþróttir íþróttir Frá göngukeppni á mótinn á Siglufirði. DV-mynd Kristján MöUer. Unglingameistaramótid á Sigluf irði: Austfirska stúlkan í sérflokki í sviginu Frá Krístjáni MöUer, fréttamanni DV á Siglufirði: Skemmtiieg keppni og mikil þátt- taka var á unglingameistaramóti Islands i skiðagreinum, sem háð var á Siglufirði um helgina. Keppt var í tveimur aldursflokkum, drengir og stúlkur 13—14 ára og 15—16 ára. I alpatvikeppni drengja sigraði Valdimar Valdimarsson, Akureyri, og í keppni stúlkna Gerður Guðmunds- dóttir. UIA, 13—14 ára, en í alpa- tvikeppni drengja 15—16 ára Bjöm Gíslason, Akureyri, og Guðrún Kristjánsdóttir, Akureyri, í sama aldursflokki stúlkna. I bikarkeppni í skíðagöngu hlutu Auður og Osk Ebeneserdætur frá Isa- firði 70 stig í flokki stúlkna 13—14 ára. I flokki drengja 13—14 var Magnús Erlingsson, Siglufirði, bikarmeistari með 75 stig og Olafur Valsson, Siglu- firði, í flokki drengja 15—16 ára, einnig með 75 stig. Þeir sigruðu í sínum aldursflokkum í göngu á Siglufirði en Osk í stúlknaflokki. I norrænni tvíkeppni í flokki 13—14 ára sigraði Magnús Erlingsson en i flokki 15—16 ára Olafur Bjömsson, Olafsfirði. I alpagreinum uröu úrslit þessi: Svig, drengir 15—16 ára: 1. Bjöm Gislason, A, 90,51 2. Guðm. Sigurjónsson, R, 91,62 3. Kristján Valdimarsson, R, 94,33 2. Kristinn Svanbergsson, A, 3. Sigurbjöm Ingvarsson, I, 103,79 104,57 Svig, stúlkur 15—16 ára: 1. Guörún Kristjánsdóttir, A,97,66 2. Snædís Ulriksdóttir, R, 98,76 3. Kristín Olafsdóttir, R, 100,69 Stórsvig, stúlkur 15—16 ára: 1. Guörún Kristjánsdóttir, A, 100,97 2. Snædís Ulriksdóttir, R, 101,91 Stórsvig, drengir 15—16 ára: 1. Bjöm Gíslason, A. 2. Brynjar Bragason, A, 3. Þór Omar Jónsson, R, 105,42 107,70 108,46 Svig, stúlkur 13—14 ára: 1. GerðurGuðmundsdóttir.UlA, 100,62 2. Fjóla Guðnadóttir, 0, 105,02 3. Guðbjörg Ingvarsdóttir, I, 105,37 Svig, drengir 13—14 ára: l.OlafurSigurðsson.I, 97,75 2. KristinnGrétarsson,I, 101,52 3. Valdimar Valdimarsson, A, 101,98 Stórsvig drengja 13—14 ára: 1. Valdimar Valdimarsson, A, 103,27 Keppendur skiptu tugum í hverjum flokki. KM/hsim. FUOTAR STELPUR á Reykjavíkurmótinu ífrjálsum íþróttum Reykjavikurmeistaramót i frjálsum íþróttum, 16 ára og yngri, var háð í Baldurshaga og Laugardalshöll um helgina. Mikil þátttaka og margt efni- legt frjálsíþróttafólk kom þar fram en hvað mesta athygii vakti ágætur árangur hjá kvenþjóðinni í sprett- hlaupinu. Ursiit í einstökum greinum urðu þessi: 50 metra hlaup Stelpur. 1. FanneySigurðardóttir, Armanni 7,2 2—3. Guðrún Valdimarsdóttir, IR 7,5 2—3. Fanney Steinþórsdóttir, Armanni 7,5 Telpur: sek. 1. Hjórdís Backman, Ármanni 7,1 2. Kristín Pétursdóttir, IR 7,5 Meyjar: sek. 1. Eva Sif Heimisdóttir, IR 6,9 2. Guðbjörg Svansdóttir, 1R 7,0 Strákar: sek. 1. Magnús Þórðarson, 1R 8,0 2. OlafurOlafsson, Armanni 8,5 Piltar: 1. GuömundurSímonarson.Ármanni 2. Andri Lúthersson, IR Sveinar: 1. Gisli RúnarGíslason, IR 2. MagnúsT. Jónsson.lR 50 metra grindahlaup: Meyjar: 1. Guðbjörg Svansdóttir, IR 2. Guðrún Una Valsdóttir, IR Sveinar: 1. Gisli Rúnar Gislason, IR 2. Steinn Jóhannsson, ÍR Langstökk: Stelpur: 1. FanneySigurðardóttir, Armanni 2. Guðrún Valdimarsdóttir, IR Telpur: 1. Kristín Pétursdóttir, 1R 2. Hjördis Backman, Armanni Meyjar: 1. Bryndís Guðmundsdóttir, Armanni 2. Ingibjörg Pétursdóttir, Armanni Strákar: 1. Magnús Þórðarson, IR 2. Olafur Olafsson, Armanni Piltar: 1. Guðmundur Símonarson , Armanni 2. Andri Lúthersson, IR Sveinar: 1. Gísli Rúnar Gíslason, IR 2. Steinn Jóhannsson, IR Langstökk án atrennu: Stelpur: 1. Fanney Sigurðardóttir, Ármanni 2. Guðrún Valdimarsdóttir, IR Telpur: 1. Hjördís Backman, Ármanni 2. Kristín Pétursdóttir, IR Meyjar: 1. Ingibjörg Pétursdóttir, Armanni 2. Guðrún Una Valsdóttir, IR Strákar: 1. Magnús Þórðarson, IR 2. AmiÞór Jónsson, IR Piltar: Guðmundur Símonarson, Ármanni 2. Andri Lúthersson, IR Sveinar: 