Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Blaðsíða 10
i<r Dv:rSÉifömÁ(mi Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson Kínverjar drógu úr kaupum á bandarísku korni í fyrra vegna deilna sem spruttu upp af útflutningi þeirra á vefnaöarvöru til Bandaríkj- anna. Reagan forseti setti kvóta á innflutning kínverskrar vefnaöar- vöru eftir aö bandarískir fram- leiðendur höföu kvartaö undan sam- keppninni. John Block, landbúnaöarráöherra Bandaríkjanna, hefur spáö því að Kinverjar muni bæta upp það sem vantaði á aö þeir stæðu viö sam- komulagið um kaup á bandarísku komi. I fyrra keyptu þeir tveimur milljónum tonna minna heldur en samiö hafði verið um. Uppskera hef- ur þó verið góö í Kína aö undanförnu og ýmsir sem vel þekkja til mála í Kína telja aö vafasamt sé aö Kin- verjar þurfi á aö halda því magni koms sem þeir höföu samiö um aö kaupa frá Bandaríkjunum. Regan fjármálaráöherra heim- sótti einnig Tókíó þar sem hann gagnrýndi Japani opinskátt fyrir að þeir skyldu hafað neitaö aö opna fjárfestingamarkaöi sína fyrir beinum fjárfestingum erlendra banka. Einnig heimsótti hann Suður- Kóreu þar sem hann flutti svipaðan boðskap. Vömskiptahalli Bandaríkjanna gagnvart Japan er nú 20 milljónir dollara og sagöi Regan aö ef ekki kæmu til aukin tækifæri Bandaríkj- anna til að selja á japönskum mörk- uöum myndi aukast þrýstingurinn á þaö. Hann sagði einnig aö þar sem nú væri kosningaár í Bandaríkjunum væri heildarvöruskiptahalli Banda- ríkjanna á þessu ári (spáö 100—110 milljarðar dollara) stórt póhtískt mál. I Suður-Kóreu hvatti Regan og til þess aö stjóm landsins gerði ráöstaf- anir til þess aö aðgangur aö mörkuð- um landsins yröi auöveldari. Bandarískir embættismenn segja aö ráðamenn í Suður-Kóreu hafi ver- iö mjög áhugasamir um væntanlega ferö Reagans Bandaríkjaforseta til Kína þar sem bætt samskipti Banda- rikjanna og Kína kynnu að hafa áhrif á Seoul. I Kóreustyrjöldinni sendu Kínverj- ar milljón manna herlið inn í Kóreu og kommúnísku bandamennimir tveir höfðu næstum unniö algeran sigurístyrjöldinni. Að svo fór ekki getur Suöur-Kórea þakkaö öflugri framgöngu banda- ríska lofthersins. Allt frá þeim tíma hafa Suður- Kóreumenn verið afskaplega tor- tryggnir í garö Kínverja. Desmond Tutu biskup: „Svartirmenn eru enn fangelsaðir án réttarhalda.” 80 prósent af íbúum Suður-A fríku eru enn án kosningaréttar —segir Desmond Tutu, formaður Kirkjuráðs Afríku „Eins og gyðingamir í Þýskalandi nasismans veröa allir blökkumenn yfir sextán ára að aldri að bera vega- bréf sem sýnir að þeir megi vera þar sem þeir eru,” sagði Desmond Tutu biskup frá Suöur-Afríku er hann var í heimsókn í Noregi fyrir nokkra. ,,Svartir menn eru áfram fangels- aðir án réttarhalda. Þeir deyja á dularfullan hátt í fangelsi eða þeir eru lýstir í bann eins og Winnie Mandela.” Biskupinn Desmon Tutu hefur margsinnis verið tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels. Hann er for- maður Kirkjuráðs Afríku. Hann líkir aðskilnaðarpólitík Suður-Afríku við lausn nasista á „gyðingavandamál- inu”. Aðeins sé um að ræða suður- afríska útgáfu á lausn nasistanna. Hann bendir á í því sambandi að stjórnin í Suöur-Afríku hefur látið flytja 3,3 milljónir blökkumanna með valdi til nýrra heimkynna á árunum 1960—1982. I grein sem Tutu skrifaði samtímis í Washington Post og norska Dag- bladet segir hann meðal annars: „Hefðu Bandaríkin viljað vinna með stjóm Stalíns í innanríkismálum hennar? Hefðu Bandaríkin viljað vinna með Þýskalandi nasismans? Hvemig geta