Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 28
28 DV. ÞRIÐJUDAGUR3. APRÍL1984. Andlát Sigríöur Elín Jónsdóttir frá Reykjar- firöi, til heimilis aö Efstasundi 100, andaöist í Landspítalanum föstudag- inn 30. mars. Lilja Guöbjörg Jóhannesdóttir, Álfhólsvegi 129 Kópavogi, andaðist 31. mars. Særún Árný Magnúsdóttir frá Þverá, Olafsfiröi, til heimilis aö Faxabraut 70 Keflavík, andaðist aö kvöldi 30. mars á Borgarspítalanum. Bjarney Ölafsdóttir frá Króksfjaröar- nesi lést aö kvöldi 31. mars. Kveðju- athöfn veröur í Dómkirkjunni fimmtudaginn 5. apríl kl. 13.30. Þorgeir P. Eyjólfsson, Lokastíg 24A, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 30. mars sl. Hjörtur Þorvarðarson, fyrrverandi verslunarmaður, Vík í Mýrdal, andaöist í Borgarspítalanum 31. mars. Kristinn Friðriksson, Eikjuvogi 1 Reykjavík, andaöist í Borgarspít- alanum sunnudaginn 1. apríl. Björn Ólafsson, fyrrverandi konsert- meistari Sinfóníuhljómsveitar Islands, lést í Landspítalanum laugardaginn 31.mars. Irmgard Lísa Egilsson, Hverageröi, sem lést 27. mars sl., veröur jarösungin frá Nýju kapellunni í Foss- vogi miövikudaginn 4. apríl kl. 13.30. Anna Kristín Jónsdóttir, áöur Skarphéðinsgötu 16 veröur jarösungin frá nýju Kapellunni í Fossvogi miövikudaginn 4. apríl kl. 15. Lúövik Jóhannesson, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfiröi 28. mars sl., veröur jarðsunginn frá Hafnarf jaröar- kirkju miövikudaginn 4. apríl nk. kl. 13.30. Guðmundur Jóhannesson frá Vík í Mýrdal veröur jarösunginn frá Foss- vogskirkju miövikudaginn 4. april kl. 13.30. YFIR 9000 BÍLAR ERU MEÐ Uimenition Eina transistorkveikjan sem slegió hefur í gegn á Islandi. PÓSTSENDUM. Skeifunni 5a HABERG HF. Sími 8*47*88 <dPvANTAR 7 EFTIRTAUN/0 HVERFI KAMBSVEG LAUGARÁSVEG NJÖRVASUND BÚSTAÐAHVERFI HAFffi SAMSAHD ViÐ AFGHBOStUNA 0G SKRIFID YKKUR A BIÐUSTA. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 113., 117. og 120. tbl. Lögbirtingablaös 1983 á v/s Viöey RE—6, þingl. eign Hrannar hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimt- unnar í Reykjavik viö skipið í Reykjavikurhöfn fimmtudaginn 5. aprii 1984 kl. 11.15. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 135., 139. og 140. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Laugarnesvegi 108, þingl. eign Höllu Magnúsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn 5. april 1984 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 135., 139. og 140. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Eskihlíð 16, þingl. eign Karls Þorsteinssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri fimmtudaginn 5. apríl 1984 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Orrahólum 1, þingl. eign Jóns Guðbjörns- sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Veðdeildar Landsbankans og Jóns Finnssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 5. apríl 1984 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. í gærkvöldi____________í gærkvöldi Lífshamingjan er fótbolti Flestir stórreykingamenn dást aö íþróttamönnum og missa aldrei af íþróttaþáttum í sjónvarpi. Þar sitja þeir