Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 5
5 DV. ÞRIÐJUDAGUR3. APRlL 1984. ,_ Frystihús ísbjarnarins fékk aðvörun vegna óþrifnaðar: Niðurstöður eftirlits- manna okkar trúnaðarmál — segir Jónas Bjarnason f ramkvæmda- stjóri Framleiðslueftirlits sjávarafurða Frystihús Isbjamarins í Reykjavík, eitt fullkomnasta og nýtískulegasta frystihús landsins, hefur fengiö aövörun frá eftirlitsmönnum Fram- leiöslueftirlits sjávarafuröa vegna óþrifnaðar. Þetta mun vera mjög viðkvæmt mál í kerfinu en DV fékk þetta staöfest hjá Jónasi Bjamasyni, framkvæmda- stjóra Framleiöslueftirlitsins, sem sagöi aö þetta mál heföi komið til um- fjöllunar hjá þeim en jafnframt aö niöurstööur eftirlitsmannanna væru trúnaöarmál. „Þetta er ekki alvarlegt mál og þetta var rútina hjá okkar eftirlits- mönnum en þaö kemur oft til að þeir reka augun í aö hreinlæti sé ábótavant. Þá er um aö ræða að fyrirtækin fá fyrst ábendingu um lagfæringu en síðan alvarlegri aövömn,” sagöi Jónas en hann vildi ekki tjá sig um hvort frystihús Isbjamarins heföi fengið á- bendinguna og/eöa aövömnina. Aðspurður um hreinlæti almennt hjá frystihúsum landsins sagöi Jónas að þaö væri matsatriði hvaö væri nóg og ekki nóg en er DV spuröi hann nánar út í þessi mál sagöi hann aö nákvæm svör gæti hann ekki gefið þar sem slíkt flokkaöist undir fyrmefnt trúnaöarmál. Og hvaö Isbjörninn varöaöi ítrekaði hann aö: ..Ástandið er ekki talið alvarlegt á neinn hátt.” -FRI. HUNDRAÐ TONN í BUMBUNNI Júmbó-þotur, sem sumir kalla bumbur, eiga annað slagið leið um Keflavikurflugvöll. Þessi fraktþota frá Air France millilenti þar síðastliðinn föstudag til eldsneytistöku. Hún var á leiðinni frá Paris til Anchorage i Alaska með tæpt eitt hundrað tonn af vörum. Risa- þotur af gerðinni Boeing 747 sjást yfirleitt i hverjum mánuði á Mið- nesheiðinni. Þotur Cargolux hafa til dæmis oft viðkomu þar á leið sinni frá Lúxemborg til San Fransisco. -DV-mynd: S. Rekið á eftir þingnefndum Þorvaldur Garöar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings, vakti athygli þingmanna á því i síðustu viku aö nú væri óhæfilega mikið af óafgreiddum málum í þingnefndum svo síöla þings. Sagöi Þorvaldur aö þetta ástand varaöi enn þrátt fyrir að þann 24. mars heföu forsetar þingsins kallaö formenn allra þingflokka á sinn fund til þess aö brýna fyrir þeim aö halda svo á af- greiöslu mála aö þau hrúguöust ekki inn síðustu dagana sem þing situr. Þorvaldur benti einnig á þaö ástand sem væri í sameinuðu þingi aö þessu leyti. Þar væm fram komnar 69 þings- ályktunartillögur en aöeins búiö aö af- greiöa 8 þeirra úr nefndum og frá þingi. Af þeim sem eftir eru væru yfir 40 þingsályktunartillögur óafgreiddar frá tveimur nefndum, allsherjar- og atvinnumálanefnd. Mæltist hann til þess aö þingmenn hjálpuöust aö viö að flýta afgreiöslu mála í þinginu. ÖEF Akranes: BRUTU PÓSTKASSA MEÐ BERUM NEFUM — og fengu þannig útrás fyrir kraftadellu sína Póstkassar fjölbýlishússins aö Eini- rammgerðustu en þeir sem sáu póst- grund 8 á Akranesi urðu undan aö láta kassana eftir lætin segja nokkuð er menn meö kraftadellu réðust á þá kröftuglegaaöverkistaöiö. aöfaranótt laugardags. Þeir kröftugu Tveir menn hafa veriö yfirheyrðir böröu póstkassana með berum hnef- grunaöir um barsmíðarnar. Sagt er aö um. haft hafi verið á oröi á Skaganum að Svo þung vom höggin aö hnúamir umræddir póstkassar „hafi slegið í fóru í gegnum kassana. Að vísu munu gegn en þrátt fyrir þaö séu þeir niöur- kassamir ekki hafa verið þeir allra brotnir”. -JGH Hannprbabcrðlunín Crla Snorrabraut 44 — pósthólf 5249 Sími 14290. IMý sending af fallegum teppum til fermingar- gjafa, ný munstur og litir, einnig gullfalleg út- saumuð rúmföt. Stærð: 150 x 200 kr. 1.038,- Pallalyftari fyrir Hreyfanlegt vökva- 1500 og 2500 kg. lyft vinnuborð SÝNISGRIPIR í VERZLUNINNI HAFIÐ SAMBAND 0G FÁIÐ UPPLÝSINGAR. Skeljungsbúðin ■HPBI*lflDI%l LÉTTIR YKKUR STÖRFIN Síðumúla33 símar 81722 og 38125

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.