1. Gísli Rúnar Gíslason, IR 2. Steinn Jóhannsson, IR Hástökk: Stelpur: 1. Guðrún Valdimarsdóttir, IR 2. Fanney Sigurðardóttir, Armanni Telpur: 1. Kristin Pétursdóttir, IR 2. Hjördís Backman, Armanni Meyjar: 1. GuðbjörgSvansdóttir, IR Strákar: 1. AmiÞór Jónsson.lR 2. Magnús Þórðarson, IR Piltar: 1. Guðmundur Símonarson, Ármanni 2. Jón Hjaltalin Gunnlaugsson, Armanni Sveinar: 1. Steinn Jóhannsson,lR 2. Magnús T. Jónsson, IR LAR — en marj m Frá Kristjáni Bemburg, fréttamanni DVíBeigíu. Láras Guðmundsson var algjörlega sýknaður þegar rannsóknardómstóll belgíska knattspymusambandsins dæmdi í mútumálinu svonefnda í Bríissel í gær. Margir fengu hins vegar mjög harða dóma og þá einkum for- ustumenn og leikmenn Standard Liege. Nokkrir leikmenn Waterschei fengu líka þunga dóma en flestir voru sýknaðir eins og Láras. Petit, stjómarformaður og eigandi Standard Liege, var útilokaður frá öllum afskiptum af knattspymu. Hann hefur sagt af sér formennsku hjá Standard svo og sem varaformaður belgíska knattspymusambandsins. Stjóri Tott- enham hættir Stjóm Tottenham Hotspur, enska knattspymufélagsins, tilkynnti i gær að Keith Burkinshaw, stjóri Totten- ham, mundi láta af störfum í vor að eigin ósk. Stjómin hefur samþykkt uppsögn stjórans. Þetta kom mjög á óvart í gær og var tilkynnt vegna til- mæla frá Burkinshaw. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Tottenham síöustu níu árin. Undir stjórn hans hefur liðið tvívegis sigrað í ensku bikarkeppninni og komist í úrslit mjólkurbikarsins. Hann tók við af Terry Neil þegar Neil réöst sem stjóri Arsenal. Burkinshaw var þó lítt þekkt- ur og haföi aldrei veriö snjall knatt- spymumaöur. Framkvæmdastjóra- staðan hjá Tottenham þykir ein sú eftirsóknarveröasta í ensku knatt- spyrnunni og það verða áreiöanlega margir sem reyna aökomast í hana. -hsím. Athugasemd Stórsvig stúlkna 13—14 ára: 1. Ásta Halldórsdóttir, I, 99,38 2. Þórdís Hjörtleifsdóttir, R, 99,47 3. Gerður Guðmundsdóttir, UlS, 99,66 f rá Inga Þór Jónssyni „í Dagblaðinu s.l. föstudag birtist viðtal við undirritaðan um lyf janotkun íslenzkra frjálsíþróttamanna. Um mis- skilning er að ræða í þessu viðtali og tel ég mér skylt að leiðrétta. Það er rangt sem haft er eftir mér, að ég hafi sannanir um misnotkun frjálsíþróttamanna á lyfjum. Það hef ég aldrei sagt, enda er ekki um neinar sannanir að ræða öðra vísi en að und- angengnum lyfjaeftirlitsprófum. Hitt er rétt, sem fram kemur í viðtalinu, að ég hef það eftir þekktum frjálsíþrótta- manni að um lyfjamisnotkun hafi veríð að ræða meðal frjálsíþróttamanna en það er ekki meira en sagt hefur verið um t.d. lyftingamenn og sundmenn. Vonandi er það rangt að okkar bezta íþróttafólk noti örvandi lyf til að bæta árangur sinn í íþróttum, enda er það óheilbrigt og andstætt íþróttahugsjón- inni. Hins vegar verður íþróttafor- ystan að vera vel á verði gegn þeim ófögnuði sem lyfjamisnotkun í íþróttum er og vil ég hvetja til þess að íþróttasamband íslands beiti sér fyrir aukinni fræðslu um þessi mál og haldi .vöku sinni með lyfjaeftirliti, sem þegar er hafið.” Með íþróttakveðju, Ingi Þór Jónsson. Einvíi ÍR-ingar fallnir - Einar og GotUie Ólvnmíufaramir Einar Ólafsson frá IR féll í gærkvöldi í 3. deild í hand- knattleik. Síðasta umferðin i fallbar- áttu 2. deildar hófst í gærkvöldi í Selja- skóia og léku þá iR-ingar við Fylki og töpuðu 19—21. Reynir Sandgerði sigraði HK nokkuð óvænt 25—20 en Reynismenn em engu að síður fallnir í 3. deild með iR-ingum. -SK. Ólympíufararnir Einar Ólafsson frá Isafirði og Gottlieb Konráðsson frá Ólafsfirði era efstir og jafnir í punkta- móti Skíðasambands tslands i skíða- göngu, þegar aðeins eitt punktamót er eftir — Landsmótið á Akureyri. Þeir félagar hafa báðir hlotið 70 stig. Jón Konráðsson frá Ólafsfiröi er með 46 stig. Þröstur Jóhanuesson frá Isafirði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.