Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. APRtL 1984. Frjálst, óháö dagblað Utgáfufclag: FRJÁLS FjÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMULA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍOUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-ogplötugerð: HILMIR HF„ SÍDUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. Blaðafulltrúar sérhagsmuna Þeir, sem hafa farið í fjölmiðla með gagnrýni á kerfi hins hefðbundna landbúnaðar kúa og kinda, eiga það sameiginlegt að hafa engra hagsmuna að gæta. Sem óháðir þátttakendur í opinberri umræðu telja þeir sig vera að verja almannahagsmuni fyrir sérhagsmunum. Hinir, sem verja kerfið, eiga það svo aftur á móti sam- eiginlegt að vera launaðir starfsmenn þess og raunar stjómendur þess. Þeir eru að verja atvinnu sína hjá stofnunum kerfisins og þau völd, sem þær hafa yfir land- búnaði og raunar þjóðfélaginu í heild. Þetta eru formenn og framkvæmdastjórar og blaðafull- trúar þriggja stofnana, Framleiðsluráðs landbúnaðarins, Búnaðarfélags Islands og Stéttarsambands bænda. Þar með eru taldir núverandi og fyrrverandi ritstjórar Freys, þegar þeir fara í aðra fjölmiðla. Freyr er gefinn út sameiginlega af Stéttarsambandi bænda og Búnaðarfélagi íslands. Með Framleiðsluráði landbúnaðarins hafa þessar stofnanir sameiginlegan blaðafulltrúa, er kemst þó ekki einn yfir að verja hinn þríhöfða þurs, sem rekinn er fyrir almannafé. Til aðstoðar Agnari Guðnasyni blaðafulltrúa koma Há- kon Sigurgrímsson, framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda, Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambands bænda, Jónas Jónsson, forstjóri Búnaðarfélags Islands, og Gunnar Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins. Ef mikið liggur við eins og nú, þegar verja þarf fyrir- hugaða eggjaeinokun, eru sóttir til viðbótar fyrrverandi og núverandi ritstjórar Freys, þeir Gísli Kristjánsson og Matthías Eggertsson. Einstaka sinnum koma svo í ljós aðrir starfsmenn hins þríhöfða þurs. Það, sem allir þessir menn skrifa í fjölmiðla, eru ekki kjallaragreinar í venjulegum skilningi þess orðs. Þær eru ekki framlag óháðs borgara til opinnar umræðu í landinu. Þær eru skrif eins konar blaðafulltrúa til stuðnings sér- hagsmunum vinnuveitanda hans. Afleiðingin verður eins konar eintal hinna, sem skrifa út frá almannahagsmunum. Þeir hlaða upp ótal rök- semdum, sem blaðafulltrúar sérhagsmunanna geta með engu móti svarað. Níu af hverjum tíu efnisatriðum gagn- rýninnar er hreinlega aldrei svarað efnislega. I staðinn finna blaðafulltrúarnir sér önnur vopn. Algengast er, að þeir grípi til sálfræðinnar og úrskurði, að hatur á landbúnaði sé að baki gagnrýni mánna á kerfi hins hefðbundna landbúnaðar kúa og kinda. Hatursmenn- irnir eru sagðir ala á úlfúð og illgimi. Einstaka sinnum færist meira útflúr í þessa sál- greiningu. Þá skýtur upp kenningum um, að hatur á land- búnaði sé ýmist ættgengt og þá frá Grenjaðarstað eða héraðsbundið og þá frá Austur-Húnavatnssýslu. Hjáfræði af þessu tagi hafa f ærzt í aukana upp á síðkastið. Ennfremur er einokunarhneigð kerfis hins hefðbundna landbúnaðar kúa og kinda varin með því að halda fram, að einokun ríki hjá DV, sem birtir flestar