Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1984, Blaðsíða 10
10 MjOftAR/t t’tTTTatnTtrtM/t TTrr DV. MÁNUDAGUR 7. MAI1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Þrjátíu ár lidin frá úrslitasigri Víetnama yfir Frökkum: „MISTÖK FRAKKA VORU AÐ VANMETA OKKUR” Vígvöllurinn viö Dien Bien Phu þar sem skæruliöar fögnuöu sigri yfir ný- lendustjóru Frakka í Indókína fyrir þremur áratugum hefur aö undan- förnu veriö vettvangur endurreisnar- starfs. Hópar víetnamskra hermanna hafa unnið að því aö gera aðstæður þar allar eins og þær voru kl. 17.30 hinn 7. maí 1954 þegar víetnamski fáninn var dreginn að húni yfir franska virkinu. 1 dag eru því rctt þrjátíu ár liöin frá uppgjöf Frakka í Víetnam. Sumir sagnfræðingar telja aö átta þúsund Viet Minh hermenn og tvö þúsund franskir hermenn hafi falliö í hinu 56 daga langa umsátri um Dien Bien Phu. Fyrirhugað er aö reisa þar minnismerki um fallna franska her- menn. Nýtt gistihús fyrír erlenda stjómar- erindreka og fréttamenn hefur verið reist í tilefni þess aö þrjátíu ár eru liðin frá úrslitaorrustunni. Gamlir hermenn flykkjast á staðinn Vietnamskir embættismenn segja aö um tvö þúsund Frakkar sem tóku þátt í orrustunni hafi i hyggju aö' heimsækja Dien Bien Phu á þessu ári. Þaö er aðeins flogiö einu sinni í viku til Dien Bien Phu frá Hanoi. Frétta- menn sem heimsóttu orrustuvöllinn gamla skömmu fyrir afmæliö þurftu aö leggja á sig tveggja daga ferö hina 500 kílómetra löngu leið eftir þröngum óg ósléttum fjallavegum. Sums staöar þurftu þeir aö fara yfir óbrúaðar ár. „Eg er viss um aö ykkur hefur þótt feröin erfiö,” sagöi Hoang Van Thai hershöföingi viö fréttamenn er þeir komu aftur til Hanoi. Hann stjórnaöi árás víetnömsku hermannanna 1954 og er nú aöstoðarvarnarmálaráðherra. „Þiö ættuö því aö geta gert ykkur í hugarlund hvernig þaö var fyrir okk- ur. Stundum þurftum viö aö flytja birgöir fótgangandi til Dien Bien Phu ■ allt aö 600 kilómetra leiö. ” Fréttamennimir lýstu furöu sinni yfir aö Frakkarnir skyldu hafa kosiö ! aö hafa höfuðvígi sitt í þessum . einangraða dal sem ekki var unnt aö flytja birgöir til nema meöflugi. „Helvíti á mjög litlum stað" Bernhard Fall segir í bók sinni „Helvíti á mjög litlum staö” að Frakkarnir hafi viljað stuðla aö úr- slitaorrustu meö því aö setja upp vígi sem væri nægilega freistandi fyrir Víetnama aö ráöast á en samtímis nægilega öflugt til aö standast slíka árás. „Mistök þeirra fólust í því aö van- meta okkur,” sagöi Nguyen Vo Giap er ■hann leit yfir orrustuvöllinn þar sem hann vann stærsta sigur sinn á Frökkum. Þessi 71 árs fyrrverandi skæruliöi, sem kom mjög viö sögu í baráttunni gegn Frökkum og tveimur áratugum síöar gegn Bandaríkjamönnum, ræddi þarna viö fréttamenn í fyrsta skipti viö Dien Bien Phu. Hann hló er hann var minntur á þau orö Frakka aö Viet Minh yröi eytt ef herinn réöist á franska virkið. Meöal víetnömsku hermannanna fyrrverandi, sem skýröu fréttamönn- um frá reynslu sinni í orrustunni, var Duong Trong Quang liösforingi. Hann lýsti því hvemig vietnömsku hermenn- irnir heföu meö handafli orðið aö: drösla þungum fallbyssuhlutum upp eitt þúsund metra há f jöll. „Þaö var ógleymanleg stund þegar viö sáum víetnamska fánann blakta viö hún yfir frönsku höfuðstöðvunum. Þaö bætti