Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 17
DV. ÞRIÐjUDAGUR3: APB1L1984.
17
Lesendur Lesendur Lesendur
Nóg af bjór hjá þessum.
Froðusnakk um bjórínn
ölvar skrlfar:
Enn einu sinni er lagt til atlögu
gegn hræsni í áfengislöggjöf Islend-
inga. Umræða er á Alþingi um aö fá
staðfesta þjóðaratkvæðagreiðslu um
hvort hér skuli leyft að selja áfengt
öl.
Auðvitað verður máliö aldrei látið
ganga svo langt á Alþingi að um-
ræðan komist á lokastig. Um það
munu þeir sjá sjálfir, alþingismenn.
Þeir eru þröskuldur í vegi fyrir að
áfengislöggjöfinni verði hnikað til
betrivegar.
Þjóðin verður að láta sér lynda að
fá gamla, islenska pilsnerinn, sem
búið er að hella einhverju brenni-
vínssulli út í, sleikja út um og segja:
„mikið afskaplega er þetta gott,
líkist bara ekta bjór. — Er ekki hægt
að fá uppskrift að þessu?”
Og þeir sem stífast sækja veitinga-
: húsin, þrátt fyrir glamur hinna sömu
um kreppuna og lága kaupiö, láta
mynda sig í bak og fyrir og lýsa
ánægju sinni með „nýja” drykkinn.
Menn sem taldir eru hinir mestu
„connaisseurs” á mat og drykk
kneyfa þetta nýja afbrigði drykkjar
og láta hafa eftir sér að þetta sé
„ljúffengt”.
Ef menn vilja fara á veitingahús til
að finna á sér, þvi drekka þeir þá ein-
faldlega ekki bara áfengi, sterkt eöa
létt? Nóg'er til af ómenguðum og
ágætum tegundum sem eru viður-
kenndar sem alkóhólgjafar um allan
hinn siðmenntaöa heim.
Ef eitthvað er hefur tilurð þessa
nýja fyrirbæris, bjór- og brennivíns-
blöndu, orðið til þess að nú þykir
mörgum sem vandamálið með skort
á áfengu öli sé leyst. Munu margir
þingmenn líta svo á.
Það er ekkert nýtt hér á landi að
hvers konar vanþróun og villi-
mennska sem bráðabirgðalausn sé
talin góð og gild. Fyrirbærið stendur
síðan óhreyft og fyrr en varir er það
orðin regla.
Taka má mörg dæmi hér um en
látið nægja að minnast á lúgugötin á
sjoppunum, sem enn eru við lýði, og
pukriö í verslunarháttum með tóbak
og áfengi. Enginn má auglýsa þessar
vörutegundir hér nema útlendingar.
Erlend tímarit — ekkert mál,
íslenskir aðilar í blöðum og tíma-
ritum — kemur ekki til mála! Aðeins
íslenska sjónvarpið má auglýsa vín-
tegundir í íþróttatimum, gegnum
auglýsingaskilti erlendra leikvanga?
En auðvitaö hæfir það lands-
mönnum að halda uppi froðusnakki
um bjórblöndu meðan þeir búa við
áfengislöggjöf sem hlegið er að af
feröamönnum og er felumál lands-
‘manna sjálfra.
t * - ‘ '■ • ■
sófasettiö
íslenzk framleiðsla
HLSGAGNA
SMIÐJUVEGI 30
SÍMI 72870
Hagsýsla — Áætlanagerð
Starf fulltrúa (sérfræðings) hjá Fjórðungssambandi Norð-
lendinga, Akureyri, sem vinnur að hagsýslu- og
áætlanastörfum, auk annarra starfa í skrifstofu sambandsins,
er laust til umsóknar. Umsækjandi þarf að hafa aflað sér
menntunar á háskólastigi. Til greina kemur viðskipta-
fræðimenntun, landfræði- og félagsfræðimenntun eða önnur
hliðstæð menntun, svo og staðgóð starfsreynsla, sem kemur
að gagni í störfum við hagsýslu og áætlanagerð og á sviði
sveitarstjórnarmálefna. Umsækjandi þarf að geta unnið sjálf-
stætt og geta komið fram á vegum sambandsins. Hér er um
framtíðarstarf að ræða, með vaxandi verksviöi, fyrir dug-
legan og áhugasaman mann. Upplýsingar um starfið veitir
Askell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands
Norðlendinga, Glerárgötu 24 Akureyri. Sími 96-21614.
Umsóknir skulu vera með formlegum hætti og verður farið
með þær sem trúnaöarmál, ef þess er óskað. Umsóknarfrestur
ertil23. aprílnk.
Fjórðungssamband Norðlendinga
Glerárgötu 24 Akureyri.
Gleymið ekki
að endumýja
vegabréfið, ökuskírteinið eða nafnskírteinið.
Við sjáum um ljósmyndimar.
Ráðgjafi frá Mandeville of London
verður þessa viku hér á landi á eftir-
tö/dum stöðum:
REYKJAVÍK: Rakarastofan Klapparstig, simi 12725,
miövikudaginn 4. april, föstudaginn 6. april.
AKUREYRI: Jón Eðvarð, rakarastofa, Strandgötu 6, simi 24408
þriðjudaginn 3. april.
KEFLAVÍK: Klippótek, Hafnargötu 23.
simi 3428, fimmtudaginn 5. apri/.