Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 16
16
DV. ÞRIÐJDDAGUR 3. APRÍL1984.
Spurningin
Hvor telur þú að beri sigur
úr býtum í forkosningum
demókrata um forsetafram-
bjóðanda í Bandarikjunum?
Eva Jóhannsdóttir: Eg veit þaö ekki
en ég giska á á Hart.
Kristín Guðmundsdóttir: Eg hef nú
litiö fylgst meö þessu. Ekki fyrir þaö
aö þetta skipti okkur svo litlu máli
heldur er bara svo margt annað sem
viö þurfum aö hafa áhyggjur af.
Helga Oskarsdóttir: Ætli það veröi
ekki Mondale. Mér viröist Hart vera
einhver loftbóla sem bara springur. Eg
veit hins vegar ekki meö forsetakjöriö
sjálft. Reagan er oröinn svo gamall en
hann kemur sterkt út.
Sigurður Þóröarson: Eg held aö þaö
verði Mondale og vona þaö líka.
Andrea Tryggvadóttir: Mondale býst
ég viö. Eg held aö Hart sé eins konar
augnabliksfyrirbrigði. Ég held aö
Mondale verði næsti forseti.
Ragnar Torfason: Eins og er viröist
það ætla að veröa Hart og ég býst viö
aö svo verði þó þaö gæti breyst.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Þyrla til björgunarstarfa veröi keypt tafarlaust, er ósk bréfritara.
Björgunarmál:
Þyrla verði
keypt hið fyrsta
Haraldur örnHaraldssonhringdi: • Þessi seinagangur yfirvalda er á
Eg vil koma þeirri ósk á framfæri engan hátt afsakanlegur, því Islend-
til yfirvalda að þau verði búin að inga bráðvantar þyrlu til björgunar-
kaupa þyrlu fyrir Landhelgisgæsl- starfa.
una fyrir 10. apríl næstkomandi. Og Ef ekki verður búiö aö koma þessu
veröi þaö ekki þá vil ég aö Slysa- í kring fyrir 1. september næstkom-’
vamafélaginu verði gefin heimild andi væri réttast aö veita Vamar-
til að kaupa þyrlu til björgunar- liðinu einkaleyfi á björgunarstörfum.
starfa. meðþyrlu.
Artúni þakkað
gott dans-
leikjahald
Steindór Úlfarsson, Hjaltabakka 4
skrifar:
„Svona rétt til að ánægjurödd
heyrist frá lesendum rita ég þessar
línur. Þaö er alltof sjaldan sem fólk
þakkar þaö sem vel er gert. Mín
ánægja er meö Veitingahúsið Artún við
Vagnhöföa en þangað höfum viö hjónin
margoft farið á gömlu dansana á hálf u
öðru ári og alltaf verið jafnánægö með
móttökumar sem við fáum og þjónustu
alla á staðnum.
Strax við innganginn er tekið á móti
okkur með bros á vör og viö boðin vel-
komin. Starfsfólkið er allt mjög lipurt
og þægilegt í viðmóti, jafnvel þó aö
fyrir komi að ekki sé verið að panta
annað en vatnsglas til aö drekka en viö
þekkjum það annars staöar frá að
slíkum pöntunum sé óstinnt tekið og
svarað með ónotum.
Hljómsveitin er bráðhress, en það er
hljómsveitin Drekar sem þarna hefur
leikið fyrir dansi. Halda Drekamir
uppi stanslausu fjöri á gömlu döns-
unum. Þeir leggja sig greinilega alla
fram við að skemmta fólkinu.
Þegar svo kemur að heimferð í lok
dansleiks hafa eigendur staðarins
tryggt það að af leigubifreiðum sé nóg
fyrir gestina. Slíkt ber að þakka því
það getur óneitanlega spillt fyrir góðu
kvöldi þegar að skemmtun lokinni
tekur við þreytandi leit að leigubíl.
Hafiö þið þökk fyrir góöa þjónustu og
góða skemmtun, ágætu Árúnseig-
endur.”
Leigusalar mega
taka út tryggingarfé
— þótt leigutaki neiti, ef:
Leigusali skrifar:
Leigusalar mega taka út tryggingar-
fé þótt leigutaki neiti, ef:
a) húsaleiga er vangoldin, eða
b) dómur er fallinn um bótaskyldu
leigutaka, eða
c) fénu er ekki „ráðstafað”.
Svo segir 55. grein leigulaga.
Auk þess segir þar að féð skuli
„varðveitt í banka eða sparisjóði á
hæstu mögulegum vöxtum”. Hærri
vextir nást sé ný bankabók stofnuö
aftur og aftur, t.d. 4 sinnum á ári.
Lögfræðingurinn, sbr. lesendabréf í
DV 28. mars sl., ætti að lesa lögin áður
en hann kennir öðrum hvað sé ólöglegt.
