Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1984, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1984, Blaðsíða 44
44 Pæmalaus VeRÖLP Pæmalaus 'Verölp V"eRöld Mick Jagger og Charlie Watts: Eiga ekki lengur lögin sín gömlu. Rúllandi steinar létu í minni pokann 10 ára gömul deila hljómsveitarinn- ar Rolling Stones og fyrrverandi um- boðsmanns hennar, Allen Klein, hefur nú verið útkljáð fyrir dómstólum. Deil- an stóð um hvor aðilinn ætti réttinn að þeim lögum Rollinganna sem hljóðrit- uð voru fyrir 1970. Eru ekki neinir smá- peningar í húfi vegna þess að meðal þeirra laga, sem hér um ræðir, eru t.d. Satisfaction, Under My Thumb og Get OffOfMyCIoud. Dómstólarnir dæmdu Klein í vil þannig að nú eru lögin hans og þarf hann ekki annað en greiða hljómsveit- inni hluta af ágóða sínum tvívegis á ári. Vigdís í kirkju í Kaupmannahöfn REKINN Hans Hermanna, ritstjóri danska vikublaðsins Nyt Ude og Hjemme, hef- ur kynnst því svo að um munar að ekki eru allar vikublaðaraunir eins. Hann var rekinn úr vellaunuðu starfi sínu þegar yfirmenn hans kom- ust að því að tveir synir hans voru á launalista blaðsins sem einhverjir best launuðu blaðamenn í Danmörku. Eldri sonurinn hafði aö vísu komið nálægt blaðamennsku í þeim skilningi að eng- inn annar hef ur fallið jafnoft á inntöku- prófi í blaöamannaskólanum í Arósum og yngri sonurinn tók ljósmyndir fyrir blaðið og var greitt fyrir eins og um heimsfrægan listamann væri að ræða. Þá var eiginkona nágranna ritstjórans allt í einu farin að skrifa stjömuspá blaðsins án þess að vera stjörnuspek- ingur og er þá fátt eitt talið af bralli rit- stjórans. Vigdís Finnbogasóttir, forseti ís- lands, fór í kirkju um páskana hjá síra Ágústi Sigurðssyni í Kaupmannahöfn Fjöldi íslendinga var samankomin í kirkju heilags Páls í Kaupmannahöfn á sólríkum vordegi og gaf forsetinn sér tíma til að ræða við þá að messu lok- inni. 1 fylgd með forsetanum var Einar Agústsson sendiherra. DV-mynd GMÞ Vikublaðaraunir: RITSTJÓRI Við viljum öl! Sagt er að sá sem hér hangir hafi dáið úr þorsta. Fyrirbær- ið er ættað frá Sæby i Danmörku þar sem bygginga- verkamenn voru að mótmæla seinkun á reisugilli i ferða- mannamiðstöð sem þeir voru að reisa. Húsin voru klár en aldrei kom veislan. „ Við viljum öl, " sögðu verkamenn- irnir og hengdu þennan upp i stað fánanna sem yfir- leitt blakta i reisu- gillum. Andrós er þegar farinn að æfa nokkur skemmtiatriði sem hann ætlar að sýna i afmælisveislunni. ANDRÉS ÖND FIMMTUGUR Andrés önd verður fimmtugur 9. júní nk. Frá því hann steig sin fyrstu spor á kvikmyndabrautinni í The White Little Hen, árið 1934, hefur gengið á ýmsu hjá Andrési. Kvikmyndimar eru orðnar 128, hann birtist daglega á síðum 100 dag- -----............................ blaða víðsvegar um heim og Andrés andar blöðin eru seld í 46 löndum. Að sögn er hann enn við góða heilsu og skræka röddin, sem Clar- ence nokkur Nash leggur honum til, hef ur ekkert breyst á hálfri öld. DæVe óskar Andrési til hamingju á þessum merku tímamótum. LEIÐARLJÓS Túristar í spreng Island er kjörið ferðamanna- land, ekki aðeins fyrir ferðamenn- ina heldur einnig og ekki síður fyr- ir þjóðina sjálfa sem tekur á móti gestunum. Eins og lesa má um hér á síðun- um til hliðar hafa Egyptar átt í vandræðum með sína gesti sem hafa kastað af sér vatni og öðrum óþverra í pýramida einn í þeim mæli að upp stigu eiturgufur eins og frægt er orðið. Túristarnir I Egyptaiandi virðast margir hverj- ir hafa veriö í algerum spreng — og það bitnaði á pýramídanum. Þurfa tsiendingar ekki að halda vöku sinni í þessum efnum? Vart: Islenska þjóðin hefur komið sér upp fjölmörgum almenningssal- ernum víðsvegar um landið og ekki síst þar sem náttúrufegurð er hvað racst og fjallasýn góð. Þjóðin hefur gert átak í þessum efnum á undan- gengnum árum og getur verið stolt af salernum sinum. A hitt má þó benda að „egypskt ástand” getur vart myndast hér á landi af völdum erlendra feröa- manna. Reyndar myndi Island bara græða á því ef hingaðkomnir túristar köstuðu af sér vatni á helstu ferðamannastöðum eitthvað í likingu við þaö sem sannanlega hefur gerst við pýramídann í Egyptalandi. Ef pissað yrði í stórfelldum bun- um í Gullfoss myndi fossinn ekki gera annað en stækka og yki það ferðamannastrauminn frekar en hitt. Hinir sem spræna á Þingvöll- um myndu auka gróðursæld í þjóð- garðinum. Piss er áburður. Og ef túristarnir væru svo vitlausir að spræna í Geysi fengju þeir allt saman yfir sig aftur þegar hverinn gysi. Island er kjörið ferðamannaland hvemig sem á það er litið. Gátan um ólyktina í Kefren-pýra- mídanum í Giza, sem getið hefur ver- ið um í blöðum, er nú að öllum Mkind- um leyst. Eða svo segir egypski forn- leifafræðingurinn Faisal Ismail: „Það er skoðun mín að ólyktin stafi einfaldlega af því að ferðamenn hafi kastað af sér vatni og jafnvel öðrum og fastari úrgangi á göngum pýra- midans í þeim mæli að til vandræða horfði.” Olyktin angraði ferðamenn, sem heúnsóttu píramídann, klæjaðí þá bæði í húð og augu vegna lofttegund- anna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.