kjallara- greinamar. Það er eins og þeim finnist DV vera eitt í heiminum, en ekki eitt af fimm dagblöðum og sjö fjöl- miðlumalls. Þegar þeir sjömenningar hafa lokið sálgreiningunni, ættfræðinni, landafræðinni og fjölmiðlafræðinni, er yfir- leitt rokinn úr þeim allur vindur. Sem blaðafulltrúar sér- hagsmuna hafa þeir nefnilega fátt til vama, ef ræða á efnislega um kerfi hins hefðbundna landbúnaðar. Sá þríhöfða þurs er óver jandi. Jónas Kristjánsson. VOPNIN KVÖDD Vorvindar blésu hlýir og mildir á Suöurlandi þegar líöa tók á laugar- daginn, en við dagsglæmu var veöur stillt í Reykjavík, eöa í Vesturbænum. Helst svo gjarnan fram aö fótaferöartíma er hann gengur í slippkulda, eins og þaö heitir í Vesturhöfninni, þar sem út- gerðin viröist nú með kvótakerfinu, endanlega farin aö heyra fremur undir skáldskap en fiskveiöar, ef frá eru taldir örfáir togarar og bátar. Ognvekjandi er þaö satt aö segja aö Bæjarútgerðin skuli nú t.d. vera búin að leggja skuttogara. Ekki vegna þess þó, að ekki hefur veriö staöið í skilum, heldur vegna þess aö á Samlagssvæði númer eitt mega tog- arar ekki veiöa þorsk. Og því kýs Búr aö leggja hluta af sínum skipum, því þótt útgerö sé víða brösótt, og gangi misjafnlega, þá verða fiskiskip þó ekki gerö út á fegurö himinsins einvöröungu. Þau veröa aö draga afla aö landi, færa björg og atvinnu, annars eru þau ekki til neins. Og svo lítill þorskafli er ætlaður Bæjarútgerðinni, að flestir vertiöarbátar eru þegar búnir aö ná því marki (470 tonn) — og er þó páskahrotansjálf eftir. Engin kreppumerki eru heldur eins ömurleg og togari, sem búið er að leggja. Jafnvel fjárlögin og al- þingi mega teljast upplífgandi, samanborið viö þann voöa. Hin evangeliska sovéska kirkja vill frið Meöal mála, sem til umræðu voru um helgina, var útskúfun þjóö- kirkjunnar á félögum úr Varðbergi, sem þrátt fyrir yfirklór stafar einvöröungu af því, að Varöbergs- menn berjast víst ekki fyrir sams- konar friöi og Sovétríkin,miðnefndin og þjóökirkjan. Sumsé þeim friði er hentar Rússum. I raun og veru er þetta merkilegt mál, því ekki er nú vitað um neinar aðrar kirkjudeildir, sem taka hug- myndir hins heiöna einveldis Sovét- ríkjanna og g jöra að sínum. Aö vísu mun íslenska kirkjan einkum vera sammála Sovétríkjun- um í meðferö kjamorkuvopna, frem- ur en í öörum trúariðkunum. En ekki mun þaö nú ganga til lengdar, ef kirkjan telur samstarf við kommúnista vera þýöingarmeira, en við sinn eigin söf nuö. Trúarofstæki ber vissulega aö foröast. Heimurinn væri þrátt fyrir allt betri, ef allir gætu talast viö, og helst lagt frá sér vopnin, eins og Jón Vídalín, biskup, sem ungur lagöi frá sér hergögn og hermennsku, til þess JÓNAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR aö vinna aö þvi ríki, er nær stendur fegurö heimsins, en miðnefndin gjörir. Sú viöbára, að kristnir menn, eöa Varðbergsmenn hafi komið of seint inn I myndina, eftir skirn og fermingu þó, til þess aö mega hafa skoðanir á kirkjuþingi um frið, hún verður ekki tekin til greina, og þótt boöin sé „aukaaöild” aö friöi kirkjunnar og kommúnista, breytir þaö ekki neinu, því Varðbergsmenn skýra frá því opinberlega að í þeirri „aðild er ekkert fólgið. Félagið mátti ekki hafa nokkur áhrif