Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1984, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1984, Blaðsíða 22
22 DV. FIMMTUDAGUR12. APRIL1984. Bíræfinn þjófur: Mætti með kúbeinið - og brautupp hurð með karmi og öllu tilheyrandi Þjófurinn, sem braust inn i verslunina Drifu viö Hlíöarveg nýlega, gekk óvenjulega hreint til verks. Hann mætti meö kúbeiniö aö útidyrahurö verslunarinnar og braut hana upp meö karminum og öllu tilheyrandi. Er inn i verslunina var komið lét hann greipar sópa um dýra Clarion- hljómtækjasamstæöu. Hann haföi hana á brott með sér ásamt um fimmtán kartonum af sígarettum. I hljómtækjasamstæöunni er útvarp, plötuspilari, segulband, magnari og tónjafnari, tæki upp á næstum 40 þúsund krónur. Taliö er aö sami þjófur hafi verið á ferö, er brotist var inn í verslunina þann 8. janúar síöastliöinn. Hand- bragöiö þykir vera þaö sama. -JGH. Setfoss: Eldri borgarar ílðnó Á milli 45 og 50 eldri borgarar frá Selfossi fóru í Iönó að sjá leikritið Guö gaf mér eyra. Marta Jónasdóttir rómaöi leikritiö aö mörgu leyti en sagði að sér fyndist sumt óþarfa kjaft- æöi en sumu sleppt sem sýna þurfti. Hún heföi viljaö sjá brúðkaup Söru og kennarans. „Þaö átti að sýna skilyröislaust og eins mátti sýna meira frá bernskuárum Söru,” sagöi hún. Eldri borgarar voru ánægöir með leikara og leikritiö og feröalagiö með Sérleyfishöfum Selfoss sem buðu þeim feröina frítt, en það er orðið algengt hér aö þeir bjóöi eldri borgurum í svona feröir á hverju ári. Færa eldri borgarar þeim þakkir fyrir þaö. -Regína/Selfossi. Aðalfundur Búnaðar- félags Ölfushrepps: Harmar að enginn ráðu- nautur sé starfandi í alifuglarækt Aöalfundur Búnaöarfélags ölfushrepps, haldinn í félagsheimili ölfusinga 30. mars 1984, harmar aö enginn ráöunautur skuli nú vera starf- andi í alifuglarækt eins og veriö hefur á undanfömum árum og beinir hann þvi til Búnaðarsambands Suöurlands og yfirmanna búnaöarmála aö sjá til þess að þessu ófremdarástandi ljúki hiðfyrsta. Karl Þórarinsson alifuglabóndi flutti eftirf arandi tillögu á f undinum: „Aðalfundur Búnaöarfélags ölfushrepps bendir á að alifugla- bændur veröa oft fyrir mjög miklu tjóni vegna ungadauða. Fundurinn telur aö þessu vandamáli hafi ekki veriö sinnt sem skyldi og skorar á yfir- dýralækni og tilraunastööina á Keldum aö leita allra tiltækra ráöa til aö úr þessu veröi bætt. Tillagan var samþykkt samhljóða. A fundinum hélt dr. Gunnar Sigurösson erindi um fóðrun mjólkur- kúa og vakti þaö mikla athygli. -Regína/Selfossi. HKW SÍMI27022 Á kortinu eru sýndir sjósetningarstaðir þeir sem björgunarbát Reykja- víkurflugval/ar eru ætlaðir og merktar þær leiðir sem þarf að aka með hann um bæinn. Bf til slyss kemur er lögreglunni œtlað að halda þessum akstursleiðum opnum en keyra ma með bátinn á allt að 60—70 km hraða. Brotalöm í öryggisvörnum vegna f lugslysa við Reykjavíkurflugvöll: BiÖRGUNARBÁTURINN KEMST EKKIÁ SIÓ NEMA Á HELMINGI FYRIRHUGAÐRA STADA I áætlun sem til er vegna hugsan- legra flugslysa í sjó í nágrenni Reykjavíkur er gert ráö fyrir aö björgunarbátur Reykjavíkurflug- vallar geti komist á sjó á tíu stööum í borginni. Hinsvegar er ekki full- nægjandi aðstaöa til sjósetningar bátsins nema á fimm af þessum stöö- um og á f jórum þeirra eru aöstæöur mjög erfiöar til sjósetningar og á einum staðanna eru aöstæöur einnig erfiöar en hægt að notast viö þær. Hinsvegar