Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1984, Blaðsíða 40
40 Þóra Borg leikkona er látin. Hún var fædd í Reykjavík 6. júli 1907. Foreldrar hennar voru þau hjónin Stefanía Guðmundsdóttir og Borgþór Jósefs- son. Þóra giftist Gunnari Einarssyni en hann lést eftir þriggja mánaða hjánaband. Þau eignuðust einn son. Þóra hlaut heiðurspening Leikfélags Reykjavíkur á 50 ára afmæli félagsins 1947. Hún var kjörin heiðursfélagi félags íslenskra leikara og fálkaorð- una hlaut hún árið 1978 fyrir störf sin að leiklistarmálum. tJtför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Sigríður Oddleifsdóttir lést 4. apríl sl. Hún var fædd 29. september 1908 í Langholtskoti, Hrunamannahreppi. Foreldrar hennar voru hjónin Helga Skúladóttir og Oddleifur Jónsson. Eftirlifandi eiginmaöur hennar er Jón Jónsson. Eignuðust þau þrjú böm. Utför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. Gunnar Stefánsson bóndi, Vatns- skaröshólum, Mýrdal, verður jarösunginn frá Skeiðflatarkirkju laugardaginn 14. apríl kl. 11 f.h. Sæta- ferð verður frá BSl kl. 7.30 f.h. sama dag. Martha Þórleifsdóttir, Kleppsvegi 24, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. aprílkl. 15. Gestur Gunnlaugsson bóndi í Mel- tungu lést 10. apríl. Þórður Olafsson, Innri-Múla, Barða- strönd, andaöist í Sjúkrahúsi Patreks- fjarðar aö morgni þriöjudagsins 10. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Þórunn Olafsdóttir verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. apríl. Öm Ö. Johnson, Melhaga 10, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 13. þessa mánaðar kl. 13.30. Hulda Þ. Guðmundsdóttir, Laugames- vegi 13 Reykjavík, sem lést þann 5. apríl, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju föstudaginn 13. apríl kl. 13.30. Haraidur Jakobsson, Kornsá, Vatns- dal, verður jarðsunginn laugardaginn 14.aprílfrá Undirfellskirkjukl. 14. Tilkynníngar Vitni óskast Um kl. 21 í gær var brotin hliöarrúöa í dökkbláum Benz við Dvergabakka 8 og stolið úr honum buddu. Þeir sem hafa orðið þessa varir eru beðnir að láta lögregluna vita. Námskeið í frönsku og franskri menningu fyrir kennara og fyrir- svarsmenn æskulýóssamtaka. ef þú ert á aldrinum 20—45 ára. — Ef þú hcfur ábyrgðarhlutverki að gegna í æskulýðssamtökum einhvers konar eða ef þú hefur umsjón með kennslu eða tómstunda- starfi utan við hið eiginlega skólakerfi eða þá ef þú kennir við öldungadeild og ef þú talar þegar dálítið frönsku, þá stendur þér til boða að taka þátt, þér að kostnaðarlausu, í nám- skeiöi í frönsku og franskri menningu sem sérstaklega er skipulagt f yrir þig. Námskeiðiö fer fram frá 24. mai til 19. júní næstkomandi i Cannes við Miðjaröarhafs- strönd Frakklands. 35 þátttakendur frá 20 löndum munu þar koma saman. Á nám- skeiðinu verður veitt kennsla í frönsku með hjálp nýsigagna (audivisuel) auk samræðutíma og einnig veröa fundir og umræður um franskt þjóðféiag nú á dögum, um félagsstarf fullorðinsfræðslu, nýjungar í tómstundastarfi, um félagasamtök og alþjóð- leg mót æskufóiks o.s.frv. Menningarferðir, skoðunarferðir og fundir með frönskum starfsbræðrum veröa einnig á dagskrá. Ekki hefur gleymst að skipuleggja fri- tímann: þar er fyrst