á verk- efni friöarmótsins, ekki hafa áhrif á hvaða fræðilegu fyrirlestrar yröu fluttir, né nokkuð annað í undir- búningi” (leturbr. Varöbergs). Þaö er auövitað skiljanlegt aö miðnefndin vilji ekki hafa Varöbergsmenn meö, þegar semja skal hentug, opinber „friöarávörp” meö þjóökirkju Islendinga. Hitt er öröugra aö skilja, þegar stofnun, sem vinnur fyrir eilífðina, eins og kirkjan gjörir, skuli bera viö tíma- skorti. Róttækir vinstrimenn og Samtök hemámsandstæðinga eru sjálfsagt góð og vel meinandi félög. En þótt þessi félög standi nú nær æðstu stjórn kirkjunnar en ómerkilegri félög, sem aðeins hafa þjóöina meö sér, þá ber kirkjunni samt aö gæta stillingar. Og ef til vill ætti hún t.d. aö taka pólsku kirkjuna meira sér til fyrirmyndar en réttan frið. Það er út af fyrir sig gott aö kirkjan og Sovétríkin eru sammála um þaö hvar friður eigi aö vera; hafi sömu eldflaugastefnu, ef svo má orða þaö. En ef hinir rauðu kardínálar íslensku kirkjunnar eiga áfram aö ráöa ferðinni, meö sama hætti og nú er gjört er hætt viö að sá byr sem nú er í seglum, breytist í storm. Af flugi Flest opinber tiðindi, er okkur ber- ast nú um stundir eru ótíðindi. Peningaleysi viröist alstaöar blasa viö, ef undanskiliö er aö Landsvirkj- un gat nú afskrifað um 500 milljónir króna, sem er gott fyrir landiö og Reykjavíkurborg, sem eiga þessa virk jun svo aö seg ja til helminga, því maður óttaðist aö ríkið myndi steypa þessu orkubúi okkar endanlega í skuldafen landsins. Viö framsóknar- menn gerum okkur fyllilega grein fyrir því að það er ekki auðvelt aö stjórna Islandi fyrir eigið fé lands- manna, eða án þess að bæta lífs- kjörin meö aöstoð erlendra lána, er veitir meira svigrúm til niöur- greiöslna og útflutningsbóta. Ekki ætlum viö okkur það hér, að fara aö amast viö öllum tillögum er fram hafa komið um niöurskurð i ýmsum málaflokkum. En hinu er ekki að leyna, aö manni finnst þaö skjóta skökku viö, þegar valdhafar segja þaö opinberlega, að þeir vilji ekki axla þá ábyrgð, er því fylgir, eöa kann að fylgja, aö fara ekki aö ráöum fiskifræðinga í einu og öllu varöandi þorsk. Um lífiö í sjónum er aö tefla. Það kemur manni því spanskt fyrir sjónir, er maður les þaö, að ætlunin sé aö fresta þyrlu- kaupum Landhelgisgæslunnar, kaupum á þyriu í staö þeirrar er fórst á Jökulfjörðum í vetur. Aö íslenskir ráöherrar vilji axla þá á- byrgö frekar, aö ekki sé unnt að koma nauðstöddum til hjálpar, sjó- mönnum og öörum. Það kallar maður mikinn kjark. Flug, ækki síst björgunarflug á þyrlum, er flókin og erfið grein á Islandi, þar sem allra veöra er von. Landiö fjöllótt, og staðbundna þekkingu má oftar en hitt, leggja að jöfnu við sjálfa fluglistina. Þeim mun lengur, sem þaö verður dregiö, aö Landhelgisgæslan fái stóra þyrlu til björgunarflugs, glat- ast nefnilega meira af þeirri reynslu, sem þegar er þar fyrir hendi, og þaö ermikillskaði. Viö getum hugleitt þaö, hversu mikla áhættu ráöamenn eigi að taka, er þeir takmarka sókn í fiskistofna, en helst vildi maöur ekki þurfa aö horfa til alþingis, ef þaö hindrar þyrlukaupin og illa fer. Þeir alþingis- menn sem þaö gjöra, þeir hafa ekki horft í vonaraugu. Jónas Guðmundsson, rithöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.