upp allar okkar þjáningar. ” Reiðubúnir að verja Víetnam á ný Margir þeirra sem fréttamennimir ræddu viö töluðu um hörmungar styrjaldarinnar og þær þjáningar sem þeir heföu þurft aö ganga í gegnum fyrir þrjátíu árum en allir kváöust þeir reiðubúnir að ganga í gegnum þaö sama aftur ef á þyrfti að halda til aö verja Víetnam. Enn neita ráöamenn í Hanoi að gefa upp hversu margir af mönnum þeirra hafi látiö lífiö í árásinni á Dien Bien Phu. Vietnamskir hermenn. Þó að þrjátiu ár séu nú iiðin frá þvi að átökum Vietnama við Frakka lauk hafa Vietnamar áfram átt i striði, fyrst við Bandarikin og nú eiga þeir i striði innan landamæra Kampútseu, svo og i landamæra- skærum við Kinverja. „Þiö getið sjálfir giskað með því aö skoöa grafreitinn í Dien Bien Phu vegna þess aö aliir þeir sem létust í orrustunni eru grafnir þar,” sagöi Thaiaöstoöarvarnarmálaráðherra. I grafreitnum eru 700 legsteinar en fjöldi þeirra sem þar er grafinn er óþekktur. Á fjórum legsteinanna eru rituö nöfn þeirra er þar hvíla. Aörar graf ir eru nafnlausar. Þrjátíu árum eftir úrslitaorrustu Víetnama viö Frakka er Dien Bien Phu virki en nú er þar vöröur gagnvart þeirri ógn sem Víetnamar telja aö þeimstafiaf Kína. Ekki verður um nein hátíöahöld aö ræöa í Dien Bien Phu í dag. „Þaö veröur aðeins þögul minningarstund um hetjur okkar,” sagði einn víetnömsku embættismannanna í bæn- um. BARIST FYRIR AFENGIS- SKÖMMTUN í SVÍARÍKI — Enginn Svfí fái að drekka meiraen einn oghálfan lítra af áfengi á mánuói Aðrir andmæla áfengisskömmtun- inni á þeim forsendum aö hún sé enn ein frelsissvipting í þjóöfélagi sem sé tekið aö einkennast af boðum og bönn- um meira en góöu hófi gegni. Hiö opin- bera sé stööugt og í síauknum mæli aö seilast inn á sviö sem ættu aö vera einkamál hvers einstaklings. Er í því sambandi bent á nafnnúmer sem margsinnis hafi verið misnotuö af því opinbera til aö komast yfir persónuleg-' ar upplýsingar um einstaklingana meö tölvutækninni. Baráttau fyrir áfengisskömmtun í Svíþjóö hefur verið hert mjög aö undanförnu. Fylgjendur hennar benda á alvarlega fylgifiska áfengisneysl- unnar svo sem sjúkdóma og glæpi. Landsnefndin fyrir áfengis- skömmtun hefur þegar safnað 150 þúsund undirskriftum til stuönings kröfunni um aö ströng skömmtun veröi viöhöfö viö sölu á áfengi bæöi í veit- ingahúsum og í áfengisútsölum. „Takmark okkar er að fá milljón undirskriftir (Svíar eru 8,3 milljónir),” segir Erik Mjoberg, tals- maður Stokkhólmsdeildar nefndarinn- ar. „Viö teljum aö þessi barátta njóti mikils stuönings um allt landiö. ” Dýrt áfengi Sænskir áfengisneytendur, sem eru vanir því að þurfa aö greiða talsvert hærra verö fyrir sopann heldur en flestir nágrannar þeirra í Evrópu, standa því frammi fyrir möguleikanum á að enn frekari tak- markanir veröi settar við drykkju þeirra. Enn sem komiö er hefur ríkis- stjómin þó ekki tekið endanlega af- stööu tii málsins og ljóst er aö ýmsir ráöherranna telja ekki þörf á slikum aðgerðum. Þeir telja aö veröið á áfengi sé svo hátt aö það feli í sér nægilega takmörkun á áfengisdrykkjunni. Samkvæmt opinberum tölum hefur áfengisneysla Svía minnkað um tuttugu prósent síðan 1976 og aö meðal- tali drekka Svíar helmingi minna heldur en aörar Evrópuþjóöir. Tals- menn áfengisskömmtunar segja að