Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1984, Blaðsíða 21
DV. FIMMTUDAGUR12. APRÍL1984: — 21 ar, menntunarleiðir fulloröinna, Mið- Ameríkukynning, skipulögð vinnu- brögð, stjómskipan Islands og þróunarlondin — þriðji heimurinn. Margt fleira mætti telja, svo sem kúrsa af léttara taginu eins og „haldið á söguslóðir Njálu með Jóni Böðvars- syni”, myndlistarkvöld og bókmennta- kynningu. „Við erum með mjög góða leið- beinendur, sérfræðinga á sínu sviði,” sagði Þráinn Hallgrímsson náms- stjóri. Þegar litið var yfir kennarataliö mátti sjá nöfn hagfræðinga, blaða- manna, lögfræðinga, leikara, ríkis- sáttasemjara, sagnfræöinga og fleiri. Nemendur fá greitt vinnutap Einhverjir kunna kannski aö spyrja: Hvemig hafa launamenn efni á þvi aö koma kannski langt utan af landi, sleppa vinnu í hálfan mánuð til að sitja skóla í orlofsbúöum í Ölfusi? ,,Það er reynt að koma því þánnig fyrir að fólk þurfi ekki að gjalda þess i launum að koma hingað,” sagði Þráinn Hallgrímsson. Atvinnurekendur hafa sýnt skólan- um velvilja og skilning. Mörg dæmi Tryggvi Þór Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri MFA. eru um það aö starfsmenn hafi haidið launum að hluta til eða öllu leyti meðan á námi stóð. Þó er það algeng- ara að verkalýðsfélögin greiði vinnu- tap. Þau greiöa einnig þátttökugjald sem stendur undir hluta kostnaðar við skólann. Annað greiðir MFA sem er styrkt af ríkinu en fær auk þess fastar tekjur frá verkalýösfélögunum. Ferða- kostnað greiöa verkalýðsfélögin yfir- leitt. Tryggvi Þór Aöalsteinsson var spuröur hver reynslan væri af skólan- um: „Svarið fer eftir því hvaöa mæli- stiku menn leggjá á það. En ég segi: Fólkið sjálft, sem hér hefur verið, segir að það hafi haft gott af nám- inu.Margir láta meira til sín taka inn- an sinnar stéttar. Þannig nýtist námiö verkalýðsfélögunum. En gleggsta dæmið finnst mér vera það að á þingum, ráðstefnum og fjöl- mörgum fundum innan verkalýðs- hreyfingarinnar hittir maður fjöl- marga sem hér hafa verið og láta til sin taka. Auðvitað megum við’ekki vera sjálf- umglaðir og þakka okkur þetta en ég er sannfærður um að skólinn er hluti af dæminu,” sagðiTryggvi Þór. SKÓLINN SPANNAR YFIR VÍTT SVIÐ — segir Jógvan D. Paulsen frá Færeyjum Einn Færeyingur, Jógvan D. Paul- sen, var í hópi nemenda á þriðju önn verkalýðsmálaskólans. Hann á sæti í stjóm Foroya arbeidarafelag sem er ASI þeirra íFæreyjum. „Það kom boð frá ASI um að senda einn nemanda á fræösluskólann. Þaö em ekki allir í Færeyjum sem treysta sér til aö tala eða skilja íslensku. En ég hef verið mikið á Islandi og taldi mig ekki eiga í erfiðleikum með að skilja islenskuna svo ég fór,” sagði Jógvan. Hann starfaði á Islandi i mörg ár sem vélstjóri og sjómaður, fyrst árið 1942 á Fáskrúðsfirði. Hann vann einnig á Norðfirði, Hornafirði, í Vestmanna- eyjum og Keflavík. Reyndar á hann ættir sínar að rekja til Islands. Amma hans var Islendingur, frá Litlu-Breiðu- vík í Eskif iröi. „Eg var hér í skólanum fyrst 1981 á 1. önn og aftur 1982 á 2. önn. Og nú er ég að enda 3. önn, ” sagði Jógvan. „Mér líkar ágætlega. Þessi vinnu- brögö eru til fyrirmyndar. Hér læra menn margt og mikiö. Eg hef verið á verkalýðsnámskeiðum, bæði í Dan- mörku og Færeyjum, en mér finnst ég hafa fengið meira út úr þessu. Skólinn hér spannar yfir miklu víðara svið. Hingað koma sálfræðingar, hagfræð- ingar, blaðamenn og margir aðrir,” sagði Færeyingurinn. -KMU. Jógvan D. Paulsen, nemandi frá Færeyjum. STÓRHÖFOI faMIÐSHÚFÐH HamarsHöf uvrjabw°L° dvergshOfoi VAGNHÖFÐI TANGARHÖFÐI BÍLDSHÖFOI Komið og skoðið gott úrval af 1. flokks notuðum MAZDA bílum, sem ailir seljast með 6 mánaða ábyrgð frá söludegi. Komið og skoðið einu samsetningarbílasmiðj- una á íslandi og kynnist nýju línunni af HINO vörubílunum frá Japan. Veitingar, kaffi, gos og meðlæti. Opið til kl. 10 öll kvöld MAZDA — HINO — DAF BlLABORG HF Smiöshöföa 23, sími 812 99. Gestir á /Í?)@JS® 14 athugið... opið til kl. 10 alla sýningardagana Á meðan á sýningunni Auto ’84 stendur bjóðum við sýningargestum í heimsókn í fyrirtæki vort, sem er að Smiðshöfða 23 (örskammt frá sýningunni). Komið og reynsluakið nýjum MAZDA bílum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.