Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1984, Blaðsíða 12
12 DV. MÁNUDAGUR 7. MAl 1984. Útgáfufélag: FRJÁLS PjÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjórí ogútgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARAI.DSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.’ AfgreiÖsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. ^ 'i Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverö á mánuöi 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað 25 kr. ** Öreindir Sjálfstæðisflokksins Allt frá því aö landsfundi sjálfstæðismanna lauk á síöasta vetri, hefur því veriö haldið fram af forystumönn- um flokksins og talsmönnum hans, að nú væri Sjálfstæðis- flokkurinn heill og samstæður flokkur. Deilur milli and- stæðra fylkinga settar niður og klofningur manna í milli heyrði sögunni til. Allt kapp hefur verið lagt á að hafa yfirborðið slétt og fellt, lægja öldur og draga upp mynd samheldni og eindrægni. Af þessum sökum kemur yfirlýsing Friðriks Sophus- sonar, varaformanns flokksins, í opna skjöldu. Hann krefst þess, að formaðurinn verði settur á þann stað sem honum ber, talar um yfirlýsingaglaða ráðherra og full- yrðir, að flokkurinn muni leysast upp í óskiljanlegar öreindir, nema geröar verði róttækar breytingar á skipan ríkisstjórnar og afstöðu Sjálfstæðisflokksins til hennar. Varaformaöurinn deilir hart á síðustu efnahags- aðgerðir ríkisstjórnarinnar og telur að Sjálfstæðis- flokkurinn muni koma buxnalaus til næstu kosninga, ef fram fer sem horfir. Hér er óvanalega fast að orði kveðið, og þótt Þorsteinn Pálsson, formaður flokksins, reyni að draga úr hvössustu oddunum í þessari ádeilu, verður ekki séö að honum komi ummæli Friðriks á óvart. Formaðurinn talar einnig um endurskoðun á stjórnarsáttmálanum og hafnar alls ekki þeirri gagnrýni, sem fram kemur hjá varaformanninum. Ekki verður önnur ályktun dregin af þessum viðhorfum en sú, að bæði formaður og varaformaður séu orðnir þreyttir á því hlutverki sínu að halda friöinn. Þeir telja greinilega, að það hlutverk sitt sé dýru verði keypt, ef þeim er að öðru leyti haldið utan við það vald, sem felst í setu í ríkisstjórn. Hitt er annaö mál og veröur óneitanlega að flokkast undir kaldhæðni örlaganna, að spjótalögin beinast að Al- bert Guðmundssyni, sem þrátt fyrir allt hefur verið at- kvæðamestur sjálfstæðisráðherranna. Án þess að hér verði gripiö til einkunnagjafar, er það öllum mönnum ljóst, að ýmsir aðrir mættu yfirgefa sína ráðherrastóla, áður en Albert verður sparkað. Allavega er óhætt að full- yrða, að innanbúðarvandamál í Sjálfstæðisflokknum leysast ekki í einu vetfangi við það að skipta Albert út og formanninum inn. Er þá ekki verið að gera lítið úr Þor- steini Pálssyni eða nauðsyninni á því, að formaður Sjálf- stæðisflokksins skipi ráöherrasæti. Allir sjá, að staða hans er veik, meðan hann þarf að axla ábyrgð og leggja fram tillögur, sem síðan er skellt skolleyrum við. Vandi Sjálfstæðisflokksins og hættan á því, að flokkur- inn leysist upp í „óskiljanlegar öreindir”, á sér djúpstæð- ari rætur. Orsakirnar liggja í þeim þverstæðum, sem hvað eftir annað gera vart við sig innan flokksins. Flokkurinn heimtar niðurskurö á ríkisrekstri og stöðvun á erlendri skuldasöfnun. Hvorugu er fylgt eftir. Flokkur- inn segist vilja uppstokkun á sjóðakerfinu og Fram- kvæmdastofnuninni en ræður við hvorugt. Flokkurinn þarf að umbylta landbúnaðarstefnunni, en þorir ekki í þá atlögu. Þetta eru nokkrar af þeim öreindum sem varafor- maðurinn er að tala um. Og þær eru fleiri. Slík mál verða ekki gerð upp meö því að tjalda nýjum ráðherrum. Þau verða leyst með forystu, sem veit hvað hún