þessar tölur segi ekki alla söguna. Þeir halda því fram aö sjúkdómar og félagsleg vandamál af völdum áfengis hafi aukist stööugt og aö árlega megi rekja fimm þúsund dauðsföll í landinu til ofneyslu áfengis og benda á tii samanburöar aö árlega deyja ekki nema átta hundruð manns í umferöar- slysum í Svíþjóö. „Stjórnmálamenn hafa ofmetiö þýö- ingu þess aö neyslan hefur minnkaö á síöastliönum árum,” segir Leif Lenke, afbrotafræöingur viö háskólann í Stokkhólmi. „Til aö höggva aö rótum vandamáls ofdrykkjumanna veröum viö aö grípa til skömmtunar. ” Aö mati landsnefndarinnar fyrir áfengisskömmtun eru þaö um tíu prósent áfengisneytendanna sem neyta 55 prósenta af því áfengi sem selteríSvíþjóð. Svíar drekka líkt og íslendingar Bent hefur veriö á aö drykkjuvenjur Svía séu ekki ólíkar drykkjuvenjum Finna, Pólverja, Sovétmanna og Is- lendinga. Drykkjuvenjur þessara þjóöa leiði af sér meiri vandamál heldur en drykkja fjölmargra þeirra þjóöa sem samkvæmt opinberum töl- um neyta meira áfengis að meðaltali. Svíum hættir til aö drekka mikiö áfengi af og til í þeim tilgangi að veröa drukknir. Ibúar flestra annarra Evrópuþjóða drekka hins vegar oftar en þá minna í einu og oftast fyrst og fremst létt vín eöa bjór. Aætlaö hefur veriö að 300 þúsund Svíar búi viö slík áfengisvandamál að þau hafi veruleg áhrif á vinnu þeirra, fjölskyldulíf og heilsu. Rannsóknir hafa leitt í ljós aö augljós fylgni er á milli áfengisneyslu og afbrota. Þannig hafi 70 prósent þeirra karla sem dæmdir hafa verið fyrir aö misbjóöa konu gert þaö undir áhrifum áfengis. Tvær rannsóknir, er framkvæmdar voru í Gautaborg og Uppsölum árið 1980, gáfu til kynna aö þriöjungur til helmingur veikindafjar- vista frá vinnu ætti rætur sínar aö rekja til áfengisneyslu. Hafa áður búið við skömmtun Svíar hafa áöur kynnst áfengis- skömmtun, raunar þegar á síöustu öld og var hún í gildi þar til 1955. Nú hefur ríkiö einkarétt á sölu áfengis. Veitinga- hús sem hafa leyfi til aö selja áfengi fá aðeins aö selja þaö á vissum tímum dags. I vissum landshlutum er bannaö aö neyta áfengis undir berum himni. I þessum mánuöi var til dæmis maður „Skömmtun gæti aukið drykkjuna" Sumir andstæöingar skömmtunarinnar telja aö hún geti beinlínis aukið áfengis- neysluna þar sem fólk fari að líta á kvót- ann sem takmark fyrir venjulegt fólk. Getrud Sigurdsen heilbrigöisráð- herra telur þaö líka ónauösynlegt: „Það sjást merki þess aö drykkju- venjur okkar séu að breytast í rétta átt.” einn í Vasterás sketaöur um fimm hundruð sænskar krónur fyrir aö drekka bjór úti á götu í miöbænum. Landsnefndin fyrir áfengis- skömmtun leggur til að gripiö veröi til' áfengisskömmtunar á þriggja ára reynslutima. Þeim er náö hafi tuttugu ára aldri veröi heimilt aö kaupa einn og hálfan lítra af áfengi á mánuöi ellegar sex flöskur af léttu víni eöa hliöstæðu þess. Nefndin heldur því fram að skömmtunarkerfið myndi í fram- kvæmd kosta 40 milljónir króna ári og „fyrir þá upphæö gætum viö bjargað þúsundum mannslífa, minnkaö glæpi um helming.. . og sparað okkur meira en tíu milljarða króna í skatt- greiðslur.” Sviar drekka minna áfengi en flestar nágrannaþjóðir þeirra en samt er lagt til að áfengisskömmtun verði komið á þar i landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.