að nefna ströndina, að sjálfsögðu, tennis, hjólreiðaferðir og fleira. Sérhver þátttakandi mun þurfa að skipuleggja eina kvöldskemmtun þar sem hann á að kynna fyrir hinum þátttakendunum land sitt og þjóð. Námskeiðið, gisting, fæði og skipulagðar skemmtanir eru þátttakendum algjörlega að kostnaðarlausu en ferðakostnað til Antibes greiða þeir sjálfir eða þau félagasamtök er þeirtilheyra. Þeir sem áhuga hafa eru beðnir að snúa sér hið allra fyrsta til menningardeUdar franska sendiráðsins, Túngötu 22, því umsókn þarf að berast fyrir f immtudaginn 18. apríl. Gert er ráð fyrir þátttöku tveggja lslendinga í námskeiði þessu. TU aö aQa nánari upplýsinga skal hringt í síma 17621 eða 17622. Spilakvöld Frá Snæfellingafélaginu í Reykjavík Síðasta spila- og skemmtUcvöld félagsins á vetrinum verður haldið laugardaginn 14. apríl nk. kl. 20.30 i Domus Medica. Mætiö vel og stundvíslega. Skemmtinefndin. Spilakvöld í Hallgrímskirkju Spilakvöld verður í félagsheimili Hallgríms- kirkju í kvöld (þriöjudag) kl. 20.30. Ágóði rennur tU styrktar kirkjunni. Kvenfélag Kópavogs spilar félagsvist þriðjudaginn 10. aprU kl. 20.30 í Félagsheimilinu. Basarar Kökubasar hjá Framkonum Kökubasar verður haldinn laugardaginn 14. aprU kl. 15 í FramheimiUnu við Safamýri. GlæsUegar kökur beint á páskaborðið. Tekið á móti kökum mUU kl. 13 og 14. Kökubasar Félag þingeyskra kvénna í Reykjavík og nágrenni heldur sinn árlega kökubasar að Hallveigarstööum á pálmasunnudág kí. 14. Tekið á móti kökum miUi kl. 10 og 12. Tónleikar Enskur drengjakór í Kópa- vogskirkju í kvöld Þessa dagana er staddur hér á landi enski drengjakórinn Hampton School Choral Society í boði Skólakórs Garðabæjar. I kóm- um eru 38 drengir á aldrinum 11—18 ára. Þeir munu halda sínu fyrstu tónleika hér á landi í Kópavogskirkju í kvöld, 12. aprU, kl. 20.30. Tónleikar í Djúpinu Næstkomandi sunnudagskvöld heldur hljóm- sveitin Hrim tónleika í Djúpinu og hef jast þeir klukkan21. Hljómsveitin leikur þjóðlög frá ýmsum löndum og þar á meðal fjöruga þjóðlaga- tóniist frá Skotlandi og Irlandi. Einnig Ieikur hljómsveitin frumsamda tónUst. Fundir Slysavarnakonur I Reykjavík Áfmælisfundurínn verður haldin 16. apríl nk. í Domus Medica kl. 20. Miðasala við inngang- inn. Vinsamlegast látið vita i simum 66633, Helga, 19828, Ándrea, 38449, Olöf. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Kvennadeild Flug- björgunarsveitarinnar Félagsfundur verður haldinn í kvennadeUd Flugbjörgunarsveitarinnar miðvikudaginn 11. apríl kl. 20.30. Félagsvist. Hallgrímskirkja, starf aldr- aðra Opið hús verður í HaUgrímskirkju á morgun, fimmtudaginn 12. apríl, og hefst kl. 14.30. Gestur verður Þorsteinn Matthiasson. Sýndar verða litskyggnur úr Strandasýslu. Kaffiveitingar. Safnaðarsystir. DV. FIMMTUDAGUR12. APRIL1984. í gærkvöldi_______ I gærkvöldi Öldur Ijósvakans-norðan 13 Utvarpiö er fjölmiöill sem ég hef átt erfitt meö aö átta mig á í mörg ár. Alveg frá því ég fór aö taka eftir hlutum í kringum mig og draga rök- réttar ályktanir af því sem er aö ger- ast þá hefur mér virst sem svo að tæki þaö sem á góöu máli er kallað viötæki skuli keypt til aö hafa lokað fyrir. Þaö er eins og út úr þessum kassa sem ku innihalda