Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1984, Blaðsíða 3
3 IMISSAN INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560. Tökum allar gerdir eldri bifreiða upp í nýjar.— Munió bflasýningar okkar um helgar kl. 2-5. LANG-LAIMGMEST FYRIR PENINGANA. ____________#%■ __________________ OUIili I EYÐIR MIIMNA EN CITROÉN 2 CV OG SAMT SNEGGRI OG HRAÐSKREIÐARI EN BMW. DV. MÁNUDAGUR 7. MAl 1984. Um helgina var mikið um dýrðir á Laugavegi númer 170 og i næsta ná- grenni. Þá var haidið upp á afmæli Hekiu hf., en 50 ár eru nú liðin frá þvi fyrirtækið var stofnað. Voru þar til sýnis bílar sem fyrirtækið hefur flutt inn frá stofnun. Einnig var boðið upp á skemmtiatriði og m.a. söng Lögreglukórinn fyrir við- stadda. Hvort iögregiumaðurinn á myndinni slapp ekki ikórinn eða þá hann þurfti að vera á vakt er ekki vitað, en hann fyigdist engu að siður vel með öllu. SigA. DV-myndLoftur. Hagnaður KEAátta miíljónir Hagnaður af rekstri Kaupfélags Eyfirðiuga varð rúmar átta milljónir króna á árinu 1983. Heildarvelta félagsins varð rúmlr tveir milljarðar króna og hafði aukist um 74 prósent í krónutölu frá árinu 1982. Veltuaukning varð þvi nokkurn veginn í samræmi við verðbólguna. < Þetta kom fram í skýrslu Vals Arnþórssonar á aðalfundi kaupfélags- ins. Fundinum lauk á laugardag og var þá tekiö fyrir sérmál hans, land- búnaðarmálin. Efnahagur kaupfélagsins er mjög sterkur nú. I árslok var eigið fé og stofnsjóðir 677 milljónir króna og hafði aukist um 75% frá árslokum 1982. Fjármunamyndun í heildarrekstrinum jókst hlutfallslega mjög mikið frá fyrra ári. >á var hún 46,2 milljónir en er 112,6 milljónir á árinu 1983. KEA er langstærsti launagreiðandi á Eyjaf jarðarsvæðinu og einn sá stærsti á landinu. Meöalfjöldi starfsmanna á síöasta ári var 1.026 og námu beinar launagreiðslur þá rúmum 230 milljón- um króna. KEA f járfesti á síðastliðnu ári fyrir tæpar 50 milljónir króna. Að raunvirði er það nokkru minna en árið áður. I ár er unnið að ýmsum framkvæmdum fyrir um 54 milljónir og ber þar hæst verslunarhús á Dalvík, kaup á fóður- verksmiöju og ýmsar fjárfestingar vegna mjólkursamlagsins. JBH, Akureyri. Fjörtíu sátu fastir í rútu Fjörutiu manna hópur kiwanfs- manna frá ísafirði lenti i hrakningum aðfaranótt sunnudagsins er hann var á leið frá Flateyri til ísafjarðar. Rútan sem hann var í sat þá föst á Breiða- dalsheiði i tæpa 3 tima er hjálp barst og hægt var að losa rútuna. Kiwanismennirnir voru á Flateyri vegna stofnunar nýs kiwanisklúbbs þar og var þeim ekki meint af volkinu, sátu rólegir í rútunni og eyddu tímanum við að grynnka á „nestinu” semmeðvaríförinni. -FRI Verð á Nissan Sunny, 4 dyra fólksbfl, 5 gíra, 1500 cc, 84 hestöfl og ríkulega útbúinn, kr. 311.000. Við látum þér eftir að bera saman verð þeirra bíla sem Finn Knudstup minntist á í greín sinni. m , ,.iv t\0tN0t °ske i-..BIL-TKjT . Mere ekonomisk end 2 C Y trods optræk som BMW Hinn þekkti bflamaður Finn Knudstup á Berlingske Tidende varð mjög hrifinn af NISSAN SUNNY. Hann skrifaði: „Sunny getur við fyrstu sýn litið út fyrir að vera hefðbundinn bíll en hin háþróaða tækni og nákvæmni i framleiðslu kemur manni sannanlega á óvart. Þú kemst lengra á hverjum bensín- lítra á Sunny en á Citroén 2 CV. Engu að síður er Nissan Sunny sneggri og hraðskreiðari en BMW 315. Og ekki er Sunny dýr. í stuttu máli þrjú atriði sem eiga eftir að gera Sunny að stór- vinsælum bíl - bíl sem veitir manni meiri og meiri ánægju við hvern kílómetra." INNRA VANDAMAL SJÁLFSTÆÐISFLOKKS — segir forsætisráðherra um ummæli Friðriks Sophussonar „Mér virðist Friðrik fyrst og fremst vera að fjalla um innra vandamál Sjálfstæðisflokksins sem ég skipti mér ekki af,” sagði Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra er DV innti hann álits á þeim ummælum Friðriks Sophus- sonar, varaformanns Sjálfstæðis- flokksins, að tímabært væri orðið að endurskoða stöðu flokksins i stjórnarsamstarfinu og kæmi þá til greina að breyta um ráðherra sjálf- stæðismanna. Nefndi Friðrik sérstaklega að for- maöur flokksins ætti að sitja í ríkis- stjóminni. En vill Þorsteinn Pálsson, for- maöur Sjálfstæðisflokksins, taka sæti í ríkisstjórninni? ,JEg hef metiö það eftir verkefnum,” svarar Þor- steinn. „Eg gerði það strax á lands- fundi flokksins. Þá kaus ég að ein- beita mér að því að treysta tengsl flokksforystunnar viö sjálfstæðisfólk í landinu. Eg held að það hafi veriö mikilvægt í upphafi starfs míns en verkefnin munu að öðru leyti ráða því hvort ég tek sæti í ríkisstjóm.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.