Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1984, Blaðsíða 17
'MWA'NUÖÁfeÍJ'R1 fr'É'Át M4. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Kæra á hendur brytanum á Litla-Hrauni: OSKIUANLEGT ATHÆH Frímann Sigurösson, yfirfangavöröur Litla-Hrauni hringdi: Fullyrt var í grein í DV nýlega aö bryti hælisins heföi veriö kæröur fyrir forstjóra Litla-Hrauns fyrir aö bera fram skemmdan mat fyrir starfsfólk. Þessu get ég ekki trúaö því matur er allur mikill og góöur á hælinu og er þaö samdóma álit alls starfsfólks aö bryt- inn og hjálparfólk hans leggi sig fram um aö hafa matinn sem mestan og bestan. Þá hefur hreinlæti við matar- gerð verið meö ágætum. Þá segir í fréttinni aö trúnaðar- maöur hafi kært brytann. Þetta get ég ekki skilið þar sem trúnaðarmaður er trúnaöarmaður brytans ekki síður en annars starfsfólks á hælinu. Hann þekkir manna best aö allur matur og matartilbúningur á Litla-Hrauni er fyrsta flokks og til fyrirmyndar. Eg hef hugsað það oft, síðan ég las þessa frétt, hvað til komi að nokkur maður sendi frá sér slíka frétt og hér er vitnaö í sem enginn fótur er fyrir hvaö varðar brytann. Starfsfólk allt er mjög sárt og furöu lostið yfir slíkri frétt. Það fer ekki milli mála, aö áliti alls starfsfólks, aö brytinn er vel sínu starfi vaxinn, aö öðrum starfsmönnum ólöstuðum, og vonandi fær stofnunin, starfsfólk og aðrir sem þurfa aö vera í fæöi á Litla-Hrauni aö njóta starfs- krafta Guðmundar Finnbogasonar bryta á meðan heilsa hans og aldur endist. RÉTTÓ VERÐIEKKI LAGÐUR NIÐUR Nemandi í Réttó skrifar: Eg er í Réttarholtsskóla og ég er ósammála því aö leggja hann niöur og ég er ekki bara aö tala fyrir mig því þaö er mikið rætt um þetta í skólanum og voru allir á móti þessu því Réttar- holtsskóli er alveg frábær skóli. I fyrsta lagi eru góöir og skemmtilegir kennarar, góöur skólastjóri, gott námsefni og gott félagslíf. Svo er líka margt fyrir okkur gert eins og: 1. Setustofa fyrir nemendur meö græjum, sjónvarpi og videoi. 2. Diskótek tvisvar í mánuöi, 8—11. 30. 3. Arshátíð. 4. Grímuböll. 5. Bridgekvöld. 6. Iþróttahátíð. 7. Iþróttamót og margt fleira. Og ef þiö leggið hann niður þá eruð þið aö gera mikil mistök því þetta er æðislegur skóli í alla staöi. Þakkir til Teppalands Ánægöur viðskiptavinur skrifar: Helgina 28—29/4 ætlaöi ég að taka á mig rögg og hreinsa hjá mér teppin á stofugólfinu. Eg fékk leigt þar til gert tæki og efni í teppaversluninni Teppalandi. Hófst ég handa viö aö þrífa stofuteppið. Gekk það svo vel að ég ákvaö að hreinsa öll teppin og húsgögnin líka. En þegar ég er vel kominn af stað þá þrýtur efniö. Eg leitaði fyrir mér á bensín- stöövum en þetta þvottaefni reyndist ekki til. Nú voru góð ráð dýr og reyndi ég eitt neyöarúrræði. Eg hringdi í for- stjóra Teppalands og hann sagöi það lítið mál aö redda meiraefni. Mæltum viö okkur mót fyrir utan verslunina og ég gat kláraö að hreinsa min húsgögn. Eg kann þessum manni hinar bestu þakkir. „Svona eiga sýslu- iEgaaMYe.ra” _____ Litla Hraurt, bréfritari segir brytann þar hinn besta kokk. SINDRA STÁLHF Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, slmi: 27222, bein lína: 11711. Hér sérðu staðreyndir málsins. Þessar suður eru soðnar með rafsuðuvír- um sem hafa verið geymdir í opnum pökkum í 10 daga við 70% hlutfallslegt rakastig og 35°C hita. Suðan til vinstri er soðin með Limarosta Sahara rafsuðuvír, sú til hægri með venjulegum MR rafsuðuvír. Rakaþolinn rafsuðuvír er engin nýjung. Það er Limarosta Sahara aftur á móti. Hætta á raka í honum er mun minni. I lokuðum umbúðum geymist hann mán- uðum saman. Tilbúinn til notkunar. Án þurrkunar. Inni á vinnustað er hægt að geyma Sa- hara vírinn í opnum pakka í 10 daga - án þess að þurrka hann fyrir notkun. NORWELD SMITWELD Og þegar loksins þarf að þurrka hann, nægir einn tími við 105°C. Þá er hann einsog nýr. En Sahara rafsuðuvír er ekki aðeins rakaþolinn. Suðueiginleikarnir eru einnig 1. flokks. Niðurstöðu okkar sérðu hér aðofan, en helst viljum við að þú reynirvírinnsjálfur. Limarosta Sahara EMR rafsuðuvir. Fyrir m.a. ryðfrítt stál, sýru og seltuvarið stál og allar suðustöður. LOKSINSI RAKAÞOLINN RAFSUÐUVÍR SEM HEIST ÞURR KRAFTBLAKKIR ÚTGERÐARMENN Höfum A lager 400 kg kraftblakkir tvaggja spora hjóli. Gott varð og málar. Atlas hf ARMULA 7 - SIMI 2675S NOACK iTU'ÍA'lwLVJ FYRIR ALLA BILA 0G TÆKI Seensku bilatramleiðendurnir VOLVO. SAAB og SCANIA nota NOACK ratgeyma vegna kosta þeirra. (Wmnaust h.f 7-9. Simi SKIPPER litdýptarmælir CS11B Einn sá besti á markaðnum. Hagstætt verð og góðir greiðslu- skilmálar. Friðrik A. Jónsson h.f. Sklpholti 7, Reykjavik, Simar 14135 - 14340. Reykjavík: 91-31615/86915 Akureyri: 96-21715/23515 Borgarnes: 93-7618 Víðigerði V-Hún.: 95-1591 Blönduós: 95-4136 Sauðárkrókur: 95-5175/5337 Siglufjörður: 96-71489 Húsavík: 96-41940/41229 Vopnafjörður: 97-3145/3121 Egilsstaðir: 97-1550 Seyðisfjörður: 97-2312/2204 Höfn Hornafirði: 97-8303 interRent

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.