vill, segir það og stendur við það, utan ríkisstjórnar eða innan. Að þessu leyti standa bæði Sjálfstæðisflokkurinn og ríkisstjórnin á krossgötum. ebs. , LONG JÓLAVEISLA Kaffibrúsaveisla ASI—VSI full- mektugra stóö margar vikur. Oöru hvoru komu hinir útvöldu í f jölmiöla og sögöu aö ekkert gengi. Riddarar hringborösins veltu rammanum fyrir sér á alla vegu. Þetta var „fjör- egg” grautarstjórnarinnar. Svo var brosaö og haldið áfram „aö ræöast við”. Sverrir sendi álversköllum kveöju: Ef þiö hálaunamennirnir sprengiö rammann þá neyðumst viö til aö segja af okkur. Steingrímur landsfaðir kom í sjónvarpið og sagöi að mönnum væri vorkunnarlaust að éta grjónagraut ef aö þrengdi, svo geröi sjálfur hami, Og vel artast Kín- verjar af hrísgrjónum. „Góöur þykir mér grautur méls” varð viökvæöi stjómarsinna morgun og kvölds. Enn var áfram haldið hinni miklu jólaveislu þeirra félaga Bjöms, As- mundar og kompanís annarsvegar og Magnúsar frjálshyggjupostula hins vegar. Var þetta meö leyni- reglusniöi — bræðrafélag „aöila vinnumarkaðarins”. Enginn óvið- komandi mátti vita hvaö gerðist í hinum helgu véum — allra síst „hinn almenni maöur” eins og þaö heitir á máli þeirra „fyrir sunnan”. Lýöur- inn beiö lausnarorðsins sem mundi koma í fyllingu tímaas. I Ramma- gerðinni hf. var líka beöiö og vonað. Hófu nú einir fimm hagfræðingar ASI opg álíka lið VSI að reikna af mikilli kúnst. ASI-ingar sögöu aö 15 þús. kall á mánuöi handa „þeirra fólki” væri lágmark. Ráöherrar Rammagerðarinnar hf. sögöu aö 12 þúsund væri viö hæfi. Þaö væri innan rammans. Enn var „fundaö”. En 21. febrúar var hinn mikli leyndardómur opinberaður öllum lýð. Ljósmyndarar kallaöir til, brosaö til hægri og vinstri. Búiö aö semja. Lágmarkið: Ekki 15 þús., sem var hiö gullna takmark þó 20 þús. heföi verið nær lagi. Nei, 12.660 var þaö heillin. Eftir- og næturvinna lækkuð og unglingakaup. Svo skyldi ávísa uppá náö Alberts 330 millj. í tryggingabætur, sem raunar kom kaupsamningum ekkert viö. Láglaunalandið ísland Láglaunalandið Island staðreynd fremur nú en nokkru sinni fyrr og Sverrir ráöherra fagnar f.h. auð- hringanna: Komiö hingaö í heiöar- dalinn. — Og Steingrímur skíðakappi mátti vart vatni halda af gleði: — Skynsemin hefur orðið öfgunum yfir- sterkari, sagði hæstvirtur ráðherra. Fulltrúar atvinnurekenda og verk- HARALDUR GUÐNASON FYRV. BÓKAVÖRÐUR lýðsrekenda komu út úr helli sínum og fögnuöu því aö hinni löngu jóla- veislu var lokiö. Asmundur sagði þó öngva ástæöu til húrrahrópa. Páll VSI — formaður sagöi þetta „nokkuö skynsamlega samninga” en reyndar Erlendri stóriðju ber að haf na Undanfarin ár hefur mikið veriö rætt og ritað um minnkandi sjávar- afla og þau áhrif sem hann kann aö hafa á efnahagslega afkomu þjóðar- innar og um leið á þjóöfélagið sem heild. Menn hafa lýst áhyggjum sínum vegna þessarar þróunar og er það í raun ekki undarlegt þar sem öll afkoma okkar Islendinga byggist fyrst og fremst á sjávarútvegi. I þeim umræðum sem um þessi mál' hafa skapast hefur jafnan verið reynt aö leita leiöa til að koma í veg fyrir aö minnkandi afli valdi varan- legum erfiðleikum fyrir þjóöarbú- skapinn og í því sambandi er oftast bent á fullvinnslu sjávarafuröa og öflun nýrra markaöa. Fullvinnsla sjávarafurða er löngu orðið tíma- bært markmið og sætir raunar furðu aö enn skuli í jafnríkum mæli og raun ber vitni vera fluttar út hálfunnar sjávarafurðir. Auðvitað er ekki hægt aö neita því að ýmislegt „Fullvinnsla sjávarafuröa er löngu orðið tímabært markmið og sætir raunar furðu aö enn skuli i jafnríkum mæli og raun ber vitni vera fluttar út hálfunnar sjávarafurðir.” 5Í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.