hreint ótrúlegt magn af tækni og vísindum, eigi annaðhvort aö koma akkúrat ekki neitt eöaþáeitthvaðhundleiöinlegt. Eg er hér aöeins aö tala um sjávarsíöuvarpiö, hitt sem staösett er uppi í Leiti er enn svo ungt aö ekki er þorandi aö leggja á þaö dóm, þó aö bamið viröist ætla aö hætta aö þroskast strax á unga aldri. En varðandi sjávarsíöuna þá virðist með ólíkindum hvaö hægt er aö leita lengi í dagskrá þess, án þess aö nokkuð sé fundiö viö manns hæfi. Það er helst þegar eitthvað skemmtilegt er á seyöi i sjónvarpinu sem eitthvaö bitastætt kemur úr út- varpinu. En eins og mikill maður sagöi fyrir um 1950 árum: leitið og þér munuö finna og mun hver veröa aö leita fyrir sig því ekki vilja allir drekka sama sauðárkróksvatniö. Spurningin er aöeins sú. Hvernig á aö finna vasapela af viski í eyði- mörkinni? Svariö er í bíóhúsunum og í vídeóleigum. Sigurbjörn Aðalsteinsson. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Sýnikennslufundur verður í Félagsheimilinu að Baldursgötu 9 fimmtudaginn 12. apríl kl. 20.30. Húsmæðrakennarar frá Osta- og smjör- sölunni annast sýningu og kennslu á fjöl- breyttum ostum, ostaréttum og tertum. Kaffi. Aliir velkomnir. Rangæingafélagið í Reykja- vík heldur aðalfund sinn laugardaginn 14. apríl í Hreyfilshúsinu við Grensásveg kl. 14.00. Kvennadeild Skagfirðinga- félagsins í Reykjavík heldur fund í Drangey, Síöumúla 35, mið- vikudaginn 11. apríl kl. 20.30. M.a. verður rætt um fjáröflun félagsins 1. maí. Skák Firmakeppni í skák Ákveðið hefur veriö að UIA gangist fyrir firmakeppni í skák föstudaginn 20. april (föstudaginn langa.) Mótið fer fram í Vala- skjálf á Egilsstöðum og hefst kl.13 og skal keppt í formi hraðskákar. Þetta er í annað sinn sem slíkt mót fer fram, en á síðustu páskum var fyrsta mótið af þessu tagi haldið í Neskaupstað og þótti takast mjög vel. Því hefur verið ákveðið að reyna aftur og gera þetta að árlegum atburði. Þátttökugjald frá hverju firma verður kr. 1000,- Fyrirtæki eiga þess kost að tilnefna keppendur, en þau sem það ekki gera fá valda keppendur eftir útdrætti, og þá helst úr viðkomandi byggöariögum. Forystumönnum i skákh'fi í hverju byggöarlagi verður falið að safna skákfólki. Sömuleiðis verður stofnunum safnað á hverjum stað í samráöi við framkvæmda- stjóra UlA. Athugað verður með rútuferðir frá Nes- kaupstaö og Fáskrúðsfiröi til Egilsstaða til að auðvelda mönnum þátttökuna.. . SKÁK. Þessi köttur fór frá heimili sínu aö Urðarbakka 20 í Reykjavík á mánudagsmorgun og hefur ekki sést síðan. Þetta er ung læöa, brún og svört þar sem dökku fletimir eru á myndinni en hvít annars staðar. Hún er með bláa hálsól. Þeir sem hafa orðið hennar varir eru vinsamlegast beönir um aö láta vita í síma 74721. Læðan Dídí týnd Dídí er svört og hvít læða með brúna doppu á bakinu. Hún hvarf frá heimili sinu Kjalar- landi 14 sl. mánudag. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hennar eru vinsamlega beðnir að hringja í síma 36104. Minningarspjöld Minningarkort Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík fást hjá eftirtöldum aðilum: 15597 Bókabúð Braga, Lækjargötu. 12630 Ámatör, Laúgavegi 82. 66620 Snerra, Mosfellssveit. 17430 Ingibjörg Vernharðsdóttir. 