liggur ljóst fyrir aö björgunarbátur Reykjavíkurflug- vallar svo og björgunarbátur lög- reglunnar, sem nota á í sömu tilfell- um, eru þeir bátar sem hvað mestur viöbúnaöur er viö enda á aö vera hægt aö grípa til þeirra og koma þeim á slysstaöinn meö mjög skömmum fyrirvara. Bátur Reykja- víkurflugvallar er stór og öflugur gúmmíbjörgunarbátur af Zodiac- gerö, útbúinn ijósavél, öðrum gúmmibjörgunarbát og tveimur öflugum vélum, sem knýja hann. Staöir þeir sem hér um ræöir eru (sjá kort) í Nauthólsvík, viö flugskýli 3, Þormóðsstaöavör, viö Sörlaskjól, Bakkatjöm á Seltjamarnesi, viö Eiösgranda, í örfirisey, neöan viö Snorrabraut, á Laugamestanga, og viö athafnasvæði SIS viö Holtagarða. Af þessum tíu stööum era á hinum fimm fyrst töldu taldar fullnægjandi aöstæður til sjósetningar bátanna, viö Laugamestanga eru aöstæöur Björgunarbátur slökkviliðsins á Reykjavíkurflugvelli. DV-mynd S. taldar viöunandi en á hinum fjórum stööum mjög erfiöar án sérstakra úr- bóta, en eins og sjá má á kortinu er þeim stöðum ætlað aö þjóna svæðinu noröan viö borgina. Guömundur Guömundsson slökkviliösstjóri á Reykjavíkurflug- velli sagöi í samtali viö DV aö áætlun sú sem hér um ræðir heföi veriö sam- in fyrir 2 árum í samvinnu Almanna- vama og flugvallarins. Hann sagði aö á þeim stööum sem um ræöir í áætluninni þyrfti aö vera þannig aö- staða aö hægt væri að keyra bíl með bátnum á, niöur í fjöraboröiö, þetta væri þaö þungur bátur aö ef ætti að bera hann þyrfti mikinn mannskap. Raunar taldi Guðmundur aö fuU- nægjandi aöstæöur væra einungis til staðar á þremur af þéssum tíu stöö- um, þaö er þeirra sem lægju innan flug vallarsvæöisins. „Þessi bátur okkar er fyrst og fremst hugsaður sem öryggistæki í sambandi viö flugiö en það er ekkert því til fyrirstööu aö aðrir hafi not af honum, eins og til dæmis lögreglan,. og raunar hefur Kópavogslögreglan haft svolítil not af honum,” sagöi Guömundur. Rætt við borgar- verkfræðing Guöjón Petersen framkvæmda- stjóri Almannavama sagði í samtali viö DV aö rætt heföi verið viö borgar- verkfræöing vegna þessa máls og bent á aö æskilegt væri aö ganga frá aöstööu á þeim stööum þar sem hún væri nú erfiö en hann heföi sagt á móti að þaö væru dýr mannvirki sem reysa þyrfti á nokkram staðanna. Þaö sem um er aö ræöa þar er aö steypa þarf rennibraut þannig aö hægt sé aö keyra meö bátinn út í sjó og þurfa slíkar rennibrautir aö koma á stöðum nr. 6, 7, 8 og 10 en Guöjón benti jafnframt á að nú væri komin nokkuö góö aðstaöa til sjósetningar bátsins í Eiliöavogi þar sem smá- bátahöfnin væri. Aö ööru leyti benti Guðjón á Hafþór Jónsson hjá Almannavörnum sem nýlega skoöaöi framangreinda staði. „ Aöstæöur era verulega erfiöar viö staði nr. 6, 7, 8 og 10 og hvað varðar staö nr. 7 (í örfirisey) þarf aö koma upp hifibúnaöi eöa krana til að sjó- setja bátinn,” sagði Hafþór Jónsson í samtaliviðDV. Hann sagöi ennfremur að á sum- um hugsanlegra sjósetningarstaða við borgina væri erfitt aö koma viö steyptri rennibraut og nefndi sem dæmi í því sambandi alla strand- lengjuna við Skúlagötuna. „Eg tel hinsvegar mjög æskilegt að þessum málum verði komið í lag enda eiga þessir bátar að vera fyrstu björgunartækin sem koma á vett- vang, síöar koma svo tæki á borö viö björgunarskipiö Gisla J. Johnsen, þyrlur og önnur skip sem stödd væra í nágrenninu,” sagöi Hafþór. -FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.