Bandaríkin stutt kerfi sem er jafnillt og ósiðrænt og komm- únisminn og nasisminn? Þakka þér Guð að ég skuli vera svartur. Hinir hvítu munu verða að svara til saka fyrir ýmislegt á dómsdegi.” Tutu biskup gerði og að umtalsefni hina nýju stjórnarskrá Suður-Afríku. Hann fullyrðir að hún feli ekki í sér neina siðbót. „Hin hvíta Suður-Afríka er snilling- ur í orðaleikjum, að setja viðunandi nafn á mjög grimmilegan raunveru- leika. Menn gætu haldið aö hin nýja stjórnarskrá veiti öllum fullorðnum rétt til að kjósa. En hinn grimmilegi raunveraleiki er sá að 80 prósent af íbúum Suður-Afríku, þ.e. hinir svörtu, hafa ekki atkvæðisrétt. Ég er 52 ára gamall. Eg er biskup í „anglikönsku” kirkjunni og ein-: hverjir myndu vafalaust segja að ég væri tiltölulega áreiðanlegur. En í móðurlandi mínu má ég ekki kjósa þó aö ungt fólk megi kjósa. Hvers vegna? Vegna þess að hún eða hann era af hinum dásamlega líffræðilega eiginleika aö hafa hvíta húð. ” Reagan Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að efld samskipti Bandaríkj- anna og Kína verði áfram lykilatriði í utanríkisstefnu Bandaríkjanna til að spoma gegn sovéskum áhrifum. Engu breyti þó þessi stefna hafi sætt nokkurri gagnrýni ýmissa félaga hans úr Repúblikanaflokknum. Þetta var sá boðskapur sem Donald Regan fjármálaráöherra flutti Kínverjum er hann var í heim- sókn í Kína fyrir rúmri viku til að undirbúa heimsókn Reagans forseta þangað 26. aprU næstkomandi. Reagan forseti hefur eins og flokksbræður hans lengi lagt mikið upp úr dyggUegum stuðningi Banda- ríkjanna við stjórn þjóðernissinn- anna á Formósu og hefur það valdið erfiðleUcum nú þegar stjórn hans leitast við að bæta samskiptin viö stjómina í Peking. En Regan f jármálaráðherra hefur ekki dregið dul á það — hvorki í opin- beram yfirlýsingum né einkaviðtöl- um — að haldið veröi áfram á þeirri braut sem Richard Nixon markaði fyrir tólf árum er hann tók upp sam- skipti við meginland Kina. Verslun er að sjálfsögðu mikilvægur þáttur tU að glæða sam- skipti þjóða og það hefur Regan fjármálaráðherra í huga er hann beitti sér fyrir nýjum tollasamningi við Kínverja sem mun auðvelda bandarískum kaupsýslumönnum viðskipti við Kínverja. Samningur þessi verður undirritaöur í Kína- heimsókn Reagans forseta. Fjármálaráðherrann reyndi einn- ig að gera fjárfestingasamning við ráðamenn í Peking. Slíkur samning- ur hefði veitt bandarískum bönkum og öörum fjármálastofnunum aukið svigrúm á kínverskum markaði en vafasamt þykir aö takast megi að koma slíkum samningi á fyrir heim- sókn Bandarík jaforseta til Peking. Regan lýsti því yfir við frétta- menn, sem fylgdu honum eftir í Kína, að Kínverjar væru ákveönir í að gera heimsókn Bandaríkjaforseta þangað mjög árangursríka og þeir vildu auka samskiptin við Bandarík- in. „Þeim er mjög í mun að gera eins marga samninga á viðskiptasviðinu og mögulegt er,” sagði bandarískur embættismaður sem óskaði eftir því að vera ekki nafngreindur. Fjögurra ára samningur um kaup Kínverja á bandarísku komi rennur út í desember næstkomandi. Ráöa- menn í Washington eru óánægðir með að Kínverjar hafa ekki keypt sex milljón tonn á ári eins og kveðiö hafði verið á um í samningnum. Kínaheimsókn Reagans Bandaríkjaforseta á næsta leiti: Bandaríkin vilja efía sambandið við Kínverja Richard Nixon heilsar Maó Tse Tung, formanni kínverska Kommúnistaflokksins. Stjórn Bandaríkjanna er ákveðin að halda áfram á þeirri braut sem Nixon markaði fyrir tólf árum. Donald Regan, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.