27800 Maria Bergmann. 32068 SigurðurM. Þorsteinsson. 82056 Ingvar Valdimarsson. 37407 Magnús Þórarinsson. 37392 Stefán Bjarnason. 35693 PállSteinþórsson. 71416 Gústaf Oskarsson. 34527 Sigurður Waage. Sölustaðir minningarkorta Hjartaverndar Reykjavík: Skrifstofa Hjartaverndar, Lágmúla 9,3. hæð. Reykjavíkurapótek, Austurstræti 16, Skrifstofa DAS, Hrafnistu, Dvalarheimili aldraðra, Lönguhlíð, Garðsapótek, Sogavegi 108, Bókabúðin Embla, Völvufelli 21, Keflavík: Rammar og gler, SólvaUagötu 11, Samvinnubankinn, Hafnargötu 62. Kópavogur: Kópavogsapótek, Hamraborg 11. Akranes: Hjá Sveini Guðmundssyni, Jaðarsbraut 3, og Kristjáni Sveinssyni, Samvinnubankan- um. tsafjörður: Pósturogsimi. Siglufjörður: Verslunin Ögn. Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31, Sparisjóður Hafnarfjarðar, Strandgötu 8—10. Árbæjarapótek, Hraunbæ 102 a, Bókabúð Glæsibæjar, Alfheimum 74, Vesturbæjarapótek, MeUiaga 20—22, KirkjufeU, Klapparstíg 27. Minningarkort Barnaspítala Hringsins fást á eftirtöidum stöðum: Versl. Geysir hf., Aðalstræti 2. Jóhannes Norðfjörö hf., Hverfisgötu 49. Bókabúð OUvers Steins, Strandgötu 31 Hf. Bókaversl. Snæbjarnar, Hafnarstr. 4 og 9. Bókabúðin Bók, Miklubraut 68. Bókhlaðan, Glæsibæ. Versl. EUingsen hf., Ananaustum, Grandag. Bókaútgáfan Iðunn, Bræðraborgarst. 16. Kópavogsapótek. Háaleitisapótek. Vesturbæjarapótek. Garðsapótek. LyfjabúðBreiðholts. Heildversl. JúhusarSveinbjörnss., Garðastr. 6. MosfeUs Apótek. Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga fást hjá eftir- töldum aðUum: Reynisbúð, Bræðraborgar- stíg 47, Bókaverslun Isafoldar, Framtíðinni, Laugavegi 45, frú Margréti Sigurðardóttur, Nesbala 7, Seltjarnamesi, Bókabúð Böðvars, Hafnarfirði, Sigurði Olafssyni, Hvassahrauni 2, Grindavík, Alfreð G. Alfreðssyni, Holts- götu 19, NjarðvUc. Söfnin Náttúrufræðistofa Kópavogs Opið á miðvikudögum og laugardögum frá kl. 13^0—16. Fannst látinn Einar Viöar hæstaréttarlögmaöur, sem lýst var eftir í vikunni, fannst lát- inn skammt frá heimili sínu í Garðabæ í gær. Hans haföi verið saknaö í nokkra daga og var óttast aö eitthvaö alvar- legt heföi komið fyrir hann því hann átti viö vanheilsu aö stríða. Einar Viö- ar var tvíkvæntur og lætur eftir sig tvö böm. Ferðalög Ferðir Ferðafélagsins um bænadaga og páska: 1. 19.—23.apríl, kl. 08, skíðaganga að Hlöðu- völlum (5 dagar). Gistí sæluhúsiFI. 2. 19.—23. apríl, kl. 08, Snæfellsnes-SnæfeUs- jökull (5 dagar). Gist í AmarfeUi á Amar- stapa. 3. 19,—23. apríl, kl. 08, Þórsmörk (5 dagar). GistísæluhúsiFl. 4. 21,—23. apríl, kl. 08, Þórsmörk (3 dagar). GistísæluhúsiFl. Tryggið ykkur farmiða tímanlega. Allar upplýsingar á skrifstofunni, öldugötu 3. Ferðafélag Islands. Afmæli 80 ára afmæli á í dag, fimmtudaginn 12. apríl, Bæring Þorsteinsson sjómaö- ur frá Isafiröi, nú til heimilis að Miö- vangi 41 Hafnarfirði. Kona hans er Olöf Jakobsdóttir, ættuð frá Aðalvík á Ströndum. Bæring tekur á móti gestum á heimih dóttur sinnar, Guörúnar, aö Smyrlahrauni 15 Hafnar- firöi eftir kl. 15.00 í dag. BELLA Nei, ég get ekki fundið á skinkunni að þú hafir soðið hana í rauðvíni — en ég get fundið það á bragðinu af rauðvíninu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.