Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 33
DV. ÞRIÐJUDAGUR3. APRIL1984. 33 Pæmalaus Verölp Dæmalaus Veröld „Pæmalaus Veröld á meðan gestir sátu yfir glasi „Við kynntumst hér í húsinu og vinnum hér í húsinu þannig að okkur þótti sjálfsagt að láta bara gifta okkur hérna úr því sem kom- ið var,” sagði Anna Vilhjálms, söngkona með meiru, eftir vel- heppnaða athöfn í Þórscafé þar sem séra Valgeir Ástráðsson vígði hana og unnusta hennar, Þröst Bjarnason, í heilagt hjónaband úti á miðju dansgólfi. Viðstaddir voru starfsmenn veitingastaðarins sem héldu einmitt starfsmannabaU þetta kvöld. „Við áttum einfaldlega bágt með að finna annan tíma til athafnarinnar,” sagði brúðgum- inn, „maður er alltaf að vinna á brúðkaupstímum og verður því að sætalagi.” Þröstur er dyravörður í Þórs- café og Anna, eiginkona hans, hef- ur sungið þar með hljómsveit und- anfarin tvö ár. Annars vinna þau dags daglega á Keflavíkurflug- veUi, Anna á bamum í Fríhöfninni og Þröstur hjá Islenskum aðal- verktökum. Þau eru búsett í Keflavík, bæði fráskUin og eiga sín tvö börnin hvort og svo sameiginlegt f ósturbarn. Þetta mun vera fyrsta hjóna- vígslan í Þórscafé þótt ýmislegt hafi verið braUað þar fyrr. Þar hafa verið haldnar fermingar- veislur, skímarveislur, erfi- drykkjur og meira að segja er til hæstaréttardómur þess efnis að barn hafi komið undir þar í húsi. -EIR Brúðarmarsinn hljómaði af sviðinu þegar brúðhjónin gengu i salinn. í fót- spor þeirra fylgdu svaramennirnir Kristinn Guðmundsson og Richard Jónasson. DV-myndir E.Ó. HEIMSLJÓS Skjóttumig, sonur Indverskur unglingur hefur verið sýknaður af ákæru um föðurmorð. Faöirinn bað son sinn um að skjóta sig svo hann gæti endurfæðst og hafið nýtt lif. „Vertu hugrakkur, taktu í gikk- inn,” voru síðustu orð fööurins og sonurinn hlýddi. Dómari r M*M m * i bikmi Brasilískur dómari, kvenkyns, hefur verið rekinn úr embætti vegna þess að af henni birtust myndir í dagblöðum þar sem frú- in var í bikini einu klæöa. Myndimar voru teknar á kjöt- kveðjuhátíðinni í Ríó. Dómarinn hefur nú hefnt sín rækilega og eft- ir henni er haft í blaöaviðtali að meðdómendur hennar af karl- kyni séu ekki hótinu betri þar sem þeir noti dómaraskrifetof- umar til sameiginlegra ástar- leikja á milli þess sem þeir dæma borgarana. „Engin kona í dómarastétt fær stöðuhækkun án þess að ganga til sængur með yfirmönnum,” bætir bikini- dómarinn við. Þurrt flug Egypska flugféiagið Egypt Air hefur hætt framreiðslu áfengra drykkja í flugvélum sínum. Er það í takt við kenningar Múham- eðs. I nágrannaríkinu Súdan var sett algert áfengisbann í fyrra. Kjarnorka ogdóp .Abyrgar herstöðvar verða ekki reknar með dópuðu starfs- liði,” segir Kevin McNamara, talsmaður bresku stjómarand- stöðunnar í varnarmálum. Til- efnið voru fréttir þess efnis að dag hvern væri einn bandarískur hermaöur rekinn úr hemum vegna meintrar fíkniefnaneyslu. „Það er ekki hægt að treysta eiturlyf janeytendum fyrir kjam- orkuvopnum,” sagði McNamara. „Krefjum Bandarikjamenn svara og það strax.” Reagan úti aðaka Alexander Haig, fv. starfs- mannastjóri Hvíta hússins í Washington og hershöfðingi m.m., hyggst gefa út bók innan skamms þar sem hann gagnrýnir harðlega embættisrekstur í for- setabústaðnum. I bókinni er látiö að því liggja aö Ronald Reagan ráði litlu um daglega ákvarðana- töku og stjómsýslan sé í heild lik- ust lélegum leikþætti. Engan æsing 1 síðasta tölublaöi sovéska mánaðarritsins Sdorovie (Heilsa) em foreldrar hvattir til að knúsa börn sín ekki of mikið: „Það flýtir fyrir þroskun kyn- 'hneigða alls konar,” segir blaðið Einnig er rússneskum foreldrum bent á aö gefa bömum sínum ekki aEt of mikið aö borða fyrir svefninn því slikt flýti fyrir kyn... o.s.frv. O Lítið ævintýriá vínveitingahúsi: Brúðhjónin, Anna og Þröstur, krjúpa á dansgólfinu, presturinn hefur yfir ritningarorð og gestirnir fylgjast með, rólegir yfir glösum. iÞors- café —gafsaman söngkonu og dyravörð GÖMLU DANSARNIR í SÓKN —snerting viö dansfélagann mikUvæg Það var samdóma álit þeirra 1000 áhorfenda á Islandsmeistaramót- sína. Á Islandsmeistaramótinu var keppt i öllum aldursflokkum, frá inu í gömlu dönsunum sem haldið var fyrir skömmu að nú hlyti 6 ára og upp úr og í yngsta flokknum, 6—8 ára, sigruðu þau Jón skokk undangenginna ára að vera á undanhaldi og gömlu dansarnir í Helgason og Jóna Einarsdóttir með frábærri túlkun á polka, valsi, sókn. Enda vafalaust tími til kominn að fólk fái aö snerta dansfélaga fingrapolka, svensk maskerade og skósmiðspolka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.