lungnaþembdir og andstuttir, dást aö afreksmönnum og láta sig dreyma um aö hætta aö reykja, fara í líkamsrækt og veröa á örskammri stundu að sólbrúnum vöövafjöllum sem konur tilbiðja á sundlauga- börmum. Ur þessu verður auövitaö aldrei því reykingamenn láta sér yfirleitt drauma um góöa heilsu og fagran líkama nægja, sem er eins gott því þaö er óvíst hvort sundlauga- barmar þjóöarinnar þola meiri ágang sólbrúnna vöðvafjalla. Iþróttaþættir sjónvarps á mánudögum eru þaö eina sem gera lífsleiðum reykingamönnum lífiö bærilegt á þeim dögum sem annars hafa á sér orö fyrir leiöindi og hvers- dagsleik. Ég viöurkenni það fúslega aö ekki einu sinni tap Víkinga fyrir FH dró úr kæti minni og hef ég þó fyrir vana aö styöja höfuöborgina gegn dreifbýlinu í flokkaíþróttum. Hinsvegar fer ég ekki ofan af því aö Víkingar voru betri. FH-ingamir voru hinsvegar heppnari. Fótbolti er örlagavaldur flestra karlmanna í Evrópu. Eg er viss um það að reykingar, drykkja og fleiri vandræöi karlpenings á Vestur- löndum megi rekja til þeirrar full- vissu sem flestum drengjum hlotnast um fermingaraldurinn aö þeir veröi aldrei nógu góðir til aö komast á samning hjá toppliði eins og Liver- pool eöa Juventus eða Hamburger SV. Stjómvöldum á Vesturlöndum væri hollast, ef hagur þegnanna skiptir þau einhverju máli, að stór- efia fótboltaþjálfun í skólum og gera fótbolta aö skyldugrein. Kannski færi stafsetningarkunnáttu aftur en meöaltalsstuöull lífshamingjunnar myndi snarhækka. Og þaö er fyrir mestu! Ölafur B. Guðnason. Afmæli Tónleikar 65 ára afmæli á í dag 3. apríl Hrólfur Jónsson, starfsmaður í Toyota-um- boðinu hér í borg, Kríuhólum 2. Hann og kona hans, Guörún Jónsdóttir, ætla að taka á móti gestum eftir kl. 20 í kvöld í Fífuseli 9, Seljahverfi. 80 ára afmæli á í dag, 3. apríl, Benedikt Jóhannesson, trésmiðameistari, Furu- geröi 1 hér í Rvík. Hann er aö heiman. 75 ára afmæli á í dag þriöjudaginn 3. apríl Pétur Konráðsson, til heimilis að Grundargötu 29 Grundarfiröi. Tónleikar á vegum T ónlistarf élagsins í Keflavík Nk. miðvikudag, 4. apríl, halda þær Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Selma Guð- mundsdóttir píanóleikari tónleika á vegum Tónlistarfélagsins í Keflavík. Tónleikarnir verða haldnir í Tónlistarskólanum og hefjast kl. 20.30. Á efnisskránni eruð fiðlusónötur eftir W.A. Mozart og Edvard Grieg og Fjögur lög op. 17 eftir Josef Suk. Fyrr um daginn leika þær Laufey og Selma fyrir nemendur Fjölbrauta- skólans. Styrktartónleikar Karlakór Reykjavíkur heldur sina árlegu styrktarféiagatónleika í Háskólabíói miðviku- daginn 4. apríl kl. 19, fimmtudaginn 4. apríl kl. 19oglaugardaginn7.aprílkI. 17. Söngskráin verður fjölbreytt að vanda, m.a. vinsæl íslensk lög og syrpa af sjómanna- söngvum frá ýmsum löndum. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni veröur Kristinn Sigmundsson og einnig félagar úr kórnum, þeir Oskar Pétursson, Hreiðar Pálmason og Haukur Páll Haralds- son. Stjórnandi er Páll Pampichler Pálsson sem hef ur stjórnað kórnum í 20 ár. Undirleikarar eru Anna Guðný Guðmunds- dóttir á pianó og Grettir Bjömsson á harmóníku. Tilkynningar ÆSKAN Atllr elga samleíð Æakurml '<sV>g i Æskan, marsblað, er komin út út. Efni: Lista- skautahlaup á vetrarólympíuleikum eftir dr. Ingimar Jónsson; Pési páfagaukur, saga eftir Sigrúnu Schneider, Tveir heppnir hljóta Sví- þjóðarferð í verðlaun, Verðlaunagetraun Flugleiða og Æskunnar, Bmnnur ódauðleik- ans, ævintýri, „Förum flestar helgar á skíöi”, ungir skíðaunnendur teknir tali, Okkar á milli, viðtöl við Maríu og Helga, Æskan spyr: Hvað þykir þér best að borða?, „Börnin eru alltaf söm við sig”, Ármann Kr. Einarsson rithöfundur í viðtali, Fjölskylduþáttur í um- sjá kirkjumálanefndar Bandalags kvenna í Reykjavík: Bæn litlu stúlkunnar eftir Dóm- hildi Jónsdóttur, Dætur Monsu, saga eftir Dómhildi Jónsdóttur, Stundum er til góðs að fara út, saga eftir Erlu Þ., Rauði kross Is- lands: Skóli fatlaðra eftir Hólmfríöi Gísla- dóttir, Sterki maurinn, Skák: Garrí Kasparov, Poppmúsík í umsjón Jens Guð- mundssonar, Ertu góður leynilögreglu- maður? ,,Gagnvegir”,viðtöl unglingavið gamalt fólk, örkin hans Nóa, Eimskip 70 ára, Við bökum sjálf, Æskupósturinn, Mynd mánaðarins, Best litaða myndin, llvað heitir landið? Geturðu búið til bókamerki?, Ný frí- merki, Bókaklúbbur Æskunnar, Afmælisbörn Æskunnar í mars, Felumyndir, Þrautir, skrýtlur, krossgáta o.m.fl. Ritstjóri er Grímur Engilberts. Kvenfélagið Seltjörn heldur fjölskyldubingó í Félagsheimilinu á Seltjarnamesi fimmtudaginn 5. apríl kl. 20.30. Náttúrufræðistofa Kópavogs Opið á miðvikudögum og laugardögum frá kl. 13.30-16.00. Fundir Kvenfélag Hallgrímskirkju Fundur verður í félagsheimilinu nk. fimmtudag, 5. apríl, kl. 20.30. Vori verður fagnaö með söng og kaffi einnig verður erindi og hugvekja sem sr. Pétur Ingjaldsson flytur. Nýr salur í Sunnuhlíð — Rauði krossinn með námskeið í skyndihjálp þaríkvöld Rauöi krossinn í Kópavogi verður meö námskeiö í skyndihjálp í kjallara Hjúkrunarheimilis aldraðra Kópa- vogsbraut 1 í kvöld þriöjudagskvöld klukkan 20.00. Salurinn sem nám- skeiöið veröur haldiö í er nýinnrétt- aöur og er Rauði krossinn fyrsta félag- ið af þeim félögum sem stóðu aö bygg- ingu hússins sem notar hann. Nám- skeiöið tekur 5 kvöld og er ætlunin aö ljúkaþvífyrirpáska. -JGH. Leiðrétting Á feröasíðu laugardagsblaös var rangt farið meö nafn hótelstjóra á Esju. Hann heitir Einar Olgeirsson en ekki Einar Olafsson eins og stendur í viðtali við hann. Beöist er velvirðingar á þessum mistökum. -SGV. Barokktón- leikaríHall- grímskirkju Listvinafélag Hallgrímskirkju efnir til kammertónleika í Hallgrímskirkju þriðjudaginn 3. apríl nk. Þar munu koma fram fiöluleikararnir Þórhallur Birgisson og Kathleen Bearden, flautu- leikararnir Guðrún S. Birgisdóttir og Marial Nardeau, Inga Rós Ingólfsdótt- ir sellóleikari, Elín Guðmundsdóttir semballeikari og Ioan Stupcanu bassa- leikari. Leikin veröur tónlist eftir Tele- mann, Vivaldi, Blavet, Biber og Hándel. Listamennirnir á æfingu í Hallgrímskirkju. Tónleikamir hefjast kl. 20.30 og Listvinafélaginu fá ókeypis aögang aðgangseyrir er 150 krónur en félagar í gegn framvísun félagsskírteinis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.