Tryggingarfé væri gagnslaust ef
leigutaki gæti bara með neitun sinni
hindrað úttekt fjárins. Það getur hann
auðvitaö ekki.
Tryggingarfé í bankabók, sem skráð
er á nafn foreldra leigutaka, er einskis
virði sem trygging ef bankinn neitar að
greiöa féö út, því að dómur um bóta-
skyldu leigutaka mundi aldrei dæma
foreldrana til að greiða bætur, heldur
aðeins leigutaka sjálfan. Þegar leigu-
sali fær uppgefið rétt nafn á bankabók,
við gerð leigusamnings, til að hann
geti tekið féð út sjálfur og þegar bókin
er án merkis þá er deildarstjórum
bankasn óheimilt að synja um greiðslu
úr bókinni.
Vill lögfræðingurinn upplýsa hve
margir „eignalausir” leigutakar hafa
á undanfömum árum hlaupið frá eyði-
lögöum íbúðum meö ógreiddar dóms-
skuldir á bakinu? Hann gæti t.d. kynnt
sér bæjarþingsmálið nr. 7800/1982
ásamt eftirfylgjandi gjaldþrotamáli.
En leigusalinn sleppur ekki meö
ógreidda dómsskuld. Hann á nefnilega
eign sem gengið verður að ef hann
skilar ekki tryggingarfénu með
vöxtum. Leigutakinn hefur sitt á
þurru.
SKÍÐASKÓM STOLIÐ -«“«*
Elva Bjöms hringdi: farið inn um þvottahúsgluggann á teknir rauðir skíðaskór af Trapper
Hún sagði að um daginn hefði verið heimili hennar að Ásgarði 22 og þar gerð.
Það getur verið gaman á skíöum og leiðinlegt ef skónum er stolið.
Það sást til mannsins sem þetta
gerði og hefur hann líklega verið um
tvítugt. Nú ríkir mikil sorg á heimilinu
því að þetta voru dýrir og vandaðir
keppnisskór sem hurfu og hafði sonur
hennar, sem á skóna, verið lengi að
vinna fyrir þeim.
Ef sá sem skóna tók, eða annar sem
eitthvað veit um málið, vildi vera svo
vænn að skila skónum þá yrði hún
mjög þakklát og gerði ekkert frekar í
málinu.
HUNDAHALD VERÐIEKKIBANNAÐ
Tvær úr Grindavík skrifa: banna hundahald. Fólk á rétt á að hafa biðja DV að birta mynd og viðtal viö
Við erum hér tvær stelpur í Grinda- hunda ef það langar til og hundarnir Bara-flokkinn.
vík sem finnst að alls .ekki eigi að eigaréttáaðfáaðlifa.Svoviljumvið
Islenski skemmtiþátturinn góður
Hjördís Eyþórsdóttir hringdi:
Eg rak augun af tilviljun í gagnrýni
á helgardagskrá sjónvarpsins í DV
þann 19. mars sl. Þar er aðallega talað
um skemmtiþáttinn sem var á dagskrá
laugardaginn áður.
Eg get varla ímyndað mér annaö en
að aumingja maðurinn sé gersneyddur
öllum húmor.
Að mínu áliti var þetta einn af bestu
íslensku skemmtiþáttum sem sjón-
varpið hefur sýnt og var ég þó ófull. Og
ég er ekki ein um þessa skoðun því aö
vinir mínir og kunningjar voru á sama
máli og allir ófullir. Eg held að þessi
maður hafi tekið of stórt upp í sig með
því að segja að þessi þáttur sé ekki viö
hæfi ófullra.
Svo var hann eitthvaö að níða niður
rás 2 og er ég honum ósammála. Þar
er á ferðinni góð útvarpsstöð.
Svo langar mig að lokum að beina
þeim tilmælum til ráðamanna sjón-
varpsins að kaupa fleiri þætti af
Dallas.
Er þetta bréf var boriö undir
Sigurbjöm Aöalsteinsson, sem skrifaöi
fyrmefnda gagnrýni, hafði hann það
eitt að segja að hann tæki aldrei svo
stórt upp í sig að hann gæti ekki kyngt
því. Það ætti viö um þennan „skemmti-
þátt” eins og allt annað.
Hljómsveitin Queen á fullri ferð.
QUEEN
Tveirskrifa:
Okkur langar að minna á að í
fréttunum í fyrra var talað um að
ungur Akureyringur, Hallgrímur
Oskarsson, hefði haft samband
við umboösskrifstofu bresku
hljómsveitarinnar Queen. Spurö-
ist hann fyrir um möguleika á því
að sveitin gæti komið hingað og
spilaö. Fékk hann jákvæð svör
en síöan hefur ekkert um málið
heyrst.
Væri ekki sjálfsagt aö halda
þessu vakandi og þá kannski
helst með því að Listahátíðar-
nefnd tæki þráðinn upp og reyndi
að fá þessa góðu sveit til lands-
ins.
Margt vitlausara hefur verið
ritað í lesendadálkana.